Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 10
V
ið erum hæfilega bjart
sýn á að þetta nái fram
að ganga,“ segir Mar
grét Tryggvadóttir, þing
flokksformaður Hreyf
ingarinnar, um þingsályktun sem
þingmenn flokksins hafa lagt
fram. Hún kveður á um almenna
niðurfærslu á verðtryggðum fast
eignaveðlánum heimila og afnám
verðtryggingar. Tillagan var lögð
fram fyrst í kringum síðustu ára
mót en hlaut ekki náð fyrir augum
ríkisstjórnarinnar. „Þar var þessi
hugmynd kynnt og rædd. Þetta
var meira svona á hugmyndastigi
þá en hefur nú verið uppfært mið
að við nýrri tölur og nýrri upplýs
ingar en hugmyndin er sú sama.
Ég held að þarna um áramótin
hafi menn verið sammála um að
þetta væri gerlegt. Við mátum
þörfina á þessu og okkur fannst
hún brýnni en ríkisstjórninni. Þar
skildi á milli.“
Engin verðtrygging á ný lán
Tillaga Hreyfingarinnar felur með
al annars í sér að skipaður verði
þriggja manna starfshópur, óháð
ur hagsmunaðilum, sem verður
falið að útfæra áætlun um almenna
niðurfærslu á verðtryggðum fast
eignaveðlánum heimila. Áætlunin
skuli byggð á að þær skuldir sem til
eru komnar vegna hækkunar vísi
tölu neysluverðs frá árslokum 2007
og er umfram verðbólgumarkmið
Seðlabanka Íslands verði flutt
ar frá heimilunum í sérstakan af
skriftasjóð fasteignaveðlaána auk
breytinga á verðtryggingarákvæð
um slíkra lána. Samhliða er lagt til
að verðtrygging á nýjum fasteigna
veðlánum verði afnumin með öllu
og að verðtrygging eldri lána verði
lögfest með hámarki í samræmi við
verðbólgumarkmið Seðlabankans
sem nú er 2,5 prósent. Nái tillagan
fram að ganga mun starfshópurinn
ljúka störfum eigi síðar en 1. nóv
ember næstkomandi og að áætlun
in komi til framkvæmda eigi síðar
en 1. janúar næstkomandi.
Raunhæf tillaga
Margrét segir að þó að breyting
arnar sem tillagan felur í sér séu
róttækar séu þær langt því frá
óraunhæfar. „Við erum búin að
leggja mikla vinnu í þetta og að
okkar mati er þetta raunhæft. Þetta
var ekki slegið út af borðinu á síð
asta þingi vegna þess að þetta voru
einhverjar skýjaborgir eða draum
órar – heldur það að við horfum
öðruvísi á þörfina. Ég er fertug og
það eru bara allir á mínum aldri í
kringum mig tæknilega gjaldþrota.
Að okkar mati verður að koma til
leiðrétting á þessu og okkur finnst
það algjörlega ófyrirgefanlegt með
hvaða hætti bankarnir hafa ver
ið endurreistir. Að sjá hagnaðar
tölurnar frá þeim á þriggja mánaða
fresti er salt í sárin.“
Fjölmargir í svaðinu
Í tilkynningu sem Hreyfingin sendi
frá sér þegar tillagan var kynnt
kemur fram að frá áramótum
2007/2008 hafi eftirstöðvar verð
tryggðra fasteignaskylda heimil
anna hækkað um 384,2 milljarða
króna, eða 38,2 prósent, vegna
hækk unar á vísitölu neysluverðs.
Hækkunin sé til komin vegna hruns
bankakerfisins og gengisfalls krón
unnar, atburða sem ekki hafi verið
fyrirsjáanlegir lántakendum. „Það
hefur orðið alger forsendubrestur
fyrir öllum greiðslumöguleikum á
fasteignaveðlánum heimila lands
ins, forsendubrestur sem ekki er
ásættanlegt að þau beri ein. Tugir
þúsunda heimila eru komin með
neikvæða eiginfjárstöðu sem þau
munu ekki ná sér upp úr í fyrir
sjáanlegri framtíð. Sú staða mun
fyrr eða síðar leiða til uppgjafar og
verða dragbítur á allt efnahagslíf í
landinu,“ segir í tilkynningunni.
Kröfuhafar yrðu eigendur
Í tillögunni er lagt til að í þennan
afskriftasjóð færist allar áfallnar
verðbætur á verðtryggðum fast
eignaveðlánum heimilanna um
fram 2,5 prósenta þak, að frá
dregnum þeim leiðréttingum sem
þegar hafa farið fram. Staða sjóðs
ins yrði því um 250 milljarðar
króna, sem er 21 prósent af stöðu
verðtryggðra lána í árslok 2011.
