Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 2
F imm ný nöfn eru á lista yfir þá tíu sem greiða hæstu skatta á Íslandi. Tveir huldumenn eru í öðru og þriðja sætinu yfir skattakónga á Íslandi árið 2012. Þeir koma fast á hæla Þorsteini Hjaltested sem er í fyrsta sæti listans annað árið í röð og greiðir rúmlega 185 milljónir í skatt. Hann hefur ver- ið mest í umræðunni vegna jarðar í landi Vatnsenda sem má rekja auð hans til. Jörðina erfði hann eftir föður sinn Magnús Hjaltested sem lést árið 2009. Athygli vekur að í öðru og þriðja sæti listans eru nöfn sem ekki hefur farið mikið fyrir í íslensku samfélagi. Eigandi dansskóla og ekkja athafnamanns Guðbjörg Astrid Skúladóttir er skatta- drottning Íslands og er í öðru sæti yfir þá sem greiða hæstu skattana. Hún greiðir 139,7 milljónir í skatt. Guðbjörg Astrid er fædd árið 1953. Hún stofnaði Klassíska listdansskól- ann árið 1993 og hefur rekið hann síðan. Hún er einnig lærður dansari og hefur dansað með ýmsum dans- hópum víðs vegar um heiminn. Guð- björg Astrid var gift Þórarni Kjartans- syni sem lést árið 2007. Þórarinn var athafnamaður og stofnaði meðal annars flutningsmiðlunarfyrirtækið Flugflutninga ehf. og síðan fragt- flugfélagið Bláfugl hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri. Árið 2005 keyptu Flugleiðir Flugflutninga ehf. og Bláfugl hf. Kaupverð fyrir- tækjanna nam samtals 3,8 milljörð- um íslenskra króna. Guðbjörg Astrid hefur ekki áhuga á að ræða skattamál sín við fjölmiðla. „Ég vil ekki svara neinum spurningum sem varða skattamál. Ég hef engan áhuga á að vera í blöðunum.“ Framkvæmdastjórinn Frímann Sá sem er í þriðja sæti á listanum er Frímann Elvar Guðjónsson, rúm- lega fimmtugur viðskiptafræðing- ur úr Hafnarfirði, en hann greiðir rúmlega 92 milljónir í skatt. Hann er framkvæmdastjóri í fyrirtæki sem heitir Point Transaction Sy- stems á Íslandi ehf. Það sérhæfir sig í sölu á vélbúnaði (posum) til  Va- litor og  Borgunar hf.  ásamt útleigu á GSM-posum og framleiðslu á hug- búnaði tengdum rafrænum við- skiptum, eins og segir á vefsíðu þeirra. Tveir ellilífeyrisþegar og læknir Tveir af þeim fimm sem eru nýir á listanum yfir topp tíu hæstu skatt- greiðendur Íslands eru ellilífeyris- þegar: Poul Jansen og Hermann Kr. Sigurjónsson. Poul Jansen er tæp- lega áttræður og starfaði bróður- partinn af starfsævinni hjá Elding Trading Company ehf. sem var stórt innflutningsfyrirtæki. Hann greiðir um 113 milljónir í skatt. Hermann Kr. Sigurjónsson er skráður til heim- ilis á Grundarfirði og er fyrrverandi vélstjóri og borgar 92 milljónir. Sá fimmti sem kom nýr inn á listann er Arnór Víkingsson, læknir og sér- fræðingur á gigtardeild LSH. Arnór er einn af stofnendum greiningar- og endurhæfingarstöðvarinnar Þrautar ehf. og á hann þriðjungshlut í henni. Hann greiðir 78 milljónir í skatt. Á eftir topp 10 Á meðal þeirra nafna sem koma ný inn á topp 20 listann má nefna Ársæl Valfells. Hann er framkvæmdastjóri Hadron ehf. sem sérhæfir sig í kaup- um og sölu á verðbréfum, fjármála- starfsemi, umsýslu fasteigna og lána- starfsemi. Ársæll er einnig lektor við Háskóla Íslands og hefur verið mik- ið í fjölmiðlum undanfarið vegna þess að