Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 24
Bara til upplýs-
ingar. „Ég hef ekki
skrifað undir neinn
samning við framleiðendur
myndarinnar. Framkoma
þeirra í okkar garð er fyrir
neðan allar hellur. Við höfum
ekki, í okkar höndum eina
krónu fyrir notkun á laginu.
Búnir að reyna að ná samn-
ingum,en ekkert gengur.
Höfundasamningar eru líka
ófrágengnir. Drullusokkar.“
Gunnar Þórðarson tónlistar-
maður var ómyrkur í máli vegna
notkunar kvikmyndagerðar-
manna á laginu Þú og ég.
„Meiri snillingurinn
sem þú getur ver-
ið Teitur Atlason. Ég
óska þess heitt og innlega að
þeir sem eru í startholunum
æstir í að fá að kjósa yfir sig
hrunveldið, lesi þessa hrylli-
legu (en bráðnauðsynlegu)
upprifjun.“
Jenný Anna Baldursdóttir við
vinsæla færslu Teits Atlasonar
bloggara þar sem hann mátaði
Biblínuna við hugmyndafræði Sjálfstæð-
isflokksins.
„Mega karlmenn
virkilega ekki segja
neitt lengur án
þess að eiga hættuna á því
að lenda inn á einhverju
leiðinda bloggi? Ef kona
hefði sett þetta inn hvað
þá?“
Sísí Rún við frétt um ummæli
Garðars Gunnlaugssonar
knattspyrnumanns en hann
sagði á Facebook að húðflúr þar sem
dvergarnir sjö nauðguðu Mjallhvíti væri
„grjóthart“.
„Mér eru tvær spurn-
ingar í huga, afhverju
lásu þið fréttina
þá fyrir það fyrsta og var
það bara til að tjá ykkur um
hversu mikið ykkur er sama?
Ef þér er sama þá opnaru
ekki fréttina, lest hana ekki
og tjáir þig svo sannarlega
ekki um hana.“
Gunnhildur Brynjólfsdóttir lét
þá sem skrifuðu athugasemdir
við frétt á DV um Ásdísi Rán og
nýjan kærasta hennar óspart heyra það.
„Hversu rotið er
samfélagið orðið
þegar Ögmundur, yfir
fangelsum, góðkennir svona
fíflagang? Bláa höndin og VG
virðast tilheyra sama búkn-
um.“
Guðjón Sigurðsson um fyrstu
fréttirnar af því að Baldur Guð-
laugsson væri farinn að vinna á
Lex samhliða afplánun.
„Sjálfur er ég með-
höfundur að lagi sem
notað var í þessa
bíómynd og leitaði enginn til
mín varðandi leyfi til notkunar
á því. Ég heyrði bara lagið flutt
í kvikmyndinni þar sem ég
sat grunlaus í bíó og varð ansi
hissa.“
Bubbi Morthens segir farir
sínar ekki sléttar af samskipt-
um sínum við framleiðendur
myndarinnar Svartur á leik.
24 Umræða 21.–23. september 2012 Helgarblað
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
24
20
Guðmundur Magnússon:
Finnst þér eðlilegt að
Assange sleppi við að svara
fyrir það sem hann er ásakaður um í
Svíþjóð? Hefur hann eitthvað fyrir sér í
því að Svíar sendi hann til USA.
Birgitta Jónsdóttir: Eina lausnin
á þessu máli er að sænsk yfirvöld
lofi að hann verði ekki framseldur
til Bandaríkjanna. Best væri að
þessu máli yrði lokað sem fyrst.
Birgir Olgeirsson: Mun Jón
Gnarr bjóða fram með
Píratapartýinu til Alþingis?
Birgitta Jónsdóttir: Ég veit það
ekki. Það væri samt gaman.
Fundarstjóri: Hvernig er
staða mála varðandi lögsókn
ykkar á hendur bandaríska
ríkinu?
Birgitta Jónsdóttir: Við unnum
og lögunum var hnekkt af Forrest
dómara. En í gær fékk ég þær
slæmu fréttir að annað dómstig
varð við kröfu bandarískra yfir-
valda um að snúa við sigri okkar.
