Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 38
38 Viðtal 21.–23. september 2012 Helgarblað É g vissi alltaf að það væri eitt- hvað að og stundum þegar ég fór með bænirnar mínar á kvöldin bað ég til guðs að ég myndi vakna sem strákur. Það var líka það sem ég óskaði mér þegar ég blés á kertin á afmælinu mínu,“ segir Örn Danival Kristjánsson, 29 ára transmaður. Vantaði fyrirmynd Örn Danival hét áður Helga og var þriggja barna móðir. Hann hóf kyn- leiðréttingarferli fyrir rúmu ári, er í hormónameðferð og fer í brjósta- nám í næstu viku. Þrátt fyrir að hafa verið ringlaður sem barn minn- ist hann æskunnar með hlýju. „Mér gekk vel í skóla og átti vini og svona. Ég var ekkert alltaf að pæla í þessu. Samt var ég mikil strákastelpa og átti mikið af strákavinum. Mamma segir að ég hafi einu sinni sagst vilja óska þess að ég væri strákur,“ segir Örn sem kemur fram með sína sögu til að sýna öðrum transmönnum að þeir séu ekki einir. „Það var ekki fyrr en í júlí í fyrra að ég gerði mér grein fyrir að ég væri trans. Ég vissi af transkon- um, eins og Önnu Kristjánsdóttur, en ég fór svona seint af stað af því að ég vissi ekki að það væri hægt að leið- rétta á þennan veginn. Ég vissi ekki af neinum transmanni. Mig vantaði fyrirmynd.“ Ein af strákunum Örn ólst upp í Reykjavík í hópi sjö systkina. „Við vorum fjórar stelpur og þrír strákar og ég var elsta stelp- an. Í dag erum við þrjár stelpur og fjórir strákar,“ segir hann og bæt- ir aðspurður við að hann hafi verið frábrugðinn systrum sínum. „Ég var aldrei nein svaka skvísa. Var miklu meiri strákastelpa,“ segir hann og bætir við að viðbrögð fjölskyldunn- ar hafi verið blendin. „Ég hafði kom- ið út sem lesbía fyrir þremur árum en í dag er ég streit karlmaður. Viðbrögðin voru misjöfn en reyndar kom þetta fáum á óvart. Mamma sagði að hún hefði alltaf vit- að að ég kæmi út sem eitthvað en ekki alveg þetta. Hana hafði lengi grunað að ég væri samkynhneigð en þetta var pínu sjokk fyrir hana. Hún er samt orðin rosalega flott með þetta í dag. En þetta var erfitt fyrir hana til að byrja með. Núna er hún farin að leiðrétta fólk sem kallar mig óvart gamla nafninu mínu eða segir „hún“. Mamma kallar mig Örn en það tók hana hálft ár að venjast því,“ segir Örn og bætir við að pabbi hans sé ósköp yfirvegaður yfir þessu öllu saman. „Ég var náttúru- lega búin að vera dóttir hans í 29 ár og ég held að það sé ekkert auðvelt að þurfa allt í einu að líta á stelpuna sína sem strák. Það tekur tíma. En mér finnst við orðnir nánari með tímanum. Feðgasamband okkar er nánara en feðginasambandið var,“ segir Örn og bætir við að hann hafi nokkrum sinnum lent í því að gamlir skólafélagar hafi ekki þekkt sig úti á götu. „En svo hef ég líka lent í því að þeir stoppi mig og óski mér til ham- ingju. Þetta kemur örugglega fæst- um þeirra á óvart. Ég var alltaf ein af strákunum í gamla daga.