Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 26
„Ég er svolítið klikkuð“ 21.–23. september 2012 Helgarblað É g held stundum að ég muni deyja,“ segir Elín Hirst í símann þegar við ákveðum að mæla okkur mót. Þetta er sagt í hálf- kæringi, hún er á eftir áætlun, ætlaði að vera búin að hringja. Það er brjálað að gera og stundum nær hún ekki að halda utan um öll verkefnin – eða þannig er tilfinningin. Hún stend- ur nú samt við sitt og heldur ótrauð áfram, skrifar bók og stefnir á framboð fyrir alþingiskosningarnar í vor. Stefnumótið er sett næsta morgun, á milli þess sem hún heldur fyrirlestur um framkomu í fjölmiðlum og fundar með aðstandendum söguhetjunnar í bókinni sem hún er að skrifa, á danska kaffihúsinu við Suðurlandsbraut. Þar kemur hún sér fyrir úti í horni með spjaldtölvuna, te og gróft brauð með osti. Hún er óaðfinnanlega til fara, andlitið málað og hárið uppsett, í ljós- brúnum kögurjakka, blárri skyrtu og hermannagrænum buxum með hvít- an iPhone um hálsinn. „Ég er búin að fara í svo mörg við- töl að mér finnst stundum leiðinlegt að hlusta á mig tala,“ segir hún og lofar að segja frá því sem hún hefur aldrei sagt áður. „Ég vil vera hrein og bein og tala um allt.“ Óttaðist dauðann Eins og dauðann, hann hefur lengi verið henni hugleikinn og í æsku ótt- aðist hún hann mjög. „Ég hef alltaf verið hrædd við að deyja. Þegar ég var lítil var mamma oft í vandræðum með mig því ég fékk grátköst og vildi ekki deyja. Ég er ekki alveg laus við þennan ótta en eftir að ég fór að skilja dauðann get ég horfst í augu við hann. Þetta eru okkar örlög, við munum öll deyja, en það eru engin endalok. Sál okkar lifir áfram,“ segir hún sannfærð. Hún hefur ekki alltaf verið trúuð en er mjög trúuð núna. „Ég fékk trú þegar amma Elín dó árið 1993. Við vorum ofboðslega nánar. Hún lá á Landakoti og þegar hún dó fór ég þangað og sá hvar hún lá uppi í rúmi, líkaminn var fallegur en ég sagði strax að þetta væri ekki amma mín. Þetta var ekki hún. Ég upplifði það svo sterkt að líkaminn var bara farartæki, hulstur utan um hana, og sálin var farin. Ég hafði aldrei séð látinn einstak- ling áður og var svo hissa. Þegar ég kom heim þá bað ég Guð um að út- skýra þetta fyrir mér, það var eitthvað í gangi þarna sem ég vildi skilja betur. Ég bað bænir og bað um svar. Eftir það öðlaðist ég trú, sem er eitthvað annað og meira en þessi týpíska barnatrú.“ Um leið áttaði hún sig á því að kær- leikurinn getur gert magnaða hluti og að við uppskerum eins og við sáum. „Ég held að Guð viti hvað maður á að gera, ef þú gerir það þá nærðu ekki bara árangri heldur finnur hamingj- una. En það sem mér fannst merkileg- ast er að maður deyr ekki. Við skiljum líkamann eftir – eins óhugnanlegt og það nú er, en lífsneisti sálarinnar lifir áfram.“ Menningarsjokk á Indlandi Sjálf stundar hún stundum hug- leiðslujóga, þó að hún sé kannski ekki eins dugleg og hún myndi vilja vera. En það er hennar leið til þess að kom- ast í samband við æðri máttarvöld og stilla hugann af – eða hennar tilraun réttara sagt. „Ég reyni,“ segir hún og hristir hausinn. „Ég er svo upptekin af öllu áreitinu í kringum mig. En ég hef farið á kúrsa á Indlandi til þess að læra meira. Það breytir þér, þú ert ekki sama manneskjan þegar þú kemur heim úr slíkri ferð. Fyrst þegar ég kom til Indlands fékk ég menningarsjokk og mér leið illa allan tímann. Samt var eitthvað sem togaði mjög sterkt í mig þannig að um leið og ég fékk tækifæri til þess að fara aftur þá fór ég, þó að þetta væri erfitt ferðalag líkamlega og andlega, dýrt og allt það. Núna nýt ég þess að vera þar.“ Hún hefur núna farið nokkrum sinnum og er yfirleitt viku, tíu daga í senn. „Ég vil ekki vera lengi. Ég er reyndar ekki mikið fyrir að fara til útlanda og sækist ekki eftir því nema það sé eitthvað sérstakt, ég eigi erindi út. En þetta finnst mér æðislegt.“ Bað um skilaboð að handan Hún er einlæg í frásögn sinni og hlær þegar hún rifjar það upp að þegar góð- vinur hennar Jónas Jónasson var að deyja hafi þau gert með sér samkomu- lag. „Fyrst við vorum á sömu línu bað ég hann um að hnippa í mig þegar hann væri kominn yfir. Hann með sinn mikla viljastyrk og sterku sann- færingu ætti að geta náð sambandi við mig sem er opinn viðtakandi. Ég er alltaf að bíða!