Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 87
Sport 39Helgarblað 27.–29. júlí 2012
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
N
ú þegar félagaskipta
glugginn í knatt
spyrnu heiminum er
opinn er ekki úr vegi
að líta á félagaskipti
sem voru mjög nálægt því
að ganga í gegn en urðu þó
aldrei. Vefmiðillinn Soccernet
tók á dögunum saman athygl
isverðan lista með nöfnum
ellefu leikmanna sem hefðu
getað endað allt annars stað
ar en þeir að lokum gerðu.
Líklegt verður að teljast að
knattspyrnusagan væri tals
vert öðruvísi ef Xavi Hernand
ez hefði farið til AC Milan árið
1999, Zinedine Zidane hefði
farið til Blackburn árið 1996
og Cristiano Ronaldo hefði
farið til Arsenal árið 2003.
n Ótrúleg félagaskipti sem hefðu getað orðið n Knattspyrnusagan væri líklega öðruvísi
Zidane til BlackBurn
og Xavi til ac Milan
Giuseppe
Meazza
Úr áhugamannaliði til
AC Milan, 1923–24
Líklega einn besti knattspyrnu-
maður Ítala fyrr og síðar. Þegar
Meazza var þrettán ára leikmaður
hjá áhugamannaliði í Mílanó vildi
AC Milan ekki fá hann til félagsins
á þeim forsendum að hann væri of
veikbyggður. Erkifjendurnir í Inter
fengu hann til sín nokkru síðar – þó
að Meazza væri stuðningsmaður
Milan – þar sem hann blómstraði.
Hann skoraði 241 mark í 348 leikjum
með Inter og 33 mörk í 53 landsleikj-
um með Ítalíu. Meazza fór til Milan
árið 1940 en þá var hann búinn á því
sem leikmaður. Eftir dauða hans
árið 1979 var San Siro-leikvangur-
inn, heimavöllur Milan og Inter,
endurnefndur í höfuðið á þessum
goðsagnakennda leikmanni.
Alfredo
Di Stefano
Millionarios til
Barcelona, 1953
Barcelona náði samkomulagi við
Millionarios í Ungverjalandi um að fá Di
Stefano til félagsins. Einhverra hluta
vegna hætti Barcelona við að fá leik-
manninn og fór hann til Real Madrid
í staðinn þar sem hann setti nafn
sitt á spjöld sögunnar sem einn besti
leikmaður allra tíma. Di Stefano varð
margfaldur Spánar- og Evrópumeistari
með Madrid og skoraði 246 mörk í 302
leikjum fyrir félagið.
Garrincha
Botafogo til
Inter Milan, 1963
Garrincha var ein helsta stjarna
brasilíska landsliðsins á árunum 1956
til 1966. Árið 1963 stóð honum til boða
að fara til Inter Milan. Félögin komust
að samkomulagi um að Inter myndi
greiða 400 þúsund pund sem hefði
gert Garrincha, þá 28 ára, að dýrasta
knattspyrnumanni sögunnar. Því
miður varð aldrei að félagaskiptunum
þar sem Garrincha varð fyrir slæmum
hnémeiðslum um það leyti semja átti.
Hann stóðst ekki læknisskoðun hjá
Inter og var áfram hjá Botafogo.
Diego Maradona
Argentinos Juniors til
Sheffield United, 1978
Harry Haslam, þáverandi knatt-
spyrnustjóri Sheffield United, kom
auga á hæfileikaríkan leikmann í
ferð til Argentínu árið 1978 – Diego
Armando Maradona sem þá var
17 ára. Haslam var fljótur að setja
sig í samband við félag Maradona,
Argentinos Juniors, og komust fé-
lögin að samkomulagi um kaupverð
– 600.000 pund. Á þeim tíma var
Sheffield í annari deild og í fjárhags-
erfiðleikum. Svo fór að ekki tókst að
fjármagna kaupin og fór Maradona
til Boca Juniors árið 1981.
Johan Cruyff
Á frjálsri sölu til
Leicester, 1981
Eftir góð ár hjá Ajax og Barcelona
sagðist Cruyff hafa áhuga á að
spreyta sig á Englandi. Cruyff var á
þeim tíma 33 ára og hafði Leicester
komist að samkomulagi um að fá
hann til félagsins. Ekkert varð af
kaupunum því annað félag hafði
einnig áhuga á kröftum Cruyffs,
Levante. Cruyff ákvað að fara til
Levante eftir að forsvarsmenn félags-
ins buðu honum að fá 50 prósent af
miðasölu á leikjum liðsins í vasann.
