Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 24
Karlaboltinn fyrirsjáanlegur
n Spár um lokastöðuna í Pepsi-deildinni glettilega réttar hingað til
N
ú þegar Pepsi-deild karla
í knattspyrnu er því sem
næst hálfnuð er ekki ýkja
margt sem komið hefur
boltafræðingum á óvart. Spár
þær er þjálfarar liðanna gerðu
fyrir mótið hitta, með tveim-
ur undantekningum, beint í
mark en leikin verður ellefta
umferðin af 22 í þessari viku.
Eru það í raun aðeins Valur og
Fram sem ekki hafa staðið und-
ir væntingum hingað til.
Þjálfarnir spáðu KR og FH
efstu sætunum þegar flaut-
að verður til leiksloka í síðustu
leikjum Pepsi-deildarinnar
þetta árið og nú þegar deildin
er hartnær hálfnuð stemmir
það eins og flís við rass. KR situr
í efsta sætinu og FH þar á eftir
þó reyndar eigi Hafnfirðingarn-
ir einn leik til góða og geti með
sigri skotist upp fyrir KR.
Á hinum endanum á
deildinni sáu þjálfarnir fyrir sér
að Selfoss og Keflavík myndu
falla þegar deildinni lýkur í
haust. Selfoss er víst í fallsæti
eftir tíu leiki í Pepsi deildinni
en hið sama verður ekki sagt
um Keflavík sem situr í fimmta
sæti deildarinnar þegar þetta er
skrifað.
Að Keflvíkingum frátöld-
um eru það í raun aðeins
Valur og Fram sem eru fjarri
þeim sætum sem þeim var
spáð. Bæði lið eru í fallbaráttu
þó vissulega sé nóg eftir af
mótinu enn og skrambi margt
sem getur breyst til loka. Að
öðru leyti er deildin mikið
að spilast eftir því sem þjálf-
ararnir héldu fram sem vek-
ur upp spurningar um hvort
íslenska deildin sé orðin helst
til of fyrirsjáanleg.
Doði og Dauði í
ensku DeilDinni
n Ekkert ensku liðanna enn keypt stórstjörnu n Meistararnir rólegir
E
f mark ætti að taka á
slúðurblöðum í Bret-
landi hefðu nú þegar átt
sér stað töluvert miklar
breytingar hjá mörgum
liðanna í ensku úrvalsdeildinni
en leikmannaglugginn til kaupa
á nýjum leikmönnum opnað-
ist fyrir rúmri viku síðan. Ekki
margt hefur staðist af bolla-
leggingum slúðurblaða og fátt
stórvægilegt átt sér stað enn
sem komið er. Engar stórstjörn-
ur hafa gengið til liðs við ensku
liðin og meira að segja deildar-
meistararnir Manchester City
hafa ekki enn keypt einn ein-
asta mann.
Stórliðin fara sér hægt
Reyndar er það svo að stærstu
tíðindin úr enska boltanum
þetta sumarið er líkleg brottför
Robin van Persie frá Arsenal en
hvert karlinn fer er enn óljóst
þó víst þyki að Mancini hjá
City geti boðið Hollendingn-
um langbest launalega. Stjóri
Arsenal hefur þegar orðið
sér úti um tvo þekkta leik-
menn, Lukas Podolski og
franska sóknarmanninn Oli-
vier Giroud sem blómstraði í
frönsku deildinni með Mont-
pellier í vetur. Þá herma heim-
ildir slúðurblaða að Wenger sé
mjög í mun að kaupa sóknar-
manninn Stevan Jovetic frá
Fiorentina sem þá kæmi hugs-
anlega í stað Persie ef sá hol-
lenski færi.
Staða Di Matteo, stjóra
Chelsea, var erfið enda tók
drjúgan tíma að ákveða að
gefa honum tækifæri áfram
með liðið eftir að hann leiddi
Chelsea óvænt til sigurs í
Meistaradeild Evrópu. Kannski
er það þess vegna sem Matteo
hefur aðeins keypt einn einasta
leikmann hingað til, Belgann
Eden Hazard frá Lille, sem hef-
ur alla möguleika á að verða
stórstjarna eftir að hafa skorað
20 mörk og lagt upp önnur 15
með Lille síðasta vetur. Hinn
skæði Didier Drogba er farinn
og ólíklegt annað en Roman
Abramovich, sem hefur mikið
að segja um leikmannakaup,
vilji fríska upp á hópinn með
nýrri stjörnu í staðinn.
Alex Ferguson hefur fengið
þá Shinji Kagawa frá Borussia
Dortmund og Nick Powell frá
Crewe og ekki söguna meir.
Sem er tveimur leikmönn-
um meira en Liverpool hefur
keypt en nýi stjórinn á enn eft-
ir að styrkja liðið með sínum
fyrstu kaupum. Sömu sögu er
að segja af Manchester City en
sá hópur er þó öllu betur skip-
aður en hópurinn hjá Liver-
pool. Ganga þó margar sögur
um hugsanleg skotmörk City
á leikmannamarkaðnum og er
Falcao hjá Atletico Madrid oft
nefndur til sögunnar.
