Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 9. júlí 2012 Mánudagur Með eigin vörulínu n Það er alltaf í nógu að snúast hjá Hrefnu Rósu É g hef alltaf jafn gaman af þessu. Þetta verður ein­ faldlega skemmtilegra og skemmtilegra,“ seg­ ir meistarakokkurinn Hrefna Rósa Sætran sem hefur haft í nógu að snúast síðustu miss­ erin. Hrefna Rósa rekur tvo veitingastaði auk þess sem hún hefur stjórnað eigin sjón­ varpsþætti á Skjá einum síð­ ustu árin. Hrefna Rósa hefur nú fært sig yfir á RÚV auk þess sem vörulínan hennar mun fást í búðum á næstum dög­ um. „Til að byrja með verða þetta fjórar tegundir af köldum salatsósum. Þessar sósur eru byggðar upp á sósunum sem eru á Fiskmarkaðnum og hafa verið mjög vinsælar þar. Ég fór af stað með þetta af því að fólk hefur verið að spyrja svo mik­ ið um uppskriftina eða hvort hægt væri að kaupa þessar sós­ ur. Þær passa bæði með grill­ inu í sumar og eru góðar með steiktum fiski, hamborgurum og bara kjötinu í nóvember. Svo kemur meira fyrir jólin,“ segir Hrefna Rósa og bætir við að vörurnar fari í verslanir um allt land. Hrefna Rósa er ánægð með að vera komin á RÚV. „Mér finnst mikill heiður að vera komin þangað en fyrsti þáttur­ inn verður sjötta ágúst,“ seg­ ir hún og játar að í sumar hafi verið lítill tími fyrir útilegur vegna annríkis. „Ég hef samt verið dugleg að grilla. Ég hef bæði verið að undirbúa mig fyrir þáttinn og svo hef ég ver­ ið að gera grill­ bók. Þátturinn á RÚV verð­ ur með alveg nýju sniði. Þetta verður þema­ tengdur grill­ þáttur þar sem eitt hráefni verð­ ur tekið fyrir í hverjum þætti. Ég hef ekki komist í útilegu en hef verið dugleg að bjóða til mín fólki að smakka. Ég er því bara í minni útilegu heima á pallinum og fæ til mín til­ raunadýr í heimsóknir,“ indiana@dv.is É g kann stórkostlega vel við mig í þessu. Alveg meiriháttar,“ segir leik­ arinn og leiðsögumað­ urinn Björn Thors en hann er einn þeirra sem fer með ferðamenn niður í stór­ brotinn helli Þríhnjúkagígs. Hellirinn, sem er í klukku­ tíma göngufæri frá skíðasvæði Bláfjalla, hefur vakið heims­ athygli og er á skömmum tíma orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna sem koma hing­ að, jafnvel bara til þess eins að berja hann augum. „Ég var bara að byrja á þessu núna. Það eru bara nokkrir frídagar á stangli hjá mér í sumar og ég ákvað að nota þá í þetta. Það er mik­ ið prógram hjá manni eins og vanalega í leiklistinni en mað­ ur vill alls ekki missa af sumr­ inu svo að ég ákvað að stökkva á þetta. Eins og Björn kom inn á er það stórbrotin reynsla að koma niður í hellinn. Björn sagði meðal annars frá því í frétt­ um RÚV fyrir helgi að erlend­ ir ferðamenn hefðu hreinlega brostið í grát vegna fegurðar­ innar. „Þetta er sannarlega eitt best geymda leyndarmál ís­ lenskrar náttúru,“ segir hann en hvað veldur því að hellir­ inn er orðinn vinsæll áfanga­ staður fyrst núna? „Hingað til hafa bara færustu fjallageitur komist niður í hellinn. Það eru kannski um 20 manns sem hafa haft þekkinguna og bún­ aðinn til þess að síga niður. Þetta er enginn smá hellir. Það eru um 120 metrar frá gígop­ inu og niður á botn hans.“ Björn segir hugmyndina um að opna ferðaþjónustu á svæðinu hafa kviknað þegar National Geographic kom til Íslands til að gera heimilda­ mynd um svæðið. „Hellir­ inn var gerður aðgengilegur í kjölfarið en þeir fengu verk­ fræðinga til þess að hanna fyrir sig búnað til að komast upp og niður. Lyftan sem notast er við núna er byggð á þeirri hönnun en hefur verið útfærð til að henta fleira fólki.