Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 23. júlí 2012 Birkir eftir slysið Mun missa mikið úr vinnu og af fitnessmóti. Mynd Eyþór Árnason Þ að mun líða töluverð- ur tími þangað til ég get stundað vinnu aftur,“ seg- ir Birkir Arnar Jónsson, 26 ára bifhjólamaður, sem lenti í alvarlegu bifhjólaslysi fyr- ir einni og hálfri viku. Hann missti stjórn á hjóli sínu þegar framhjól þess fór ofan í skemmd í malbik- inu á Reykjanesbraut. Birkir er allt annað en sáttur enda slasaðist hann illa í slysinu. Missti stjórn á hjólinu Föstudeginum 13. fylgir oft sú hjá- trú að óhöpp séu í vændum. Birkir leiddi hugann ekki að því áður en hann lagði af stað til vinnu klukkan níu að morgni föstudagsins 13. júlí síðastliðins. Hann lenti í alvarlegu slysi skömmu síðar. Birkir ók bif- hjóli sínu eftir Miklubrautinni og beygði svo inn á Reykjanesbraut- ina. Í miðri beygjunni fór fram- hjólið ofan í skemmd á veginum og missti Birkir þar af leiðandi stjórn á hjólinu sem valt á hliðina. Í sömu andrá datt hann af hjólinu og rann um þrjá metra eftir Reykjanes- brautinni og lenti með höfuð og öxl í vegkantinum. Lán í óláni Birkir kveðst heppinn að slysið átti sér stað svo árla morguns. „Bílarnir höfðu verið stopp á rauðu ljósi ofar á Reykjanesbrautinni og umferðin var lítil svo snemma um morgun- inn. Hefði slysið átt sér stað tíu sekúndum síðar hefði ég líklegast kastast inn í umferðina því bílarn- ir sem höfðu verið stopp á rauða ljósinu voru þá aðeins nokkrum sekúndum frá mér.“ Hann náði með naumindum að koma sér af veginum. nær sér aldrei að fullu Birkir stórslasaðist við fallið. Hann braut viðbein og þarf að gangast undir aðgerð vegna þess. Þar að auki tognaði hann á hálsi, ökkla, nára og neðra baki og skrap- aði stóran hluta húðarinnar af á neðanverðum vinstri fæti og hægri rasskinn. „Ég hef ekkert get- að unnið frá því að slysið átti sér stað. Læknarnir segja að ég geti svo ekkert unnið í að minnsta kosti 6–8 vikur eftir aðgerðina á öxlinni. Þeir segja einnig að ég muni ekki ná mér að fullu aftur þar sem við- beinsbrot grær aldrei alveg saman aftur.“ Áform Birkis um að taka þátt í fitnessmóti í nóvember verða heldur ekki að veruleika þar sem hann getur ekki stundað líkams- rækt lengur. Hann mætir daglega á slysadeild Landspítalans til að láta skipta um umbúðir á öðrum fæti og rasskinninni þar sem mikil húð skrapaðist af þegar Birkir rann eftir Reykjanesbrautinni. Úða ætti skemmdina rauða „Það versta við skemmdina sem olli slysinu er að hún er í beygju og þá er auðvelt að missa veggrip. Engin aðvörun er um skemmdina á veginum. Hefði hún verið á bein- um vegi hefði ég aldrei lent í þessu slysi.“ Spurður hvort aðvörunar- skilti hefðu hugsanlega getað kom- ið í veg fyrir slysið telur hann það ólíklegt. „Hins vegar hefði getað skipt sköpum ef skemmdin hefði verið úðuð rauð. Það er oft gert og ég skil ekki hvers vegna það er ekki gert á þessum vegi þar sem ég slas- aðist. Maður tekur mun betur eftir rauðum úða en skiltum.“ Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is Fótur Birkis Húðin skrapaðist af á stórum svæðum í slysinu. n Ekki varað við hættulegum skemmdum á vegi n Nær sér aldrei að fullu SlaSaðiSt á varaSömum vegarkafla „Hefði slysið átt sér stað tíu sekúndum síðar hefði ég líklegast kastast inn í umferðina Sólheimar veita engar skýringar n Úlfhildi og Magnúsi haldið hvoru frá öðru n Olís-kortið ekki ástæðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.