Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 36
Hvítt og svart 36 Lífsstíll 21.–23. september 2012 Helgarblað S ólin hefur ákveðið að láta sjá sig þennan haustdag og er skjannahvítt húsið bað- að geislum hennar. Nokkur nöfn eru rist í filmu á glugga við útidyrahurðina. Neðst stendur: Cesar. Ætli gæludýr sé á heimilinu? Húsið er raðhús, byggt á áttunda áratugnum. Þar býr Sigrún ásamt tveimur sonum sínum. Elsti sonur- inn er fluttur að heiman og dóttirin er í námi í útlöndum. Og jú, það er víst gæludýr á heimilinu: Hundurinn Cesar. Sigrún býður til stofu og má segja að heimilið sé gullfallegt. Hvítt og svart ræður þar ríkjum að mestu leyti hvað innréttingar og húsgögn varðar og svo skreyta veggina mál- verk í skærum litum. Stórt málverk eftir meistara Tolla hangir á vegg í stofunni; minnir þá sem á horfa á hálendið. Náttúruna. Ævintýralega litina á Íslandi. Skjannahvít og háglans „Ég er búin að búa hérna síðan 1993,“ segir Sigrún, „og var húsið í ágætis standi þegar við fluttum. Það er vel byggt og því var vel við haldið en smekkurinn var ekki al- veg eftir mínu höfði þannig að það er búið að vera að breyta eitthvað í öll þessi ár.“ Sigrún, sem hrifnust er af hvíta og svarta litnum, segir að eld- húsinnréttingin hafi verið blá, loft hafi verið brún og að brúnar flís- ar með rósum á hafi verið á aðal- baðherberginu. „Það væri kannski komið aftur í tísku; væri svona retrótíska.“ Byrjað var á að skipta um gólf- efni á neðstu hæðinni, síðar var að- albaðherbergið tekið í gegn, skipt var um skápa og hurðir og það var svo fyrir þremur árum sem ný eld- húsinnrétting var sett upp: Skjanna- hvít og háglans. „Ég var alltaf ákveðin í því hvern- ig ég vildi að eldhúsið yrði.“ Veggur á milli búrs og eldhússins var brot- inn niður og í dag er eldhúsið rúm- gott og bjart. Vaskur var áður við gluggann en Sigrún kaus að hafa setbekk við gluggann. Hvítt. Hvítt. Hvítt. „Innréttingin er skjannahvít og ég vildi meira að segja líka hvíta borðplötu.“ Bekkurinn er hvítur. Gluggatjöldin eru hvít. Hvít fartölva liggur á eldhús- borðinu. Zu Hause og Wohnen Nokkur hreindýr skreyta stofuna. Úr gleri. Leir. Postulíni. Sigrún safn- ar hreindýrum. En hvar er Cesar? Hann sést ekki en heyrist einu sinni gelta. Best að bakka aftur í tíma. Sigrún var ekki há í loftinu þegar hún fór að hafa áhuga á að skreyta herbergið sitt. Hún var dugleg að raða upp á nýtt í hillunum sínum, hún saumaði púða og málaði með nýjum litum. Unglingurinn Sigrún safnaði hí- býlablöðum og nefnir þýsku blöðin Zu Hause og Wohnen. „Ég átti stafla af þessum blöðum og hef alltaf haft áhuga á að hugga til í kringum mig; mér finnst það ofsalega skemmti- legt.“ Hugmyndin að stílnum á fram- tíðarheimilinu var farinn að mótast á þessum árum: Mínímalískt skyldi það vera með rúnnuðu og mjúku yf- irbragði. Hún velti því meira að segja fyrir sér um tíma að fara í nám í innan- hússhönnun. Fallegir hlutir einkenna heimili Sigrúnar, sonanna tveggja og Ces- ars. „Það skiptir mig miklu máli að eiga fallegt heimili. Mér líður best ef það er hreint í kringum mig og hlutirnir eins og ég vil hafa þá. Ég get notið mín við að raða hlutum, spek- úlera í hvað passar hvar og hvernig kerti eiga að vera í kertastjökunum.“ Það er einhvern veginn allt í stíl. Það passar allt svo vel saman. Sigrún er í svörtum fötum með hvítu mynstri. Það er haust. „Ég klæðist mikið hvítum fötum á sumrin og svörtum á veturna. Það er ekki kominn vetur,“ segir Sigrún og hlær. Armbandið og naglalakk- ið er í stíl. Eins og listaverk Fyrir utan að raða í hillur, sauma púða og mála herbergið sitt af og til á æsku- og unglingsárunum – og skoða myndir í Zu Hause og Wohnen – þá átti Sigrún dúkkur sem henni fannst gaman að greiða. Stundum klippti hún hárið á þeim. Prófaði sig áfram. Kona nokkur virðist hafa gert sér grein fyrir áhug- anum, kynnti Sigrúnu fyrir eiganda hárgreiðslustofu og hóf hún nám í hárgreiðslu 17 ára gömul. Hún tók svo við stofunni þegar hún var tvítug og nýútskrifuð og í dag er hún eigandi Hársögu. Næstu árin fór hún að keppa í hárgreiðslu og stóð oft uppi sem sigurvegari; hún nefnir sérstaklega keppni þar sem hún hannaði avant- garde hárgreiðslu. Án efa framúr- stefnulegt og flott. Hún hefur haldið sýningar og hannað hárlínur, bæði hér á landi og erlendis, og það er auðheyrt að áhuginn er mikill á starfinu. „Það gefur mér mikið að vera með fólk í höndunum og geta kannski breytt útliti þess til hins betra þannig að það sé ánægt. Sjálfs- myndin fer upp á við þegar fólk lítur vel út og er með fallegt hár.“ Hvað með tískuna? Hvaða stíll ríkir í dömuklippingum á Íslandi? „Kvenlegt en samt töff.“ Sigrún segir mikið um að konur séu með litað hár á Íslandi; meira en annars staðar. „Fallega litað hár í nokkrum tónum getur verið eins og listaverk.“ Listaverk. Það má líkja heimilinu við listaverk. Garðurinn er skoðaður sem er nátt- úrlega baðaður í sólargeislum. Það er auðséð að Sigrún hefur líka gam- an af að skreyta í garðinum. Blómin eru ekki hvít en sum eru gráleit; passa einhvern veginn vel við húsið þar sem hundurinn Cesar býr sem hefur ekki látið sjá sig. n Svava Jónsdóttir Það er nútímalegt. Hlýlegt. Heimili Sigrúnar Kristínar Ægisdóttur hárgreiðslumeistara skreyta litrík málverk og vel valin húsgögn og smáhlutir. Haust í garðinum Sigrún í garðinum þar sem allt er í stíl. Svart og hvítt Kolsvart píanó og skjannahvítt borð. Hlýlegt horn í stofunni Gólflampinn er frá Tekk húsinu. Tvö hreindýr Fallegir smáhlutir setja sterkan svip á heimilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.