hann kom gögnum um við- skipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við Landsbankann árið 2003 frá forstjóra Fjármálaeftirlits- ins til DV. Gögnin komu úr Lands- bankanum og varð þetta til þess að Gunnari Andersen var sagt upp sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ársæll hefur meðal annars starfað sem verðbréfamiðlari og tekið að sér verk efni fyrir  Landsbanka Íslands. Ársæll greiðir rúmlega 67 milljónir í skatt. Að lokum má nefna Kristínu Þ. Flygenring sem er 12. hæsti skatt- greiðandi Íslands og greiðir um tæplega 74 milljónir. Hún stjórn- aði markaðs- og skoðanakönnun- um Hagvangs á níunda áratugnum og vann síðan sem hagfræðingur hjá Fiskifélagi Íslands og starfaði sem hagfræðingur hjá Þjóðhags- stofnun. Eiginmaður Kristínar er Sigurður R. Helgason, forstjóri Björgunar hf., fyrirtækis sem er framleiðandi steinefna til mann- virkjagerðar á Íslandi. 2 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Engin hryðjuverk „Bændur harma þau viðhorf og upphrópanir sem fram hafa komið í fjölmiðlum og víðar, á þá vegu að þeir séu hryðjuverka- menn, landníðingar o.s.frv. Það er bændum, sem og öllum, hags- munir að fara vel með eigur sínar hverju nafni sem þær nefnast, það þekkja bændur mæta vel,“ segir í yfirlýsingu bænda undir Eyjafjöll- um sem eiga afréttareign á Al- menningum. DV hefur greint frá skoðun Páls Ásgeirs Ásgeirsson- ar leiðsögumanns sem á bloggi sínu á DV.is sagði bændur fremja hryðjuverk undir Eyjafjöllum með því að hleypa sauðfé á svæðið þar sem gróður hefur átt undir högg að sækja. Bændur segja það hafa gleymst í umræðunni að það séu einmitt þeir sem sinni uppgræðslu á svæðinu með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Losaði tennur með kjaftshöggi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á miðvikudag tvítugan karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gefið öðrum manni hnefahögg með þeim afleiðing- um að tvær tennur losnuðu og gómbein brotnaði auk þess sem fleiri áverkar voru eftir höggið, svo sem sprungur í nokkrum tönnum. Árásin var gerð í Vestmannaeyjum í október í fyrra. Maðurinn játaði brotið en hafnaði bótakröfu brota- þolans sem vildi fá rúmlega tvær milljónir í skaðabætur. Mannin- um var gert að greiða 480 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómur- inn dæmdi manninn til að greiða fórnarlambinu tæplega 1,2 millj- ónir króna í skaðabætur. Engeyingar missa tökin 1 Í mánudagsblaði DV var greint frá dvínandi áhrif- um Engeyinga á Íslandi. Fregnir bárust af brott- flutningum Einars Sveinssonar til Bretlands en hann fór mikinn í við- skiptalífinu á Ís- landi árin fyrir hrun. Hann byggði upp olíufyrir- tækið N1 og móðurfélag þess BNT og sat í stjórn félagsins. Fljótlega eftir hrun misstu Engeyingarnir tökin á fyrirtækinu vegna skulda- stöðu og virðist máttur þeirra fara þverrandi í íslensku samfélagi. Jón Gnarr umdeildur 3 „Mér finnst mjög gott að borg-arstjórinn komi í heimsókn en mér líst ekki á það að hann taki þátt í þessari göngu,“ sagði Poul Mohr, fyrrverandi ræðis- maður Íslendinga í Færeyjum, um þátttöku Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur í Gay Pride-göngu í Færeyjum. „Ég held