Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 13
Persónukjör Fréttir 13Helgarblað 21.–23. september 2012 F rumvarp um persónukjör þvert á flokka hefur verið lagt fram á Alþingi. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp­ ið er lagt fram en það byggir á frumvarpi Vilmundar Gylfasonar, þingmanns Alþýðuflokks og seinna frambjóðanda Bandalags jafnaðar­ manna, frá árinu 1983. Frummæl­ endur eru tólf þingmenn úr þremur flokkum. Verði frumvarpið að lögum munu kjósendum standa til boða þrír möguleikar á því hvernig þeir nýta atkvæðisrétt sinn; að merkja við listabókstaf, merkja við einn fram­ bjóðanda eða kjósa einstaklinga þvert á flokka. Valgerður Bjarnadóttir, þing­ kona Samfylkingarinnar, er frum­ mælandi frumvarpsins. Hvort fjöldi þingmanna á meðmælendalista sé merki þess að málið njóti víðtæks stuðnings í þinginu segir hún: „Að minnsta kosti er það þannig hjá því fólki sem þarna er. Ég vona auðvitað að frumvarpið nái fram. Ég legg ekki fram mál nema ég trúi að þau kom­ ist í gegn.“ Vilmundarfrumvarpið Krafan um persónukjör ágerðist í kjölfar efnahagshrunsins og bús­ áhaldabyltingarinnar. Í fylgi­ gögnum með drögum að nýrri stjórnarskrá sem unnin voru af stjórnlagaráði er til að mynda lagt til að kosið verði með persónukjöri inn á þingið. Frumvarp tólfmenn­ inganna er í flestum efnisatriðum samhljóða frumvarpi Vilmundar frá árinu 1983. Vilmundur var kjörinn á þing fyrir Bandalag jafnaðarmanna árið 1983 en lést áður en þingið kom saman. Valgerður, ekkja Vilmundar, er frummælandi frumvarpsins. Auk hennar mæla Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari frá Hreyfingunni fyrir frumvarp­ inu. Auk Valgerðar mæla sjö aðrir þingmenn Samfylkingarinnar fyr­ ir frumvarpinu, það eru Björgvin G. Sigurðsson, Helgi Hjörvar, Magn­ ús Orri Schram, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Mars­ hall og Skúli Helgason. Í þingflokki VG er Þráinn Bertelsson meðal meðmælenda frumvarpsins. Aukið val kjósenda Með því að greiða framboðslista atkvæði sitt samþykkir kjósandi uppröðun flokksins. Hins vegar getur kjósandi léð einstaklingi á framboðslista atkvæði sitt. Þá nýt­ ist atkvæðið þeim stjórnmála­ flokki sem frambjóðandinn býð­ ur fram fyrir um leið og atkvæðið hefur áhrif á uppröðun á lista. Samkvæmt frumvarpinu verð­ ur heimilt að kjósa frambjóðend­ ur þvert á flokka. Þá getur kjós­ andi merkt við allt að helmingi fleiri frambjóðendur en fulltrúar kjördæmisins eru. Kjósandi sem greiðir atkvæði í kjördæmi með tíu þingmenn getur því raðað á allt að tuttugu manna lista. Atkvæði kjós­ andans deilist í hlutfalli milli lista og frambjóðenda. n Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is n Hægt verði að kjósa þvert á lista n Tólf mæla fyrir frumvarpinu Þau vilja persónukjör n Tólf þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram frumvarp um persónukjör. Valgerður Bjarnadóttir Samfylking Björgvin G. Sigurðsson Samfylking Helgi Hjörvar Samfylking Magnús Orri Schram Samfylking Mörður Árnason Samfylking Ólína Þorvarðardóttir Samfylking Róbert Marshall Samfylking Skúli Helgason Samfylking Birgitta Jónsdóttir Hreyfingin Margrét Tryggvadóttir Hreyfingin Þór Saari Hreyfingin Þráinn Bertelsson VG Vilmundur Gylfason n Var fyrst kjörinn á þing árið 1978 í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn. Árið 1983 var Vilmundur kjörinn á þing fyrir Bandalag jafnaðarmanna en hann stofnaði hreyfinguna eftir að hafa sagt sig úr Alþýðuflokknum. Vilmundur var umdeildur sem stjórnmálamaður. Hann gagnrýndi íslenska flokka og flokka- kerfið. Taldi það úrelt og spillt. Þá var hann gagnrýninn á bitleysi fjölmiðla. Vilmundur kom að þáttarstjórn Lands- horns,sem sýnt var í Ríkissjónvarpinu árið 1973. Þar vakti Vilmundur athygli fyrir hispurslausa og nokkuð ágenga framgöngu. Landshorn varð seinna að Kastljósi. „Frumvarp tólf- menninganna er í flestum efnisatriðum samhljóðandi frumvarpi Vilmundar Gylfasonar frá árinu 1983. Listi kosinn n Hér er um að ræða ímyndað kjördæmi sem hefur fimm þingmenn í kjördæmis- og jöfnunarsætum. Kjósandinn hefur kosið lista A og þar með fellt sig við röðun hans. Atkvæði kjósandans kemur til með að skiptast á milli efstu manna listans. Einstaklingur kosinn n Hér hefur kjósandi kosið einstakling á lista. Sá eða sú hlýtur þá heilt atkvæði og jafnframt hlýtur C-listi þetta atkvæði. Atkvæði skipt í 10 hluta n Hér hefur kjósandi kosið að skipta atkvæði sínu í tíu hluta, sem er hámark þar sem þingmenn kjördæmisins eru fimm. Kjósandinn hefur kosið að dreifa því milli lista. Listarnir hljóta þá brot úr atkvæði. Í þessu tilfelli hljóta A og B 1/10 hvor, C og D 3/10 hvor og loks fær F 2/10 eða samtals 10/10 = 1. Kjósandinn hefur jafnframt kosið tíu einstaklinga. --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- A B C D F --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- A B C D F --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- --------- A B C D F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.