Það voru mikil vonbrigði.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir:
Mun Píratapartýið bjóða fram
til Alþingis? Hverjar telur þú
líkurnar á að þið náið inn manni/
mönnum?
Birgitta Jónsdóttir: Við ætlum
að bjóða fram og stefnum að
því að ná inn fólki, það er mjög
mikilvægt að það séu þingmenn
inni á Alþingi sem halda áfram
að þróa beint lýðræði, stuðla að
friðhelgi einkalífsins í netheimum,
upplýsinga- og tjáningarfrelsi, sem
og öðru sem lýtur að grunnstoðum
lýðræðis út frá þeim veruleika sem
við búum við.
Jón Sigurðsson: Af hverju
greiddi Hreyfingin atkvæði
með auknum forréttindum
þingmanna í vor?
Birgitta Jónsdóttir: Ég greiddi
ekki atkvæði með þessu enda
ekki á landinu, og ég tek undir
með Merði Árnasyni að þingmenn
eiga aldrei að taka ákvarðanir um
kjaramál sín.
Sigurður Eggertsson: Hver
er þín skoðun á 5% reglunni?
Telur þú að hún brjóti jafnvel
gegn stjórnarskránni?
Birgitta Jónsdóttir: Mér finnst
5% reglan allt of hár þröskuldur og
hefði viljað sjá honum breytt niður
í ca. 2% – veit ekki hvort það sé
hægt að túlka það sem stjórnar-
skrárbrot. Það er nefnilega þannig
með núverandi stjórnarskrá að
fæstir sem lifa með henni voru
á lífi þegar hún var lögfest, því
að hún var samin af Dönum fyrir
margt löngu. 20. október getur
breytt því.
Jenný Jensdóttir: Þið þrjú
njótið talsverðrar virðingar á
Alþingi. Nú eru leiðir að skilja,
ný framboð í deiglunni; óttastu ekki að
dreifing atkvæða verði slík að enginn
nái manni á þing, og þar með ljúki
umbótabyltingunni?
Birgitta Jónsdóttir: Ég lærði það
af föður mínum heitnum að vera
aldrei með fyrirfram áhyggjur. Ég
held að það sé mikilvægt að fólk
komi sér saman um einhvers konar
kosningabandalag með sam-
eiginlega fyrirfram skilgreindan
stjórnarsáttmála fyrir kosningar.
Ég er annars eiginlega sannfærð
um að mörg þessara framboða
muni finna fleti á samstarfi af
einhverju tagi. Það væri allavega
öllum til góða. Samruni er annað.
Grétar Sigurðsson: Nú hefur
þú verið ötull málsvari
upplýsingafrelsis. Skýtur ekki
skökku við að þú berjist á sama tíma
fyrir friðhelgi Twitter-aðgangs þíns
m.a. með þeim rökum að þú sért
alþingismaður?
Birgitta Jónsdóttir: Eitt er
aðgengi að persónulegum skila-
boðum og öðrum persónugögn-
um án þess að um sakamál sé
að ræða, óháð því hvort maður
sé þingmaður eður ei, annað er
aðgengi almennings að upplýs-
ingum sem eiga að vera opnar og
gagnsæjar svo almenningur geti
veitt ríkinu almennt aðhald. Ég
bendi þér annars á að kjósendur
mínir senda mér skilaboð í trúnaði
og það er ekki síður verið að brjóta
á friðhelgi þeirra.
Jón Karlsson: Hvað finnst
þér um að fækka þingmönn-
um um helming, tvöfalda
laun þeirra og reyna þannig að fá
hæfara/menntaðra fólk á Alþingi?
Birgitta Jónsdóttir: Mér finnst
það mjög slæm hugmynd eins og
staðan er í dag, en mætti útfæra
þegar við höfum fengið nauðsyn-
leg stjórnarskrárvarin verkfæri til
beins lýðræðis.
Sema Serdar: Hver er
afstaða Píratapartýsins til
aðildar Íslands að
Evrópusambandinu?
Birgitta Jónsdóttir: Engin
sérstök, við höfum aldrei rætt það
enda ekki eitt af grunnstefum
og stefnu okkar að vera inni eða
úti. Ferlið í kringum kynningu og
þjóðaratkvæði er meira í anda
okkar.
