Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Side 25
Evrópumótið 2020 haldið um alla álfuna
n Næsta EM haldið í Frakklandi að fjórum árum liðnum en 2020 gætu orðið breytingar
S
vo gæti farið að þar
næsta Evrópumót í
knatt spyrnu fari fram
um gervalla álfuna. Það
er að segja ef draumur Michel
Platini, yfirmanns evrópska
knattspyrnusambandsins,
verður að veruleika.
Frakkinn hefur þegar viðr
að hugmynd sína meðal
stjórnarmanna í knattspyrnu
sambandinu en ákvörðun
in verður tekin strax í janúar
á næsta ári. Þegar hafa fjór
ar þjóðir óskað eftir að fá að
halda Evrópumótið 2020 en
fái hugmynd Platinis brautar
gengi munu leikir á EM það
árið fara fram í tólf eða þrett
án mismunandi löndum eða á
12–13 völlum í einu landi.
„Þetta er aðeins á hug
myndastiginu,“ segir Platini
vegna málsins. „Við höfum
talað um tólf til þrettán lönd
eða leikvanga en þeir gætu
eins orðið 24 þegar upp verð
ur staðið. Þetta er mál sem
mér finnst afar mikilvægt.
Bæði er þetta jákvætt frá fjár
hagslegu sjónarmiði en ekki
síður vegna aðdáenda. Það
er auðveldara að fara milli
London og Parísar heldur en
ferðast frá Cardiff til Gdansk.“
Platini bendir á að með
því að deila keppninni niður
á fleiri leikvanga eða lönd sé
auðveldara að halda keppn
ina. Ekki þyrfti að byggja dýra
leikvanga heldur yrðu þeir
notaðir sem til eru og held
ur þyrfti eitt og sama landið
ekki að leggja út í gríðarlegan
kostnað við samgöngur, nýja
eða uppfærða flugvelli og
annað sem slík keppni hefur
í för með sér.
Líklega hefur Frakkinn
einn ig í huga að töluverð
ó ánægja hefur verið með
keppnishaldið að þessu sinni.
Í öllum borgum þar sem leik
ið var jókst gistikostnaður
fyrir ferðafólk mikið á síð
ustu vikunum fyrir keppn
ina og sérstaklega þóttu hót
eleigendur í Úkraínu graðir í
verðlagningu. Meðalkostn
aður á gistingu þar meðan
á mótinu stóð hækkaði um
hundruð prós enta miðað við
venjulegt verð.
Marklínutækni
engu breytt á eM
n Gylfi Þór segir dómgæsluna á EM mjög góða þrátt fyrir vafasöm atvik
E
ins og þetta lítur út
núna eru töluverð
ar líkur á að marklínu
tæknin verði reynd fyrir
alvöru í ensku úrvals
deildinni strax næsta vetur,“
segir Gylfi Þór Orrason, fyrr
um milliríkjadómari og vara
formaður Knattspyrnusam
bands Íslands, en samkvæmt
hans heimildum á að reyna að
koma slíkum búnaði fyrir sem
víðast áður en fyrsta umferðin
í Englandi hefst í ágústmánuði.
Afar skiptar skoðanir eru
um hina svokölluðu marklínu
tækni í knattspyrnuleikjum en
fjölmörg slík vafatilfelli koma
árlega upp og hafa oft æði mik
il áhrif á viðkomandi leiki. Þó
enska knattspyrnusambandið
hafi enn ekki gefið það út
formlega að marklínutæknin
verði reynd fyrir alvöru í vetur
liggur fyrir að slíkt á að reyna
og koma búnaði fyrir á öllum
völlum í úrvalsdeildinni eigi
síðar en um áramótin.
Fimm dómarar sáu ekki
markið
Aðspurður segir Gylfi að mark
línutæknin sem slík hefði
að líkindum engu breytt á
Evrópumótinu í knattspyrnu
þar sem dómarar hafa verið
fimm talsins. Þrír hefðbundn
ir og tveir að auki við mark
hvors liðs en þeir síðarnefndu
eiga meðal annars að ganga
úr skugga um að mark sé mark
þegar boltinn fer sannarlega
yfir marklínu. Tiltækið tókst
ekki betur en svo að fimmti
dómari leiks Úkraínu og Eng
lands tók ekki eftir neinu
þegar Úkraínumenn skor
uðu mark sem allir sáu stað
fest í sjónvarpsútsendingu. Er
alls ómögulegt að segja til um
hvernig sá leikur hefði þróast
hefði markið verið dæmt gott
og gilt fremur en aðrir leikir þar
sem slíkt gerist. Mark til eða frá
er oftar en ekki púslið sem öllu
skiptir hjá liðum sem eru undir
í leikjum eins og í tilfelli Úkra
ínu gegn Englandi.
