Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Mánudagur 9. júlí 2012
Skartar nýrri klippingu
n Björgvin Páll Gústavsson er David Beckham Íslands
É
g vaknaði bara einn
morguninn og ákvað
að breyta til. Bar hug-
myndina síðan und-
ir hárgreiðslukonuna mína,
hana Svövu hjá Wink, sem
tók vel í hana. Þá var ekkert
að vanbúnaði,“ segir mark-
vörðurinn og silfurdrengurinn
Björgvin Páll Gústavsson sem
skartar glænýrri klippingu í
tilefni af Ólympíuleikunum.
„Það var einnig að koma út
nýtt hrikalega öflugt vax frá
Silver sem passar vel við nýju
greiðsluna. Salan á því fer frá-
bærlega af stað en við dreifð-
um því í búðir í síðustu viku.
Svo erum við að skoða hvort
við náum að henda í aðra
blöndu fyrir Ólympíuleikana
þar sem eftirspurnin er mjög
mikil. En það er ekkert víst í
þeim efnum.“
Björgvin Páll hefur verið
þekktur fyrir fjölbreyttar hár-
greiðslur á hinum ýmsu hand-
boltastórmótum og mætti
kallast David Beckham okk-
ar Íslendinga. „Ég hata það
ekkert ef mér er líkt við Beck-
ham. Þar fer einn af mínum
uppáhaldsíþróttamönnum og
maður sem er alltaf með út-
litið á hreinu,“ segir Björgvin
Páll og bætir við að ef ungir
drengir ákveði að tileinka
sér nýju greiðsluna þá sé það
bara gott mál. „Það væri ekk-
ert leiðinlegt að sjá nokkra
snillinga með þessa greiðslu
yfir Ólympíuleikunum. Ég á
hins vegar ekkert endi-
lega von á því að menn
þori í hana þar sem hún
er dálítið „speisuð“,“ segir
hann en bætir við að hon-
um finnist mikilvægt að
vera góð fyrirmynd ungra
íþróttakrakka. „Ég hef
bara gaman af því enda
tel ég að fyrirmyndir séu
mikilvægar í íþróttum.
Ég vona samt að ungir
íþróttamenn líti frekar á
mig sem fyrirmynd inni á
vellinum heldur en í hár-
greiðslumálum,“ segir
hann brosandi og bætir
við: „Það er fátt skemmtilegra
en að geta haft áhrif á unga
krakka og hjálpa þeim að ná
markmiðum sínum í sportinu
og ná þannig að skilja eitt-
hvað eftir sig þegar maður
hættir eftir tíu til fimmtán ár.“
indiana@dv.is
D
V leit við á æfingu hjá
keppnisliði bardaga-
klúbbsins Mjölnis.
Gríðarlegur upp-
gangur hefur verið
hjá klúbbnum sem flutti fyrir
rúmu ári í Mjölniskastalann
sem áður hét Loftkastalinn.
Nýlega opnaði Óðinsbúð þar
en hún er skreytt einstökum
útskurði eftir útskurðarmeist-
arann Erlend Magnússon.
Hann hefur hannað mikið af
innviðum klúbbsins sem eru
einkar glæsilegir. Klúbbur-
inn fékk mikil gleðitíðindi á
dögunum þegar Gunnari Nel-
son var boðinn samningur
um að berjast í UFC-bardaga-
keppninni.
MjölnisMenn
og Óði sbúð
Mjölnisfólk Haraldur Nelson
framkvæmdastjóri Mjölnis ásamt
Brynju Finnsdóttur starfsmanni og
Axel Kristinssyni úr keppnisliðinu.
Óðinsbúð Er einstök
– Erlendur Magnússon
útskurðarmeistari, fað-
ir leikkonunnar Ágústu
Evu, sá um að hanna
útlit hennar.
Stunga Þráinn
Kolbeinsson kem-
ur höggi á Diego
Björn Valencia.
Bamm! Keppnislið Mjölnis tekur vel á því á æfingum.
Í heljargreipum Gunnar
Nelson vefur sér eins og snákur
utan um æfingafélaga sinn.
MynDir JÓn Viðar arnþÓrSSon
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
MMC LANCER EVOLUTION IX
Árgerð 2006, ekinn 90 Þ.km, 5 gíra, 500
hö. Verð 3.950.000. Raðnr. 192642 -
Flottur þessi!
NISSAN ALMERA ACENTA
01/2005, ekinn 111 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 1.190.000. Raðnr. 322342 - Góð
kaup!
FORD FOCUS SJÁLFSKIPTUR
02/2001, ekinn 147 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 690.000. Raðnr.192649 - Þetta er
bíllinn!
BMW M5
Árgerð 2000, ekinn 106 Þ.km, sjálf-
skiptur. Verð 3.190.000. Raðnr. 250251
Er í salnum!
POLARIS SPORTSMAN X2500HO
06/2007, ekið 5 Þ.km, Verð 950.000.
Raðnr. 310236 - Er á staðnum!
LAND ROVER RANGE ROVER
SPORT SUPERCHARGED 03/2006, ek-
inn aðeins 54 Þ.km, sjálfskiptur. Verð
6.490.000. Raðnr. 135505 - Er í salnum!
ROVER MINI
Árgerð 1991, ekinn 111 Þ.km, nýupp-
gerður að öllu leyti! Þú verður að koma
og sjá hann! Verð 1.390.000. Raðnr.
284539 Algjör dúlla!
HONDA CIVIC 2.0 TYPE „R“
07/2002, ekinn 144 Þ.km, 6 gíra.
Sumartilboð 990.000. Raðnr.283953-
Töffari!
TOYOTA YARIS T-SPORT
06/2001, ekinn 107 Þ.km, 5 gíra. Verð
770.000. Raðnr. 322325 - Flottur þessi!
Tek að mér að hreinsa
þakrennur, laga riðbletti á þökum,
gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér
ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma
847-8704 eða á manninn@hotmail.com
Funahöfða 1, 110 Reykjavík
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
Flutningar
Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti-
vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur
,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690
CITROEN C3 SX
06/2004, ekinn 107 Þ.km, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ 750.000. ásett verð
850.000 kr. Raðnr. 270779 - Er á staðnum!
JEEP WRANGLER TJ SPORT 2,4
Árgerð 2004, ekinn 93 Þ.km, 5 gíra. Verð
2.490.000. Raðnr. 118138 - Er á staðnum!
BMW 3 s/d e46
06/2003, ekinn 115 Þ.KM, sjálfskiptur.
Verð 1.350.000. Raðnr. 290057 Er á
staðnum!
Tilboð
Hjólhýsi til sölu
T.E.C. TRAVEL KING.460 T.D.F
Hjólhýsi árg 2007 til sölu. Ýmsir
aukahlutir, Markísur sólarsella
fortjald verð 2,8 upplýsingar í síma
555-2659 eða 692-0011
Gullfallegir BRIARD
hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi
og Auðnu Gríma. Eru að leita að
góðum heimilum.
Verða afhentir heilsufarsskoðaðir,
bólusettir, örmerktir ættbók frá
HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir.
www.Briard--Nipu.com
s. 868 1920
Gullfallegir Briard hvolpar,
foreldrar Imbir Bezi Bezi og Auðnu Gríma. Eru að
leita að góðum heimilum. Verða afhentir
heilsufarsskoðaðir, bólusettir, örmerktir ættbók
frá HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir.
www.briard--nipu.com, sími 868 1920
Ólympíuleikar 2012 Björgvin Páll
býst ekki við að margir eigi eftir að
taka upp hárgreiðsluna þar sem hún
sé frekar flippuð.