Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 14
Engir erlendir stripparar n Kanadamenn berjast gegn vændi og mansali E igendur súlustaða í Kanada ótt- ast að þeir muni fara á hausinn í kjölfar nýrra laga sem samþykkt voru á dögunum. Samkvæmt þeim munu einungis kanadísk- ir ríkis borgarar mega vinna á súlu- stöðum í landinu. Hundruð erlendra kvenna hafa lifibrauð sitt af súludansi í Kanada, en vegabréfsáritanir þeirra verða ekki endurnýjaðar í kjölfar nýju laganna. Þetta þýðir að umræddar konur þurfa að yfirgefa landið þegar vegabréfsáritanir þeirra renna út. Þó að lögin hafi verið samþykkt í síðustu viku hafa kanadísk yfir- völd undirbúið lagasetninguna í þó nokkurn tíma. Þannig voru einungis tólf vegabréfsáritanir gefnar út á síð- asta ári fyrir erlendar fatafellur sem er gífurleg fækkun frá árinu á undan. „Ríkisstjórnin getur ekki með góðri samvisku gefið erlendu vinnuafli leyfi til að starfa þar sem hætta er að ein- hver muni hagnýta sér viðkomandi í kynferðislegum tilgangi,“ segir Jason Kenney, ráðherra innflytjendamála í Kanada. Lagabreytingin er hluti af áætlun kanadískra stjórnvalda til að berjast gegn mansali. Eigendur súlustaða er ósáttir við breytingarnar og segir talsmaður þeirra að 700 erlendir súludansarar séu í Kanada. Tim Lambrinos, forsvars- maður kanadísku Adult Entertain- ment-samtakanna, segir að það sé ósanngjarnt af yfirvöldum að setja alla súlustaði undir sama hatt. Langflestir eigendur reki staði sína með löglegum hætti og vændi fyrirfinnist ekki á þess- um stöðum. Lögin munu taka gildi um næstu mánaðarmót. 14 Erlent 9. júlí 2012 Mánudagur Fatafella Forsvarsmenn súlustaða í Kanada eru afar ósáttir við breytingarnar. Mynd ReuteRs Feitasti ung- lingur Bretlands í megrun Georgia Davis, sem talin hefur verið þyngsti unglingur Bretlands, er á leið í megrun til Bandaríkj- anna. Davis, sem er nítján ára, hefur reglulega birst á síðum breskra fjölmiðla en hún verður flutt á Prince Charles-sjúkrastofn- unina í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum þar sem hún verður undir eftirliti lækna. Davis vegur rúmlega þrjú hundruð kíló en hún náði afar góðum árangri þegar hún fór á þessa sömu stofnun fyr- ir fjórum árum. Þá tókst henni að missa rúmlega fjörutíu kíló. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því hún fór til Bandaríkjanna hafa kílóin hins vegar hrannast aftur upp. Georgia hefur áður talað um þann draum sinn að snúa blað- inu við og jafnvel flytja til Japans til að hefja nýtt líf. Hún segist hafa fengið stuðningsbréf frá íbúum víðsvegar um Bretland sem hafa hvatt hana til dáða. Georgia þurfti að sýna fram á árangur áður en hún fékk pláss á Prince Charles- stofnuninni. Mataræði hennar samanstendur nú að miklu leyti á höfrum, grænmeti og ávöxt- um. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var, en Georgia hefur lýst því yfir að hún hafi úðað í sig hamborgurum, kebabi, pítsum og sælgæti. Þessu öllu skolaði hún niður með tveimur lítrum af gosi á hverjum degi. Sprengdi af sér höndina Metnaðarfull tilraun 46 ára karl- manns til að búa til fallbyssu fór illilega út um þúfur á dögunum. Maðurinn, sem býr í Arkansas í Bandaríkjunum, slasaðist alvar- lega þegar skot hljóp úr byss- unni. Það voru nágrannar sem til- kynntu atvikið til lögreglu og var sjúkrabíll sendur á staðinn. Mað- urinn, Gregory Carlson, var fluttur á sjúkrahús en hann missti aðra höndina í slysinu. Þá hlaut hann alvarleg brunasár á handleggn- um. Hlaup byssunnar var 45 sentí- metra langt og sagði maðurinn við lögreglu að hann hafi verið að afhlaða byssuna þegar kúlan hljóp úr henni og í hönd hans. „Hér er heitara en í helvíti“ Að minnsta kosti 42 hafa látið lífið í miklum hitabylgjum í Bandaríkj- unum undanfarna daga. Hitamet féllu víða á föstudag og laugardag en á sunnudag var hitinn öllu lægri. Í umfjöllun BBC kemur fram að margir þeirra sem létust hafi verið eldri borgarar sem bjuggu á heimil- um með enga loftkælingu. Fjögurra mánaða stúlka lést einnig í Indiana eftir að hún var skilin eftir úti