Már Egilsson: Ef þú ættir að
velja eitt, hvert er þitt helsta
baráttumál í pólitíkinni?
Birgitta Jónsdóttir: Beint
lýðræði.
Eiríkur Magnússon: Sæl,
Birgitta, hrós til þín sem
þingmanns fyrir að segja
hlutina eins og þeir eru. Þykir leitt að
sjá þig yfirgefa félaga þína í HR en eru
málefnalegar ástæður eða
persónulegur ágreiningur við hin tvö?
Birgitta Jónsdóttir: Takk fyrir
hrósið:) Ég á meiri málefnalega
samleið með hinni ört vaxandi
Píratahreyfingu á heimsvísu, hef
heyrt að http://immi.is hafi verið
mörgum hvati til stefnumótunar
á heimsvísu.
Sigurður Jónsson: Hversu
mikið af þínum tíma fer í þau
þingstörf sem þú varst kjörin
til að sinna? Af t.a.m. Twitter-síðu
þinni að dæma ert þú með hugann við
flest annað en þau. Sinnir þú
þingmennskunni sem skyldi?
Birgitta Jónsdóttir: Hver er
þín skilgreining á þingmennsku
Sigurður? Ég sinni þeim verkefn-
um sem mér er falið á þingi af
kostgæfni og vinn góða vinnu á
nefndarsviði. Þar fara hin raun-
verulegu þingstörf fram.
Sigurður Eggertsson:
Finnst þér að launa- og
skattaupplýsingar eigi að
vera skilgreindar sem persónuupplýs-
ingar?
Birgitta Jónsdóttir: Ef það lýtur
að fólki í einkageiranum þá hlýtur
svo að vera, varðandi opinbera
starfsmenn eru aðrar leikreglur.
Hallur Guðmundsson: Er
hægt að finna stefnuskrá
Píratapartýsins einhvers
staðar?
Birgitta Jónsdóttir: Hér erum við
að vinna hana fyrir opnum tjöld-
um, vertu endilega með: http://
wiki.is.pirate.is/. Við verðum með
kynningarfundi síðasta sunnudag
hvers mánaðar, næsti fundur mun
fjalla um upplýsinga- og málfrelsi
og stefnu okkar varðandi þau mál.
Jón Karlsson: Þú talar mikið
um beint lýðræði, greinilega
lausn allra mála í þínum
huga. Er ekki réttara að fólk kjósi
fulltrúa til þess að taka ákvarðanir
fyrir sig? Hvar eru mörkin dregin t.d. í
skattamálum?
Birgitta Jónsdóttir: Ég geri mér
fulla grein fyrir að það er ekki
lausn allra mála, en mér finnst
mjög mikilvægt að fólk láti sig
samfélag sitt varða og taki þátt
í þeirri ábyrgð sem því fylgir að
búa í lýðræðissamfélagi. Ég held
að það sé margt hægt að læra
af öðrum löndum/fylkjum eins
og t.d. Sviss vs. Kaliforníu. Í Sviss
er fólk bara nokkuð sátt við að
greiða skatta enda hefur það
betri upplýsingar og aðkomu en
hér.
Sigurður Eggertsson: Viltu
að þjóðin fái að kjósa um að
draga sig út úr aðildarviðræð-
um við ESB strax eða viltu klára
viðræðurnar áður en þjóðin fær að
kjósa?
Birgitta Jónsdóttir: Mér finnst
eðlilegast að klára þetta ferli og
setja það svo í þjóðaratkvæði. Ef
aftur á móti nægilega margir efna
t.d. til undirskrifta til að krefjast
þjóðaratkvæðis um hvort það
eigi að stoppa þá verður að virða
þjóðarvilja.
Eiríkur Magnússon: Ef nýtt
fólk, nýir flokkar, komast ekki
á þing í vor, á Ísland séns? Þá
meint þannig: verðum við ekki föst í
álögum „fjórflokksins“ næstu árin?
Hvernig metur þú mikilvægi næstu
kosninga?
