Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Síða 20
Lyftingar gegn sykursýki
n Þeir sem þola ekki þolfimi hafa nú valmöguleika
Þ
að að lyfta lóðum getur kom-
ið í veg fyrir týpu tvö af sykur-
sýki, ef marka má nýja rann-
sókn. Vísindamenn við
Harvard háskóla og háskóla
í Danmörku komust að því að reglu-
legar lyftingar geta minnkað líkurnar
á sjúkdómnum um einn þriðja hluta.
Rannsóknin, sem var framkvæmd á
yfir 32 þúsund karlmönnum, birtist í
tímaritinu Archives of Internal Med-
icine Journal.
Það að regluleg líkamsrækt hjálpi
til við að koma í veg fyrir sjúkdóm-
inn er ekki nýtt af nálinni en hing-
að til hefur verið talið að best til þess
væri að þjálfa þolið. Niðurstöðurnar
eru því góðar fyrir þá sem kjósa frekar
að svitna í lóðarsalnum heldur en á
hlaupabrettinu.
Fylgst var með karlmönnunum á
yfir 18 ára tímabili en á þeim tíma þró-
uðu tæplega 2.300 þátttakendur með
sér sjúkdóminn. Í ljós kom að þeir
sem lyftu lóðum í 30 mínútur á dag,
fimm sinnum á viku, gátu minnkað
líkurnar á sykursýki um 34 prósent.
Einnig kom í ljós að minni hreyfing,
eins og klukkutími á viku, hefur góð
áhrif og getur jafnvel minnkað líkur
á sjúkdómnum um 12 prósent. Sam-
kvæmt niðurstöðunum er best að æfa
þolið og lyfta lóðum til skiptis. „Margir
eiga erfitt með að koma sér af stað á
hlaupabretti og hafa ekki áhuga á að
skrá sig í eróbikk-tíma. Þessar nýju
niðurstöður gefa til kynna að lóðalyft-
ingar geta verið annar valmöguleiki
fyrir þennan hóp,“ sagði talsmaður
rannsóknarinnar, Anders Grontved.
Ekki er enn vitað hvort sömu niður-
stöður eigi einnig við um konur.
20 Lífsstíll 8. ágúst 2012 Miðvikudagur
Borða fyrir
hlaup
Mikilvægt er að borða fyrir
morgunhlaupið að sögn Christine
Rosenbloom, næringarfræðings
við Georgia State-háskólann.
Margir fara í morgunhlaup án
þess að vera búnir að borða en
Christine segir afar mikilvægt að
fá sér létt snakk áður til þess að fá
sem mest út úr hlaupinu. Maginn
er tómur eftir nóttina og til þess að
geta byrjað að brenna þarf hann
að fá eitthvað. Hún segir best að fá
sér að borða 15–30 mínútum fyrir
hlaup og smá skammtur af hafra-
graut, einn bolli af þurru morgun-
korni eða lítil beygla er gott fyrir
hlaupið og vatn með.
Saltið er
lykilatriði
Um þessar mundir eru margir að
taka upp kartöfluuppskeru ársins.
Nýjar kartöflur eru hið mesta
lostæti og margir sem vita ekkert
betra. Það skiptir þó miklu máli
að elda þær rétt til þess að þær
bragðist sem allra best. Best er að
setja salt út í pottinn, um það bil
tvær teskeiðar sé eldað fyrir fjóra,
láta suðuna koma upp og um það
bil 10 mínútum eftir það á að hella
vatninu af og láta kartöflurnar
standa í pottinum með lokið yfir.
Svo má bæta smá smjöri við fyrir
alvöru sælkera.
Vínrautt í vetur
Nú streyma haustfötin í búðirnar
enda styttist í sumarlok. Heitasti
liturinn í haust- og vetrartískunni
virðist vera vínrauður. Hann má
sjá víða í búðum og gildir þar einu
hvort um er að ræða kjóla, jakka,
buxur, peysur, skó, skartgripi eða
hvað annað sem er; vínrautt er
málið. Liturinn gengur vel með
öðrum dökkum litum, svo sem
brúnu og svörtu. En hann er líka
fallegur með bjartari litum.
Lyftingar Best er að blanda saman lyftingum og þolæfingum.
Sex reglur um
góða næringu
n Samantekt menshealth.com n Borða börnin þín rétt?
