Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 82

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 82
Fegrandi og nærandi olíur Húð og hár verða líflaus ef lík- amann skortir fitu og olíu. Undir- staðan er í fæðunni og þá skiptir máli hvernig fitu og olíua við neyt- um. Undanfarið hefur kostum ómega-3 olíunnar verið haldið á lofti og þá talið að hún hafi já- kvæð áhrif á andlega heilsu, hún dragi úr liðverkjum og morgun- stirðleika. Einnig þykir sannað að ómega-3 fitusýrur hafi góð áhrif á hjarta- og æðakerfi auk þess að gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu heila- og miðtaugakerfis. Hárolía Hárolíur eru orðnar mjög vinsælar enda ekki furða þar sem þær geta gert kraftaverk fyrir líflaust og þurrt hár. Varist þó að bera olíu í allt hárið (olían er best í endana) og ekki nota of mikið af henni. Mythic Oil frá L’oréal er frábær hárolía á viðráðan- legu verði. Andlitsolía Góð olía getur gert kraftaverk fyrir þurra húð. Þeir sem stunda mikla útivist eða fara oft í sund kannast vel við mikinn þurrk. Black Currant Complexion Oil frá Ole Henriksen er olía fyrir allar húðtegundir og inniheldur E-vítamín sem verndar og styrkir húðina. Líkamsolía Eftir sundferðina eða sturtuna er tilvalið að bera olíu á líkamann. Sérstak- lega á þurr svæði, svo sem hné, kálfa og olnboga. Frá Ole Henriksen má fá góða lavenderolíu og Burts and Bees er með nærandi olíu með sítrónu og möndlum sem gerir kraftaverk á þreyttri og þurri húð. Lou Doillon  Lou Doillon er tískufyrirmynd margra. Hún er frönsk leikkona og fyrirsæta, fædd árið 1982 og dóttir söngkonunnar frægu Jane Birkin og leikstjórans Jacques Doillon. Í partí Lou klæddist þessum sam- festingi í partý sem Kate Moss hélt fyrr á árinu. Í París Lou var í smóking í París. S tjörnuflóðið til Íslands virðist engan enda ætla að taka. Lík- lega eru meiri líkur á því að rekast á Hollywood-stjörnu hér á okkar litla skeri á sum- armánuðum en í sjálfri L.A. Stjörnu- rnar virðast mun lagnari í að klæða sig eftir veðri en landinn sjálfur og vinsælt er að koma við í útivistar- verslun áður en lagt er af stað í tök- ur, oft við óblíð veðurskilyrði. Vöru- merkið 66°Norður virðist hafa náð hylli stjarnanna, að minnsta kosti er listinn yfir þær stjörnur sem hafa fest kaup á útivistarfatnaði frá merkinu orðinn ansi langur. Jennifer Connelly Jennifer kom við í verslun 66°Norður í miðbænum og meðal þess sem hún keypti var dúnúlpan Þórsmörk og Snæfell dömukápu. Ben Stiller Hér má sjá Ben Stiller í Vík peysu og Þórsmörk dúnúlpu. Tom Cruise Tom græjaði sig fyrir tökur með klæðnaði frá 66°Norður. Hann sást meðal annars með húfu frá merkinu (Kaldi) og í jakka (Vík). Hér að ofan er mynd frá vefsíðunni TMZ þar sem hann sést með húfuna. Tom keypti sér einnig Þórsmörk dúnúlpu, rétt eins og Jennifer Connelly. Stjörnurnar klæða Sig eftir veðri n Stórar Hollywood-stjörnur í útivistarfatnaði frá 66°Norður Frank og Casper úr Klovn Íslands- vinirnir úr Klovn eiga þó nokkrar útivistar- flíkur sem þeir hafa keypt og þeim voru gefnar er þeir dvöldu hér á landi. Mel Gibson Mel er enginn sérstakur Íslandsvinur en hann hefur fest kaup á útivistarflík frá 66°Norður. Top Gear Jeremy Clarkson og félagar í Top Gear eru miklir aðdáendur 66°Norður og sjást reglulega í þáttunum sínum í fatnaði frá okkur. Jon Bon Jovi Bon Jovi hefur birst í blöðum í USA í Lang- jökull primaloft jakka. Prinsessa Mary prinsessa og börnin sjást reglulega í 66°Norður. 34 Lífsstíll 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Björn Borg Nýlega hafa sést myndir af tennisstjörnunni Björn Borg í nýju úlpunni Snæfell úlpu, leikkonunni Lenu Olin í Esju úlpu og sænsku stór- leikurunum úr Milleninum-þrí- leiknum, Lena Endre og Mikael Nyqvist einnig í klæðnaði frá 66°Norður. Scarlett Johansson Leik- konan Scarlett Johansson á nokkrar úlpur frá 66°Norður. Á síðasta ári sást hún í einni slíkri (Vatnajökull Primaloft-jakka) í Los Angeles og þá klæddust hún og fleiri leikarar myndar- innar We bought a Zoo fatnaði frá fyrirtækinu. Jake Gyllenhal Gyllenhaal er hér myndaður árið 2008 og klæðist svörtum öndunarjakka frá 66°Norður við hlið leikkon- unnar Reese Witherspoon og til hliðar er mynd úr þáttunum Man vs. Wild sem teknir voru upp hér á landi 2011. Jake klæddist fatnaði frá 66°Norður á Eyjafjallajökli og var meðal annars í Vatnajökull buxum og Langjökull hönskum sem sjást vel í þættinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.