Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 22
22 Menning 2. júlí 2012 Mánudagur Hvar er draumurinn? n Hugleikur Dagsson gerir grimmt grín að íslenskum dægurlögum H ugleikur gerir grimmt grín að íslenskum dæg- urlögum. Fyrst í bók- inni Íslensk dægurlög og svo í bókinni Fleiri íslensk dægurlög og núna í bókinni Enn fleiri íslensk dægurlög. Sem hann segir óhjákvæmi- lega vera síðustu bókina í flokknum því ekki séu til fleiri íslensk dægurlög. Samhliða útgáfu bókar- innar opnar sýning á verkum Hugleiks úr téðri bók og eldri verkum í nýju galleríi í Bóka- búð Máls og menningar. Ætl- unin er að hið nýja gallerí skapi vettvang fyrir samtíma- list og lifandi rými fyrir hvers konar uppákomur sem henni fylgir. Hugleikur Dagsson mun því vígja hið nýja gallerí með sýningu sinni sem stendur yfir næstu vikurnar. Hugleikur Dagsson Íslensk dægurlög er nýjasta bók hans. Íslensk dægurlög Myndskreytt að hætti Hugleiks. Sigur Rós snýr aftur Sigur Rós mun snúa aftur á Iceland Airwaves-hátíð- ina en 11 ár eru liðin síð- an hljómsveitin kom síðast fram á tónlistarhátíðinni. Tónleikar sveitarinnar verða sunnudaginn 4. nóvember í Nýju Laugardalshöllinni eða á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós mætir með nýju plötuna, Valtara, í farteskinu en sveitin mun halda tón- leika um víða veröld á næstu mánuðum til að kynna nýju plötuna. Tónleikarn- ir á Iceland Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. ABBA 40 ára Í júní 1972 var lagið People Need Love með hljóm- sveitinni ABBA tekið upp. Af því tilefni verða haldn- ir 40 ára afmælistónleikar til heiðurs hljómsveitinni í Eldborgarsal Hörpu þann 25. ágúst. Þau Agnetha Fältskog, Benny Anders- son, Björn Ulvaeus og Anni- Frid Lyngstad skipuðu sveitina en hún var fyrsta poppsveitin, sem ekki var enskumælandi, til að slá í gegn í enskumælandi lönd- um. ABBA hætti árið 1983 og þótt sveitin hafi aðeins starf- að í tíu ár er sveitin gríðar- lega vinsæl um allan heim. Uppselt er á tónleikana en aukatónleikar verða síðar um kvöldið. Tvöfalt af- mæli Siggu Söngkonan Sigríður Bein- teinsdóttir verður fimmtug á árinu og heldur einnig upp á 30 ára söngafmæli sitt. Af því tilefni ætlar Sigga að halda tónleika í Háskólabíói á af- mælisdaginn sjálfan, 26. júlí. Á tónleikunum verða vin- sælustu lög Siggu í gegnum tíðina flutt en Sigga á glæsi- legan feril að baki. Sérstakir gestir á tónleikunum verða til að mynda Björgvin Hall- dórsson, Grétar Örvarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Regína Ósk Óskarsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson. F orlagið hefur gefið út bókina The little book of the Icelanders, eft- ir Öldu Sigmunds- dóttur. Bókin hef- ur að geyma fimmtíu sögur um háttalag og sérkenni Ís- lendinga, óskrifaðar reglur í samskiptum þeirra og hefðir sem hafa skapast í kringum ýmis tilefni. Berðu V og W eins fram þegar þú talar ensku? Gef- ur þú stefnuljós? Setur þú barnið út á svalir til að sofa? Svör við þessum spurning- um gætu gefið til kynna ís- lenskt þjóðerni. Þetta reddast „Mér leið svolítið eins og útlendingi í eigin landi þegar ég kom heim eftir að hafa búið erlendis mestan part æskuáranna og hóf að rita hjá mér ýmis sérkenni Ís- lendinga. Bæði þau sem mér fundust sérkennileg og þau sem mér fundust skemmti- leg og falleg,“ segir Alda um tilurð bókarinnar. „Ég reyni að útskýra margt sem kemur útlending- um á óvart. Næturlífið og smábörnin sem sofa úti. Ís- lendingar eru líka alltaf seinir, þeir eru nefnilega svo sérstakir. Þeir eru hvat- vísastir allra Norðurlanda- þjóða og oft eru þeir sagðir Suður-Evrópubúar, Norður- Evrópu,“segir hún og hlær. „Umferðinni á Íslandi finnst mörgum útlendingum svipa til þeirrar í Suður-Evrópu, engin stefnuljós og illa lagt í stæði. Við segjum líka: Þetta reddast, í tíma og ótíma.“ Bjartsýnir og blóðheitir Einna merkilegast finnst henni hve mörgum Ís- lendingum gengur illa að taka þátt í samræðum. „Án þess að vilja vera neikvæðir, þá eiga þeir í stökustu vand- ræðum með að halda aftur af sjálfum sér. Þeir hafa mikla þörf fyrir að tala um sjálfa sig. Samræðulistin er þannig að þú hlustar og spyrð og svar- ar, til skiptis. Íslendingarn- ir eru meira fyrir að vera bara spurðir, hlusta ekkert og tala út í eitt.“ Bjartsýni og glaðlyndi Íslendinga er mik- ið, minnir Alda líka á. Enda fjallar einn kafli bókarinnar sérstaklega um bjartsýni þar sem Alda telur bjartsýnina vera eins konar sjálfsbjörg vegna baráttu við veður- og náttúruöfl. „Það er einmitt þess vegna sem Íslendingar virka blóðheitir, þeir eru full- ir af lífi.“ Alda hefur nú búið á Íslandi í nærri áratug. Hún er rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og bloggari. Margir kannast við blogg hennar sem hún hélt úti um árabil: The Iceland Weather Report. Í dag lærir hún ensku og þjóðfræði við Háskóla Ís- lands. „Mig langaði að bæta þessu við mig og auðsjáan- lega finnst mér þjóðfræðin spennandi fag.“ kristjana@dv.is n Sérkenni Íslendinga mörg n Blóðheitir, hvatvísir og óstundvísir Sérkenni Íslendinga Þeir eru... n Óstundvísir n Blóðheitir n Hvatvísir n Bjartsýnir n Vinnusamir n Framtakssamir n Umferðardólgar n Fjölskylduræknir n Sjálfumglaðir n Stoltir n Haldnir minnimáttarkennd n Heimakærir n Sjálfstæðir n Geta ekki borið fram W n Ginkeyptir n Hégómlegir n Áfengissjúkir n Partýglaðir n Hörundssárir (Þeir eru allir orðnir brjálaðir af því að lesa þennan lista!) „Íslend- ingar eru líka alltaf seinir, þeir eru nefnilega svo sérstakir „Leið eins og útLendingi í eigin Landi“ Óskrifaðar reglur og sérkenni Alda Sigmundsdóttir skrifaði bók um háttalag Íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.