Birgitta Jónsdóttir: Næstu
kosningar munu skipta mjög miklu
máli og því mikil ábyrgð sem felst í
því að fólk láti sig þjóðfélagsmálin
varða og taki þátt í nýju fram-
boðunum á einn eða annan hátt.
Það er gefandi starf, svo framar-
lega sem maður lítur á stjórnmál
sem samfélagsþjónustu og að
maður sé ekki tilbúinn að fórna
hugsjónum sínum fyrir metorð.
Kristján Tsiklauri: Sérðu
einhverjar líkur á að fólk vilji
hafa þig og þitt fólk inni á
þingi eftir þessar kosningar?
Birgitta Jónsdóttir: Veit ekki
hvert mitt fólk er:) En ég finn að
það er mikill áhugi á Píratapartý-
inu og opnu fundirnir mjög vel
sóttir. Það vantar eitthvert afl
sem virkjar ungt fólk út frá þeirra
veruleika.
Vania Koleva: Hvað er hægt
að gera til að losna við þessa
gífurlegu spillingu sem
viðgengst á Alþingi og stofnunum
tengdum Alþingi?
Birgitta Jónsdóttir: Meira
gagnsæi, meiri afleiðingar fyrir
afglöp í starfi og hvata til að haga
sér á ábyrgan hátt og taka af-
leiðingum gjörða sinna. Við höfum
nefnilega ágætt regluverk en því
er ekki framfylgt.
Helgi Hauksson: Þakka þér
fyrir allt, Birgitta. Skil ég þig
rétt ef ég segi að þú getir litið
á alla þingmenn sem félaga þína og
því yfirgefur þú enga þó þú bjóðir fram
með öðrum? Væri hugarfars þess ekki
þörf á þing?
Birgitta Jónsdóttir: Takk, Haukur
minn, fyrir að sjá þetta svona. Ég
lít einmitt svo á að ég hafi ekki yfir-
gefið neinn og vinn heilshugar með
félögum mínum í Hreyfingunni. Og
já, mikið væri gott að fleiri hefðu
slíkt hugarfar.
Hallur Guðmundsson: Telur
þú að Alþingi eigi að setja lög
sem banna eða hefta
verulega starfsemi smálánafyrir-
tækja?
Birgitta Jónsdóttir: Algerlega.
Jón Karlsson: Þarf ekki að
hækka laun þingmanna til
þess að gera starfið
eftirsóttara fyrir þá sem starfa í
einkageiranum, margir hverjir á
margföldum þingmannalaunum?
Laun hér eru mun lægri en á öðrum
Norðurlöndum.
Birgitta Jónsdóttir: Mér finnst
frábært að við séum ekki á
ofurlaunum. Það þýðir að við
fáum þá tilfinningu að við séum í
samfélagsþjónustu. Fulltrúa-
lýðræði er einmitt það, fulltrúar
margra hópa. Ef það er aðalbeit-
an að hafa ofurlaun þá held ég
að ástandið muni ekki lagast.
Við þingmenn höfum aðgengi
að fagfólki og ættum að temja
okkur að vinna með fólki áháð
flokkslínum út frá sérsviðum og
sérþekkingu þeirra.
Sema Serdar: Möguleg
aðild Íslands að ESB er eitt
af stærstu pólitísku málum
síðustu áratuga og mun að margra
mati skipa stóran sess í komandi
kosningum. Er það ekki einkennilegt
að nýtt framboð taki ekki afstöðu?
Birgitta Jónsdóttir: Nei og nei,
þetta er ekki neitt stórmál – al-
veg ljóst að þjóðin vill ekki gagna
inn, og ég vona með sanni að
þetta verði ekki aftur gert að að-
almálinu. Það er svo margt ann-
að sem er líka aðalmál. Í mínum
huga er ný stjórnarskrá sem og
að finna leið út úr verðtryggingu
sem og gengishengjunni ógur-
legu með jöklabréfavánni. Ég vil
ekki sjá aðrar einsmálskosningar.
Mín afstaða.
Jón Reynisson: Í hvaða
tilfellum, ef einhverjum,
finnst þér rétt að refsa fólki
fyrir dreifingu upplýsinga eða skráa?
