Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Side 10
Unglingar gegn einelti n Biskup leiddi ungmennin í bæn við Alþingishúsið S extíu unglingar tóku sér mótmælastöðu við Alþingis- húsið á föstudaginn og mót- mæltu einelti. Unglingarn- ir gengu niður allan Laugaveg og Bankastræti stuttu áður með kröfuspjöld og vináttuskip (e. fri- end-ship). Við Alþingishúsið mátti heyra söng og gleði þar sem ung- mennin sameinuðust í baráttu sinni gegn einelti. Um var að ræða þýsk og íslensk ungmenni sem hittust á Íslandi og unnu alla síðustu viku að verkefn- um tengdum forvörnum gegn ein- elti. Unglingarnir komu frá söfn- uðunum í Inden og Langerwehe í Þýskalandi og frá söfnuðum þjóð- kirkjunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þau eru á aldrinum 15–18 ára og tilheyra öll kristnum söfnuðum, ýmist á Íslandi eða í Þýskalandi, en þetta er í annað sinn sem þau hitt- ast. Í fyrra heimsóttu Íslendingarn- ir Þýskaland en að þessu sinni komu þýsku unglingarnir hingað. Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, leiddi ungmennin í bæn en í samtali við DV sagð- ist hún dást að því hversu mikla vinnu og skipulag ungmennin og aðstandendur þeirra hefðu lagt í verkefnið. Að loknum söng og bæn við mótmælastöðuna slepptu ung- mennin bláum blöðrum með vin- áttuskilaboðum. Yfirskrift heimsóknarinnar er „Unglingar gegn einelti – Mann- réttindaátak gegn mismunun og útilokun“. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 10 Fréttir 23. júlí 2012 Mánudagur Nýjungar á vefnum Hlaupastyrk: Auðvelda áheit á netinu „Þetta auðveldar fólki að heita á og styrkja þar með góð málefni. Þú getur farið inn á síðuna í síman- um, fundið með auðveldum hætti þátttakandann sem þú vilt heita á og þá er þetta einn smellur,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Íslandsbanka. Ráðist hefur verið í nokkrar breytingar á áheitavefnum hlaupa- styrkur.is til að auka þjónustuna enn frekar við hlaupara og vel- unnara þeirra. Nú er hægt að heita á keppendur með millifærslu úr netbankanum. Þá er einnig hægt að heita á keppendur með SMS- skilaboðum og kreditkorti. Hlaupa- styrkur er kominn með sérstakan snjallsímavef þar sem viðmótið er einfalt og auðvelt er að heita á hlaupara. Þá geta þátttakendur einnig útbúið sinn eigin vefborða með auðveldum hætti á vefnum. Guðný Helga segir að þegar áheitin í fyrra voru skoðuð hafi komið í ljós að það voru litlu fjár- hæðirnar sem gerðu stóru fjárhæð- irnar. „Fólk var að heita 500 krón- um og 1.000 krónum og það skilaði sér í háu fjárhæðunum. Fólk þarf því ekki að heita stórum fjárhæð- um,“ segir hún og hvetur einnig fólk til að skoða vefinn hlaupa- styrkur.is en þar er að finna mikið af fallegum og mjög hjartnæmum sögum sem hlaupararnir deila. Þetta er þriðja árið sem vefurinn er í loftinu en á síðasta ári jukust áheit um tæp 50 prósent milli ára. Hlaupastyrkur er mikilvæg fjáröfl- unarleið fyrir fjölda góðgerðafé- laga en í fyrra hlupu þátttakendur Reykjavíkurmaraþons Íslands- banka til góðs fyrir tæplega 140 fé- lög. Góðgerðafélög sem vilja taka þátt í áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka geta skráð sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon. is. Skráningu nýrra félaga lýkur miðvikudaginn 8. ágúst. Mótmæli við Alþingishúsið Ungmenni frá Íslandi og Þýskalandi unnu saman verkefni tengt forvörnum gegn einelti. MyNd ÁstA sigrúN Sólheimar veita engar skýringar n Úlfhildi og Magnúsi haldið hvoru frá öðru n Olís-kortið ekki ástæðan Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is V ið erum ekki að reka fólk í burtu að ástæðulausu, eins og til dæmis fyrir smástuld,“ segir Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir, forstöðumaður heimilissviðs á Sólheimum, um ástæður þess að Magnús Helgi Vigfússon var gerð- ur brottrækur frá Sólheimum. Eins og DV greindi frá á miðvikudag var Magnús, sem er unnusti Úlfhildar Stefánsdóttur heimilismanns á Sól- heimum, rekinn frá Sólheimum eft- ir að upp komst um að hann hefði notað