Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 24
24 Sport 2. júlí 2012 Mánudagur
Þögull um
Persie
Roberto Mancini, þjálfari
Manchester City, hefur lengi
haft augastað á Robin van
Persie framherja Arsenal og
ítrekaði áhuga sinn nokk
uð reglulega í fjölmiðlum
síðastliðinn vetur. Nú horf
ir hins vegar svo við að karl
er þögull um hvort hann
hyggist gera tilboð í Holl
endinginn sem sagður er
vilja breyta til. Hefur Persie
enn ekki skrifað undir fram
lengingu á samningi sínum
sem rennur út næsta sum
ar. Sé hann ákveðinn í að
fara og Arsenal vilji fá eitt
hvað fyrir hann þarf að selja
kappann eigi síðar en um
jólin en helst sem fyrst.
Tevez fer
ekkert
Mancini hefur hins vegar
vísað til föðurhúsanna öll
um sögusögnum þess efn
is að hann vilji losna við þá
Carlos Tevez og Edin Dzeko
fyrir næstu leiktíð. Þvert á
móti vill Ítalinn halda þeim
báðum sem kemur líklega
einhverjum á óvart sér
staklega hvað varðar Tevez.
Sá hefur ekki beint verið
draumaleikmaður City hing
að til og dramatík fylgt hon
um utan vallar sem innan.
En Mancini fyrirgefur margt
og segir ekkert kalt milli
þeirra tveggja lengur eins og
var hér síðasta vetur þegar
Tevez tók sér leyfi og sór að
snúa aldrei aftur til að spila
fyrir Mancini eða hans lið.
Næsti gjörðu
svo vel
Franska knattspyrnusam
bandið leyfði þjálfara Frakka
í Evrópukeppninni, Laurent
Blanc, að hætta með liðið
þrátt fyrir að þeim hafi fund
ist hann gera kraftaverk
með ósamstilltan hóp leik
manna. Sá sem helst kemur
til greina, samkvæmt frönsk
um fjölmiðlum, nú er annar
fyrrum leikmaður lands
liðsins, Didier Deschamps
sem þykir hafa gert fína hluti
sem þjálfari Marseille.
Til Brasilíu
Clarence Seedorf hinn 36
ára gamli Hollendingur sem
kláraði samning sinn með
AC Milan fyrr í vor er ekk
ert á því að setjast í helgan
stein. Hann spilar næstu tvö
árin með Botafogo í Brasilíu.
Þ
að er æði oft þannig
að hástemmdar yf
irlýsingar vinna ekki
knattspyrnuleiki og
því fékk þjálfari Ítal
íu, Cesare Prandelli, að kynn
ast. Hann hélt því fram fyrir
úrslitaleikinn gegn Spánverj
um að sínir menn gætu vel
truflað eitraðar og eldsnöggar
sendingar þeirra spænsku og
jafnvel haft sigur. Leikurinn
endaði 4–0 fyrir Spán með
mörkum David Silva, Jordi
Alba, Fernando Torres og Juan
Mata en aldrei áður hefur úr
slitaleikur á EM unnist með
jafn miklum mun.
Ekki bólaði neitt á því að
ítölsku leikmennirnir trufluðu
þá spænsku ýkja mikið, held
ur þvert á móti voru það Ítalir
sem voru með bakið fast upp
við vegginn nánast frá upp
hafi til enda. Hvorki þjálfar
inn né leikmenn liðsins höfðu
nein svör við ofurspili Spán
verja frekar en önnur lið á
Evrópumótinu nú. Spánn hef
ur nú sigrað á þremur síðustu
stórmótum sem landsliðið hef
ur tekið þátt í en þeir spænsku
eru ríkjandi Heimsmeistarar.
Leikurinn var engu að síð
ur fjörugur og skemmtileg
ur og því fínn endapunktur
á frábæru Evrópumóti. Móti
þar sem mörk voru skoruð í
langflestum leikjum og nokk
ur óvænt úrslit litu dagsins
ljós. Enginn átti von á Ítölum
í úrslitaleiknum og sömuleiðis
bjuggust fáir við að þeir hefðu
betur gegn Þjóðverjum í und
anúrslitaleiknum.
Slakir Enginn bjóst við miklu af
enska landsliðinu nú fremur en síð
ustu ár. Liðið komst lengra en flestir
veðbankar gerðu ráð fyrir.
Svekktur Mörgum þótti Andres Iniesta spila sérstaklega vel á þessu móti
og setja sjálfan Xavi í skuggann. Hann klúðraði þó nokkrum góðum tækifær
um fyrir Spán.
Áhorfendur Sem fyrr voru það áhangendur hinna ýmsu landsliða sem settu mestan og bestan svip á Evrópumótið.
Sorgmæddir Þjóðverjar Þeir
þóttu jafnvel sigurstranglegri en
Spánverjar af mörgum fyrir mótið.
Stórstjarnan Cristiano Ron
aldo brást ekki vel við tapinu gegn
Spánverjum.
Besta lið sögunnar
n Spánverjar fyrsta liðið til að vinna þrjú stórmót í röð n Tóku Ítali í nefið
Sigurvegarar
Spánverjar eru besta
landslið sögunnar. Þeir
unnu Ítali 4–0.