Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 9. júlí 2012 Mánudagur E ld sn ey ti Algengt verð 243,7 kr. 243,5 kr. Algengt verð 243,4 kr. 243,2 kr. Höfuðb.sv. 243,3 kr. 243,1 kr. Algengt verð 243,5 kr. 243,3 kr. Algengt verð 245,7 kr. 243,5 kr. Melabraut 243,4 kr. 243,2 kr. Hlakka til að fara aftur n Lofið fær Bergsson mathús í Templarasundi 3 í Reykjavík en viðskiptavinur segir að staður­ inn bjóði upp á ferskan, hollan og góðan mat ótrúlega fínu verði. „Við fórum fjögur um helgina og enduðum á því að vera í hátt í tvo klukku­ tíma á staðnum. Nut­ um matarins sem var ótrúlega góður og spjölluðum við starfs­ fólkið sem tók á móti okkur með bros á vör. Mæli hiklaust með þess­ um stað og hlakka mikið til að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri.“ Beinflísar í hakki n Lastið að þessu sinni fær Nóatún en viðskiptavinur hafði þessa sögu að segja; „Ég kom við í Nóatúni í Hamraborg á leiðinni í grillveislu um daginn. Þar sem ekki voru til hamborgarar keypti ég hakk í pakka, sem var merktur Nóatúni, til að móta sjálfur í borgara. Þegar hamborgarinn var svo grillaður og ég byrjaði að gæða mér á honum kom fljót­ lega í ljós að hann var óætur vegna bein­ flísa í honum. Þegar ég var búinn að tína um það bil 20 slíkar flísar út úr mér gafst ég upp. Ég geri mér grein fyrir að slíkt geti slæðst í hakkið en ekki svona mikið. Það endaði með að ég henti honum þar sem það var engan veginn hægt að borða hann.“ Ragnheiður Björnsdóttir, að­ stoðarrekstrarstjóri Nóatúns segir að verslunin vilji byrja á því að biðj­ ast afsökunar á óþægindunum sem viðskiptavinurinn varð fyrir. „Við höfum ekki heyrt um fleiri tilfelli með hakkið og vonandi er þetta þá algjört einsdæmi. Það hefði verið gott að geta fengið vöruna til okk­ ar svo að við gætum komið henni áfram í hendur birgisins sem fram­ leiðir og pakkar Nóatúnshakkinu fyrir okkur en þessi vara kemur pökkuð til okkar. Ég mun setja mig í samband við birginn og láta vita af þessu svo að þeir geti farið yfir hvað þarna gerðist, því við viljum ekki lenda í þessu aftur. Ég óska eftir að viðskiptavinurinn hafi samband við mig svo ég geti mögulega bætt fyrir óþægindin.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Bensín Dísilolía Hin fullkomna ferðataska V eldu réttu ferðatöskuna, settu aukatösku ofan í hana og ekki pakka á síðustu stundu. Þetta er meðal atr­ iða sem gott er að venja sig á, áður en haldið er í sumarfrí. Ís­ lendingar flykkjast í ferðalög þessa dagana og eflaust margar ferðatösk­ urnar komnar fram á gólf og tilbún­ ar til að verða fylltar af farangri. Það vefst þó yfirleitt fyrir ferðalöngum hvað skal taka með og hvaða hlutir eru nauðsynlegir í ferðalagið en ef þú pakkar skipulega í töskurnar verður fríið mun þægilegra og þú munt hafa betri yfirsýn. Á heimasíðu Politiken má finna 20 ráð um hvernig þú pakk­ ar í hina fullkomnu ferðatösku. n Pakkaðu rétt í ferðatöskuna og fríið verður miklu auðveldara Gerðu töskuna sýnilega Merktu töskuna þína með litríku bandi eða stórum límmiða svo þú eigir auðvelt með að sjá þína tösku á færibandinu. Þetta auðveldar einnig starfsmönnum flugvalla að finna hana ef hún týnist. Ekki pakka á síðustu stundu Byrjaðu að pakka nokkrum dögum fyrir ferðalagið og þá sleppur þú við stressið 20 mínútum fyrir brottför. Skoðaðu vel áfangastaðinn Vertu bú- in/n að skoða veðurspána. Hversu heitt eða kalt verður? Lítur