Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 35
Stökk fram af hengifluginu Menning 35Helgarblað 21.–23. september 2012 „Það er algjör óþarfi að láta íhaldssemina halda sér frá þessari bók því hún er þrælsniðug á allan hátt.“ „Djúpið er hjartnæmt, ljóðrænt og tæknilega fullkomið verk.“ Múffur í öll mál Nanna Rögnvalds Djúpið Baltasar Kormákur Þ að er ekki annað hægt en að hrósa hinum tvítuga Ásgeiri Trausta fyrir þessa frumraun. Á plötunni Dýrð í dauða- þögn er að finna þroskaðar laga- smíðar frá þessum unga manni sem eru frábærlega útsettar. Þessi dreng- ur stimplaði sig inn í þjóðarsálina þegar hann flutti lag sitt Sumargestur í Hljómskálanum síðastliðinn vetur. Þá hugsaði maður með sér að þessi drengur væri gífurlega efnilegur en eftir að hafa hlustað á plötuna þá er nánast hægt að segja að hann stígi fullmótaður fram. Ásgeir Trausti hefur hægt og ró- lega læðst upp að manni með lög- unum Sumargestur og Leyndarmál undanfarna mánuði. Eftir að hafa heyrt hann flytja lögin sín í útvarpi einn og óstuddur varð manni ljóst að hann Ásgeir Trausti er ekta ein- tak af tónlistarmanni. Einstaklega hæfileikaríkur hljóðfæraleikari og umfram allt frábær söngvari. Hann er þó ekki einn á þessari plötu. Hann er dyggilega studdur af vel þekktum tónlistarmönnum sem mega vart koma nálægt upptök- um á plötum án þess að þær breyt- ist í gull. Þessu nýtur hann vissulega góðs af en þetta er þó svo smekklega unnið að það dregur ekki athyglina frá hæfileikum Ásgeirs. Textarnir eru komnir frá Einari Georg Einarssyni, föður Ásgeirs, og Júlíusi Róberti Aðalsteinssyni. Meló- díur Ásgeirs falla einstaklega vel að textasmíðunum. Það verður spennandi að sjá hvað kemur frá honum í framtíð- inni. Hann hefur þó eflaust öðl- ast marga aðdáendur með þessari fyrstu plötu sinni sem munu njóta hennar þar til næsta afurð lítur dagsljósið. n Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Tónlist Dýrð í dauðaþögn Ásgeir Trausti Útgefandi: Sena Bravó! T éa Obrecht, höfundur Konu tígursins, fæddist árið 1985 í Serbíu og ólst upp hjá afa sínum sem var kaþólskur Slóveni og ömmu, sem var Bosníumúslimi. Fluttust þau til Bandaríkjanna þegar stríðið braust út. Þar hafa þau búið síðan Téa var barn. Á síðasta ári kynnti þessi ungi höf- undur frumraun sína. Skáldsöguna Kona Tígursins, The Tigers Wife. Bók Téu er byggð á fólkinu hennar og þeim sögum sem hún ólst upp við. Sjálf segist hún hafa hugsað um átökin á Balkanskaganum en hún hafi hins vegar ekki viljað rekja þau með nokkrum hætti. Þess í stað not- ar hún töfraraunsæi og þjóðsögur til að túlka tilfinningar þær sem stríðið hefur vakið með henni og fjölskyldu hennar. Kona tígursins fjallar um samband Nataliu og látins afa hennar. Natalia er ungur læknir sem ferðast til smá- bæjar sem var eitt sinn í þeirra heima- landi en er nú á sjálfstjórnarsvæði. Téa notar tvær lykilsögur úr munn- legri frásagnarhefð sem hún fléttar listilega í frásögnina. Sögurnar eru í anda töfraraunsæ- is sem blandast öðrum hversdagsleg- um minningum og frásögn. Önnur þeirra segir af „dauðalausum“ manni. Manni sem getur ekki dáið. Hin sagan segir af tígrisdýri sem hún og afi hennar heimsækja í dýragarð. Þegar stríðið brýst út, flýr dýrið og reikar um landið. Þar til að mállaus og heyrnar- laus kona, beitt ofbeldi af eiginmanni sínum, fylgir tígrisdýrinu út í frum- skóg. Kona tígursins hefur séð margt verra í eðli mannsins og kýs fremur hreint villieðli tígrisdýrsins. Verk Téu er töfrandi og nístandi fagurt. Báðar þessar sögur rista djúpt og verða kraftmikil minni. Tígrisdýrið máttuga sem verður skítugt og hrakið í stríði vekur upp hughrif um stríð og mannlegt eðli. Um grimmd og illsku sem er órjúfanlegur hluti heimsins en étur sjálft sig. Tortímir sér um leið og það viðheldur sér. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Kona Tígursins Höfundur: Téa Obrecht. Útgefandi: Forlagið. 