að Færeyingar séu ekki tilbúnir að sjá borgarstjóra Reykvíkinga ganga um borgina þeirra í drag-búningi,“ sagði Birna Steingrímsdóttir um málið en greint var frá þessu í miðvikudags- blaði DV. Hreiðar snýr aftur 2 „Þér kemur það nú bara ekki neitt við,“ sagði Gréta Sig- urðardóttir, móðir Hreiðars Más Sig- urðssonar, þegar hún var spurð hvernig upp- bygging Hótel Egilsen hefði verið fjármögnuð. Son- ur hennar, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er á ný orðinn virkur þátttakandi í ís- lensku atvinnulífi en fjallað var um endurkomu hans á miðvikudag. „Gistiver keypti húsið af bænum,“ sagði móðir Hreiðars Más og bætti við að Gistiver sé fjölskyldufyrirtæki og að Hreiðar Már komi hvorki ná- lægt fjármögnun né rekstri hótels- ins. Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 23.–24. júlí 2012 mánudagur/þriðjudagu r 8 4 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . valdaætt í vanda 26 EngEyingar n Svona sparar þú símakostnað erlendis n Misræmi í gögnum Patty n Hún fær frest Fastur í Perú n Trausti Hraunfjörð án vegabréfs síðan 2009 Ingibjörg hin andlega móðir Stjórnin fylgir eiginkonunni fyrrverandi Átökin í Krossinum Fangelsis- stjóri fer í fangelsi Geirmundur fékk átta mánuði Leikkona í yfirstærð í Hollywood Hanna Guðrún á framabraut Ekki hringja í ferðafélagana Myrk Mynd Dómur um The Dark Knight Rises 22 8 4 2–3 6 19 Óljóst með dauða föður stúlkunnar Missa tökin n Stórtap N1 dýrkeypt n Þeir réðu yfir Sjóvá og Glitni n Lítil einka- hlutafélög standa eftir n Bjarni Benediktsson stærsta vonin 12 n Einar Sveinsson farinn af landinu Fólk 27 Miðvikudagur 25. júlí 2012 Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30 –15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S : 580-8900 TOYOTA AURIS TERRA DIESEL 11/2007, ekinn aðeins 82 Þ.km, dísel, 5 gíra. Verð 1.990.000. Raðnr. 103707 - Smart og hagkvæmur á staðnum! NISSAN X-TRAIL AUTO 09/2003, ek- inn 113 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, glertoppur ofl. Verð 1.390.000. Raðnr. 192653 - Sumarjeppinn er á staðnum! FORD FOCUS TREND 09/2004, ekinn aðeins 59 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.070.000. Raðnr. 322393 - Ákaflega snyrtilegur bílL! SKODA OCTAVIA AMBIENTE COMBI 4X4 12/2003, ekinn 163 Þ.KM, bensín, 5 gíra. Verð 850.000. Raðnr. 310312 - Sjóðheitur á staðnum! CHEVROLET LACETTI STATION 09/2007, ekinn AÐEINS 29 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.599.000. Raðnr. 290098 - Þessi var að koma! YAMAHA FZ6 NAKED 07/2008, ekinn 12 Þ.km, flott útlit og ástand! Verð 1.190.000. Raðnr. 310322 - Hjólið er í salnum! CHEVROLET SUBURBAN 1500 4X4 Árgerð 2000, ekinn 158 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, flott eintak! Verð 1.990.000. Raðnr. 284484 - Sá stóri er á staðnum! AUDI A6 1,8L TURBO QUATTRO 06/2000, ekinn 200 Þ.km, sjálfskiptur, ný tímareim ofl. Verð 1.390.000. Raðnr. 322334 - Þýskur eðalfákur! VW GOLF TRENDLINE 04/2005, ekinn 90 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.190.000. Raðnr. 