Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 23
Ég ætla að melta það með mér Það verður skemmtilegt Ekki er ljóst hvort Birgitta Jónsdóttir muni leiða Pírataflokkinn. – DV.isTeitur Atlason ætlar að endurgreiða styrki sem hann fékk. – DV.is Ég er stoltur Íslendingur Spurningin „Nei, ekki enn.“ Karen Rós Sigurðardóttir 19 ára nemi „Já, ég kíkti með gamla settinu í sumar.“ Maríanna Eva Sævarsdóttir 20 ára sundlaugarvörður „Nei, ég er ekki búin að fara.“ Hera Melgar 19 ára nemi „Nei, ég er ekki búin að því.“ Elísabet Rún Þorsteinsdóttir 19 ára nemi „Ég hef ekki farið í berjamó, nei.“ Birnir Jón Sigurðsson 19 ára nemi Ertu búin/n að fara í berjamó? 1 „Logið og bullað í manni“ Snorri Harðarson sem segir Velferðar- svið Reykjavíkurborgar hafa svikið sig um vilyrði fyrir styrk eða láni til fyrirframgreiðslu húsaleigu. 2 120 manns missa vinnuna Breskur eigandi blaðsins Daily Star ákvað að hætta rekstri blaðsins eftir að nektarmyndir birtust þar af Kate hertogaynju. Öllum var sagt upp. 3 Garðar: „Mér finnst hóp-nauðganir ekki grjótharðar“ „Vil taka það skýrt fram að mér finnst hópnauðganir ekki grjótharðar,“ áréttaði Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður. Hann hafði áður sagt á Facebook að húðflúr af grófu tattúi þar sem dvergarnir sjö virtust nauðga Mjallhvíti væri „grjóthart“. 4 Baldur seldi bréf rétt fyrir lagasetningu Kastljós sagði frá því að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hefði selt ríkisskulda- bréf fyrir 190 milljónir króna í mars, á síðustu mínútu síðasta virka dagsins áður en leynileg lagasetning, sem fáir vissu af, tók gildi. 5 Birti óvart nektarmynd á Twitter Leikkonan Alison Pill birti í skamma stund nektarmynd af sér þar sem hún lá ber að ofan uppi í rúmi með stór gleraugu. 6 Hermaður eignaðist barn í herbúðum Breskur hermaður sem reyndist vera barnshafandi án þess að vita það sjálfur eignaðist son síðastliðinn þriðjudag í herbúðum breska hersins í Afganistan. Mest lesið á DV.is Bannað að grilla F ólk er að fara á límingunum af því að Baldur Guðlaugsson, einn af vænstu sonum lýðveldisins, er að fá í rólegheitunum leiðréttingu á því dómsmorði sem átti sér stað þegar hann varð uppvís að innherjasvikum. Öllum, og þó sérstaklega gömlu valda- klíkunni í Sjálfstæðisflokknum, er ljóst að Baldur er á þeirra mælikvarða sak- laus. Hann var í þeim öfluga hópi sem græddi á daginn og grillaði á kvöldin. Hann hafði að vísu fágæta innsýn í það sem gerðist að tjaldabaki og nýtti sér það. En slíkt er eðli manns sem vinnur við að græða. Það var skuggaleg niðurstaða þegar Baldur var dæmdur í fangelsi. Það hefur hingað til ekki tíðkast nema í undan- tekningartilvikum að dæma fínt og viðurkennt fólk til fangavistar. Fang- elsi eru ekki öruggur staður til að vera á fyrir vandaða bisnessmenn. Það eru menn eins og Lalli Johns og Einsi glæp- ur sem eiga réttilega að sitja inni fyrir að stela gosi og karamellum. Og aðrir verri glæpamenn sem ástunda subbulega glæpi eiga að sitja inni. Það er huggun harmi gegn að örfá- um dögum áður en mektarmaðurinn var sendur á Kvíabryggju náði hann að selja húsbréf sem hann hafði á löngum tíma önglað saman. Svo heppilega vildi til að salan átti sér stað korteri áður en þau hrundu í verði vegna inngripa hins opinbera. Baldur sparaði sér 30 milljón- ir króna með því að sjá fyrir aðgerðirnar. Þá fékk hann lausafé upp á 186 milljónir króna til að framfleyta sér og sínum. Það er erfitt að vera í fangelsi og nauðsynlegt að ná Baldri þaðan. Með samtaka átaki lögmannsstofunnar Lex, Fangelsismálastofnunar og Eimreiðar- hópsins tókst að ná Baldri út af Kvía- bryggju og inn í miðborg Reykjavíkur. Það vill svo heppilega til að Lex er lög- mannsstofan sem varði Baldur og hefur lýst því yfir að hann hafi verið dæmdur saklaus. Þeir borga honum laun. Nú er Baldur eins og áður. Hann vaknar á morgnana og fer í fínu fötin sín. Síðan röltir hann frá náttstað sínum á Vernd og í