Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Qupperneq 29
Fólk 29Mánudagur 2. júlí 2012
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
30
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Eyðir ekki í fasteignir
n Ýmsar getgátur um hvað prinsinn ætlar að gera við peningana
E
ins og áður hefur verið
greint frá fékk Vilhjálmur
prins aðgang að fúlgum fjár
þegar hann varð þrítugur á
dögunum. Breska pressan
hefur sagt ýmislegt um hvað pr-
insinn ætli sér að gera við pen-
ingana. Nýjasta sagan hermir að
hann ætli að kaupa nýtt heimili
handa sér og eiginkonunni, Kate.
Áður hafði því verið haldið fram
að hann myndi hjálpa tengdafor-
eldrum sínum að kaupa drauma-
húsið sitt, risavillu í Bucklebury.
Um stórfenglegt sjö herbergja hús
er að ræða sem skartar glæsilegum
tennisvelli í risastórum garðinum.
En samkvæmt nýjustu heimildum
People kemur Vilhjálmur ekki ná-
lægt fasteignakaupum Middleton-
hjónanna. „Hann ætlar hvorki að
hlaupa undir bagga með tengda-
foreldrum sínum né ætlar hann
að stækka við sig. Þau eru ham-
ingjusöm þar sem þau búa,“ sagði
ónefnd heimild en hjónin, sem
bæði eru þrítug, eiga fjögurra her-
bergja hús í Anglesey í norður
Wales og lítinn bústað við Kens-
ington-höll.
Moldrík Hjónakornin eru líklega ekki
andvaka af fjárhagsáhyggjum.
Ung, heit og
ástfangin
n Miley Cyrus segir Ástrala heitari en Bandaríkjamenn
Þ
að kemur líklega ekki á óvart
þegar ungstirnið Miley Cyr-
us heldur því fram að ástr-
alskir strákar séu mun heit-
ari en þeir bandarísku þar
sem unnusti hennar er enginn annar
en hinn ástralski Liam Hemsworth úr
kvikmyndinni The Hunger Games.
Parið var við verðlaunaafhendingu
í heimalandi hans á dögunum þar
sem Hemsworth hlaut viðurkenn-
ingu fyrir leik sinn. „Ástralir eru svo
miklu kynþokkafyllri. Ameríkanar
veita þeim enga keppni,“ sagði Cyrus,
19 ára, við blaðamenn á hátíðinni.
Liam notaði tækifærið þegar
hann tók við viðurkenningunni og
lýsti yfir ást sinni á kærustunni. „Ég
var sem betur fer kallaður aftur í
áheyrendaprufur og fékk að lesa með
þeirri sem nú er unnusta mín. Við
lásum saman og urðum ástfangin.
Og giftumst,“ sagði hann við áhorf-
endur en leiðrétti sig svo. „Reyndar
erum við ekki ennþá gift,“ bætti hann
við. „En við verðum það fljótlega,“
heyrðist þá frá Cyrus úr salnum.
Flott par Hemsworth
er einn sá heitasti í Holly
wood eftir frammi stöðu
sína í The Hunger Games.
Risavillan í Bucklebury Draumahús
tengdaforeldra prinsins.