Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 8
Til styrktar
Gunnari
n Þeir sem vilja leggja Gunnari Heiðari og
fjölskyldu hans lið geta lagt inn á reikn-
ing nr. 0310-13-300785, kt: 160785-3579.
8 Fréttir 9. júlí 2012 Mánudagur
Ók bifreið sinni
eftir göngustíg
Rétt eftir klukkan níu á sunnu-
dagsmorgun fékk lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu tilkynningu um
bifreið sem ekið var eftir göngustíg
í Breiðholti. Lögregla fór á vett-
vang og gaf sig á tal við ökumann-
inn. Í ljós kom að hann reyndist
hafa verið sviptur ökuréttind-
um og segir lögregla í tilkynn-
ingu að hann sé grunaður um að
hafa verið undir áhrifum fíkniefna
við aksturinn. Ökumaðurinn var
handtekinn og fluttur á lögreglu-
stöðina við Krókháls. Að lokinni
sýnatöku var maðurinn frjáls ferða
sinna.
Snarpur skjálfti
við Ingólfsfjall
Jarðskjálfti að styrknum 3,1 á
Richter-skalanum varð í hádeginu
á sunnudag en upptök skjálftans
voru norðarlega í Ingólfsfjalli, að
því er fram kemur í tilkynningu
frá Veðurstofu Íslands. Þar kemur
fram að aukin smáskjálftavirkni
hafi verið á þessu svæði undan-
farnar vikur. Meðal annars urðu
íbúar á Selfossi og í Hveragerði
skjálftans varir. Skjálftavirknin hélt
áfram á sunnudag.
Framkvæmdir í
höfuðborginni
Unnið verður við malbikun í
Borgartúni, milli Nóatúns og Sól-
túns í dag, mánudag. Í tilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg kemur
fram að byrjað verði klukkan 9
og verður götukaflanum lokað á
meðan á þessu stendur. Hring-
torgin við Nóatún og Sóltún verða
hins vegar bæði opin fyrir umferð
meðan á framkvæmd stendur.
Eftir hádegi, mánudaginn 9. júlí,
er svo ráðgert að vinna við mal-
bikun á Eggertsgötu austur, milli
Njarðargötu og Stúdentagarða.
Götukaflanum verður lokað á
meðan á því stendur.
A
ð vera blindur, nýrnalaus
og með sykursýki er svona
frekar erfitt,“ segir Gunnar
Heiðar Bjarnason, 27 ára
sjómaður, sem hefur frá ár-
inu 2009 glímt við alvarleg veikindi.
„Þá hófust uppköstin,“ segir Gunn-
ar sem var greindur með sykursýki
þegar hann var 5 ára gamall. Sá sjúk-
dómur hamlaði ekki þátttöku hans í
verkefnum hins daglega lífs. „Ég hef
alltaf verið í mjög góðu formi. Var
mikið í körfubolta og öllum íþrótt-
um.“ Árið 2009 fór sjúkdómurinn svo
að segja til sín fyrir alvöru.
