Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 34
Stökk fram af hengifluginu V innustofa Kristínar er tímabundið í bakhúsi í litla Skerjafirði. Sólin skín glatt þennan haustdag sem hún tekur á móti blaða- manni. Íslensk haust eru stundum stillt, björt og hlý. Einstakur tími til að njóta fallegrar birtu. Uppáhalds- árstími margra listamanna. Krist- ín er með sítt ljóst hárið slegið og í gallabuxum, þar sem hún stendur í dyragættinni, á bak við hana skín í eitthvað stórt og eldrautt. Rauður frumkraftur Vinnustofunni deilir hún með tón- listarmanni. Fremst eru magnar- ar og hljóðfæri og skip hvílir í gler- flösku. Yfir öllu gnæfir risavaxið verk Kristínar. Eldrautt úr lopa, saumað í grófan striga. Við setjumst fyrir fram- an verkið. „Ég hlakka til hvers dags sem ég kem hingað,“ segir Kristín eftir spjall um vinnustofur úti í bæ eða heimahúsi. Hún sest í hvítan ruggustól sem er haganlega komið fyrir beint fyrir framan verkið. Á milli stólsins og verksins er stærðarinnar vinnupallur. Að segja að síðustu verk Kristínar séu mögnuð er fátæklega til orða tekið. Verk hennar eru hrá og hlaðin orku. Verkið stóra í vinnustof- unni hennar er fjögurra metra hátt og myndefnið er kvensköp. Fjögurra metra stór og eldrauð píka. En hér gæti líka verið um abstrakt verk að ræða. Eldgígur eða orkuuppspretta. Víst er að með verkinu vísar Kristín í frumkraft sköpunarinnar. Þurfti að breyta til Kristín hefur tekið róttækum breytingum sem listamaður síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Áður voru verk hennar fínleg, nákvæm og draumkennd. Hún leitaði í íkon og helgimyndir. Í dag er hún hrá, gróf og fjallar um bannhelgi. Krist- ín segist hafa þurft að fara fram af hengifluginu. Ef hún hefði ekki gert það, hefði hún þurft að binda enda á listamannsferilinn og finna sér eitt- hvað annað að gera. „Ég var komin út á enda í því sem ég var að gera. Búin að fullkanna möguleikana fyrir sjálfa mig og vissi orðið fyrirfram hvern- ig verkið kæmi til með að líta út. Var komin með vissa ímynd, seldi vel og er auðvitað afar þakklát fyrir það en engu að síður varð ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að vera stöðnuð og föst í eigin ímynd. Fór fram af hengiflugi Ég ákvað að gera eitthvað allt annað og íhugaði jafnvel að hætta í mynd- list. Maður getur gert gagn í líf- inu þó maður sé ekki alltaf að fást við það sama. Hér var kreppan ný- skollin á og mér fannst það hald- ast í hendur hvernig komið var fyr- ir þjóðfélaginu og sjálfri mér. Hér þurfti að taka áhættu og segja satt, sama hvað það kostaði. Það þýddi að fleygja sér í vissum skilningi fram af hengifluginu og treysta því að ef það byggju í manni dýpri hæfileik- ar, í því sem maður er að gera, myndi það koma fram. Maður sér bara 10 prósent af ísjakanum og mig langaði að kafa dýpra, geta og sjá meira. Ég held nú bara að kreppan hafi hresst mig við að þessu leyti, en það jók álagið að vera einstæð móðir, missa spariféð og vera tekjulaus. Peningaá- hyggjur eru hundleiðinlegar en ekki um annað að gera en að draga upp Jón Hreggviðsson í Íslendingseðlinu og segja: Ja, áður en ég drepst ætla ég að hafa það gaman. Og komast þá að því hvað það er sem manni þyk- ir gaman.“ Að hætta að dæma Til þess að leggja í þessa óvissuför þurfti hún að hætta að dæma sjálfa sig. „Ég leyfði undirmeðvitundinni að brjótast undan fullkomnunarárátt- unni og í kjölfarið jókst krafturinn og frelsistilfinningin. Ég steinhætti að hugsa um hvað öðrum fannst. Þetta tekur allt sinn tíma,“ viðurkennir hún. „Þetta hefur verið mín leið, að virkja sköpunargleðina. Sem er ansi gott orð fyrir það sem ég er núna að gera,“ bætir Kristín við glettin. Vill fara alla leið Þrátt fyrir að verk hennar séu hrárri og beittari eru þau bundin eldri verk- um hennar ákveðnum þræði. „Mað- ur kemst aldrei frá sjálfum sér. Mér finnst ég alltaf vera að fjalla um innri gerð mannsins, á öllum sviðum, hið andlega og líkamlega. Að vera í tengslum við náttúruna, og þá frum- krafta sem í henni búa og við erum hluti af. Það sem er breytt er að ég vinn nær undirmeðvitundinni og treysti eðlisávísuninni betur. Svo hafa einnig bæst við beittari viðfangsefni tengd opinni umræðu í þjóðfélaginu, svo sem kynbundnum hlutverkum 34 21.–23. september 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Falleg lesning og rík af húmor.“ Reglur Hússins Jodie Picoult „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur Kristín Gunnlaugsdóttir vinnur að sýningu þar sem eitt verkanna verður fjögurra metra há kvensköp. Hún hefur tekið róttækum breytingum sem lista- maður á síðustu árum og segist hafa stokkið fram af hengiflugi í listsköpun sinni. „Og stundum, seint á kvöldin eða snemma á morgnana, þá hef ég ískald- ar peningaáhyggjur. En það er aldrei lengi. Þegar það gerist þá bið ég bænirnar mínar,“ segir Kristín meðal annars í einlægu spjalli. „Ég steinhætti að hugsa um hvað öðrum fannst Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Altaristafla Spurð hvort tengingin sé jafnvel trúarleg kinkar hún kolli þegjandi. Segir svo eftir smáíhugun: „Ég óska þess stundum að þessi mynd verði altaristafla í kirkju.“ mynd eyÞóR áRnAson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.