Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 15
T ímamótadómur var kveðinn upp í Argentínu fyrir helgi þegar tveir fyrr- verandi leiðtogar frá tím- um herforingjastjórnarinn- ar, Jorge Rafael Videla og Reynaldo Bignone, voru dæmdir í fangelsi fyr- ir skipulögð barnsrán. Þeir Videla og Bignone voru sakfelldir fyrir að skipuleggja ránin en börnin voru tekin frá foreldrum sínum, sem flest- ir voru pólitískir fangar, með kerfis- bundnum hætti. Eftir brottnám barnanna biðu foreldranna skelfileg örlög; fangavist, pyntingar og dauði. Videla var dæmdur í 50 ára fangelsi en Bignone í 15 ára fangelsi. Báð- ir voru þeir í fangelsi vegna annarra mannréttindabrota. Sögulegur dagur Herforingjastjórnin var við völd í landinu á árunum 1976 til 1983 og á þeim tíma er talið að allt að fimm hundruð börnum hafi verið rænt. „Þetta er sögulegur dagur. Í dag hef- ur réttlætinu verið fullnægt,“ sagði Tati Almeida, aktívisti sem var áber- andi í baráttunni fyrir því að leið- togarnir fyrrverandi yrðu sakfelld- ir, eftir að dómurinn var kveðinn upp. Ræða sem Almeida hélt fyrir utan dómshúsið í Buenos Aires var sjónvarpað á risaskjá og fögnuðu viðstaddir mikið þegar niðurstaða dómsins lá fyrir. Talið er að allt að þrettán þúsund manns hafi týnt lífi í ofsóknum herforingjastjórnarinnar á hendur stjórnarandstöðunni. Neitaði sök Videla neitaði fyrir dómi að um „skipulögð barnsrán“ hafi verið að ræða. Sagði hann að pólitískir fangar, einkum konur, hefðu not- að ófædd börn sín sem skjöld í bar- áttunni gegn stjórninni. Níu aðrir einstaklingar, sem voru háttsettir í hernum eða í lögreglunni, voru einnig ákærðir í málinu, sem tók til 34 barnsrána. Sjö voru sakfelldir en tveir sýknaðir. Meðal vitna í málinu var Elliot Abrams, fyrrverandi yfirmaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sem átti leynilegan fund með sendiherra Argentínu í Bandaríkj- unum á þessum tíma. „Við viss- um að þetta voru ekki bara eitt eða tvö börn,“ sagði Abrams sem gaf vitnisburð sinn í gegnum síma frá Bandaríkjunum. Af orðum hans að dæma virðist sem Bandaríkjamenn hafi haft vitneskju um ránin og að þau væru gerð með skipulögðum hætti. Mæðurnar aðstoða Mannréttindasamtökin Mæður Plaza de Mayo – Madres de Plaza de Mayo – hafa aðstoðað fjöl- marga einstaklinga sem teknir voru frá foreldrum sínum á tímum herforingjastjórnarinnar. Þannig hafa þau komist að uppruna 106 einstaklinga með aðstoð DNA- prófa og tóku 26 þeirra þátt í mál- sókninni gegn Videla og Bignone. Flest þessara barna voru alin upp af aðilum í hernum eða aðilum þeim tengdum og voru fæðingar- vottorð þeirra fölsuð. Tekin frá foreldrunum Victoria Montenegro er ein þessara brottnumdu barna. Í 25 ár hét hún í raun Maria Sol Tetzlaff en henni var rænt frá foreldrum sínum, stjórnarandstæðingunum Hildu Torres og Roque Montenegro, að- eins nokkrum dögum eftir að hún fæddist, árið 1976. Foreldrar henn- ar voru í hópi fjölmargra stjórnar- andstæðinga sem teknir voru höndum á þeim tíma og færðir í fangabúðir. Örlög þeirra liggja ekki fyrir en samkvæmt frétt breska rík- isútvarpsins, BBC, er talið afar lík- legt að þau hafi verið pyntuð og