Nýliðarnir leita víða
Þau þrjú félagslið sem komust
upp í úrvalsdeildina, West
Ham, Reading og Sout-
hampton, hafa ítrekað ver-
ið orðuð við minni spámenn
og ljóst að ekkert þeirra hyggst
eyða um efni fram þó takmark
allra sé vitaskuld að halda sér
í efstu deild. Reading hefur
orðið sér úti um þrjá leikmenn,
Southampton aðeins tvo með-
an fjórir nýir leikmenn klæð-
ast peysu West Ham í vetur að
minnsta kosti.
ARSENAL: Olivier Giroud frá
Montpellier, Lukas Podolski frá
Köln
ASTON VILLA: Karim El Ahmadi
frá Feyenoord, Matthew Lowton
frá Sheffield United
CHELSEA: Eden Hazard frá Lille
EVERTON: Steven Naismith frá
Rangers
FULHAM: Mladen Petric frá
Hamburger SV, Sascha Riether frá
Köln, George Williams frá MK Dons
MANCHESTER CITY: Enginn
MANCHESTER UNITED: Shinji
Kagawa frá Borussia Dortmund,
Nick Powell frá Crewe
NEWCASTLE: Romain Amalfita-
no frá Reims, Gael Bigirimana frá
Coventry
NORWICH: Jacob Butterfield
frá Barnsley, Steven Whittaker frá
Rangers
QPR: Fabio Da Silva frá Manche-
ster United, Samba Diakite frá
Nancy, Robert Green frá West Ham,
Andrew Johnson frá Fulham, Ryan
Nelsen frá Tottenham
READING: Danny Guthrie frá
Newcastle, Garath McCleary
frá Nottingham Forest, Pavel
Pogrebnjak frá Fulham
SOUTHAMPTON: Jay Rodriguez
frá Burnley, Steven Davis frá
Rangers
STOKE CITY: Enginn
SUNDERLAND: Carlos Cuellar frá
Aston Villa
TOTTENHAM: Gylfi Þór Sigurðs-
son frá Hoffenheim
WBA: Ben Foster frá Birmingham
WEST HAM: Mohamed Diame
frá Wigan, Stephen Henderson frá
Portsmouth, Jussi Jääskeläinen
frá Bolton, George McCartney frá
Sunderland
WIGAN: Enginn
Öll leikmannakaupin hingað til
Lítið líf Rúmri viku eftir að leikmannaskiptaglugginn opnaðist í Bretlandi er það líklegast Eden Hazard sem er stærsta nafnið sem bæst hefur við flóru
leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Stórliðin fara sér rólega í kaup.
24 Sport 9. júlí 2012 Mánudagur
1 KR
2 FH
3 Stjarnan
4 ÍBV
5 Keflavík
6 Breiðablik
7 ÍA
8 Fylkir
9 Valur
10 Fram
11 Selfoss
12 Grindavík
1 KR
2 FH
3 Fram
4 Stjarnan
5 Valur
6 ÍA
7 ÍBV
8 Breiðablik
9 Grindavík
10 Fylkir
11 Keflavík
12 Selfoss
Spá Staða nú
Á toppnum KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og eru á toppnum
sem stendur. Kjartan Henry Finnbogason hefur verið iðinn við kolann.
Rússar vilja
Mancini
Rússneska knattspyrnusam-
bandið er fjarri því sátt við
gengi landsliðsins á nýliðnu
Evrópumeistaramóti og eru
reiðubúnir að greiða vel fyrir
hæfari þjálfara en Dick
Advocaat samkvæmt vef-
miðlinum calciomercato.
com. Efstur á óskalistanum
er enginn annar en Roberto
Mancini, þjálfari Manchest-
er City og herma heimildir
að Rússarnir séu reiðubúnir
að greiða Ítalanum ansi vel
fyrir að taka við stjórn lands-
liðsins eða rúmlega þrjá
milljarða króna. Sömu
heimildir herma að Pep Gu-
ardiola sé annar kostur sem
Rússarnir skoði nú og greini-
legt að slakt gengi þeirra
liðs, sem ekki komst upp úr
riðli sínum á EM, fer fyrir
brjóstið á mörgum.
Þegir þunnu
hljóði
Sóknarmaskínan Falcao hjá
Atletico Madrid hefur tekið
upp á því að tjá sig sem
minnst um hugsanlega
brottför frá liðinu en ýmsar
sögusagnir ganga um áhuga
bæði Barcelóna og Manch-
ester City auk smærri liða.
Falcao var einn allra heitasti
gaurinn fyrir framan mark
andstæðinga sinna síðast-
liðinn vetur en hefur hingað
til verið óhræddur við að tjá
sig um allt undir sólinni.
Þögn hans nú, bendir því til
að eitthvað sé hæft í orðrómi
um brottför enda ætlar
Atletico Madrid seint að tak-
ast að komast í röð bestu
liða Evrópu jafnvel þó liðið
hafi unnið Evrópubikarinn í
vor.
Bandaríkin
ekki á korti
Lampard
Ekki stafkrókur er til í þeim
orðrómi að Frank Lampard
hyggist reyna fyrir sér í
Bandaríkjunum og þá með
LA Galaxy þegar samning-
ur hans við Chelsea rennur
út næsta sumar. Miðherjinn
segist ætla að vera í London
hvað sem tautar og raular en
talið er ólíklegt að forráða-
menn Chelsea hafi áhuga
að framlengja samning hans
frekar. Lampard missti sem
kunnugt er af landsliðssæti
á EM í sumar vegna meiðsla
sem hann segist nú orðinn
fullfrískur af.
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is