“ Syninum var strítt Örn á þrjú börn. Kristján er 13 ára, Ingunn Anna 11 ára og Hafdís sex ára. Þótt hann hafi vissulega velt fyr- ir sér áhrifum breytinganna á börn- in segir hann andlegt ástand sitt hafa verið orðið svo slæmt að þetta hafi hreinlega verið spurning um líf eða dauða. „Þegar ég uppgötvaði að ég væri trans púsluðust svo mörg púsl saman. Mér hafði liðið svo svakalega illa. Í dag líður mér æðislega vel. Án gríns, í fyrsta skipti í tíu ár er ég án þunglyndis- og kvíðalyfja. Ég þarf líka ekki lengur að ganga til sálfræðings. Er bara útskrifaður,“ segir Örn sem velti vel fyrir sér hvernig hann gæti hafið ferlið á sem auðveldastan hátt fyrir börnin. „Ég var hræddur um að ég myndi missa börnin mín. Ég hafði ekki hug- mynd um viðbrögð fólks og bjó mig undir það versta. Ég hélt jafnvel að feður þeirra myndu reyna að meina mér að hitta þau, að þeir tækju þau af mér. Þess vegna ákvað ég að tala við barnavernd þar sem ég fékk að vita að lagalega séð er ekki hægt að krefj- ast fulls forræðis á þeim grundvelli að ég er transmanneskja,“ segir hann en bætir við að barnsfeður hans hafi ekki tekið fréttunum illa. „Ég þurfti að eiga samtal við einn þeirra og útskýra fyrir honum að þótt ég sé karlmaður geri það hann ekki að homma. Hann óttaðist það aðeins. Ég held að ég hafi verið mjög heppinn því það var enginn sem tók þessu neitt sérstaklega illa. Vissulega hefur verið spilað á samviskubit mitt gagnvart börnunum. Sérstaklega fyrst þegar ég var að koma út og það var þá yfirleitt frá fjölskyldum barns- feðra minna. Ég skil þær áhyggjur en eins og ég segi, þetta var orðin spurn- ing um líf eða dauða. Mér finnst líka öll börn eiga rétt á hamingjusömum foreldrum. Börn finna það þegar for- eldrar þeirra eru óhamingjusamir. Ég var ekki hamingjusamur. Í dag líður þeim sjálfum betur, þau hafa haft orð á því.“ Hann viðurkennir að hafa ótt- ast að börnin myndu skammast sín fyrir hann. „En það hafa reynst óþarfa áhyggjur. Stráknum var strítt í fyrstu en eftir að ég ræddi við bekk- inn og hélt fræðslu fyrir nemendur, kennara og foreldra breyttist það,“ segir hann og bætir aðspurður við að þar sem samband hans og barnanna hafi ávallt verið náið hafi orðið lítil breyting þar á. Börnin kalla hann mömmu Áður en Örn sagði börnunum sínum hvernig væri í pottinn búið, kynnti hann þau fyrir öðru transfólki. „Ég útskýrði líka fyrir þeim hvað það þýddi að vera trans. Svo þegar þau höfðu vitað það í nokkurn tíma og var farið að þykja trans hluti af eðli- legri flóru mannlífsins sagði ég þeim að þetta væri eitthvað sem ég væri búinn að hugsa mikið um. Eldri stelpan mín sagðist þá vera of ung fyrir þetta. En hún er sátt í dag. Og þau öll. Þetta var samt mjög erfitt og er það jafnvel ennþá,“ segir hann og bætir við að eðlilegar aðstæður geti auðveldlega orðið erfiðar og jafnvel flóknar hjá fjölskyldunni. „Eins og þegar þau eru að kynn- ast nýjum krökkum eða nýju fólki. Þá þurfa þau alltaf að útskýra. Og þau eru mikið spurð. En þetta eru sem betur fer mjög klárir krakkar og eru opnir með þetta. Ég held alveg hik- laust að börn eigi mun auðveldara með svona lagað en fullorðnir og eft- ir því sem þau eru yngri því opnari eru þau fyrir svona hlutum. Börn- in mín kalla mig ýmist mömmu eða pabba. Eldri krakkarnir kalla mig oft- ast mömmu en sú yngsta segir pabbi en stundum mamma. Ég held að þau séu að máta þetta og finna út hvern- ig þau vilja hafa þetta. Það er alfar- ið þeirra ákvörðun hvað þau kalla mig. Ég er mamma þeirra og mun alltaf verða það. Þeim er velkomið að kalla mig mömmu það sem eft- ir er,“ segir hann og bætir aðspurð- ur við að kannski upp að einhverju marki finnist krökkunum þau eiga tvo pabba. „En þau sjá og finna að ég hef ekkert breyst. Þau segja öll að ég sé skemmtilegri núna. Þau sjá að mér líður mun betur.