Paul Gascoigne
Newcastle til
Manchester United, 1988
Árið 2008 lýsti Sir Alex Ferguson,
stjóri Manchester United, að mestu
vonbrigði hans á félagaskiptamark-
aðnum hefði verið þegar honum
mistókst að fá Paul Gascoigne til
liðsins. Gascoigne, sem þá var 21 árs
leikmaður Newcastle, hafði gert
munnlegt samkomulag um að hann
gengi í raðir félagsins. Til stóð að
ganga frá málunum þegar Ferguson
væri kominn úr sumarfríi en í millitíð-
inni kom Tottenham til sögunnar og
gerði Gascoigne tilboð sem hann gat
ekki hafnað – 2.500 pund á viku og
hús fyrir föður hans.
Eric Cantona
Nimes til
Sheffield Wednesday, 1992
Cantona lenti í erfiðleikum í Frakklandi
í desember 1991 þegar hann var
dæmdur í mánaðarlangt keppnisbann
fyrir að kasta bolta í dómara. Cantona
vildi fara frá félagi sínu, Nimes, og
fékk Trevor Francis, þáverandi stjóri
Sheffield Wednesday, hann til reynslu
snemma árs 1992. Cantona æfði með
liðinu í viku en vegna veðuraðstæðna
náði félagið ekki að æfa á grasi þá
vikuna. Francis vildi skoða Cantona
betur og bað hann að framlengja
reynslutíma sinn um viku. Cantona tók
það ekki í mál og gekk burt. Howard
Wilkinson, stjóri Leeds, sá sér leik á
borði og fékk Cantona til félagsins.
Zinedine Zidane
Bordeaux til
Blackburn Rovers, 1996
„Af hverju viltu fá Zidane þegar
við höfum Tim Sherwood,“ er
fyrrverandi eigandi Blackburn,
Jack Walker, sagður hafa spurt
Ray Harford, stjóra liðsins, þegar
hann lýsti yfir áhuga sínum á að fá
Zinedine Zidane til félagsins árið
1996. Harford hafði áhuga á að fá
bæði Zidane og Christoph Dugarry til
félagsins. Á þeim tíma var Blackburn
Englandsmeistari í knattspyrnu og
stóð liðinu til boða að fá Zidane sem
síðar átti eftir að verða einn besti
knattspyrnumaður heims. Eigandi
Blackburn var því mótfallinn og fór
Zidane til Juventus skömmu síðar.
Xavi Hernandez
Barcelona til
AC Milan, 1999
Adriano Galliani, varaforseti Milan,
var mjög nálægt því að fá Xavi til
félagsins árið 1999. Á þeim tíma var
Xavi ungur og efnilegur leikmaður en
átti í erfiðleikum með að brjótast inn
í aðallið Börsunga. Xavi lýsti því síðar
yfir að forsvarsmenn Barcelona hafi
sannfært hann um að vera áfram
og þeir sjá væntanlega ekki eftir
því í dag. Móðir Xavi, Maria, lýsti því
yfir í viðtali að Milan hafi boðið syni
sínum og raunar allri fjölskyldunni
gull og græna skóga fyrir að færa
sig um set til Ítalíu. Á endanum var
það Xavi sem ákvað að sanna sig hjá
Barcelona.
Ronaldinho
Gremio til
St. Mirren, 2001
Í mars 2001 var skoska félagið St.
Mirren, sem þá var á botni skosku
úrvalsdeildarinnar, nálægt því að fá
Brasilíumanninn Ronaldinho. Paris St.
Germain hafði komist að samkomu-
lagi við Gremio um að fá hann til
félagsins um sumarið. Í kjölfarið var
Ronaldinho skilinn eftir í kuldanum
hjá Gremio og fékk ekki að spila. Þá
kom til tals að hann yrði lánaður til
Skotlands til að fá reynslu úr Evrópu-
boltanum. Félagaskiptin duttu upp
fyrir þegar vandamál með vegabréf
leikmannsins kom upp. Ronaldinho fór
svo til Parísar um sumarið og söguna
eftir það þekkja eflaust allir.
Cristiano
Ronaldo
Sporting til
Arsenal, 2003
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur
ávallt haft auga fyrir góðum ungum
leikmönnum. Árið 2003 kom Wenger
auga á Ronaldo þegar Arsenal
tók þátt í Toulon-æfingamótinu.
Ronaldo hafði áhuga á að ganga í
raðir Arsenal en Wenger vildi ekki
borga meira en fjórar milljónir punda
fyrir hann. Í ágúst sama ár skrifaði
Ronaldo undir samning við Manche-
ster United og var kaupverðið 12,25
milljónir punda. Wenger lýsti því síð-
ar yfir að Ronaldo hafi verið mættur
á æfingasvæði Arsenal þar sem fékk
að skoða aðstæður hjá félaginu og
litist vel á. „Við sáum að hann hafði
gríðarlega mikla hæfileika en við
gátum ekki metið hvernig leikmaður
hann yrði.“ „Ég hitti Wenger í þrí-
gang, þar af einu sinni með móður
minni. Það munaði litlu að úr þessu
yrði,“ sagði Ronaldo um málið.