í bíl í of langan tíma. Á laugardag fór hitinn í 41 gráðu í Washington DC og 46 gráður í St. Louis í Missouri. „Hér er heitara en í sjálfu helvíti,“ sagði kínverski ferða- maðurinn John Ghio þegar blaða- maður Reuters náði tali af honum fyrir utan Hvíta húsið í Washington. É g hef verið misnotuð líkam- lega. Ég hef verið misnotuð andlega og eignir mínar hafa verið frystar,“ segir hin 38 ára Sara bint Talal bin Abdul-Aziz, prinsessa frá Sádi-Arabíu. Sara hef- ur búið í Bretlandi frá árinu 2007 en þá yfirgaf hún Sádi-Arabíu eftir að hún féll í ónáð hjá fjölskyldu sinni. Á föstudag sótti hún um pólitískt hæli í Bretlandi en málið vakti mikla athygli þar í landi um helgina. Í við- tali við The Sunday Telegraph sagð- ist hún óttast að háttsettir aðilar kon- ungsfjölskyldunnar hafi verið búnir að leggja á ráðin um að ræna sér og fara með sig til Sádi-Arabíu. Þess vegna hafi hún ákveðið að sækja um pólitískt hæli í Bretlandi. Vildi eyðileggja mig „Ég er mjög hrædd núna. Þeir vita að ég get ekki snúið aftur heim,“ seg- ir Sara í viðtalinu en hún er barna- barn Abdul-Aziz bin Saud, stofn- anda Sádi-Arabíu, og dóttir Talal bin Abdluaziz al Saud sem jafnan er kallaður Rauði prinsinn. Hún dvel- ur nú á fimm stjörnu hóteli í London ásamt fjórum börnum sínum og tveimur hundum og gæta öryggis- verðir herbergisins allan sólar- hringinn. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna hún féll í ónáð hjá fjölskyldu sinni og segist Sara ekki vilja fara mikið út í þá sálma. „Fað- ir minn snérist gegn mér og vildi eyðileggja mig. Ég var uppáhaldið hans,“ segir hún. Sara nefnir þó að fjölskylda hennar hafi sakað hana um að hafa snúist gegn konungs- fjölskyldunni og hafa unnið bak við tjöldin með nágrannaríkinu Íran. deilur um arf Móðir Söru lést úr krabbameini árið 2008 og síðan þá hefur hún átt í deil- um við eldri bróður sinn vegna mik- illa eigna sem móðir hennar skildi eftir sig þegar hún lést. Eignir hennar voru metnar á 325 milljónir punda, eða um 65 milljarða króna. Sjálf seg- ist Sara ekki hafa fengið krónu í arf og háttsettir aðilar innan konungs- fjölskyldunnar hafi hvatt hana til að koma heim og leysa málið þar. Það hafi hún hins vegar ekki viljað af ótta um öryggi sitt. Beiðni Söru um pólitískt hæli virðist sýna, svo ekki verður um villst, spennuna sem rík- ir innan konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu. Konungurinn, Abd- ullah, glímir við veikindi og helsti bandamaður Söru, krónprinsinn og erkióvinur föður hennar, Nayef bin Abdul-Aziz al Saud, lést í síð- asta mánuði. Ekki er talið ólíklegt að beiðni hennar um pólitískt hæli tengist einnig andláti Nayefs. Pólitísk spenna Beiðni Söru um pólitískt hæli gæti valdið spennu á milli Bret- lands og Sádi-Arabíu. Ástæðan er sú að breska innanríkisráðuneytið þarf að fara nákvæmlega ofan í saumana á því hvort ásakanir Söru eigi við rök að styðjast áður en ákvörðun verður tekin um pólitískt hæli. Og í umfjöllun The Sunday Telegraph kemur fram að þar sem yfirvöld í Sádi-Arabíu vilja að hún snúi aftur til heimalands síns gæti það valdið spennu milli ríkjanna fari svo að Bretar veiti henni póli- tískt hæli. Árið 1980 var sendiherra Bretlands í Sádi-Arabíu rekinn heim eftir að ITV-sjónvarpsstöð- in birti umfjöllun um sádi arabíska prinsessu sem var líflátin vegna framhjáhalds. Sjálf segist Sara einungis vilja endurheimta mannorð sitt en hún hefur meðal annars verið bendluð við Hizbollah-samtökin – ásökun sem hún neitar. „Ég er ekki mjög hugrökk. En ég vil endurheimta réttindi mín og virðingu mína.“ n Sara Abdul-Aziz yfirgaf Sádi-Arabíu árið 2007 Prinsessa sækir um pólitískt hæli Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ég er mjög hrædd núna. Þeir vita að ég get ekki snúið aftur heim Óttast Sara hefur sótt um pólitískt hæli í Bretlandi af ótta um öryggi sitt. spenna innan fjölskyldunnar Krónprinsinn Nayef bin Abdul al Saud lést í síðasta mánuði. Abdullah konungur sést hér næst lengst til hægri í jarðarförinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.