Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 9. júlí Mánudagur Þ eir byrja auðvitað í Hegn­ ingarhúsinu og siðbótin verð­ ur með sama hætti og hjá öðrum“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri í samtali við DV um meðferð hvítflibbaglæpa­ manna á Íslandi. „Þeir geta þegið hjálp félagsráðgjafa og sálfræðinga í einhverjum mæli. Við verðum þó að forgangsraða þjónustu þessara aðila, vegna þess hve fáliðuð við erum,“ seg­ ir hann.  „Geta auðvitað verið siðblindir“ Áhættumat Fangelsismálastofnunar miðast fyrst og fremst við það hvort menn hafa framið alvarlega glæpi áður. Samkvæmt verklagsreglum stofn unar innar eiga því flestir hvít­ fibbaglæpamanna greiða leið að opnum úrræðum. Þórarinn Hjalta­ son sálfræðingur, sem vann lengi hjá Fangelsismálastofnun, sagði í sam­ tali við DV að flestir þessara manna væru ólíklegir til þess að fremja alvar­ lega glæpi í framtíðinni en bætti við: „Samt er ómögulegt að segja, því ein­ hverjir af þessum einstaklingum geta auðvitað verið siðblindir þótt þeir hafi ekki verið dæmdir áður.“ Hann tek­ ur þó fram að hann vilji ekki fullyrða neitt um menn sem dæmdir hafa ver­ ið í málum sérstaks saksóknara. Fylgni milli auðgunarbrota og siðblindu Þórarinn bendir á að siðblinda geti verið margvísleg: „Þeir sem eru and­ félagslegir eru líklegir til þess að lenda í fangelsi, en þeir sem eru siðblind­ ir en ekki andfélagslegir eru ólíklegri til þess. Þá er þeim samt dálítið sama um náungann og það hversu illa aðr­ ir lenda í því. Siðblindingjar finna ekki til meðaumkunar.“ Hugmyndir Þórar­ ins eru ekki úr lausu lofti gripnar, enda hafa verið gerðar umfangsmikl­ ar rannsóknir á tengslum siðblindu og auðgunarbrota. Í bókunum Snakes in Suits og Without Conscience færir sálfræðingurinn Robert Hare rök fyr­ ir því að siðblindir menn sækist sér­ staklega í viðskiptalífið og eigi auðvelt með að vinna sig upp á þeim vett­ vangi, enda svífist þeir einskis. Þá tel­ ur Hare að nokkur fylgni sé milli auð­ gunarbrota og siðblindu. Félagar áfrýja Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðu neytis stjóri í fjármálaráðuneyt­ inu afplánar nú dóm sinn í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Hann var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbund­ ið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra fyrir innherjasvik og brot í op­ inberu starfi. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 17. febrúar á þessu ári og er þetta fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur er sagður bera sig vel á Kvíabryggju  en þar njóta fangar meira frjálsræðis en í lokuðum fang­ elsum á borð við Litla­Hraun. DV hefur áður greint frá fjármálanám­ skeiðum sem Baldur hefur haldið fyrir aðra fanga, en auk þess hefur hann fengið heimsókn frá vini sínum Geir H. Haarde. Þeir eiga það báð­ ir sameiginlegt að hafa hlotið dóm sem tengist efnahagshruninu. Bald­ ur hefur nú þegar kært málsmeð­ ferðina í máli sínu til Mannréttinda­ dómstóls Evrópu og verjandi Geirs hefur lýst því yfir að meiri líkur en minni séu á því að landsdómsmálið fari sömu leið.  Lokað fangelsi í fyrstu Þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrr­ verandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, voru  dæmdir í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik í maí. Þeir hafa  ekki útilokað að áfrýja málum sínum til  Mannréttindadómstólsins. „Þeir munu eiga möguleika á opnum úrræðum; rafrænu eftirliti og vistun á áfangaheimilum ef hegðunin er góð og dómur rúmast innan heimilda,“ segir fangelsismálastjóri um afplán­ un þeirra sem dæmdir hafa verið fyrir auðgunarbrot. „Okkar reglur kveða á um að menn séu ekki lengur en 2 ár í opnu fangelsi, svo þá er það ekkert nema lokað fangelsi til að byrja með, á Litla­Hrauni, fangelsinu á Akureyri eða í Kópavogi.