284321- Bíllinn var að koma í sölu! Tek að mér að hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@ hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Flutningar Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 HUMMER H2. Árgerð 2005, ekinn 53 Þ.km, sjálfskiptur, leður og fullt af flottu skrauti! Verð 5.300.000. Raðnr. 310305 - Surturinn er á staðnum! SUBARU LEGACY SPORT WAGON 06/2008, ekinn 99 Þ.km, sjálfskiptur, álfelgur ofl. Verð 2.650.000. Raðnr. 310324 - Þessi flotti var að koma! BMW Z4 M COUPE 07/2007, ekinn 49 Þ.km, 6 gíra, leður, umboðsbíll. Verð 10.300.000. Raðnr. 310298 Sá geggjaði er í salnum! Tilboð Nokia E51 Óska eftir notuðum Symbian Nokia E51 síma í nothæfu ástandi. Upplýsingar í síma 864-6223. Til sölu vegna flutninga Vandað hjónarúm 160 cm breitt. Er frá Svefni og heilsu. Chiropractor dýna. Til afhendingar frá þriðjud. 24. Júlí nk. Verð 60.000 kr Upplýsingar hjá doriogmunda@gmail.com Skartgripaverk- stæði í eldhúsinu Ekki tilbúnir fyrir Jón Gnarr B orgarstjórinn í Reykja- vík er í opinberri heimsókn í Færeyj- um og notar tækifærið til að taka þátt í gleði- göngunni Faroe Pride sem fram fer á föstudaginn. Borg- arstjórinn vill þannig styðja réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum. Í Færeyjum er umburðar- lyndi gagnvart samkynhneigð minna en hér á landi. Árni Grétar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samtakanna 78, segir illa komið fyrir mann- réttindum samkynhneigðra Færeyinga og að hingað til hafi þeir í flestum tilfellum flúið til Danmerkur eða kosið að lifa í leynd með sína samkynhneigð. Heimsókn Jóns Gnarr skipti því miklu máli. „Þjóðin virð- ist skipt í sinni afstöðu og það endurspeglast mjög á þinginu. Réttindamál til að bæta stöðu samkynhneigðra tapast með naumum meirihluta,“ segir Árni Grétar. „Við höfum boðið Fær- eyingum aðstoð. Félag hinseg- in fólks í Færeyjum heitir LGBT Føroyar og starf þess verið öfl- ugt og borið árangur. Færeyingar eru sú þjóð sem er okkur næst, þetta eru bræð- ur okkar og systur. Það skipt- ir máli fyrir samkynhneigða að vita af stuðningi okkar. Það hefur vakið heimsathygli að gagnkynhneigður karlmaður í áberandi valdastöðu tekur þátt í gleðigöngu hinsegin daga. Þátttaka Jóns Gnarr komst í fjölmiðla um allan heim og auðvitað skiptir það miklu máli í litlu samfélagi eins og Færeyjum að hann taki einnig þátt þar.“ n Réttindum samkynhneigðra í Færeyjum ábó tavant Hvað finnst Færeyingum? „Skil ekki af hverju hann gerir þetta“ Poul Mohr, fyrrverandi ræðismaður Íslendinga „Mér finnst mjög gott að borgar- stjórinn kemur í heimsókn en mér líst ekki á það að hann taki þátt í þessari göngu. Samkynhneigðir hafa rétt á því að lifa sínu lífi í friði, það er allt í lagi í mínum heimi, en þeir eiga ekki að vera að auglýsa það. Ég er á móti því. Ég skil ekki af hverju hann gerir þetta.“ Poul, sem var ræðismaður á Íslandi í 24 ár, sagðist biðja að heilsa Íslendingum. „Ég kann mjög vel við Íslendinga og vil biðja að heilsa þeim öllum, ég hef unnið með þeim í mörg ár. Borgarstjórinn er ágætur líka en ég skil ekki hvers vegna hann tekur upp á þessu.“ Hann segist finna fyrir almennri andstöðu gegn þátttöku Jóns Gnarr. „Ég finn fyrir því að fólk er andsnúið því að hann nýti heim- sókn sína til þess að taka þátt í mótmælafundi. En unga fólkið, það vill taka þátt, því það er lífleg tónlist og skemmtiatriði.