Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 9. júlí 2012 Mánudagur Sérstök einvera og sérstakt vinnuferli n Hrafnkell Sigurðsson er með sýningu í Galtarvita á Vestfjörðum M yndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðs- son opnaði sýningu í Galtarvita á Vest- fjörðum en hann dvaldi á staðnum í einsemd, síma- og netleysi og vann að sýn- ingunni. Gestir komu á opnunina af landi og sjó, lista- maðurinn dró fána að húni og leiddi gesti milli fjögurra verka sem urðu til í ferlinu. „Þetta var heillandi verk- efni. Hugmyndin var að ég myndi vinna verk út frá staðn- um. Þetta var óvissuferð. Þannig að ég mætti með það í huga að sjá bara hvað myndi gerast og það gerðist bara hellingur. Þetta var mjög sér- stakt ferðalag. Sérstök ein- vera. Sérstakt vinnuferli. Al- veg nýtt ferli fyrir mér,“ segir Hrafnkell í fréttatilkynningu sinni. Gamlir húsagrunnar og tóftir heilluðu Hrafnkel við fyrstu sýn og urðu þeir hvati að fjórum verkum sem hann þróaði. Hrafnkell mokaði meðal annars haug af drasli upp úr súrheysturninum og kom því fyrir á þakinu. Með aðstoð Ólafs Jónassonar vita- varðar, endurbyggði Hrafn- kell fjárhús, á augnablikinu sem það er að splundrast, en fjárhúsið hafði fokið í vetr- arhörkum á liðnum vetri. Óvænt tónverk varð til í fjár- húsinu þegar vindar blésu um flöktandi þakfjalirnar og léku á þær svo segja má að náttúran hafi boðið sér inn og spili með. Allir eru hjartanlega vel- komnir að heimsækja Galtar- vita og sýninguna á sýningar- tímanum sem stendur til 12. ágúst. Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins Óperan Don Giovanni verð- ur sungin á íslensku í Eld- borg í Hörpu þriðjudaginn 10. júlí klukkan 20:00 og verða flytjendur ungir ein- söngvarar sem flestir stunda nám í tónlistarháskólum erlendis. Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins taka einnig þátt í flutningnum. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar en hann þýddi einnig verkið fyrir þessa tónleikauppfærslu. KK siglir út í Viðey Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann er oftast kallaður, ætlar að halda tón- leika fimmtudaginn 12. júlí klukkan 20 í Viðeyjarstofu í Viðey. Fáir vita það, en KK er gamall trillukarl og ætl- ar hann að koma sér sjálfur út í eyjuna og geta þeir sem mæta snemma út í Viðey séð kappann koma á bátnum. Hver veit nema hann grípi eitthvað í gítarinn og leyfi fólki að fá smá forsmekk af því sem koma skal um kvöldið. Í Viðeyjarstofu er hægt að kaupa gómsætan kvöldverð fyrir tónleikana — best er að panta borð tímanlega. Útgáfu- tónleikar Melchior gaf út geisla- plötuna Matur fyrir tvo núna í vor og af því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar í Reykjavík eða nánar tiltekið í Iðnó, fimmtudaginn 12. júlí klukkan 20:30. Kammerpoppið hefur hér verið þróað enn frekar og útkoman er fjölbreytni, ferskur stíll og sterk heild. Hljómsveitin Melchi- or er skipuð þeim Hilmari Oddssyni, Hróðmari I. Sig- urbjörnssyni og Karli Roth, sem syngja og leika á gít- ara og hljómborð, Krist- ínu Jóhannsdóttur söng- konu, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara.  