Hrakaði fljótt
„Þá varð ég mjög veikur. Stundum
var ég rúmliggjandi. Ég kastaði upp
í tíma og ótíma. Ég var kannski að
keyra og þá allt í einu kastaði ég upp.“
Á þessum tímapunkti tók Gunn-
ar að leita sér læknishjálpar á Akur-
eyri. „Mér líkar ekki við lækninn hér
á Akureyri. Hann er ekki sérfræðing-
ur í sykursýki og átti að senda mig
um leið til réttra sérfræðinga. En það
gerði hann ekki.“
Í kjölfarið hrakaði Gunnari veru-
lega. „Þá fór þetta allt að dala; sjón-
in og nýrnastarfsemin.“ Á endanum
þoldi Gunnar þetta ekki lengur og
fór suður til Reykjavíkur. „Stuttu eft-
ir að ég hitti sérfræðinga fyrir sunn-
an hófst hörkumeðferð. Sykursýkin
hafði smitað út frá sér upp í augun og
ég þurfti að fara í aðgerð.“
11 skurðaðgerðir
Á árunum 2010 og 2011 gekkst
Gunnar undir 11 skurðaðgerðir á
augum en þær skiluðu því miður
ekki tilætluðum árangri. Ástæðan er
sú að Gunnar er haldinn svokölluðu
sjálfsofnæmi. „Líkami minn hafn-
aði öllum þessum aðgerðum. Í síð-
ustu aðgerðinni var engu til sparað;
fremsti augnsérfræðingur Svíþjóð-
ar, prófessor Einar Árnason og Óskar
Jónsson augnsteinasérfræðingur
voru allir fengnir til að framkvæma
aðgerðina,“ segir Gunnar en þrátt
fyrir að öllu hafi verið til tjaldað gekk
aðgerðin ekki vel. „Aðgerðin heppn-
aðist bara þannig að ég er með 0 pró-
sent sjón í dag.“
Falskar vonir
Gunnar segist hafa verið bjartsýnn
fyrir aðgerðirnar enda hafi María
Soffía Gottfreðsdóttir, augnlækn-
ir, sagt honum að allt færi vel. „Hún
sagði mér að vinstra augað í mér yrði
heilt. Sjónin myndi ekkert minnka.“
En allt kom fyrir ekki. Í kjölfar augn-
aðgerðanna tóku nýru Gunnars að
gefa sig. „Nýrnastarfsemi mín hafði
verið óeðlileg en nú er svo komið að
þau eru ónýt. Auk þess þarf ég að fá
nýtt bris.“
Í dag er Gunnar í blóðskilunar-
meðferð og bíður eftir símtali frá
Svíþjóð. „Ég er að fara í nýrna- og
brisaðgerð í Svíþjóð. Ég veit ekk-
ert hvenær hún mun fara fram; bíð
bara við símann,“ segir Gunnar sem
vonast til þess að læknast alfarið af
sykursýkinni í kjölfar aðgerðarinnar.
Þar mun hann fá ný nýru og nýtt bris.
Hann mun þó ekki fá sjónina sína á
ný nema kraftaverk komi til. „Það
er helst eitthvað svoleiðis. En svo
eru læknavísindin í stöðugri þróun.
Maður bíður bara og vonar.“
Söfnunarreikningur
Fyrrverandi bekkjarsystur Gunnars
úr Varmahlíðarskóla, þær Sara Katrín
og Edda Hlíf, hafa stofnað söfnunar-
reikning fyrir Gunnar og fjölskyldu
hans. Móðir Gunnars þurfti að hætta í
vinnu til þess að annast hann og dvelja
þau í Reykjavík þar sem blóðskilun-
armeðferðin fer fram. „Við þekkjum
Gunna og okkur þykir vænt um hann.
Við hvetjum fólk til að hjálpa til. Þetta
eru litlir fjármunir fyrir hvern og einn
en mikið fyrir þessa hugrökku fjöl-
skyldu,“ segir Edda Hlíf. Hún veit ekki
hversu mikið hefur safnast en segist
hafa fengið góð viðbrögð.
Bjartsýnn
Gunnar segist hafa misst samband
við flesta vini sína. „Langflestir vin-
ir mínir eru hættir að hafa samband
við mig. Þeir sem eftir eru eru telj-
andi á fingrum annarrar handar,“
segir Gunnar. Hann kveðst þó enn
eiga góða að og horfir björtum aug-
um fram á veginn, þrátt fyrir erfið-
leika. „Það er miklu betra að vera
blindur í dag heldur en fyrir 10 árum.
En auðvitað er þetta erfitt. Áhuga-
mál mín voru bílar og allt sem þeim
tengist; ég get ekki sinnt því í þessu
ástandi. En ég hef breitt bak.“
Bíður eftir
kraftaverki
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
„Aðgerðin heppnaðist bara
þannig að ég er blindur í dag
Erfið veikindi Gunnar Heiðar greindist með sykursýki fimm ára. Fyrrverandi bekkj-
arsystur hans hafa hrint af stað söfnun fyrir hann og fjölskyldu hans.
n Gunnar Heiðar missti sjónina vegna erfiðra veikinda