“ Mohr tekur fram að þrátt fyrir að hann vilji ekki styðja við gleðigönguna þá styðji hann í sjálfu sér rétt samkynhneigðra. „Allir eiga að gera eins og þeir vilja sjálfir. Þetta er þeirra líf ekki mitt líf.“ Færeyingar ekki tilbúnir Ónafngreind kona í Færeyjum „Ég held að Færeyingar séu ekki tilbúnir að sjá borgarstjóra Reyk- víkinga ganga um borgina þeirra í drag-búningi. Stór partur af ungu fólki elst upp í kristnu samfélagi, er í sértrúarsöfnuðum og þannig háttar. Færeyingar eru ekki eins neikvæðir og áður en þeir eru öðruvísi en Íslendingar. Ég held ekki að uppátækið eigi eftir að vekja mikla athygli. Færeyingar vita ekki hver hann er, hann hefur ekki verið áberandi í umræðunni.“ Viðmælandi DV vildi ekki koma fram undir na fni af ótta við að verða fyrir aðkasti Finnst þetta hressilegt uppátæki Jóhanna Nilsen „Færeyingar eru svo langt á eftir í þessari þróun. Það er ekki hægt að bera þetta saman við stöðuna á Íslandi. Maður hefur fylgst með þessum í blöðunum. Gangan verður ekki fjölmenn, hún hefur ekki verið það síðustu ár. Það eru helst samkynhneigðir og ættingjar þeirra sem taka þátt. Mér finnst þetta hressilegt uppátæki en því miður á Færeyingum líkast til ekki eftir að finnast það sama.“ Flott framtak Þóra Þóroddsdóttir „Mér finnst þetta flott framtak. Samkynhneigðir í Færeyjum fá lítinn stuðning framámanna. Ég veit að mér og þeim sem ég umgengst finnst þetta í lagi og þorra Færeyinga. Það eru helst stjórnmálamenn sem setja sig upp á móti samkynhneigðum og þeir eru þá alltaf að hugsa um næstu kosningar.“ „Það eru helst stjórnmála- menn sem setja sig upp á móti samkynhneigðum Jón Gnarr Brá sér í drag á Gay Pride á fyrsta emb- ættisári sínu í Reykjavík til að sýna stuðning sinn við samkynhneigða í verki. Réttindabarátta samkyn- hneigðra Ástandið í Færeyjum er líkt og það var hér á landi fyrir 40 árum þegar Kaupmannahöfn var full af landflótta Íslendingum. Fréttir vikunnar w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 25.–26. júlí 2012 miðvikudagur/fimmtudagur Hreiðar kaupir Hótel Útrásarvíkingur snýr aftur „Þér kemur það nú bara ekki neitt við Hrói Höttur í kennitöluhoppi „Pítsurnar halda áfram að bakast Heimsókn Jóns Gnarr er umdeild n Færeyingar mishrifnir af þátttöku borgarstjórans í Gay Pride 27 10 Elliheimili en ekki krá Skiptar skoðanir á Hrafnistu n Ferðaveldi í Stykkishólmi n Móðir hans í forsvari n Hreiðar Már með prókúru 13 Sauðfé hleypt að Þórsmörk Ólga vegna ákvörðunarz sveitarstjórn- 8 5 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . 17 ára starfsmaður samtakanna 6–7 Íslendingur sagður stela frá WikiLeaks 8 Börn á Íslandi með fölsuð fæðingarvottorð 12–13 n Útlendingastofnun vill DNA-próf 11 20 Köngulær nema land á Íslandi 84 tegundir á landinu Hinir óþekktu skattakóngar Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is n Fimm ný nöfn á lista tíu þeirra sem greiða hæstu skatta á Íslandi Í öðru sæti á listanum Guðbjörg Astrid Skúladóttir greiðir um 140 milljónir í skatt. Hún á Klassíska listdansskólann og er ekkja Þórarins Kjartanssonar. SamSETT mynd dv/BaLLETT.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.