Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 10
RisastóRt æxli talið tRosnuð hásin n Davíð Davíðsson leið vítiskvalir í tæplega tvö ár áður en fóturinn var tekinn af honum n Synir hans afar ósáttir við meðferðina sem hann fékk B ræðurnir Davíð Bergmann Davíðsson og Arnar Snær Davíðsson eru sárir yfir því að heyra Guðbjart Hannes- son velferðarráðherra tala um að skipulagsleysi hafi átt þátt í því að faðir þeirra, Davíð Davíðsson, 79 ára, leið ótrúlegar kvalir í tæplega tvo ár án þess að fá rétta greiningu hjá læknum. Eftir að læknar höfðu upphaflega talið að stöðugir verk- ir í fæti hans væru vegna trosnaðr- ar hásinar, kom í ljós í mars á þessu ári að hann var með æxli á stærð við páskaegg númer þrjú í fætinum. Um leið og það uppgötvaðist var ekki annað í stöðunni en að taka fótinn af. Þar áður hafði hann margsinnis verið sendur heim af spítalanum með lyfseðil fyrir sterkum verkja- lyfjum. Þeir segja söguna af pabba sínum vera skýrt dæmi um að heil- brigðiskerfið sé komið út fyrir ystu þolmörk. Of fáliðað sé á spítölum og fólk vinni undir allt of miklu álagi. Eins og að stíga á glerbrot Davíð, sem nú dvelur á sjúkrahóteli, byrjaði að kenna sér meins í hæln- um í byrjun árs 2011. Þeir segja að hann hafi lýst verkjum sínum eins og það væri eitthvað undir hælnum í skónum hans. Svipað og að hann væri sífellt að stíga á stein eða gler- brot. Æxlið hafi því líklega aðeins verið í hælnum á þeim tíma. „Pabbi var búinn að vera veikur í marga mánuði og náði sér aldrei upp úr einhverri umgangspest. Hann er kall sem hefur unnið með hörðum höndum allt sitt líf. Hann hefur verið til sjós og skilað sínu til samfélagsins. Hann var aldrei veik- ur og hefur alltaf verið til staðar, alla tíð. Svo veikist gamli maðurinn af umgangspest. Honum var alltaf að slá niður,“ segir Davíð Bergmann sonur hans við DV. Sagður með trosnaða hásin „8. ágúst 2011 hringdi móðir mín í mig. Hún sagði mér að pabba verkj- aði mikið og að hann væri ósjálf- bjarga inni á baðherbergi. Hún hélt bara að hann væri að deyja. Ég kom heim og þá sá ég gamla manninn. Hann var ekki með sjálfum sér, þar sem hann lá algjörlega ósjálfbjarga á gólfinu. Ég hringdi á sjúkrabíl og hann sagði mér það sjálfur seinna að hann mundi ekki eftir neinu fyrr en hann var kominn í sjúkrabíl með súrefni,“ segir Davíð Bergmann. Þegar á sjúkrahúsið var kom- ið var hjartalínurit tekið af föður þeirra. Þeir segja að engar blóðpruf- ur hafi verið teknar né hafi hann verið sendur í myndatöku. Niður- staða lækna var sú að hann væri með trosnaða hásin og bólgan á fætinum stafaði af því. Arnar Snær segir að faðir sinn hafi átt erfitt með gang í marga mánuði áður en þetta gerðist. „Þeir héldu að þar sem þetta væri gam- all skrokkur væri þetta mjög lík- lega tengt brjósklosi og þess vegna væri verkurinn niður í fót. Það sem við viljum helst vita er af hverju var aldrei framkvæmd nein sýnataka, af hverju fór hann ekki í myndatökur? Ef það hefði verið gert þá væri hann með fót í dag,“ segir Arnar. Davíð segir að faðir þeirra hafi verið sendur heim af sjúkrahúsinu samdægurs með íbúfen og panódíl. „Þeir sögðu honum að það gæti ver- ið gott að fara til sjúkraþjálfara. Þeir höfðu samband við heimilislækn- inn og honum var komið til sjúkra- þjálfara. Hann var látinn éta sterk verkjalyf í tæplega tvö ár, eða þar til maginn þoldi ekki meira og sagði einfaldlega stopp. Þá tók ekki betra við en að hann var settur á morfín- plástur. Allan þennan tíma var hann með stanslausa verki, hann gat hvorki gengið né sofið,“ segir Davíð. Sá svart af sársauka Arnar Snær segir að sjúkraþjálfarinn hafi nuddað fótinn á föður þeirra og um leið æxlið. „Hann lýsti því að þegar hann stóð upp af bekknum að þá sá hann svart. Sársaukinn var svo mikill að hann missti næstum því meðvitund í hvert sinn. Hann fór nokkrum sinnum í viku til sjúkra- þjálfara í marga mánuði. Að lokum sagði sjúkraþjálfarinn pabba að það hlyti að vera eitthvað annað að hon- um,“ segir hann og tekur fram að hann telji ekkert við sjúkraþjálfar- ann að sakast. „Við