Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 11
RisastóRt æxli talið tRosnuð hásin n Davíð Davíðsson leið vítiskvalir í tæplega tvö ár áður en fóturinn var tekinn af honum n Synir hans afar ósáttir við meðferðina sem hann fékk Davíð Davíðsson Byrjaði að kenna sér meins í fætinum fyrir tveimur árum. Verk- urinn ágerðist stöðugt en læknar töldu að um væri að ræða trosnaða hásin. Hann reyndist vera með æxli á stærð við páskaegg númer 3 í fætinum. Heilbrigðiskerfinu blæðir Þeir bræður eru þó báðir sammála um að það sé ekki hægt að kenna einstaka starfsfólki á sjúkrahúsum um hvernig fór fyrir föður þeirra. „Við erum ekki að álasa fólkinu, það er yfirhlaðið af verk efnum,“ segir Davíð. „Niðurskurður er komin langt upp fyrir hættustig. Fórnarkostnað- urinn er að pabbi er fætinum styttri. Ég er líka alveg með það á hreinu að það eru hræðilegri slys búin að ger- ast í heilbrigðiskerfinu. Það er engu öðru um að kenna en fjárveitinga- valdinu sem veitir peninga í þessar stofnanir. Það er enginn annar sem á að taka ábyrgð á þessu. Það er ekki flóknara,“ segir hann. Davíð gagnrýnir einnig sam- skiptaleysi á milli stofnana. Boð- skiptin frá heimilislækni á Landspít- alann eða til sjúkraþjálfara hafi ekki verið góð. Sem dæmi um það þá fékk pabbi þeirra símtal í vor um að nú væri komið að honum í segulóm- skoðun. Þá voru liðnar vikur frá því að fóturinn var tekinn af honum. „Það þarf enginn að segja mér að þetta sé í lagi. Þetta er ekki skipulagsleysi, þetta er spurning um forgangsröðun í kerfinu. Það var dauðans alvara að klára Hörpu- na en skólum og heilbrigðiskerfinu blæðir. Það er verið að koma svona fram við fólkið sem byggði upp þetta velferðarsamfélag. Þetta fólk verð- skuldar ekki svona lélega þjónustu.“ Þakklátir fyrir frábært starfsfólk Bræðurnir taka það fram að eftir að faðir þeirra fékk loksins rétta grein- ingu hafi hann fengið mjög góða umönnun. Davíð, faðir þeirra, seg- ist sjálfur vera afskaplega þakklátur starfsfólkinu á bæklunardeild 5-A á Landspítalanum fyrir frábæra um- önnun. Hann vill líka koma áleiðis sérstöku þakklæti til starfsfólksins á Grensásdeildinni. Það hafi verið algjör lífæð fyrri hann. Hann seg- ir lækninn sem annast hann núna hafa sinnt sér frábærlega. Davíð dvelur nú á sjúkrahóteli og hefur ekki náð sér. Hann missti 12 kíló frá því ágúst 2011 og fram í mars þar sem hann gat ekki borðað vegna verkja og vanlíðunar. Hann stefnir að því að byrja að nota gervifót frá Össuri en ófyrirsjáanlegir erfiðleik- ar hafa hamlað því. Þannig opnað- ist sárið á fætinum aftur vegna sýk- ingar. Þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð þar sem læknarnir þurftu að sverfa meira af beininu í fætinum. Þeir taka það þó fram að þetta séu vitaskuld hlutir sem ekki sé hægt að álasa neinum fyrir og að ekki hafi verið hægt að sjá þá fyrir. Davíð Bergmann segir það dæmi um fjárþörf heilbrigðiskerfisins að Grensásdeildinni, þar sem unnið sé gífurlega mikilvægt starf, verði lokað nú vegna sumarfría. Á meðan mun Davíð sitja í hjólastól á sjúkrahótel- inu og bíða. „Hann kemst ekki heim af því að hann býr í húsi á nokkrum pöllum. Hann gerði ekki ráð fyr- ir því að verða fatlaður. Aðgengið er þannig að hann getur ekki farið heim, það er ekki hægt,“ segir hann. Davíð Bergmann segist að lok- um vilja skora á annað fólk að stíga fram. „Ég skora á fólk sem hefur svipaða sögu að segja og koma fram í dagsljósið og segja sína sögu. Fyrr gerist ekkert.“ n Fréttir 11Mánudagur 9. júlí 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.