1 Aldrei sleppa morgunmat Ef stressið er of mikið á morgn-
ana láttu þá vekjaraklukkuna hringja
fyrr. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
fram á að morgunmatur sé mik-
ilvægasta máltíð dagsins. Í úttekt
Mens Health er vísað í 48 rannsóknir
um morgunmat og þar kemur ým-
islegt fram. Þeir sem sleppa því að
borða morgunmat eru samkvæmt
þeim líklegri til að byrja reykja og
drekka, ólíklegri til að stunda lík-
amsrækt og líklegri til að stunda
megrunarkúra eða treysta á aðrar
skyndilausnir. Þeir sem borðuðu
kjarngóðan morgunmat voru allt að
30 prósentum ólíklegri til að vera of
þungir.
2 Vitræn millimál Það er mik-ill munur á því að vera sífellt
að narta og að snæða skynsam-
lega á milli mála. Sé það gert ertu
að festa í sessi góðan vana, tryggja
að brennslan haldist mik-
il og að hungrið sé ekki
orðið óseðjandi þegar
að stóru máltíðun-
um kemur. Þetta er
sérstaklega mikil-
vægt þegar kemur að
börnunum okkar en
það er staðreynd í nú-
tímasamfélagi að börn hafa
of greitt aðgengi að snakki, sælgæti
og gosi á milli mála. Á síðustu 20
árum hafa skammtastærðir á söltu
snakki aukist um 96 hitaeiningar og
skammtastærðir gosdrykkja um 49
hitaeiningar.
3 Veldu réttan skammt Skammtastærðir á mat hafa
aukist mikið undanfarna ára-
tugi. Samkvæmt Nationwide Food
Consumption Survey hefur með-
al hamborgarinn í Bandaríkjunum
hlaðið á sig 97 auka hitaeiningum
frá árinu 1977, skammtur af frönsk-
um 67 hitaeiningum og mexíkóskur
matur um 133 hitaeiningum. Sam-
kvæmt rannsókn American Journal
of Preventive Medicine sem náði til
63.380 einstaklinga jókst gosneysla
barna að meðaltali úr 0,38 lítrum
á dag árið 1977 í 0,55 lítra 1996.
Hver segir að hálfur líter af gosi
sé eðlilegur skammtur? Dæmi eru
um að börn séu að fá allt að þriðj-
ungi of mikið af hitaeiningum í einu
vegna of stórra skammta.
4 Ábyrg drykkja Margir hugsa
þokkalega um hvaða
mat þeir setja ofan í
sig en leyfa sér gos-
neyslu meðfram því.
Samkvæmt rannsókn
Háskóla Norður Kar-
ólínu innbyrða Banda-
ríkjamenn allt að 25 prósent
af daglegum hitaeiningum með
drykkjum. Þá kom einnig í ljós að
hjá börnum í fjórða til sjötta bekk
voru sykraðir drykkir um 51 pró-
sent af öllum vökva sem neytt var.
Hjá þeim nemendum þar sem
sykraðra drykkja var neytt hvað
mest tóku þau inn auka 330 hita-
einingar á dag. Á sama tíma átu
þau um helmingi minna af ávöxt-
um en samnemendur þeirra sem
drukku minna gos. Það er algeng-
ur misskilningur hjá mörgum að
djús sé alltaf hollur og því drekka
börn oft mikið magn af honum.
Staðreyndin er sú að djús get-
ur innihaldið jafn mikið eða
meira magn af sykri en gos.
Gott ráð til að fá börn til
að drekka meira vatn er að
vera með vatnskönnu inn í
ísskáp sem búið er að setja
nokkrar sneiðar af appelsínu,
límónu, jarðarberjum eða öðr-
um ávöxtum út í.
5 Borðaðu ferskt Það er ágæt-is þumalputtaregla að því
lengri sem innihaldslýsingin er því
óhollari er varan. Óhollasti matur
sem Mens Health hefur fundið í
umfjöllun sinni er Baskin-Robb-
ins Health Shake sem inniheld-
ur 73 efni og hráefni. Drykkurinn
inniheldur 2.310 hitaeiningar og
þriggja daga skammt af mettaðri
fitu. Samkvæmt mælingu land-
búnaðarráðuneytis Bandaríkj-
anna kemur 77 prósent af salt-
neyslu landsmanna úr matvælum
sem fæðuframleiðendur hafa bætt
salti í. Það er þekkt staðreynd eftir
margar viðamiklar krabbameins-
rannsóknir að engin matvæli teljast
eins krabbameinsvaldandi og unn-
ar kjötvörur.
6 Leggðu á borð Ein besta að-ferðin til þess að fræða börn
um heilsusamlega matarmenningu
og kenna þeim að tileinka sér hana
er að fjölskyldan borði saman.
Leggi á borð og eldi góðan mat.
Nemendur í bandarískum gagn-
fræða- og framhaldsskólum sem
borðuðu bara einu sinni eða tvisvar
sinnum með fjölskyldum sínum í
viku voru allt að helmingi líklegri til
að þróa með sér offituvandamál.