Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Qupperneq 84
Minna tengi staðfest
n Reuters fjallar um iPhone 5
F
réttastofan Reuters, sem þykir
með þeim áreiðanlegri í heim-
inum, fjallar um tengið á vænt-
anlegum iPhone 5. Orðrómur
hefur verið uppi um að nýi síminn
verði með minna tengi, eða svokall-
að vöggutengi, en það sem prýtt hef-
ur Apple-vörur í nærri áratug. Þetta
þykir nú svo gott sem staðfest með
frétt Reuters en tengið hefur almennt
ekki notið hylli notenda hingað til.
Þetta hefur Reuters eftir tveimur
mismunandi heimildum.
Nýja tengið, svokallað 19-pin tengi,
er sagt til þess að koma fyrir heyrnar-
tólatengi á neðri enda símans en það
hefur hingað til verið á hinum endan-
um líkt og á iPod. Nýja tengið gerir það
að verkum að iPhone 5 og vörur frá
Apple sem fylgja á eftir munu ekki geta
tengst beint við hátalara, hleðslutæki
og fleiri aukahluti. Hins vegar verð-
ur að teljast líklegt að hægt verði að fá
millistykki fyrir búnaðinn.
Þó svo að margir notendur Apple
kunni að fussa og sveia yfir því að geta
ekki nýtt gamla búnaðinn sinn segja
sérfræðingar þetta nauðsynlegt skref.
Þar sem gamla 31-pin tengið sé ein-
faldlega orðið úrelt. Það taki of mik-
ið pláss og löngu sé orðið tímabært
að minnka það. Þetta þýði bæði fleiri
möguleika fyrir Apple og framleiðend-
ur aukahluta í vöruhönnum.
Annað sem vakti athygli í frétt
Reuters er að þar er notast við nafnið
iPhone 5 en margir höfðu spáð því að
síminn yrði einfaldelga kallaður New
iPhone líkt og nýjasta iPad-spjald-
tölvan. Nýi iPhone-inn er væntan-
legur á markað í október.
asgeir@dv.is
Hægeldun
heima
Hægeldun, eða sous-vide, verður
sífellt vinsælli eldunaraðferð. Þá
er matur eldaður í vatni á löngum
tíma í lofttæmdum umbúðum við
lágt hitastig. Þessi aðferð hefur
aðallega verið notuð á veitinga-
stöðum þar sem græjurnar eru til
staðar en nú getur fólk keypt tæk-
ið Nomiku. Því er til dæmis hægt
að krækja á stóran pott en tækið
heldur jöfnum hita á vatninu í
pottinum sem gerir fólki kleift að
hægelda heima hjá sér. Nomiku
kostar 300 dali í Bandaríkjunum
eða um 37.000 krónur.
Alvöru
hengilás
Hengilás framtíðarinnar hlýtur að
vera The Master Lock Dial Speed
Padlock. Á honum er rafrænn
snertiflötur sem gerir þér kleift að
setja saman mun fjölbreyttari og
persónulegri lykilorð en á hefð-
bundnum talnalás. Oft vill talna-
röðin gleymast en nú getur þú sett
lykilorðið sem þú ert vanur/vön
að nota á hengilásinn. Með lásn-
um kemur svo alkóði sem opnar
lásinn ef lykilorðið gleymist. Raf-
hlaðan í lásnum endist í fimm ár
en gripurinn kostar 25 dali ytra
sem er um 3.000 krónur.
Grillteinar
fyrir pylsur
Sannir grillmeistarar grilla pyls-
ur yfir opnum eldi og án þess að
gata þær miðjar eða brenna þær á
endunum.
Þessir grillteinar eru sérstak-
lega hannaðir fyrir þesa iðju og
koma í veg fyrir að þær brenni á
endanum eins og stundum vill
gerast. Þessa teina er einnig tilval-
ið að stinga sykurpúðum í. Nýja portið Hér má sjá samanburð á 30-pin tengi og 19-pin.
Góð þjónusta eða
brot á friðhelGi?
n Google Now fylgist með þér n Twitter veitti upplýsingar um Birgittu
36 Lífsstíll 27.–29. júlí 2012 Helgarblað
Á
sama tíma og netrisinn
Google kynnti Nexus 7
spjaldtölvuna kynnti fyr-
irtækið nýjasta hugbúnað
sinn, Google Now. Hugbún-
aðurinn er að margra mati snilldar-
tækni sem auðveldar fólki lífið á
meðan öðrum þykir hann fara skrefi
of langt og sýna í raun það magn
upplýsinga sem risar eins og Google
geti safnað um einstaklinga.