Eigendur sjóðsins verði kröfuhaf
ar. Eign þeirra verði í sömu hlut
föllum og kröfur þeirra hljóði upp
á og fái þeir kröfur sínar greiddar
á 25 árum. Miðað er við að höfuð
stóll kröfunnar beri 3,5 prósenta
óverðtryggða vexti. Það þýðir að
sjóðurinn þarf að standa undir
rúmlega fimmtán milljarða inn
greiðslu árlega. n
10 Fréttir 21.–23. september 2012 Helgarblað
Höfuðstóllinn myndi
lækka um 20 prósent
n Tillögur um niðurfærslu lána n Eignarskattur á eignir lífeyrissjóða og innlánsstofnana
Fjármögnun sjóðsins
Tillaga Hreyfingarinnar gerir ráð fyrir að sjóðnum verði skapaðar tekjur til 25 ára
til að standa undir útgjöldum. Þessar tekjur eru fjórþættar:
A Sérstakt vaxtaálag yrði lagt á öll fasteignaveðlán, 0,25 prósent í upphafi en lækkar árlega um 0,01 prósent uns það verður 0,10 prósent og helst óbreytt eftir það. Mið-
að við 20 milljóna króna lán þýðir 0,25 prósent 50 þúsund krónur. Þessi hluti yrði rúmir
3,3 milljarðar króna fyrsta árið.
B Lagður verði tímabundinn eignarskattur á eignir innlánsstofnana. 0,195 prósent í upphafi sem lækkar um 0,005 prósent árlega. Þessi hluti yrði 6,28 milljarðar króna
fyrsta árið.
C Vaxtabætur sem hefði verið ráðstafað til heimila ef ekki hefði komið til niðurfærslu á skuldunum verða notaðar í staðinn til niðurgreiðslu sjóðsins. Miðað við að greiddar
bætur árið 2011 voru 12 milljarðar króna og að 22,4 prósenta lækkun verði á þeim eru
þetta 2,7 milljarðar króna fyrsta árið. Miðað er við að þessi upphæð lækki hlutfallslega
í samræmi við höfuðstól afskriftasjóðsins og verði því komnar niður 158 milljónir króna
síðasta árið.
D Afgangurinn verður fenginn með tímabundnum eignarskatti á eignir lífeyrissjóða. Þessi hluti yrði 2,8 milljarðar fyrsta árið en 4,5 milljarðar síðasta árið.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Að
okkar
mati verður
að koma til
leiðrétting
Nauðsynleg leiðrétting „Ég er fertug og það
eru bara allir á mínum aldri í kringum mig tækni-
lega gjaldþrota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þing-
flokksformaður Hreyfingarinnar. MyNd SigtRygguR ARi
DV lét reikna hvernig höfuðstóll sextán milljóna króna láns myndi lækka ef tillögurnar yrðu að veruleika. Lánið hér að neðan var
tekið í byrjun janúar 2007, vextir eru 4,65 prósent og er lánið til 40 ára. Lánþegi greiðir af láninu allan tímann. Í upphafi árs 2008
er staða höfuðstóls 16,8 milljónir króna og hefur lánþegi í dæminu hér að neðan greitt af láninu allan tímann.
A)
Frá 1.1.2008 til 30.6.2012 Með skertum verðbótum Með fullum verðbótum Mismunur
Afborganir 821.266 kr. 982.241 kr. 160.974 kr.
Vextir 3.602.756 kr. 4.226.103 kr. 623.347 kr.
Heildargreiðsla 4.424.023 kr. 5.208.344 kr. 784.321 kr.
Eftirstöðvar 30.6.2012 18.016.943 kr. 22.218.147 kr. 4.201.204 kr.
Mismunur notaður til að lækka höfuðstól 17.232.622 kr. Lækkun höfuðstóls 22,4%
B) Lánið sem sést hér er nákvæmlega það sama og lán A. Eini munurinn er sá að lánþegi fékk frystingu í tvö ár frá janúar 2009 út árið 2010. Í
upphafi árs 2008 er höfuðstóllinn því sá sami, eða 16,8 milljónir króna.
Frá 1.1.2008 til 30.6.2012 Með skertum verðbótum Með fullum verðbótum Mismunur
Afborganir 498.053 kr. 525.425 kr. 27.372 kr.
Vextir 2.031.837 kr. 2.364.587 kr. 332.751 kr.
Heildargreiðsla 2.529.889 kr. 2.890.013 kr. 360.123 kr.
Eftirstöðvar 30.6.2012 18.362.448 kr. 22.270.922 kr. 4.358.475 kr.
Mismunur notaður til að lækka höfuðstól 18.002.324 kr. Lækkun höfuðstóls 20,8%
Svona lækka lánin