“ Mál bíða meðferðar Sérstakur saksóknari hefur á þriðja hundrað einstaklinga í sigtinu vegna gruns um lögbrot í aðdraganda og við bankahrunið haustið 2008. Þrír hafa hlotið dóma í Hæstarétti Ís­ lands en á næstu misserum má ætla að tugir til viðbótar verði dregnir fyrir dóm og látnir svara til saka. Sérstak­ ur saksóknari hefur þegar ákært for­ sprakka tveggja af föllnu bönkunum og eiga þeir yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sek­ ir um umboðssvik og/eða markaðs­ misnotkun. Meðal þeirra eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrr­ um stjórnarformaður Kaupþings og Lárus Welding sem starfaði sem for­ stjóri Glitnis. Stefnt er að því að ljúka rannsókn allra hrunmála fyrir árslok 2014 og eru ótal mál á lokastigi. Ljóst er þó að talsverður tími hefur liðið, og mun líða, frá því að ákærur eru gefn­ ar út og þar til mál eru tekin til með­ ferðar. n Siðbót hvítflibbaglæpamanna með sama hætti og hjá öðrum föngum Hvítflibbakrimmar fá enga sérmeðferð Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Þeir eiga mögu- leika á opnum úr- ræðum; rafrænu eftirliti og vistun á áfangaheim- ilum ef hegðunin er góð og dómur rúmast innan heimilda. Dæmdir fyrir glæpi í tengsl- um við hrunið Baldur Guðlaugsson Starf fyrir hrun: Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Staða: Afplánar nú tveggja ára fang- elsisdóm á Kvíabryggju fyrir innherja- svik eftir að hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Jón Þorsteinn Jónsson Starf fyrir hrun: Stjórnarformaður Byrs Staða: Dæmdur í Hæstarétti Íslands í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter-málinu. Ragnar Z. Guðjónsson Starf fyrir hrun: Sparisjóðsstjóri Byrs Staða: Dæmdur í Hæstarétti Íslands í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter-málinu. Felldir hafa verið dómar í þremur málum sérstaks saksóknara. Betrunin hefst í Hegningarhúsinu Fangelsismálastjóri segir að betrun þeirra sem dæmdir eru í málum sérstaks sak- sóknara hefjist jafnan í Hegningarhúsinu. „Það kýs enginn svona prest,“ seg­ ir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra um Davíð Þór Jónsson, guðfræðing og starfsmann Þjóð­ kirkjunnar. Biskup Íslands, Agn­ es M. Sigurðardóttir, hefur til­ kynnt að hún hyggist ekki áminna Davíð Þór vegna skrifa hans um Ólaf Ragnar Grímsson, en Guðni klagaði hann nýlega til biskups og hvatti Agnesi til að bregðast við skrifunum. Agnes hefur lýst því yfir að kirkjan geti ekki borið ábyrgð á öllu því sem starfsmenn hennar segja eða skrifa á einka­ bloggi sínu. Fór viljandi offari „Ólíkt forseta Íslands þá þarf fólk sem kemur að barna­ og unglinga­ starfi þjóðkirkjunnar að fara eft­ ir siðareglum og ég tel mig ekki hafa brotið þær,“ segir Davíð Þór Jónsson. „Ég get alveg gengist við því að ég hafi farið offari. Það var beinlínis markmiðið með því að skrifa þennan pistil,“ segir Davíð og bætir því við að hann hafi talið kringumstæðurnar réttlæta óvenju tæpitungulausa framsetningu. „Það er nú varla neitt ókristilegt við það að tala tæpitungulaust. Ég veit ekki betur en frelsarinn sjálfur hafi notað orð eins og hræsnari og ræningjabæli. Jesús sagði ekki við kaupmennina: „Því miður hafið þið átt þátt í þeirri óheillavænlegu þróun að musterið sé ekki lengur einvörðungu vettvangur tilbeiðslu eins og til stóð heldur einnig við­ skipta sem færa má rök fyrir að séu ekki alfarið viðskiptavinunum í hag.“ Þetta sagði Jesús ekki. Hann sagði: „Þið hafið gert hús mitt að ræningjabæli.“ Ódrengileg framganga Í samtali við DV sagðist Guðni Ágústsson gera miklar kröfur til þjóna kirkjunnar, enda boði þeir kærleikann. „Ég vil að þeir séu öðruvísi gerðir en þessi mað­ ur,“ sagði Guðni og bætti við: „Ég vona bara að hann iðrist og verði betri maður eftir þessa ódrengi­ legu framgöngu.“ Guðni erfir ákvörðunina ekki við biskup en vandar Davíð Þór ekki kveðjurn­ ar. „Við skulum láta biskupinn í friði,“ segir hann, „en þessi Davíð Þór, hann er búinn að setja sig af sjálfur.“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að Davíð Þór verði prestur segir Guðni: „Hann kemst aldrei í það, blessaður vertu. Við skulum ekki hafa áhyggjur af þessu.“ Guðni útilokar ekki að fara með málið lengra. Norrænt mannkyn Í grein sinni minntist Davíð Þór á gamlar ásakanir í garð Guðna Ágústssonar um að hann hefði átt aðild að samtökunum Nor­ rænt mannkyn sem aðhylltust róttæka þjóðernisstefnu og kyn­ þáttahyggju. Aðspurður um málið segir Davíð Þór að í því hafi staðið orð á móti orði, „annars vegar orð þessara tveggja formanna og hins vegar orð Guðna. Ég hef engar sér­ stakar forsendur til að dæma um það hvort þessir formenn hafi séð sér sérstakan hag í því að ljúga upp á Guðna Ágústsson, eða hvort Guðni sjái sér hag í því að sverja af sér þátttökuna í nasistahreyf­ ingunni. Ég læt hverjum og einum um að vega þetta og meta.“ Guðni: „Ég vona bara að hann iðrist og verði betri maður“ Biskup hlífir Davíð Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.