“ Hellirinn hefur vakið heims­ athygli og fyrir utan um fjöll un National Geographic má nefna The Guardian, Sunday Times, BBC og marga fleiri sem hafa fjallað um hann. „Ég var að fara niður með hóp af fólki frá Hong Kong. Þau lásu um hellinn í tímariti í Hong Kong og keyptu sér miða til Íslands. Hingað eru þau komin nokkrum dögum seinna til þess að halda upp á afmæli.“ Björn segist ætla að sinna leiðsögumennskunni eins og hann getur í sumar en frí­ ið frá leiklistinni er ekki mik­ ið. Hann lauk nýlega við að leika í þáttunum Pressa og er svo á leiðinni til Kanada. „Þar er ég að fara leika í sjónvarps­ þáttum sem eru byggðir á Transporter­myndunum,“ en hasarmyndaunnendur ættu að kannast vel við myndirnar sem skarta Jason Statham í aðal­ hlutverki. „Ég leik þarna vonda karlinn í einum þætti í serí­ unni,“ segir Björn sem verður einnig í Þjóðleikhúsinu í vetur. Frekari upplýsingar og fróðleik er að finna á: www.insidethevolcano.com asgeir@dv.is „Best geymda leyndar- mál íslenskrar náttúru“ n Björn Thors leiðsögumaður í Þríhnjúkagíg n Leikur illmenni í erlendri þáttaröð Þríhnjúkagígur Er stórbrotinn svo ekki sé meira sagt. Mynd SigtRygguR ARi Björn thors Leikur í sjónvarpsþáttum byggðum á Transporter- myndunum. Skrifar ævisögu Jóns Páls Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hætti nýverið við að skrifa ævisögu Ann­ þórs Karlssonar en Ann­ þór situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manni að bana á Litla­ Hrauni. Sölvi hefur snúið sér að nýju verkefni – nefnilega að rita ævisögu kraftajötuns­ ins Jóns Páls Sigmarssonar. Tilefni bókarinnar er að í jan­ úar eru 20 ár síðan Jón Páll féll frá. Sölvi segir frá verk­ efninu á facebook­síðu sinni: „ Hrikalega skemmtilegt verk efni, um eitt mesta leg­ end sem Ísland hefur alið!“ Björn Jörund- ur á veiðum Söngvarinn og leikarinn Björn Jörundur Friðbjörns­ son hefur verið að stunda strandveiðar á Patreksfirði, ásamt vini sínum, upp á síðkastið. Þeir gera út lítinn Færeying en það er nafn á ákveðinni tegund af trillu. Þeir voru á veiðum alla sein­ ustu viku og fóru svo í bæinn á föstudag samkvæmt heim­ ildarmanni DV. Björn Jörundur hefur meðal annars leikið eitt af aðalhlutverkunum í leik­ ritinu Gulleyjan sem var sýnt við einstaka vinsældir í Samkomuhúsinu á Akureyri í byrjun þessa árs. Þótti hann mjög góður í hlutverki sjó­ ræningja. Hannes Hólmsteinn á Fiskfélaginu Hannes Hólmsteinn Giss­ urarson segir frá því í pistli á Pressunni að hann hafi fengið Frelsisverðlaun frá Sambandi íslenskra sjálfstæðismanna þann 30. júní síðastliðinn. Í ræðunni sem hann hélt við afhendinguna sagði hann að mesta bölið á Íslandi um þess­ ar mundir væri vinstri stjórn og segir þá svíkja alla samn­ inga og ná engum árangri og leggi þar að auki þungar klyfj­ ar á borgarana. Hannes skrifar líka um að Bjarni Benediktsson sé að vaxa í sínu erfiða hlut­ verki sem formaður Sjálf­ stæðisflokksins. Hann segir jafnframt frá því að hann hafi borðað með vinum á Fiskfé­ laginu kvöldið sem forseta­ kosningarnar voru og þar hafi hann spáð því að Ólafur Ragn­ ar fengi 55 prósent atkvæða og hafi verið ansi nálægt því en Ólafur fékk 53 prósent. Kaldar salatsósur Hrefna Rósa byggði uppskriftina af sósunum á vinsælustu sósu num á Fiskmarkaðnum. Mynd BjöRn ÁRnASon Bjó til vörulínu Það hefur verið í nógu að snúast hjá Hrefnu Rósu uppá síðkastið. Hún rekur tvo veitingastaði, er með eiginn sjónvarpsþátt og er komin með eigin vörulínu. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.