Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Síða 2
2 Fréttir 8. ágúst 2012 Miðvikudagur n Mikill fjöldi kanína í Elliðaárdalnum n Íbúar hafa komið fyrir vörnum fyrir kanínurnar M ávarnir drepa þrjá til fjóra unga á dag og svo eru það kettirnir á nótt­ unni. Við reynum að fylgj­ ast með þeim og passa upp á þá. Mávarnir eru fljótir að ná þeim og fljúga með þá upp í loft og láta þá svo detta niður á jörðina og rota þá þannig. Stundum náum við þeim þegar þeir gera það og getum hjálpað þeim. Kettirnir koma meira á nóttunni og taka þá ungana og hlaupa með þá í burtu í kjaftinum eins og þeir séu með kettling í kjaft­ inum,“ segir Jón Þorgeir Ragnars­ son íbúi í Elliðaárdal. Þar býr hann ásamt Heiðari Hallssyni innan um mikið af frjálsum kanínum og fugl­ um. Þeir segja algengt að bæði kett­ ir og mávar drepi kanínuunga þar en gífurlegur fjöldi kanína er á svæðinu. Eiga helling af aðdáendum Þeir Jón Þorgeir og Heiðar hafa kom­ ið fyrir brettum, spýtum, trjágreinum og ýmsu öðru á svæðinu til verndar kanínunum. Þar geta þær leitað sér skjóls og varið sig fyrir ágangi máv­ anna. „Mávurinn flýgur bara og veð­ ur í þær. Við höfum sett þetta yfir holurnar svo að krakkar séu ekki að hoppa ofan í þær eða troða spýtum og drasli í þær því að ungarnir eru ofan í þeim,“ segir Jón Þorgeir, Fjölmargir gera sér ferð í dalinn til þess að bera kanínurnar augum og margir fóðra þær, líkt og þeir Jón Þorgeir og Heiðar gera. Þeir segja kanínurnar fyrst hafa farið að sjást fyrir 12–14 árum síðan en þeim hafi fjölgað töluvert eftir að veginum fyr­ ir ofan dalinn var breytt. „Kanínurn­ ar eiga alveg helling af aðdáendum, fólki þykir vænt um þær og meira segja útlendingar eru farnir að koma hingað og skoða þær og finnst al­ veg sérstakt hvað þær koma nálægt manni. Þeir hafa ekki kynnst þessu. Svo koma hingað heilu barnaheimil­ in til þess að skoða þær. Þegar börn­ in á barnaheimilunum eru spurð hvert þau vilji fara þá segjast þau vilja fara hingað og skoða kanínurn­ ar. Þær heilla ekki bara okkur heldur líka aðra,“ segir hann og tekur fram að þeim finnist ekki vera ónæði af fólkinu því mávarnir eru ekki óá­ reittir meðan fólk er á staðnum. Losa sig við kanínur Jón Þorgeir segir þá líka taka eftir því að fólk komi til þess að losa sig við kanínur og svo komi sumir til þess að ná sér í gæludýr á heimilið. „Þess­ ar kanínur sem eru hér eru þó flestar skógarkanínur en ég hef stundum bent fólki á að þær sem eru með síðu eyrun séu betri sem gæludýr,“ segir hann og segist hafa tekið eftir því að í síðustu viku hafi afar margir komið til þess að losa sig við kanínur. „Það er nú skrýtið að segja það en ég held að nú í síðustu viku hafi komið tvær á dag. Þá kemur fólk með kanínur og skilur þær eftir hérna, er kannski að fara í ferðalag og veit ekki hvað það á að gera við þær á meðan.“ Kanínurnar ekki meindýr Þrátt fyrir að þeir Jón Þorgeir og Heiðar gefi kanínunum að borða, þá segir Jón að þeir reyni að gera þær ekki of gæfar. „Við erum hættir að klappa þeim og svoleiðis því ef þær verða of gæfar þá eru þær svo auð­ Kettir og mávar drepa ungana „Þá kemur fólk með kanínur og skilur þær eftir hérna, er kannski að fara í ferðalag og veit ekki hvað það á að gera við þær á meðan. Gæfar kanínur Jón Ragnar gefur kanínunum að borða. Mynd: Eyþór Árnasson Kanínur og gæsir Bæði gæsir og kanínur eru í kringum hús þeirra Jóns Ragnars og Halls í Elliðaárdalnum. Mynd: Eyþór Árnasson Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ævintýraskúta við Reykjavíkurhöfn Hin þrjátíu metra langa seglskúta Scorpius hafði við­ komu í Reykjavíkurhöfn, á bak við Hörpu, á þriðjudag. Bíll frá Atlantsolíu dældi á tanka skips­ ins en til viðbótar við hefð­ bundna eldsneytisgeyma hefur verið komið fyrir appelsínugul­ um eldsneytispokum á dekki skútunnar. Áhöfnina skipa Rússar og Úkraínumenn. Skútan hefur siglt um pólana en í apríl síðast­ liðnum voru áhafnarmeðlimir hætt komnir er ekkert spurðist til skútunnar um tíma þegar . það var nærri Suðurskauts­ landinu. Skipið hafði skemmst lítillega og glímdi við mikla ís­ ingu. Létu áhafnarmeðlimir þó vita af sér fyrir rest en skipið stefnir á hringferð um jörðina, pólanna á milli. DV er ekki kunnugt um hvenær skipið leggur úr höfn. Drukku og óku Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar­ og fíkni­ efnaakstur á höfuðborgarsvæð­ inu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. Tíu voru teknir á laugardag, fjórtán á sunnudag og tíu á mánudag. Þetta voru þrjátíu karlar á aldrinum 18–67 ára og fjórar konur, 19–30 ára. Sjö þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Ekið á sjö ára dreng Lögreglunni í Árnessýslu var til­ kynnt um átta slys um helgina, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvik­ um var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli. Fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað. Þá var ekið á sjö ára dreng á Flúðum og ellefu ára stúlka fót­ brotnaði eftir stökk úr þriggja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.