erum ekki að álasa neinum persónulega,“ segir Arnar Snær. „Við skiljum það fjársveltið sem sjúkrastofnanir búa við gerir það að verkum að fólk er að vinna und- ir rosalegu álagi og biðlistarnir eru langir, en þetta er ekki rétt. Það er ekki rétt að svona hlutir þurfi að gerast. Maðurinn var fárveik- ur, fékk ekki rétta meðhöndlun og endaði á því að missa fótinn,“ seg- ir hann. Davíð tekur undir með bróður sínum. Hann segir þetta sýna skýrt að heilbrigðiskerfið sé sprungið. „Það sem mér gremst mest er þegar velferðarráðherra kom fram og sagði að við værum með besta heimilis- læknakerfi á Norðurlöndum. Ég bý í Grafarvogi þar sem búa meira en 25.000 manns. Þar eru átta heimilis- læknar. Þú getur ímyndað þér álagið á þeim. Fólk er að drukkna í vinnu og þannig verður þetta til. Ágæti vel- ferðarráðherra, þetta er mjög ein- falt. Kerfið er sprungið.“ Hann tekur dæmi um að hann sendi tölvupóst á Jósep Blöndal, lækni í Stykkishólmi, til þess að koma föður sínum undir hendur hans, sem Davíð segir vera frábær- an lækni. „Það tókst því miður ekki. Kerfið er sprungið og það kemst enginn að.“ Hann hefði dáið Ólafur Baldursson, yfirlæknir lækn- ingasviðs Landspítalans, sagði við RÚV á dögunum að niðurskurður- inn hefði bitnað harðlega á sjúkra- húsinu en sagði að ekkert hefði ver- ið athugavert við meðferðina sem faðir þeirra fékk áður en hann fékk loksins rétta greiningu á veikindum sínum. Arnar Snær furðar sig á þess- um ummælum læknisins. „Hann er væntanlega bundinn þagnareiði og má ekki koma með sprengjur sem yfirmaður, en hann hefði ekki þurft að segja þetta, því það er greinilegt að á þessu tímabili hefði verið hægt að koma í veg fyrir að hann missti fótinn,“ segir Arnar. Eftir að faðir þeirra hafði liðið vítis kvalir mánuðum saman og oft- ar en einu sinni fallið í yfirlið, fékk hann loksins rétta greiningu á veik- indum sínum, í síðari hluta mars á þessu ári. Arnar Snær bjó á þeim tíma á heimili foreldra sinna. Dag einn heyrði hann skyndilegan dynk. Hann stökk til og kom að föður sín- um meðvitundarlausum á baðher- bergisgólfinu og hringdi beint á sjúkrabíl til þess að fá forgang. Davíð er ekki í nokkrum vafa um að það sé bróður sínum að þakka að pabbi þeirra er enn á lífi og að hann hafi farið með á sjúkrahúsið. „Ég er alveg með það á hreinu að hann hefði dáið ef hann hefði ekki feng- ið þessa greiningu á þessum tíma- punkti,“ segir Davíð. Arnar Snær segir að ástand pabba þeirra hafi verið verulega slæmt á þessum tíma. Hann segist hafa neyðst til þess að hækka róm- inn á sjúkrahúsinu og krefjast þess að fá að ræða við sérfræðing. Það gæti hreinlega ekki verið að það væri aðeins trosnuð hásin sem væri að plaga manninn. „Ég heimtaði að það yrði tekin mynd og að það yrðu tekin sýni. Þá kom annar ung- ur læknir og hann viðurkenndi að fóturinn á pabba væri mjög undar- legur. Hann hefði aldrei séð þetta áður. Þarna á spítalanum voru við- brögð hans skoðuð í fyrsta sinn með því að banka í hnéð. Fóturinn var bara dauður. Hann komst síð- an loks í myndatöku og sýnatöku. Þær tökur leiddu í ljós að hann var með krabbamein í fætinum. Hefði ég ekki verið á staðnum hefði hann verið sendur heim með annan mor- fín plástur,“ segir Arnar. Eftir að krabbameinið – sem var á stærð við páskaegg númer 3 – var uppgötvað, var hann settur í for- gang og fóturinn tekinn af með að- gerð 11. apríl á þessu ári. Æxlið var þá búið að dreifa sér inn í beinið og upp í kálfa. Læknarnir töldu að það væri ekki hægt að skera það burt og því þyrfti að taka allan fótinn. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Það er ekki rétt að svona hlutir þurfi að gerast. Maðurinn var fárveikur, fékk ekki rétta greiningu og missti fótinn að lokum. 