Veit hvað þú vilt
Google Now virkar í grófum drátt-
um þannig að það lærir á nethegð-
un notenda sinna. Það sýnir þér svo
stutt upplýsingaskilaboð sem það
telur þig hafa áhuga á eins og stöð-
una í leikjum hjá uppháldsliðinu
þínu, flugferðir, strætóferðir og veð-
urfar. Í raun það sem þú hefur áhuga
á. Þegar þú ert svo á faraldsfæti lagar
Google Now vitneskju sína að þeim
stað og bendir þér að veitingastaði,
bókasöfn og þar fram eftir götunum.
Hugbúnaðurinn getur sýnt þér
hversu langan tíma tekur að keyra
heim og jafnvel innan skamms hvaða
leið er best að fara til að losna við
traffík. Ekki hafa allir möguleikar for-
ritsins verið virkjaðir ennþá en þeim
mun eflaust fjölga stöðugt með auk-
inni notkun. Eins og er geta aðeins
notendur Android-stýrikerfisins Jelly
Bean nýtt sér Google Now en það er
nýjasta uppfærslan af Android, 4.1.
Google greiðir sekt
Google Now er frábært viðbót við
Google-heiminn og gæti verið hinn
fullkomni ferðafélagi. Frábær þjón-
usta að margra mati. En forritið sýnir
um leið hversu miklum upplýsingum
Google getur safnað um þig. Töl-
um nú ekki um ef þú ert með Gmail,
Google+ og Chrome líka. Svo lengi
sem þú notar forritið eða ert skráð-
ur inn á Google-aðgang er verið að
safna upplýsingum um þig. Þarna
reynir á heiðarleika og löghlýðni fyr-
irtækisins þar sem það hefur aðgang
að gríðarlegu magni persónuupplýs-
inga í netvæddum heimi.
Google er í hugum margra
„sómasama stórfyrirtækið“ en
Google leggur mikið upp úr þeirri
ímynd. Jafnrétti, heiðarleika og
gagnsæi. Þrátt fyrir það hefur The
Wall Street Journal greint frá því að
Google hafi samþykkt að greiða um
22,5 milljóna dala sekt frá Federal
Trade Commission í Bandaríkjun-
um. Ástæðan er mál sem FTC höfð-
aði gegn Google eftir að í ljós kom að
fyrirtækið, ásamt þremur öðrum, fór
fram hjá „do-not-track“ stillingum
Safari-vafrans frá Apple. Google seg-
ir að um ómeðvituð mistök hafi verið
að ræða og að fyrirtækið leggi mikla
áherslu á öryggi og friðhelgi notenda
sinna.
Birgitta Jónsdóttir og Twitter
Hvort Google Now og fleiri forrit eða
vefsíður eins og Facebook séu góð
þjónusta eða brot á friðhelgi einka-
lífsins veltur alfarið á hvernig þessi
fyrirtæki nota upplýsingarnar sem
er safnað og hversu vel þær eru varð-
veittar. Mál Birgittu Jónsdóttur al-
þingiskonu má nefna í þessu sam-
hengi en bandaríska ríkið óskaði
eftir upplýsingum um þingkonuna
frá samskiptavefnum Twitter og fékk
þær. Sú umræða verður sífellt há-
værari að fyrirtæki eins og Google,
Facebook og Twitter séu undir mikl-
um þrýstingi frá yfirvöldum um að
láta af höndum upplýsingar um fólk.
Þess má geta að Birgitta höfðaði mál
gegn Twitter en tapaði því á þrem-
ur dómstigum. Staðreyndin er því
sú að þegar á reynir er persónufrelsi
einstaklinga illa varið í netheimum.
asgeir@dv.is
Google-heimurinn
Sundar Pichai, vara-
forseti Google Chrome,
kynnir það nýjasta á
ráðstefnu fyrirtækisins í
San Francisco í lok júní.
Hversu vel varðveittar eru upp-
lýsingar um þig? Twitter gaf bandaríska
ríkinu upplýsingar um Birgittu Jónsdóttur
alþingiskonu.