Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 19
Þ
rátt fyrir að innlánsvext-
ir bankanna hafi hækk-
að síðustu mánuði er enn
töluverður munur á milli
innláns- og útlánsvaxta.
Verðbólgan í júní var 5,4 prósent
og því má velta því fyrir sér hvort
það hreinlega borgi sig að geyma
sparnað sinn í bönkunum eða leggja
launin sín þar inn. Formaður Neyt-
endasamtakanna hvetur bankana
til að minnka þennan mun í ljósi
batnandi stöðu þeirra. DV kannaði
innláns- og útlánsvexti bankanna
og athugun leiðir í ljós að það getur
skipt máli við hverja þú skiptir.
Fólk fer að sofa á peningunum
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neyt enda samtakanna, segir að inn-
lánsvextir séu neikvæðir og það gangi
aldrei til langframa. Þá fari fólk frekar
að sofa á peningunum sínum. „Það
má velta því fyrir sér hvort vaxta-
munurinn sé ekki fullmikill og hvort
bankarnir geti ekki dregið úr þeim
mun. Sér í lagi í ljósi tiltölulega góðr-
ar stöðu þeirra. Krafa okkur hjá Neyt-
endasamtökunum er einfaldlega
sú að við náum niður í það vaxta-
stig sem er í nágrannalöndum okkar
og þar vantar ennþá töluvert uppá,“
segir Jóhannes. Aðspurður um hvað
honum finnist um það að fólk verði
að binda sparnaðinn í ákveðinn tíma
til að fá hærri vexti segir Jóhannes að
það hafi tíðkast lengi og í raun sé ekk-
ert sem banni það. „Þegar það er hins
vegar verið að binda peninga til langs
tíma hlýtur krafan að vera sú að pen-
ingarnir rýrni ekki á sama tímabili.
Það er rökrétt krafa.“
Peningar rýrna
Eftir bankahrunið á Íslandi fóru inn-
lánsvextir hríðlækkandi og nú þegar
verðbólgan stendur í 5,4 prósentum
má velta fyrir sér hvort við hreinlega
töpum ekki á því að geyma pening-
ana okkar í bönkunum. Í október í
fyrra kannaði DV hefðbundna veltu-
reikninga bankanna, þangað sem
margir Íslendingar leggja inn laun-
in sín í hverjum mánuði, sem veittu
þá 0,10 prósent innlánsvexti. Í dag
er hæstu vextirnir á veltureikningi
hjá Íslandsbanka eða 1,20 prósent.
Arion banki býður 0,85 prósent en
Landsbankinn 0,70 prósent.
Til að glöggva sig á hver staðan
er í dag má setja þetta upp í einfalt
reikningsdæmi um hjól sem kostar
100.000 krónur. Segjum að mað-
ur einn eigi 100.000 krónur í dag og
geti keypt hjólið. Verðbólga er nú
5,4 prósent og miðað við það mun
hjólið kosta 105.400 krónur eftir
eitt ár. Ef maðurinn geymir pening-
ana á veltureikningi í Íslandsbanka
mun hann eiga 101.200 krónur eft-
ir árið en upphæðin stendur í stað
setji hann peningana undir kodd-
ann. Í hvorugu tilfellinu mun hann
hafa efni á hjólinu eftir eitt ár og
peningarnir hafa rýrnað. Það gagn-
ast honum því ekki að geyma pen-
ingana sína á meðan veðbólgan er
þetta hærri en innlánsvextir. Það
mætti því segja að þeir sem eiga
pening ættu að eyða þeim núna
þar sem verðgildi þeirra minnkar
með tímanum. Neytendur eru þó
ávallt hvattir til að eiga svokallað-
an neyslusparnað ef eitthvað kemur
upp á, til dæmis ef þvottavélin eyði-
leggst eða bíllinn bilar.
Gert ráð fyrir 3 prósenta mun
Erfitt er að spá um hvernig verð-
bólgan þróast en DV leitaði svara
hjá bönkunum um það hvort mun-
ur á útláns- og innlánsvöxtum muni
minnka. Jón Guðni Ómarsson, fjár-
málastjóri hjá Íslandsbanka, segir
að eigið fé bankans sé nokkuð mik-
ið sem gefi bankanum hærri vaxta-
tekjur sem leiði til hærri vaxtamun-
ar. „Til langs tíma er gert ráð fyrir að
vaxtamunurinn verði í kringum 3
prósent. Það fer þó eftir hverri inn-
og útlánavöru hversu mikill vaxta-
munurinn er. Til að mynda er núver-
andi vaxtamunur á húsnæðislánum
bankans rétt rúmlega 1 prósent.