“ segir hún og hlær. „Mér finnst þetta notalegar hugs- anir. Þetta er partur af lífinu, dauðinn er partur af lífinu en það er aldrei talað um hann, hann er útilokaður og þess vegna óttumst við hann. En þetta var ekki svona. Í gamla daga lágu lík á heimilum fólks, og það er kallað að láta líkið standa uppi, og síðan voru teknar myndir af líkum barna. Það var til siðs á Íslandi og víða um lönd, og á Þjóðminjasafninu er gríðarlegt safn af myndum af líkum barna. Á þessum tíma var dauðinn daglegt brauð. Það var rosalega mikið lagt á fólk.“ Hamingjan er ekki velgengni Í dag höfum við betri úrræði, fólk er heilbrigðara og lifir lengur og við betri aðstæður. En þá eru kannski aðrir hlutir sem færa fólki óhamingju „… eins og þessi neysluhyggja og allt þetta áreiti,“ segir hún og grípur um símann sem hangir um háls hennar. „Ég bara velti því fyrir mér hvort við séum eitt- hvað hamingjusamari í dag. Það er svo sláandi að ferðast um staði eins og Indland þar sem þú sérð konu skæl- brosandi í einhverju hreysi á meðan þú situr í fýlu inni í fínum bíl. Það er eitthvað skakkt við það og það sýnir svo skýrt að velmegun og velgengni færa okkur ekki hamingju.“ Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan líf hennar tók nýja stefnu, „… hvort sem mér líkaði betur eða verr.“ Eftir 30 ára feril í fjölmiðlum var henni sagt upp á fréttastofu RÚV. Uppsögnin var mikið reiðarslag en síðan hefur hún notað tímann til þess að verða betri manneskja – eða reyna það. „Ég hef ekki sótt um vinnu heldur verið frílans og sinnt eigin verkefnum. Það hefur stundum verið erfitt fjár- hagslega, flæðið er ekki eins jafnt og áður. Á endanum skila peningarn- ir sér en ég þarf að vinna lengi launa- laust áður. Engu að síður hefur mér tekist að halda mér á núllinu og er sennilega á svipuðu róli og ef ég væri óbreyttur fréttamaður á RÚV.“ Reiddist sjálfri sér Launin voru aftur á móti hærri þegar hún var í yfirmannsstöðu, þá var hún með hátt í milljón á mánuði. „En það er svo merkilegt að maður hagar lífi sínu alltaf út frá því hversu mikið mað- ur hefur á milli handanna og er alltaf jafn blankur, það er svo fáránlegt. Á þessum tíma var ég að eyða í alls kon- ar fatastand, hárgreiðslu og var alltaf að kaupa eitthvað á strákana eða til heimilisins.“ Þegar hún hætti á RÚV skall líka á efnahagskreppa sem gerði það að verkum að Elín ákvað að fara í neyslu- bindindi. „Ég ákvað að kaupa aldrei neitt fyrr en það var búið heima, fór að versla í ódýrari matvöruverslunum og spá í það hvernig ég gæti nýtt matinn. Ég var eitthvað svo reið inni í mér fyrir að hafa tekið þátt í þessum neysludansi. Til hvers átti ég enda- laust af sokkabuxum sem ég nota aldrei eða þrjátíu pör af skóm þegar ég nota alltaf sömu þrjú pörin? Ég var búin að kaupa alls konar föt sem ég notaði kannski einu sinni. Þannig að ég ákvað að nú væri kominn tími til að versla í mínum eigin skápum og það var mjög mikið að finna þar eftir öll þessi ár,“ segir hún og hlær. „Að sumu leyti er ég hamingju- samari en ég var. Þetta var svo mikið bull. Ég var að kaupa þetta og hitt sem ég hafði engin not fyrir. Smám saman óx upphæðin sem fór í svona vitleysu og ég gerði mér enga grein fyrir því. En ég finna að núna er þetta að koma aðeins aftur, þannig að ég er fljót að gleyma eins og allir, en ég vona samt að við munum aldrei fara aftur í sama eyðslugírinn.“ Elín Hirst segir hlæjandi frá því að hún hafi safnað leikfangakörlum með strákunum sínum og sé kannski svolítið klikk. Fjölskyldan var alltaf númer eitt, hún átti fáa vini og hikaði ekki við að hlaupa frá stærsta tækifæri lífsins til að aðstoða son sinn sem kallaði. En nú vill hún fara á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stefnir á þriðja sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún fer yfir ferilinn þar sem hún hefur átt sínar dýfur og einsetti sér að verða betri manneskja þegar henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Og það hvernig hún öðlast trú eftir að hún sá ömmu sína þegar sálin hafði yfirgefið hana og áttaði sig á því að dauðinn er ekki endanlegur. 26 Viðtal Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Ég upplifði það svo sterkt að líkam­ inn var bara farartæki, hulstur utan um hana, og sálin var farin. „Ég fékk grátköst og vildi ekki deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.