út fyrir að það muni rigna, snjóa eða er von á hitabylgju. Skoðaðu hvaða þjónustu hótelið eða gististaðurinn býður upp á; eru handklæði, sængurver og lök. Er hægt að fá hárþurrku, straujárn og hleðslutæki í síma lánað? Gerðu lista Nú þegar þú ert búin/n að kanna veður og upp á hvað staðurinn býður þar sem þú munt dvelja, er gott að gera lista yfir það sem þú þarft að hafa með. Fylgdu listanum og ekki taka skyndiákvarðanir um hluti sem eiga að fara með. Ef þeir eru ekki á listanum, þarftu ekki á þeim að halda. Veldu réttu töskuna Reyndu að takmarka þig við eina ferðatösku auk handfarangurs. Ef þú ert á leið í flug, hafðu í huga að flugfélög gera stundum kröfur um hve stór taskan má vera og hve þung. Skoðaðu heimasíðu flugfélagsins en þar ættir þú að fá allar upplýsingar um þetta. Sértu á leið í bakpokaferðalag skaltu hugsa vel um hvað er nauðsynlegt að taka með og hvað er auðvelt að ferðast með. Stefnir þú á að nota almenningssamgöngur frá flugvelli, veldu þá tösku sem er auðvelt er að fara með í rútu eða lest. Vertu með aukatösku í töskunni Taktu auka tösku með í ferðalagið og settu hana neðst í ferðatöskuna. Þá ertu með tösku undir þá hluti sem þú kaupir á ferðalaginu. Sjáðu þetta fyrir þér Byrjaðu á því að leggja föt, skó og snyrtidót á rúmið eða borð og þá færðu góða yfirsýn yfir það er sem þú ert að fara að pakka niður. Blandaðu saman fötum Reyndu að sjá fyrir þér nokkrar samsetningar á flíkum; einar buxur geta vel gengið með nokkrum skyrtum eða toppum. Taktu flíkur sem passa vel saman í litum því þá er auðveldara að velja heildarútlit. Þvottur í fríinu Taktu með þér þvotta- efnisbréf í fríið. Þá er auðvelt að þvo bletti úr buxum eða uppáhaldsbolnum. Þetta kemur sér vel þegar maður hefur takmarkað magn af flíkum. Takmarkaðu fjölda skópara Best er að taka tvö pör af skóm; eitt praktískt sem þú getur verið í á ferðalaginu og aðra fínni sem þú setur í töskuna. Ef þú ert á leið á sólarströnd er tilvalið að taka einnig með sér sandala. Fylgihlutir Það má vel hressa upp á hversdagsklæðnaðinn með aukahlutum í staðinn fyrir að pakka flíkum sem þú notar jafnvel eina kvöldstund. Pakkaðu því nokkrum fallegum fylgihlutum. Slepptu raftækjunum Takmarkaðu magn af raf- og hleðslutækjum sem þú tekur með. Er virkilega nauðsynlegt að taka iPod, iPhone og iPad með í fríið? Þá getur verið gott ráð að kaupa alhliða hleðslutæki sem ganga í fleiri en eitt tæki. Ferðasett fyrir snyrtivörurnar Það er ástæðulaust að kaupa snyrtivörur í litl- um ferðastærðum. Það er gott ráð að eiga litlar flöskur og dósir til að setja í sjampó og krem sem þú átt þegar. Pakkaðu snyrtivörunum skyn- samlega Settu snyrtivörur í vatnshelda snyrtitösku eða í plastpoka en hér er átt við vörur svo sem sjampó, ilmvatn og annan vökva. Með þessu kemur þú í veg fyrir að vökvinn leki út um alla tösku ef flaskan skyldi springa eða eyðileggjast á leiðinni. Ljósrit af mikilvægum pappírum Ljósritaðu alla mikilvæga pappíra svo sem vegabréf, ökuskírteini, flugmiða og tryggingapappíra. Hafðu þessi ljósrit í töskunni og í handfarangri ef þú lendir í óhappi. Lokast taskan almennilega? Lokaðu töskunni þegar allur farangur er kominn í hana og athugaðu hvort hún lokist ekki vel á alla kanta. Auk þess er gott ráð að kaupa viðurkenndan ferðatöskulás því þá ertu öruggur um að enginn geti farið í hana á leiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.