Há krafa um eiginfjárhlutfall
Hjá Landsbankanum fengust þau
svör að stefna bankans sé að reka
bankann vel en jafnframt að draga
úr vaxtamun inn- og útlána sem
vissulega sé meiri en víðast hvar
annars staðar. Kristján Kristjánsson,
upplýsingafulltrúi Landsbankans,
segir að vaxtamunur af meðalstöðu
heildareigna hafi verið 3 prósent í
uppgjöri Landsbankans fyrstu þrjá
mánuði ársins. „Hér skipta nokkur
atriði mestu. Við búum við það kerfi
að meiripartur íbúðalána, sem eru
áhættuminnstu lánin, er í Íbúða-
lánasjóði og lífeyrissjóðum sem er
þvert á það sem tíðkast erlendis þar
sem þau eru í bönkum. Það gerir
okkar rekstur áhættusamari en ella
og veldur því að vaxtamunur verð-
ur meiri en erlendis. Stærðarhag-
kvæmni er mjög mikilvæg í fjár-
málastarfsemi og hennar njótum
við ekki til jafns við erlenda banka.
Að auki er gerð krafa um hátt eigin-
fjárhlutfall sem kallar á meiri vaxta-
mun en ella til að ná lágmarks arð-
semi á eigið fé.“
Lítið svigrúm til
að minnka muninn
Hjá Arion banka eru ekki fyrirhug-
aðar sérstakar aðgerðir til að minnka
vaxtamuninn. Ástæðan er einkum
sú að arðsemi af reglulegri starf-
semi bankans er aðeins um 10 pró-
sent. „Það er því ekki mikið svigrúm
til að minnka muninn. Vaxtamunur-
inn er meiri hér en gengur og gerist í
Skandinavíu. Það er bæði vegna þess
að þóknunarþátturinn er lægri hér
og viðskiptavinir greiða lægri gjöld
fyrir ýmsa þjónustu hér en einnig
vegna þess að útlánasöfn eru veru-
lega stærri þar með tilheyrandi hag-
kvæmni í rekstri,“ segir Bára Mjöll
Þórðardóttir hjá samskiptasviði
Arion. Hún bendir á að reglulega
séu breytingar á vöxtum sem fylgja
stýrivaxtalækkunum eða -hækkun-
um hjá Seðlabankanum en á með-
an afkoma af reglulegri starfsemi
bankans breytist ekki má ekki búast
við miklum breytingum á vaxtamun-
inum. n
Neytendur 19Mánudagur 9. júlí 2012
Peningarnir þínir
rýrna í bankanum
Óhagstæðir vextir
Sparnaðurinn okkar getur
rýrnað í bönkunum.
n Borgar sig vart að leggja peninga inn á banka vegna verðbólgu og lágra innlánsvaxta
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Hér má sjá vexti á nokkrum reikningum
bankanna. Reynt var að bera saman
sambærilega reikninga en tekið skal fram
að mun fleiri innláns- og útlánsreikningar
eru í boði með mismunandi vöxtum.
Neytendur eru því hvattir að skoða hvað er
í boði á hverjum stað og hvaða reikningur
henti hverjum og einum:
Landsbankinn
Veltureikningur 0,70%
Almenn sparisjóðsbók 0,70%
Sparireikningur 12,
bundinn til 12 mánaða 3,65%
Yfirdráttarlán einstaklinga,
einkareikningar 12,45%
Íslandsbanki
Tékkareikningur 1,20%
Bankabók 1,30%
Fastvaxtareikningur,
bundinn í 12 mánuði 4,91%
Yfirdráttarlán einstaklinga,
tékkareikningur 12,60%
Arion banki
Almennur reikningur 0,85%
Sparisjóðsreikningur 1,10%
Skammtímabinding, fastir vextir,
12 mánuðir 5,10%
Yfirdráttarlán einstaklinga 12,65%
Vextir