Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 9. júlí 2012 Mánudagur Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21 180 milljóna afskriftir bætast við milljarða n Steinþór Jónsson keypti nýlega blokkir fyrir 177 milljónir króna S JE ehf., eignarhaldsfélag Stein þórs Jónssonar, athafna- manns og fyrrverandi bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, hefur verið tek- ið til gjaldþrotaskipta. Félagið skilur eftir sig 180 milljón króna skuldahala en lítið sem ekkert fæst upp í kröf- ur samkvæmt upplýsingum úr Lög- birtingablaðinu. Þessar 180 milljóna króna afskriftir bætast við milljarða sem fyrirtæki tengd Steinþóri hafa fengið afskrifaða að undanförnu. Steinþór komst í fréttirnar í júní þegar DV fjallaði um kaup hans á tveimur blokkum í Innri-Njarðvík, í gegnum einkahlutafélagið South Properties. Kaupverð blokkanna var 177 milljónir króna. Afskriftir hjá þessu félagi Steinþórs í júní, jafngilda þannig verði blokkanna sem hann keypti í gegnum annað félag nú í vor. Engar eignir Steinþór, sem var stjórnarmaður í SpKef, hefur síðustu misseri verið í kastljósi fjölmiðla vegna óreiðunnar sem ríkti í sparisjóðnum. Steinþór var annar eiganda Bergsins ehf. en kröfu- hafar félagsins – þar á meðal Spari- sjóður inn í Keflavík – hafa afskrifað tæplega 3.800 milljónir króna vegna lánveitinga til félagsins. SJE ehf., var tekið til gjaldþrota- skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 15. mars síðast- liðinn. Skiptastjóri var í kjölfarið skip- aður yfir búinu, en skiptum lauk 12. júní síðastliðinn. Engar eignir fund- ust í búinu, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu, en þar kemur fram að skiptum hafi lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úr- skurðardag gjaldþrotaskipta. Það er ekki nema mánuður síðan skiptum á þrotabúi Bergsins ehf. lauk, en Stein- þór var einn af eigendum þess. Engar eignir fundust upp í kröfur á hendur Berginu sem hljóðuðu upp á 3.800 milljónir króna. Áform standa Steinþór átti helmingshlut í SJE ehf., á móti viðskiptafélaga sínum til margra ára, Sverri Sverrissyni. Sam- kvæmt upplýsingum frá Credit info var tilgangur félagsins fjárfesting og eignarhald hluta í öðrum félögum, lánastarfsemi og annar skyldur at- vinnurekstur. Samkvæmt ársskýr- slu fyrir árið 2010 var Steinþór sá eini sem sat í stjórn félagsins og þá var hann einnig framkvæmdastjóri félags ins. Tap félagsins árið 2010 var samkvæmt ársreikningi fimmtán milljónir króna, en eigið fé 46 millj- ónir, þá voru eignir sagðar vera 113 milljónir en skammtímaskuldir 160 milljónir. Steinþór, Sverrir og Brynjar Guð- mundur Steinarsson eiga hver sinn þriðjunginn í South Properties, fé- laginu sem keypti blokkirnar tvær í Innri-Njarðvíkum í maí. Ekki er út- lit fyrir að gjaldþrot SJE ehf., og millj- óna afskriftir, hafi áhrif á áform South Properties, en Steinþór sagði í sam- tali við DV að markmiðið væri að gera blokkirnar upp og selja þær svo aft- ur. Þá sagði Steinþór að kaupin væru fullkomlega eðlileg og að þau væru að hluta til fjármögnuð með lánum: „Við bara gerðum tilboð í þessar blokkir.“ Þúsundir milljóna afskrifaðar Steinþór og Sverrir eru miklir við- skiptafélagar og hafa viðskiptagern- ingar eignarhaldsfélaga þeirra á árun um fyrir hrun, sem nær undan- tekningar laust hafa tengst Sparisjóði Keflavíkur, verið mikið í sviðsljósinu. Þannig komu þeir saman að rekstri eignarhaldsfélagsins Blikavellir 3 í gegnum þráð móðurfélaga. Félagið var stofnað utan um byggingu iðnað- arhúsnæðis, en var tekið til gjald- þrotaskipta í febrúar síðastliðnum. 280 milljóna skuldir þess félags hafa verið afskrifaðar. Áður er minnst á tæplega 3.800 milljónir króna afskrifta vegna lánveitinga til Bergsins ehf. Eitt af skilyrðunum fyrir kaup- unum á blokkunum voru hundruð milljóna króna afskriftir, en Lands- bankinn aflétti veðböndum upp á 733 milljónir króna svo að viðskipt- in gætu gengið í gegn. Um er að ræða íbúðarblokkir sem eru í Innri-Njarð- víkum, önnur í Reynidal 1 og hin í Bjarkardal 33. Í blokkunum eru alls 27 fokheldar íbúðir, á bilinu 98–121 fermetri að stærð, auk fimm bílskúra. Sé litið til kaupverðs blokkanna tveggja er meðalverð hverrar íbúð- ar þar um 6,5 milljónir króna. Ekki er ljóst hvaða banki veitti lánin eða gegn hvaða veðum. „Það eru sumir sem hafa trú á Suðurnesjum,“ sagði Steinþór þegar hann var spurður út í kaupin. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Afskriftir á afskriftir ofan 180 milljónir afskrifaðar hjá félagi Steinþórs Jónssonar, mánuði eftir að hann kaupir blokkir fyrir 177 milljónir í gegn- um annað einkahlutafélag. „Afskriftir hjá þessu félagi Steinþórs í júní, jafngilda verði blokkanna sem hann keypti í gegnum annað félag nú í vor. 13. júní 2012 Íhuga inntökupróf fyrir alla n Inntökupróf hagfræðideildar HÍ mælast vel fyrir J ón Atli Benediktsson, aðstoðar- rektor Háskóla Íslands, segir að til greina komi að allir umsækjend- ur Háskóla Íslands þreyti inntöku- próf. Slíkt próf yrði svipað almenna hluta þess prófs sem notað var í hag- fræðideild háskólans nú á dögunum. Þetta var í fyrsta sinn sem haldið er inntökupróf í hagfræðideildinni og mæltist það afar vel fyrir. Af 74 einstak- lingum sem skráðu sig mættu 46 í prófið og náðu 40 nemendur tilskyld- um árangri. Jón Atli segir að slíkt próf yrði skoð- að til hliðsjónar við stúdentspróf og hefði ekki úrslitavald um það hvort nemendur kæmust inn í þær deild- ir sem sótt er um. Jón Atli bendir á að þess konar próf séu lögð fyrir alla um- sækjendur í sænskum háskólum. Þar í landi geta nemendur valið hvort þeir þreyti prófið eða ekki og venjan sé sú að um 85 prósent kjósi að gera svo. Einnig er litið til svokallaðra SAT-prófa í Bandaríkjunum og annarra samb- ærilegra prófa. „Þetta er bara hugmynd,“ segir Jón Atli og tekur skýrt fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar í þessum efnum. Hann segir jafnframt að Há- skólinn hyggist búa svo um hnútana að inntökupróf skerði ekki möguleika fólks til náms við skólann og að allir fái að reyna. Hafa beri í huga að þó tiltek- inn einstaklingur komist ekki inn í þá deild sem sótt er um muni aðrar deild- ir að öllum líkindum standa til boða. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og umsjónarmaður inntöku- prófsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Hagfræðideildin er ein af þeim deildum sem fá alltaf mjög margar umsóknir en stór hluti þeirra sést aldrei í kennslustundum. Þetta veldur miklum aukakostnaði. Einnig hefur brottfall úr deildinni verið óeðli- lega mikið á fyrsta ári og þess vegna fórum við í þessa tilraun að hafa inn- tökupróf.“ Vert er að benda á að í fyrra skráðu sig um 100 manns í hagfræðideildina en aðeins luku um 25–30 nemendur jólaprófum. Inntökupróf Um er að ræða þekkingar- og getupróf þar sem prófað er úr fimm þáttum. Mikill mann- fjöldi í Hljóm- skálagarðinum Mikil stemning var á tónleikum Of Monsters and Men í Hljómskála- garðinum á laugardagskvöld, en talið er að um 18 þúsund manns hafi komið og hlustað á hljóm- sveitina. Tónleikarnir hófust um klukkan sjö og hituðu upp Mammút og síðan söngkonan Lay Low. Tónleikarnir voru fyrir gesti og gangandi í Hljómskálagarðin- um, en þetta verða einu tónleik- ar Of Monsters and Men á Íslandi í sumar. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott í Bandaríkjunum og í dag, mánudag, mun sveitin leggja í langt ferðalag um heiminn þar sem þau spila meðal annars í Ástralíu, Evrópu og í Bandaríkjun- um næstu tvo mánuðina. Laumu- farþegar í vél Icelandair Tveir piltar komust óséð- ir um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudags. Vélin var á leið til Kaupmannahafnar og höfðu þeir læst að sér á einu salerni vélar- innar. Vélinni seinkaði um nokkra klukkutíma. Piltarnir fundust við reglubundna öryggisskoðun áhafnarinnar rétt áður en vélin átti að fara í loftið. Í fréttum RÚV á sunnudag kom fram að áhöfn vélarinnar hafi tekið eftir því að salernið var læst og var lögregla því kölluð til. Ljóst er að athæfi þeirra er alvarlegt brot á öryggisreglum en ekki liggur fyrir hvernig þeim tókst að komast í gegnum stranga öryggis gæslu á flugvellinum. Piltarnir eru báðir hælisleitendur og eru úr hópi þeirra ungu hæl- isleitenda sem hafa verið í kastljósi fjölmiðla undanfarið, en þeir héldu því fram að þeir væru átján ára eða yngri. Samkvæmt aldursgreiningu á vegum Útlendingastofnunar eru þeir þó eldri en 18 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.