“ Örn segir meðgönguna hafa far- ið afar illa í sig. „Ég hef alltaf sagt að meðgangan hafi verið erfiðasti tím- inn í mínu lífi. Mér leið skelfilega, var pirraður frá morgni til kvölds og reið- ur út í allt og alla. Mér fannst þetta svo ógeðslega vitlaust og rangt og lét það bitna á öllum í kringum mig,“ segir hann og bætir við að strax eft- ir fyrstu meðgöngu hafi hann farið á þunglyndislyf. „Ég óska engum að lenda í þessari aðstöðu. Ekki frekar en að ég óski karlmanni að vera óléttur. Ég þrái samt að fá að upplifa meðgöngu aftur en á réttum stað í það skiptið. Mig langar til að vera réttu megin við línuna – vera pabbinn sem kemur við kúluna og finnur barnið sparka,“ segir Örn sem þó skipulagði barn- eignirnar. „Ég ákvað að eiga öll börn- in. Ekkert af þeim var slys. Þótt þetta hafi verið erfitt var það algjörlega þess virði. Ég var alltaf spenntur fyr- ir komandi barni og fylgdist með því sem var að gerast á síðum á netinu. En mér leið ekki vel og eftir fæðingu fékk ég fæðingarþunglyndi ofan á allt saman.“ Gifti sig í hvítu Þegar Örn gekk undir nafninu Helga gekk hann í það heilaga og var af- skaplega falleg brúður í hvítum kjól á brúðkaupsdaginn, líkt og brúð- kaupsmyndirnar sanna. „Ég gekk í gegnum mörg tímabil í mínu lífi þar Örn Danival er 29 ára transmaður og þriggja barna móðir. Örn, sem áður hét Helga, hóf kynleiðréttingarferli fyrir rúmu ári og fer í brjóstanám í næstu viku. Örn vissi alltaf að það væri ekki allt með felldu en segist hafa vantað fyrirmynd. Hann segir sína sögu í von um að hjálpa öðrum í svipuðum sporum. „Bað til guðs að ég myndi vakna sem strákur“ Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Ruglast stundum sjálf „Mér brá fyrst og fannst ég of ung til að takast á við þetta. Mér fannst þetta mjög skrítið en ég hafði heyrt af svona áður. Mamma hafði talað svolítið um trans við okkur,“ segir Ingunn Anna, 11 ára dóttir Arnar. Ingunn Anna segir að það hafi ekki reynst sér erfitt að segja vinkonum sínum að mamma hennar væri transmaður. „Ég er bara ánægð fyrir hans hönd,“ segir Ingunn og bætir við að hún kalli Örn oftast mömmu. „Ég held að ég haldi því bara áfram. Þetta er mamma mín og hefur alltaf verið mamma mín. Fólki finnst þetta svolítið flókið og margir ruglast á því hvort þeir eigi að segja „hann“ eða „hún“. Mér er samt alveg sama enda ruglast ég sjálf stundum,“ segir Ingunn Anna og bætir við að vinir hennar hafi tekið fréttunum vel. „Sumir trúa mér ekki en flestir eru bara ánægðir með hana og spyrja mig mikið út í þetta. Mér finnst að fólk eigi að fá að vera eins og það er. Mamma er miklu hressari og skemmtilegri núna. Ég sé að henni líður miklu betur núna.“ „Eldri krakkarn- ir kalla mig oft- ast mömmu en sú yngsta segir pabbi, en stundum mamma Mæðgur Örn, þegar hann gekk undir nafninu Helga, ásamt dóttur sinni. Hét Helga „Ég óska engum að lenda í þessari aðstöðu. Ekki frekar en að ég óski karlmanni að vera óléttur.“ Fjölskyldan Örn ásamt Hafdísi, Kristjáni og Ingunni Önnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.