bensínkort Sólheima í leyfis- leysi. Eftir atvikið var hann kallaður á fund og sagt að hann mætti ekki dvelja á heimilinu lengur vegna þessa atviks. Einnig segir Magnús að Guðmundur Ármann Péturs- son, framkvæmdastjóri Sólheima, hafi boðið honum samning þess efnis að hann myndi fella niður bensínskuldina gegn því að Magn- ús sliti öllum samskiptum við unn- ustu sína. Guðrún Jóna segir málið „miklu flóknara“ en Magnús og Úlf- hildur láti í veðri vaka. Hún vill þó ekki gefa upp hvaða flókna ástæða varð þess valdandi að Magnúsi er haldið frá unnustu sinni á Sólheim- um. Aðskilin lengi Úlfhildur og Magnús hafa ekki, ef frá er talin ein helgi, fengið að hitt- ast síðan í maí. Fyrir þann tíma fengu þau einungis að hittast aðra hverja helgi, en Magnús þurfti að yfirgefa Sólheima þann 27. sept- ember í fyrra. Eins og fram kom í umfjöllun DV á miðvikudag hefur aðskilnaðurinn tekið mjög á and- legt líf þeirra beggja. Magnús seg- ist eyðilagður og hafa ekkert fyr- ir stafni nema að hanga í tölvunni. Úlfhildur sökk á tímabili svo djúpt niður í þunglyndi að hún reyndi að svipta sig lífi. „Flókið, flókið, flókið, flókið“ Edda Björgvinsdóttir situr í full- trúaráði Sólheima. Hún seg- ir Magnús og Úlfhildi vera yndis- legt fólk sem myndi ekki detta í hug að ljúga einu né neinu. Edda tekur hins vegar í sama streng og Guðrún; að Olís-kortastuldurinn sé ekki ástæða þess að Magnús fái ekki að vera á Sólheimum. „Þetta er flókið, flókið, flókið, flókið,“ seg- ir Edda. Hún segir þó að „… Maggi hafi ekkert gert af sér, þessi elska,“ og ekki Úlfhildur heldur. Aðspurð hvort í ljósi þess sé ekki óeðlilegt að leyfa þeim ekki að vera saman seg- ir Edda: „Þetta er sérkennilega flók- inn heimur, þessi örorkubótaheim- ur; alveg skuggalega flókinn. Það eru afskaplega margir krókar og kimar í lagasetningunni um aðbún- að fatlaðra.“ Óvíst er hvaða þýðingu þessi orð Eddu hafa en ljóst er að Sólheimar geta engar skýringar gef- ið á brottrekstrinum aðrar en þær að ástæðan sem þau gáfu Magnúsi er ekki sú sem í reynd réð úrslitum. starfsfólk ósátt við umfjöllun Úlfhildur segir í samtali við DV að starfsfólk Sólheima sé farið að koma verr fram við hana eftir að DV fjallaði um brottrekstur Magnús- ar. „Þau tala ekki við mig. Þau ætla greinilega bara að vera leiðinleg við mig.“ Hún segir þó að forsvars- menn Sólheima hafi kallað hana á fund í dag, mánudaginn 23. júlí. Henni var ekki tjáð, hvert umfjöll- unarefni fundarins verður. Úlfhild- ur segir framkomu forsvarsmanna Sólheima í málinu til háborinn- ar skammar. „Hér á Sólheimum er verið að fremja mannréttindabrot um hábjartan dag.“ Framkvæmdastjóri á flótta DV hefur ítrekað reynt að ná í Guð- mund Ármann Pétursson, fram- kvæmdastjóra Sólheima, mann- inn sem Magnús segir hafa boðið sér ofangreindan samning. Hann hefur ekki látið ná í sig. Úlfhild- ur segist einnig hafa reynt að ná í hann vegna þessa máls. Hann hafi sagt henni að vera ekki að trufla sig með þessi mál sín; hann væri í sumarfríi. „Hér á Sólheimum er verið að fremja mannréttinda- brot um hábjartan dag. Aðskilin Maggi og Úlla eru trúlofuð en fá ekki að vera saman. Á flótta Ekki næst í Guðmund Ármann Pétursson. Hann lætur ekki svona mál trufla sig í sumarfríinu. MyNd sólHeiMAr.is Margt um manninn á Miðaldadögum Mikið fjölmenni var á Miðalda- dögum á Gásum við Eyjafjörð um helgina en í tilkynningu frá um- sjónarmanni hátíðarinnar segir að yfir eitt þúsund manns hafi ver- ið þar samankomið. Þar segir að fólkið hafi notið fádæma veður- blíðu og skemmtilegra viðburða. Það hafi sérstaklega verið ánægju- legt að sjá hve jöfn aldursdreifing gestanna var, þar hafi verið börn, unglingar, ungt og fullorðið fólk í bland við eldri borgara og fólk á óræðum aldri. Einnig hafi talsvert verið af erlendum ferðamönnum, enda séu Gásir talsvert vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þar hafi nýlega verið lagðir göngu- stígar um allt svæðið sem geri það mun þægilegra yfirferðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.