Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 23
11 ára laumufarþegi til Ítalíu n Ungur drengur smyglaði sér um borð í flugvél til Rómar R annsókn er hafin á flugvellin- um í Manchester eftir að ellefu ára drengur, Liam Corcoran, komst um borð í flugvél á leið til Rómar á Ítalíu án þess að vera með vegabréf eða farseðil. Litli laumufar- þeginn virðist hafa smyglað sér með annarri fjölskyldu meðan hans eigin fjölskylda var að farast úr áhyggjum. Að minnsta kosti fimm starfs- menn Jet2.com á flugvellinum hafa verið sendir í leyfi eftir atvikið sem átti sér stað síðdegis á þriðjudag. Liam er, samkvæmt frétt The Guar- dian, sagður hafa strokið frá móð- ur sinni meðan hún var að sinna innkaupum í verslunarkjarna nærri flugvellinum. Liam litli rölti yfir á flugvöllinn og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að lauma sér með annarri fjölskyldu sem var á leið í sumar- frí án þess að nokkur tæki eftir því. Hann fór í gegnum öryggishlið flug- vallarins en starfsmenn öryggisgæsl- unnar tóku ekki eftir því að hann var einn síns liðs og hvorki með farseðil né vegabréf. Þar með var Liam kominn inn í flugstöðina og gat valið sér hlið og áfangastað. Hann fór að hliði flug- félagsins Jet2.com sem var að undir- búa brottför til Rómar. Enn á ný komst Liam fram hjá öllu eftirliti og gekk óáreittur um borð í vélina. Þar tók enginn í áhöfninni eftir því að drengurinn væri ekki með flugmiða og var honum einfaldlega vísað til sætis. Talning á fjölda flugfarþega kom heldur ekki upp um hann. Vélin fór í loftið og það var ekki fyrr en hún var komin vel á veg sem grunsemd- ir tóku að vakna meðal annarra far- þega. Þeir létu áhöfnina vita, hún lét flugmanninn vita sem hafði sam- band við Manchester. Þá var orðið of seint að bregðast við uppákomunni og vélin lenti á Fiumicino-flugvellin- um í Róm þar sem starfsfólk stöðvaði drenginn. Hann flaug síðan með vél- inni aftur til Manchester. Málið er litið gríðarlega alvar- legum augum og þykir heldur bet- ur vandræðalegt fyrir alla sem að því koma. Drengurinn er kominn aftur til fjölskyldu sinnar en ljóst þykir að einhverjir hausar muni fjúka í rann- sókninni sem hafin er. mikael@dv.is á þre nnu tilb oð i Fáðu Or a as pas súp u Fylgstu með á Facebook Skoðaðu ora.is Sérlöguð afm ælis síld Or a framleid d í ta kmö rku ðu ma gni cw120182_isam_ora_60áraafmæli_afmaelissild_auglblada4X30_25072012_end.indd 1 25.7.2012 10:48:22 Myrkraverk í Mexíkó n Hrollvekjandi frásögn úr undirheimum Mexíkó n Frænkum rænt eftir tívolíferð innsýn í undirheima mansals og það umfangsmikla net glæpa- manna sem ræna ungum stúlkum og þvinga þær í vændi. „Ríkissaksóknarinn einbeitti sér að því að þrengja að fjármögn- unar leiðum þessara glæpahópa. Á endanum lokuðum við 600 stöðum,“ segir Carranca. „Margir þeirra voru ekki aðeins ólögleg vændishús heldur einnig fundar- staðir skipulagðra glæpahópa. Frænkurnar Maria og Lupe fá nú sálfræði-, lögfræði- og fjárhags- aðstoð hjá samtökunum Camino a Casa sem sérhæfa sig í að aðstoða fórnarlömb mansals. Samtökin voru stofnuð árið 2005 af stjórn- málakonunni Rosi Orozco sem um árabil hefur barist gegn mansali. Í júní síðastliðnum varð frumvarp hennar um mansalsmál að lögum í Mexíkó en í þeim er meðal annars kveðið á um að þeir sem gerist sek- ir um mansal eigi yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi. Hún áætlar að tugþúsundir ófullveðja stúlkna séu fórnarlömb kynferðisglæpa í Mexíkó á ári hverju. Baráttan er því rétt að byrja. Erlent 23Helgarblað 27.–29. júlí 2012 Þingkona berst Rosi Orozco stofnaði samtökin Camino a Casa. Hún segir tug- þúsundir stúlkna fórnarlömb kynferðis- ofbeldis í Mexíkó. Mynd: SkjáSkot af vef Cnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.