„Ég er ekki viss um að mark
línutækni hefði breytt ein
hverju til eða frá í því tilfelli,“
segir Gylfi Þór. „Sú tækni, þó
hún lofi góðu, hefur ekki reynst
vera góð og gilt nema í 60 til 70
prósent tilvika, og því alls ekki
víst að sá búnaður hefði neitt
frekar dæmt Úkraínumönnum
markið í þessu ákveðna tilfelli.
En þar var reyndar um tvenns
konar mistök að ræða því við
komandi leikmaður var rang
stæður áður en markið var
skorað. Það var ekki gæfulegt
en þess utan hefur dómgæslan
á Evrópumótinu almennt ver
ið góð að mínu viti og áberandi
mistök dómara eða línavarða
sjaldséð.“
Aldrei betri en dómararnir
Aðspurður um notkun á tækj
um sem ekki virðast virka rétt
nema í 60 til 70 prósent tilvika
segir Gylfi að vissulega sé vafa
samt að nota slíkan búnað.
„Persónulega hefði ég ekki vilj
að sjá slíkt nema búið væri að
ganga úr skugga um að hann
virkaði í hundrað prósent til
vika. Að öðru leyti getur hann
aldrei orðið betri en þeir dóm
arar sem nú reyna að taka af
allan vafa.“
Vafasamt Það er ómögulegt að geta sér til um hvernig landsleikur Englands og Úkraínu hefði endað hefði gott og gilt mark þeirra síðarnefndu fengið að
standa. Markið, sem allir sáu í sjónvarpsútsendingu, fór alveg fram hjá fimmta dómara leiksins en Gylfi Þór Orrason segir ekki endilega víst að marklínutækni
hefði breytt einhverju í þessu tilfelli.
Inni eða úti? Marklínutæknin
mun verða reynd í Englandi á næstu
leiktíð en óljóst er hvort það næst
að setja slíkan búnað alls staðar upp
áður en vertíðin hefst í ágúst.
Sport 25Mánudagur 2. júlí 2012
Samevrópskt Rætt er um það í alvöru að Evrópukeppnin 2020 fari fram
í hinum og þessum löndum álfunnar. Sitt sýnist hverjum um það en það
minnkar sannarlega allan kostnað við mótshald.
Mistök að
reka Red-
knapp
Aðstoðarþjálfari Harry Red
knapp, sem óvænt var sagt
upp störfum sem stjóri
Tottenham eftir síðustu leik
tíð í ensku úrvalsdeildinni,
segir að með þá leikmenn
sem Redknapp hafði áætlað
að fá til liðsins fyrir næstu
leiktíð yrði Tottenham mun
sterkara og betra lið en það
var í vetur. Stjórnin hafi gert
mikil mistök að láta karl
inn fjúka og hreint fáránlegt
miðað við það afrek Red
knapp að taka við liðinu í
botnsæti með tvö stig eftir
átta leiki.
Til varnar
Rooney
Roy Hodgson, landsliðs
þjálfari Englands, vísar
gagnrýni fyrrum landsliðs
þjálfara, Fabio Capello, þess
efnis að Wayne Rooney hafi
aldrei spilað vel fyrir enska
landsliðið til föðurhúsanna.
Capello sagði það hafa ver
ið mistök að nota Roon
ey í landsliðinu enda sýndi
sagan það að hann leiki bara
vel með Manchester United.
Hodgson gaf lítið fyrir álit
forvera síns og sagði Roon
ey hafa spilað fumlaust og
af öryggi þá leiki sem hann
spilaði fyrir Englands hönd á
EM að þessu sinni.
Lloris til
Arsenal?
Franskir fjölmiðlar fullyrða
að Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, hafi hug á að kaupa
markvörðinn Hugo Llor
is frá Lyon en Lloris þessi
er talinn besti markvörður
Frakklands þó frammistaða
hans á nýliðnu Evrópumóti
fari ekki í neinar metabækur.
Hvort það sé ástæða þess að
stjórnarformaður Lyon hef
ur nú lýst því yfir að mark
vörðurinn sé falur fyrir rétt
verð skal ósagt látið en Wen
ger hefur vissulega hrifist af
löndum sínum þegar hann
kaupir í lið sitt.
Stórleikur
8. ágúst
Stórliðin Manchester United
og Barcelóna munu etja
kappi í æfingaleik í Gauta
borg í Svíþjóð þann 8. ágúst
næstkomandi en leikurinn
er liður í undirbúningi
þessara félaga fyrir komandi
vertíð í boltanum. Leikurinn
verður þannig fyrsta próf
raun nýs þjálfara spænska
liðsins gegn alvöru and
stæðingi.