10 Fréttir 9. júlí 2012 Mánudagur Þorbjörn Jónsson, formaður Lækna- félags Íslands, segir að læknar séu undir mun meira vinnuálagi nú en áður. Læknum hefur fækkað um 10 prósent frá efnahagshruninu. Hann tekur undir orð formanns lækningasviðs Landspítalans sem sagði sífellt erfiðara að tryggja öryggi sjúklinga. Þá hefur yfirmaður bráðamót- töku Landspítalans sagt að deildin þar sé komin að ystu þanmörkum. „Það er á allra vitorði að kerfið er orðið svona. Það var gerð starfsumhverfiskönnun á Landspítalanum síðla árs 2010. Þá kom í ljós að 50–60 prósent af yngri læknum Landspítalans, sem vinna verulega mikið, telja að þeir nái ekki að ljúka verkum sín- um á þann hátt að þeir séu ánægðir með þau. Þriðjungur af eldri læknum spítalans, sem eru sérfæðingar og yfirlæknar eru á sömu skoðun. Þetta getur ekki verið í lagi þegar við erum að tala um svona vinnu. Vinnuálagið er orðið mun meira en áður,“ segir Þorbjörn. Ástæða þess að læknar hér á landi flytja til nágrannalandanna til að vinna er, að mati Þorbjörns, sú staðreynd að þeim bjóðast betri kjör fyrir minni vinnu. Þar að auki sé starfsumhverfið hér heima í heild sinni ekki nægilega gott. „Það hefur verið bent á að nýlega voru auglýstar stöður 7 heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu og það var enginn umsækjandi. Þetta stemmir ekki við orð velferðarráðherra um að það sé enginn skortur á heimil- islæknum heldur snýst þetta meira um skipulagið.“ Þorbjörn bendir á að fyrir nokkru hafi verið auglýstar 6 stöður heimil- islækna á Vesturlandi og aðeins einn umsækjandi hafi verið um þær stöður. „Yfirvöld þurfa að reyna að bregðast við þessu með auknum fjárveitingum. Það er orðið algjörlega nauðsynlegt og það verður ekki gert öðruvísi. Það er hægt að skoða það að breyta skipulagi á skynsamlegan máta, en grunnvanda- málið er fjárskortur. Við þekkjum að víða hafa fjárveitingar til sjúkrahúsa minkað um 20 prósent og það segir sig sjálft að stofnanir geta ekki veitt sömu þjónustu þegar einn fimmti af fjármagninu hverf- ur á þennan hátt. “ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands: Miklu meira álag á læknum nú Afmyndaður fótur Fóturinn á Davíð bólgnaði upp eftir því sem æxlið stækkaði. Að lokum þurfti að taka fótinn af. Héraðsdómur Reykjavíkur: Borgara­ hreyfingin þarf að greiða laun Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur gert Borgarahreyfingunni að greiða kvikmyndagerðarmönnun- um Gunnari Sigurðssyni og Her- berti Sveinbjörnssyni samanlagt rúmlega 2,6 milljónir króna vegna kynningarmyndbanda sem þeir unnu fyrir flokkinn. Dómurinn var kveðinn upp á föstudag. Flokkurinn fékk þá Gunnar og Herbert til að vinna stutt myndbönd fyrir flokk- inn en ágreiningur kom upp sem gerði það að verkum að þeir Gunn- ar og Herbert luku ekki við stutt- myndirnar. Af þeim sökum taldi Borgarahreyfingin að þeir ættu ekki rétt á launum þar sem verkið var óklárað en Herbert og Gunn- ar töldu að ráðningarsamning- ur, til fimm mánaða, ætti að gilda. Héraðsdómur féllst á rök Gunnars og Herberts og var Borgarahreyf- ingunni gert að greiða Gunnari tæplega 1,1 milljón króna og Her- berti rúmlega 1,5 milljónir króna. Hátíðarsam­ koma á Alþingi Í gær, sunnudaginn 8. júlí, voru 90 ár liðin frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Hún var landskjörinn alþingismaður frá 1922 til 1930. Af því tilefni bauð forseti Al- þingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, öll- um þeim konum sem tekið hafa sæti á Alþingi, bæði sem þing- menn og varaþingmenn, til há- tíðarsamkomu í Alþingishúsinu. Forseti Alþingis flutti ávarp og tveir fyrrverandi þingmenn héldu erindi, Kristín Ástgeirsdóttir fjall- aði um Ingibjörgu H. Bjarnason og Helga Guðrún Jónasdóttir um stjórnmálaþátttöku kvenna. Sektuð um 90 þúsund Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn aðfaranótt sunnudags vegna gruns um ölvun við akstur. Meðal þeirra sem lög- regla stöðvaði var átján ára stúlka. Auk þess að vera undir áhrifum áfengis ók hún langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Konan var stöðv- uð um fjögur leytið í Hafnarfirði en ökutæki hennar mældist á 107 kílómetra hraða þar sem hámarks- hraði er 50 kílómetrar á klukku- stund. Auk þess að fá sekt og missa ökuréttindin fyrir ölvunarakstur- inn á hún einnig von á 90 þúsund króna sekt fyrir hraðaksturinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.