myrt. Hilda sást að minnsta kosti aldrei aftur en líkamsleifar Roque fundust fyrr á þessu ári – 36 árum eftir að hann hvarf. Victoriu var ekki komið fyrir hjá ættingjum, heldur ólst hún upp hjá ofursta í argentínska hernum og eiginkonu hans, sem gáfu henni nýtt nafn. Hún komst að því sanna í málinu þegar hún varð fullorðin en þá sögðu fósturforeldrar hennar frá því að foreldrar hennar hefðu ver- ið byltingarsinnar. Fósturforeldrar hennar létust fyrir nokkrum árum og segist Victoria í fyrstu hafa skil- ið gjörðir þeirra. „Það tók mig mörg ár að meðtaka þetta. En ég veit það, þó ég beri ekki beint kala til þeirra, þá tóku þau mjög mikilvægan hlut frá mér – uppruna minn.“ Erlent 15Mánudagur 9. júlí 2012 Börnum rænt í argentínu Rænd uppruna sínum Victoriu Montenegro var rænt frá foreldrum sínum aðeins nokkrum dögum eftir að hún fæddist. MyNd SkjáSkoT af vef BBC n Victoriu Montenegro var rænt frá foreldrum sínum og þeir myrtir „Við vissum að þetta voru ekki bara eitt eða tvö börn Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is 50 ára fangelsi Jorge Rafael Videla var dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir ránin. Hann var þegar í fangelsi vegna annarra mannréttindabrota. MyNd ReuTeRS Mikið mannfall í skyndiflóðum Minnst 150 manns létu lífið í mikl- um flóðum í Krasnodor-héraði í Rússlandi um helgina. Mikið hefur rignt á þessum slóðum undan- farna daga en flestir þeirra sem lét- ust bjuggu í þorpinu Krymsk sem stendur skammt frá Svartahafi. Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort yfirvöld á svæðinu hefðu getað gert meira til að koma í veg fyrir dauðsföllin. „Rann- sóknarnefndin mun skoða hvað var gert, hvernig það var gert og hvernig það hefði átt að vera gert,“ er haft eftir Pútín á vef Itar Tass- fréttaveitunnar. Pútín flaug til Krasnodor-héraðs á sunnudag til að skoða aðstæður. Barn synti með hákörlum Foreldrar fimm ára bandarískr- ar stúlku hafa verið gagnrýndir harðlega eftir að þeir létu stúlk- una synda um í vatni með há- körlum. Myndband af atvik- inu birtist á veraldar vefnum á dögunum en fjölskyldan var í fríi á Bahama-eyjum þegar þeim stóð til boða að synda með hákörlum gegn vægu gjaldi. Eftirlitsmenn voru á svæðinu til að tryggja ör- yggi stúlkunnar og sögðu for- eldrarnir, David og Elana Baines, að þau hefðu aldrei óttast um dóttur sína. „Margar hættur steðja að manni á hverjum einasta degi. Ég hef meiri áhyggjur af því að það eru engin öryggisbelti í skólarút- um,“ sagði David í viðtali við Good Morning America. Órangútar nota iPad Starfsmenn Jungle Island-dýra- garðsins í Miami í Bandaríkjunum vinna þessa dagana að skemmti- legri tilraun með órangútum sem dvelja í garðinum. Þeir nota í auknum mæli iPad-spjaldtölvur til að eiga samskipti við dýrin og vinna nú að þróun hugbúnaðar til að kanna hvað órangútarnir vilja fá að borða hverju sinni. „Sumir þeirra vilja frekar fá gulrætur en rófur. Og viljum við ekki öll hafa val? Ég vil að minnsta kosti ekki borða það sama alla daga – eitt- hvað sem einhver annar en ég vel,“ segir Linda Jacobs, starfs- maður í garðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.