vinnuna. Réttlætinu hef- ur verið fullnægt eftir krókaleiðum hins falda valds. Á sama tíma eru smáþjófar á bak við lás og slá. Einhverjir þeirra eru eflaust með þá grillu í hausnum að fá vinnu í 10-11 eða jafnvel apóteki. Það er auðvitað sprenghlægileg tilhugsun. Þeir verða að taka út sína refsingu að lögum. Það er útilokað að þrjóturinn sem stal gosflöskunni og sprittglasinu fái vinnu og losni undan refsingunni. Við verðum að standa vörð um réttarríkið sem Bald- ur, Björn Bjarnason eftirlaunaþegi og hinir í Eimreiðarhópnum hafa byggt upp með hugsjónir sínar í grunni. Græðum á daginn, grillum á kvöldin. Baldur græðir á daginn en fær ekki að grilla á kvöldin vegna þess að hann er lokaður inni. Það er sómamanninum næg refsing. S á ágæti maður Lúter, sem mót- mælti hér í eina og lét eftir sér hafa: „Hér stend ég og get ekki annað,“ var bara ósköp venju- leg hetja sem leyfði auðvaldi ekki að valta yfir sig. Hvort hann upp- skar í samræmi við sáninguna, þegar hann fékk sér sæti hjá himnafeðgun- um, veit ég ekki. En væntanlega naut hann einhvers stolts á meðan hann lifði; hann uppskar þó það, að til er fólk sem er honum ævinlega þakklátt fyrir að reyna að klæða trú í búning réttlætis. Við sem börðum potta og pönn- ur í okkar yndislegu og alíslensku bú- sáhaldabyltingu, við eigum einnig að njóta stoltsins, því eftir u.þ.b. einn mánuð fáum við uppskeruna. Já, þetta haustið verður uppskeruhátíðin okk- ar; við fáum í þjóðaratkvæðagreiðslu að samþykkja þá stjórnarskrá sem við höfum sjálf samið. Það er þjóðin sjálf sem semur þessa stjórnarskrá og það er þjóðin sjálf sem ber ábyrgð á því að stjórnarskráin fái allt það lof sem hugs- anlega má á hana hlaða. Við höfum leyfi til að vera hnarreist, vera keik og bera höfuð hátt. Við eigum að láta stolt okkar njóta sín, fyrst og fremst vegna þess að núna er það lýðræðið sem er að vinna sigur á þeim spillingaröflum sem hérna lögðu allt í rúst. Búsáhalda- byltingunni var beitt gegn ofríki spill- ingar, græðgi og heimsku. Hér var far- in leið samfélagslegrar óhlýðni, leiðin sem Gandí notaði þegar hann stökkti gráðugu, bresku ljóni á flótta hér í eina tíð. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október mun að öllum líkindum verða allra mikilvægasta atkvæðagreiðsla Íslands- sögunnar. Í fyrsta skipti í sögunni gefst okkur kostur á að svara grund- vallarspurningum um stjórnmál. Já, við erum að tala um bein og milliliða- laus afskipti þjóðarinnar af ákvörðun um jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu og yfirleitt allt sem fegrað getur vora fögru þjóð. Það skemmti- legasta við þetta allt, er sú staðreynd, að þjóðin sjálf tekur hér ákvörðun um stjórnarskrá sem þjóðin sjálf samdi og þetta gerir hún án milligöngu stjórn- málaflokka. Já, kæru vinir, uppskeru- hátíðin hefst eftir mánuð. Einn afrakstur byltingarinnar okkar er skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is, en í þeirri dásamlegu skýrslu má á einum stað finna eftirfarandi klausu: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmála- flokka og einstakra stjórnmálamanna.“ Og nokkru síðar er þetta: „Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almanna- hagsmuna gangi erinda einkafyrir- tækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins.“ Kæru Íslendingar, á þessum vanda tekur ný stjórnarskrá. Með von og hugans heitu þrá hjartað í mér syngur: „Hér styður nýja stjórnarskrá stoltur Íslendingur.“ Málar spegilramma Veðrið hefur verið milt síðustu daga eins og myndin ber með sér. Þessi borgarbúi nýtti einn af síðustu góðviðrisdögunum til að dytta að speglinum sínum. Kaldari tíð fer senn í hönd og ekki er víst að það verði notalegt að vera úti við á stuttermabol öllu lengur. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 23Helgarblað 21.–23. september 2012 Logið og bullað í manni Snorri Harðarson missir húsnæði vegna vanefnda borgarinnar. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.