List í Galtarvita Hrafnkell endurbyggði fjárhús á staðnum. Í annað skiptið fáum við að fylgjast með táningn- um Peter Parker breyt- ast í Kóngulóarmanninn á hvíta tjaldinu eftir að hafa verið bitinn af erfðabreyttri kónguló. Það var fyrir tíu árum sem við fylgdumst með Tobey Maguire túlka Parker og í tveimur myndum til við- bótar. Fyrstu tvær fengu góðar viðtökur bæði hjá áhorfend- um og gagnrýnendum en sú þriðja þótti heldur misheppn- uð á meðal þeirra sem gefa sig út fyrir að gagnrýna kvik- myndir. Persónulega þá hef ég aldrei horft meira á exit-merk- ið í bíósal og velt því fyrir mér hvort ég ætti að láta bjóða mér þetta lengur á meðan ég fylgd- ist með ævintýrum ofurhetj- unnar í þriðju myndinni. En nú eru áhorfendur aft- ur sendir á byrjunarreit í The Amazing Spider-Man og nýir aðdáendur bætast væntan- lega í hópinn sem láta foreldr- ana kaupa tölvuleiki og leik- föng sem verða seld samhliða útgáfu kvikmyndarinnar. Ég hafði enga trú á þessari mynd og ætlaði varla að nenna að fylgjast með dramanu aftur sem gerir Peter Parker að þeirri göfugu hetju sem hann er. Ótrúlegt en satt þá skemmti ég mér hreint út sagt ágætlega á þessari mynd og leiddist nánast aldrei þó að maður þekki þessi sögu í þaula. Það skrifast, held ég, aðallega á aðalleikara mynd- ar innar, Andrew Gar field, sem túlkar Peter Parker með miklum ágætum. Leikara- hópurinn sem slíkur er mjög þéttur og söguframvindan ágæt lega hröð sem gerir það að verkum að þeir sem þekkja til fyrri myndarinnar þurfa ekki að drepast úr leiðindum við að fylgjast með Peter Park- er breytast í Kóngulóarmann- inn á ný. Sagan gerist þó ekki svo hratt að mínu mati að þeir sem þekkja ekki til hennar eigi ekki eftir að ná henni, ekki einu sinni þeir sem yngri eru. Húmorinn er aldrei langt undan og er skemmtilegt að fylgjast með Parker tak- ast á við nýfengna krafta sína sem hann á erfitt með að stjórna til að byrja með. Denis Leary kemur þar sterkur inn sem geðilli lögreglustjórinn Stacy og hefur aðalleikarinn Andrew Garfield ágætt lag á því að skila húmornum á hvíta tjaldið. Galli myndarinnar er sá hvað hún reynir að ná til breiðs aldurshóps. Myndir Christophers Nolans um Leð- urblökumanninn eru til að mynda dökkar, grimmar og óreiðukenndar – frekar full- orðinslegar ef svo má segja um mynd sem fjallar um millj- arðamæring sem klæðir sig upp í leðurblökubúning. Þessi mynd reynir að vera dekkri en fyrirrennarar hennar en þó er alltaf passað upp á að yngri aðdáendur verði ekki skelk- aðir við áhorf hennar. Myndin skilar sínu þó ágætlega. Þeir sem eldri eru og vilja upplifa ánægjuna sem þeir höfðu af því að fylgjast með hetjunni í æsku fá sinn skerf og myndin mun eflaust skila Kóngulóar- manninum nýjum áhorfend- um sem munu dýrka hann og dá næstu misserin. Það má bóka það að þetta er einungis fyrsta myndin í þessari endurræsingu um Kóngulóar manninn. Þeir sem eru spenntir fyrir fram- haldinu ættu að bíða með að yfirgefa kvikmyndasalinn því um miðjan kreditlistann er at- riði sem gefur forsmekkinn af því sem koma skal. Óvænt skemmtun n Peter Parker breytist í kónguló – aftur„Ótrúlegt en satt þá skemmti ég mér hreint út sagt ágætlega á þessari mynd og leiddist nánast aldrei þó að maður þekki þessi sögu í þaula. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Bíómynd The Amazing Spider-Man IMDb 7,8 RottenTomatoes 71% Metacritic 66 Leikstjóri: Marc Webb Leikarar: Andrew Garfield, Emma Stone og Rhys Ifans. 136 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.