Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 17
1 Hópuppsagnir eru framkvæmdar af hugsjónaástæðum, ekki vegna þess að fjárhagurinn sé slæmur. Vinnslustöðin í Vestmannaeyj­ um sagði upp 41 starfsmanni í síð­ ustu viku, en á sama tíma borguðu eigendurnir sér 850 millj­ ónir króna í arð. Ástæð­ an var að eigendurnir vildu mótmæla veiði­ gjaldi ríkisstjórnarinn­ ar, sem þeir segja að geri veiðarnar óarðbærar (!?). 2 Hver Íslendingur skuldar að með­altali 300 þúsund í yfirdrátt. Yf­ irdráttur landsmanna er orðinn meiri en árið 2008. Árið 2009 voru yfirdrátt­ arlán 48 milljarðar, en eru nú strax komin í 74 milljarða. Í alvöru góðæri safnar fólk neysluskuldum. Það er gott fyrir bankana, og það sem er gott fyrir banka er gott fyrir okkur hin. 3 Ísbjörn kemur til landsins og hittir fyrst fyrir ítalska ferðamenn, en ekki Íslendinga. Í fyrra komu 565 þúsund ferðamenn til Íslands en núna er búist við 650 þúsund ferðamönnum á árinu. Blússandi uppgangur er því í þessum stóra iðnaði. Ísbjörninn reyndi ekki einu sinni að éta ítölsku ferðamenn­ ina, því hann var svo blístrandi mettur í allsnægtum Íslands. 4 Fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar er komið upp í tæplega 6 milljarða króna viðskiptavild. Næstum 60% eigna fyrirtækisins eru viðskiptavild. Þetta er eins og í gamla góða góðærinu. 5 Sturla Jónsson er hættur að flauta og búinn að semja við bankann. 6 Síðustu mótmælin á Íslandi voru gegn listaverki á Austurvelli eftir Santiago Sierra – sem er óður til mót­ mæla. Það get ég staðfest Heimurinn breyttist Drifkraftur og húmor Róbert Ólafsson faðir Eyþórs Darra segir son sinn aldrei hafa stundað hraðakstur. - DV. Amal Tamimi var sjö ára þegar stríðið skall á. - DV.Alma Guðmundsdóttir í The Charlies hrífst af duglegum og fyndnum karlmönnum. - DV. Forsetakosningar ógiltar? Spurningin „Gott. Mikil sól.“ Jökull Tjörvason 8 ára nemi „Ég er alltaf að vinna inni á daginn, þannig ég vil bara miklu betra veður um helgar.“ Gunnar Ingi Magnússon 21 árs nemi í sumarvinnu „Það er búið að vera frábært þó það sé skýjað inn á milli.“ Lilja Björk Jónsdóttir 18 ára söluaðili hjá Studiobility „Það er bara búið að vera með besta móti!“ Natan Kolbeinsson 19 ára formaður Ungra jafnaðarmanna „Fyrir utan daginn í dag er það bara búið að vera fínt. Ásættan- legt bara.“ Lilja Rós og Anna Lotta 18 ára og 19 ára þjónar Hvernig finnst þér veðrið í sumar? 1 Cruise og Katie leita sátta Hollywood-stjörnurnar vilja að skilnaður þeirra verði í góðu. 2 Draugaborg í Angóla Kínverjar byggðu risastórt hverfi í skiptum fyrir olíu. Hverfið er hins vegar mannlaust því íbúðirnar seljast ekki. 3 „Meintur gerandi“ í nauðgun armáli en „gerandi í líkamsárás“? Hildur Lilliendahl ósátt við orðalag lögreglu vegna nauðgunarmáls á Bestu útihátíðinni. 4 „Aðalatriðið er að í báðum málum höfðum við hendur í hári þeirra grunuðu“ Varðstjóri hjá lögreglu svarar athugasemdum Hildar Lilliendahl. 5 Leikur á móti klámstjörnu Hollywood-leikkonan Lindsay Lohan leikur á móti klámstjörnunni James Dean í nýrri kvikmynd. 6 Með hníf á milli brjóstanna á hlaupum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags. 7 Sveddi tönn ekki fyrirmyndin að Brúnó Leikstjóri Svartur á leik segir að Brúnó, sögupersóna myndarinnar, sé skáldaður. Mest lesið á DV.is Sex sannanir þess að kreppan sé búin F yrir tæpum tveimur árum var kosning til stjórnlagaþings úr­ skurðuð ógild. Var fundið að framkvæmd kosninganna og nokkur atriði tiltekin, t.d. stuttur fyrir­ vari utankjörsstaðakosningar sem meinaði t.d. sjómönnum að nýta atkvæðis rétt sinn. Einnig þóttu skil­ rúm milli kosningabása of lág og kjörseðlar þannig úr garði gerðir að þeir voru rekjanlegir. Fleira mætti telja. Hvað sem þessu líður taldi Hæstiréttur framkvæmd kosninganna ekki tryggja þá leynd sem sjálfsögð þykir. Á þeim grundvelli úrskurðaði hann kosn­ ingarnar ógildar. Þetta var gert þó ljóst væri að úrslit kosninganna stæðu. Nú stendur rétturinn frammi fyrir annarri kæru af svipuðum toga. Eru það nýafstaðnar forsetakosningar en misræmi var í hvort fötluðum var út­ hlutað aðstoðarfólki á kjörstað eða komu með eigið aðstoðarfólk. Varð þetta reyndin þó kosningalög séu skýr. Reyndar stóð til að breyta þeim á Alþingi en það ekki gert og hefur innanríkisráðherra beðist afsökunar á drættinum. En Öryrkjabandalagið hefur nú kært framkvæmd forseta­ kosninganna og segir kosningaleynd ekki tryggða vegna ofangreinds. Kær­ an er því byggð á sömu forsendum og í tilviki stjórnlagaþingskosninganna. Iðulega hefur verið hægt að finna að framkvæmd kosninga og er það alheimsfaraldur. Dómendur hvaðanæva hafa þó forðast að ógilda kosningar enda gert sér grein fyrir af­ leiðingum slíks. Hæstiréttur Íslands er þar undantekning og stendur nú frammi fyrir því vandamáli að ógilda forsetakosningarnar eða draga kosn­ ingar í dilka. Báðir kostirnir munu rýra tiltrú fólks á stjórnsýslunni enda ömurlegt ef æðsta dómstig lands­ ins hundsar lýðræðislegan rétt þegna sinna út frá eigin andúð eða ást á við­ fangsefninu. „Kæran er því byggð á sömu forsendum og í tilviki stjórnlaga- þingskosninganna Sumarstemning Það ríkti sannkölluð sum arstemning í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöld þegar Of Monsters and Men tróð upp. Tónleikarnir voru vel sóttir en áætlað er að um átján þúsund manns hafi mætt á svæðið. Mynd Eyþór ÁrnaSonMyndin Svarthöfði Umræða 17Mánudagur 9. júlí 2012 Kjallari Lýður Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.