Birgitta Jónsdóttir: Þetta er erfið
spurning sem ég á ekki einfalt
svar við. Ég get tekið barnaklám-
svinkilinn á þetta eða jafnvel
höfundarréttarvarið efni. Það
væri gaman að hafa málþing til
að kryfja vel og ná niðurstöðu.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir:
Er spilling á Alþingi?
Birgitta Jónsdóttir: Já.
Arnar Sigurður Hauksson:
Sæl Birgitta, vilt þú hafa
ákvæði um þjóðkirkju í nýrri
stjórnarskrá?
Birgitta Jónsdóttir: Ég hef um
langa hríð verið fylgjandi aðskiln-
aði ríkis og kirkju.
Unnsteinn Jóhannsson: Er
ál grænn málmur eins og
Bjarni Ben heldur fram?
Birgitta Jónsdóttir: LOL, hann
hefur greinilega aldrei komið
nálægt báxítnámum – það
er einhver sá mesti viðbjóður
sem hægt er að koma nálægt,
vítissótahelvíti þeirra sem búa
nálægt.
Sigurður Sigurbjörnsson: Í
hvernig mynd er sú spilling á
Alþingi sem þú segir að sé til
staðar? Mútur eða hvað?
Birgitta Jónsdóttir: Bendi
fólki á að lesa skýrsluna frá
rannsóknarnefnd Alþingis, til
að fá allgóða mynd af spillingu.
Stundum eru þingmenn mjög
tengdir fyrirtækjum eða hags-
munahópum. Er það að þiggja
stóra styrki mútur?
Eiríkur Magnússon:
Hvernig sérðu fyrir þér að við
eigum að haga innflytjenda-
málefnum á næstunni? Á að hleypa
inn öllum og jafnframt að breyta um
leið okkar samfélagslegu gildum
innflytjendum til handa?
Birgitta Jónsdóttir: Ísland er
nú þegar opið fyrir öllum sem
vilja flytja hingað frá Schengen-
svæðinu. Það hefur ekki verið
mikið vandamál. Það er mjög
mikið af fólki utan þess svæðis
sem væri gaman að fá til Íslands.
Pétur Jónsson: Er ekki
heppilegra að mynda
regnhlífarsamtök með
öðrum (svipað og R listinn) svo
atkvæði detti ekki dauð niður? Með
hverjum myndir þú vilja mynda
samtök?
Birgitta Jónsdóttir: Þetta hefur
verið skoðað og ég held að þetta
gæti alveg verið gerlegt, eina
vandamálið er að kosningalögin
eru ekki beint slíku kerfi vilhöll.
Þetta er reyndar mjög í anda
þess sem ég hef talað fyrir og ég
gæti hugsað mér að vinna með
nánast öllum nema kannski þeim
sem þurfa á aðeins meiri hvíld að
halda frá þjóðmálum, finna fyrir
meiri auðmýkt gagnvart sínum
þætti í hruninu.
Aðalsteinn Kjartansson:
Finnst þér eðlilegt að rukkað
sé fyrir opinberar
upplýsingar, t.d. eins og upplýsingar
úr fyrirtækjaskrá?
Birgitta Jónsdóttir: Við þurfum
að halda áfram að gera opinber
gögn stafræn til að tryggja að
þessi þjónusta kosti helst ekki
neitt. Gjöldin í dag eru allt of há
og því er fjölmiðlum mismunað
um aðgengi að upplýsingum.
Íris Björg Ævarsdóttir:
Sæl, Birgitta. Hvað finnst þér
um dóma sem falla í
kynferðisafbrotamálum hérlendis?
Birgitta Jónsdóttir: Mér finnst þeir
allt of vægir.
Nafn: Birgitta Jónsdóttir
Aldur: 45 ára
Menntun: Sjálfmenntuð í
vefhönnun og vefþróun,
grafískri hönnun og umbroti.
Starf: Þingmaður
Hreyfingarinnar
22
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var á Beinni línu á DV.is á miðvikudag.
M
y
N
d
iR
E
y
Þ
ó
R
Á
R
N
A
S
O
N
Frábært að vera
ekki á ofurlaunum 105
13
32