360 blaðsíður Nístandi fegurð Töfrandi Sögurnar eru í anda töfraraunsæis sem blandast öðrum hversdagslegum minningum og frásögn. kynjanna, ekki síst tabú varðandi kynorku kvenna. Ég vil fara lengst inn að kjarnauppsprettunni,“ segir hún og bendir inn að miðju rauða verksins. „Þarna inn,“ segir hún og brosir. Áfram, systur! Hún segist einnig vera að vísa til kynsystra sinna með því að nota garn og striga. „Ég er svolítið að kalla fram hógvært handverk kvenna, hvernig þær hafa dund- að heima og saman yfir kaffibolla. Ég elska þá kyrrð. Stóra verkið er í raun klukkustrengur, handverk sem konur hafa notað og skreytt híbýli sín með og enginn veitir sér- staka athygli. Það heimagerða og heimasaumaða, stoppa í sokka, hekla borðtusku. Baka. Og leysa heimsmálin í leiðinni.“ Konur tala saman Kristín hefur fengið hjálp vina og kunningja við undirbúning verks- ins. Það hefur verið sjö mánuði í vinnslu. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér almennt grein fyrir hversu mik- il vinna fer í að búa til sýningu. Í mínu tilfelli er ég tvö ár í stanslausri vinnu að búa til verk fyrir sýninguna á Listasafni Íslands, fyrir haustið 2013. Allir tengdir safninu eru á launum en listamaðurinn, miðjan í starfi safnsins, er launalaus, útvegar vinnustofu og allt efni, í langan tíma áður en kemur að sýningu. Hér er ekki við safnið að sakast held- ur hugsunarhátt fólksins í landinu, þeirra sem stjórna og viðhorf þeirra til listrænna starfa. Finnst fólki þetta í lagi? En hér hafa margir talað saman yfir saumum. Ég hef kallað eftir að- stoð á Facebook til að sauma saman endalausa renninga og mynda bak- grunn verksins og alltaf komu ein- hverjir til að sauma með, konur í meirihluta, og það hefur verið virki- lega gefandi og skemmtilegt. Þær taka myndefninu ekki of hátíðlega og er oft skemmt. En það er ekk- ert skrítið, það er öðruvísi fyrir karl- menn að nálgast verk um tabú tengd kynlífi kvenna, þeir hafa gegnum listasöguna „átt“ viðfangsefnið nak- inn kvenmaður og klámiðnaðurinn í dag styður nú aldeilis við þá hefð. Mig langar að mynda andsvar við þessu og þykir verst að geta ekki haft hana ennþá stærri, svo nóg er ég búin að fá af kjamsi karla á kvenlík- amanum í gegnum tíðina. Útlits- og æskudýrkun samtímans er líka þarft viðfangsefni, ekki síst þar sem konur taka þátt sjálfar.“ Er viðfangsefnið einhverjum feimnismál? „Ég á börn í grunnskóla og svara þeim eins vel og mér er unnt þegar og ef þau spyrja út í verkin. En þau fá að ráða hraðanum og ekkert ligg- ur á. En ekkert er feimnismál heldur eða vandræðalegt. Verkin tengjast ekki heimilinu beint, þau snúa að starfi mínu og ég held það sé mikil- vægt að þau sjái mig vinna af áhuga og krafti í því sem skiptir mig máli. Ég man eftir að hafa raulað árum saman sem unglingur gott lag úr ís- lenskri kvenréttindabaráttu: En þori ég, vil ég, get ég… og svo framvegis. Ég vona að börnin geti tekið undir einhvern tíma: Sko, mömmu, hún hreinsaði til.“ Sýning Kristínar verður í Listasafni Íslands á næsta ári og henni verður fylgt eftir með nýrri bók. n Endurfædd Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í Listaháskólanum, rýndi í verk Kristínar. n „Þessi mynd Kristínar Gunnlaugs- dóttur er hennar stærsta verk til þessa. Fyrir mér er ekkert í list Kristínar tilviljun. Þetta eru risastór kvenmannssköp í heitum rauðum litum. Myndin dansar samt á mörkum raunsæis og veraldar táknmálsins. Ein af erkitýpum eða frumgerðum myndmálsins er Vesica Piscis eða fiskiblaðran, formið sem myndast þegar tveir hringir ganga inn í hvor annan. Það form hefur djúpa táknmerkingu í evrópskri myndlist og er víða notað í kirkjubyggingum og málverkum. Nær kjarna sköpunarinnar sjálfrar er vart hægt að komast. Kristín hefur verið á ótrúlega skemmtilegu ferðalagi að undanförnu í list sinni. Hún er eins og endurfædd á andstæðan hátt við stærstan part listferils síns. Kristín á langa sögu í myndmálsnotkun og er þrátt fyrir allt lík sjálfri sér þó hún hafi breytt aðferðum sínum og myndheimi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.