Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 21.–23. september 2012 B ára Hlín Vignisdóttir fagnar þrítugsafmæli sínu á sunnu- daginn. Bára Hlín heldur úti vefsíðunni barahlin.tumblr. com þar sem hún leitast við að stilla fram fegurð hversdagsins. Hún setur inn myndir úr eigin lífi með fjölskyldunni, tónlist sem hre- yfir við henni og myndir sem veita henni innblástur, bæði af tísku og ýmiss konar hönnun. „Ég var með blogg en var orðin þreytt á því, ég vil láta myndirnar tala sínu máli og finnst Tumblr-síðurnar skemmti- legar að því leyti.“ Bára Hlín ætlar að fagna með vinum og fjölskyldu á laugardags- kvöldið. Á afmælisdaginn sjálfan ætlar hún að slaka á með börnum og manni, fá sér göngutúr og kaffi í bænum. „Ég ætla að halda veislu á laugardaginn en á sjálfum afmæl- isdeginum ætla ég að slaka á. Fara í göngutúr og fá mér kaffi niðri í bæ. Mér finnst það bara yndisleg hug- mynd,“ segir Bára Hlín. Á gúst Ævar Gunnarsson, grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu og fyrrverandi trommari í Sigur Rós, fagnar 36 ára afmæli sínu á sunnudaginn. Ágúst er sonur hins víðkunna ljós- myndara Gunnars Andréssonar. Ágúst ræktar hamingjuna í aust- urborginni með eiginkonu sinni Ilmi Dögg Gísladóttur, verkefnastýru í Norræna húsinu, og eiga þau þrjú börn. Ágúst ætlar að hafa það náðugt á afmælisdaginn. „Ég veit ekki hvað ég ætla að gera, en ætla örugglega að fá fjölskylduna í heimsókn.“ Göngutúr með fjölskyldunni Fær fjölskylduna í heimsókn Bára Hlín verður þrítug á sunnudaginn Ágúst Ævar verður 36 ára á sunnudaginn Stórafmæli Bára Hlín fagnar á laugardagskvöldinu en á sjálfan afmælisdaginn ætlar hún í göngutúr. Þ etta verður svona týpískt Vestmannaeyjapartí og svaka partí,“ segir Hjördís Jóhann- esdóttir viðskiptafræðingur, sem varð þrítug á fimmtudaginn og heldur af því tilefni afmælis- veislu um helgina í Eyjum. Hjördís býst við mikilli gleði enda hefur hún fengið trúbador til að koma í veisluna og halda uppi stemn- ingunni. Aðspurð hvort þetta verði stór veisla segist hún búast við 40 manns en það fari þó eftir því hvort Herjólfur komist yfir. „Það er alltaf hætta á því að hann komist ekki, það er eitthvað sem Vestmanna- eyingar búa við,“ segir hún. Maki Hjördísar er Gestur Her- mannsson sálfræðinemi og stjúp- dóttir hennar er Klara Rut, 12 ára. Foreldrar Hjördísar eru Svanhildur Guðlaugsdóttir sem rekur matsölu- staðinn Skýlið í Eyjum og Jóhann- es Ólafsson lögreglustjóri. Hjördís á auk þess bróður, Ólaf Björgvin. Hjördís er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og bjó þar þar til hún fór í háskólann. Þar lærði hún viðskiptafræði og starfar nú sem bankastarfsmaður hjá Arion banka. Stórveisla í Eyjum Hjördís Jóhannesdóttir, þrítug 20. september The Charlies „taka á því“ O ne big room full of bad bitches,“ eða herbergi fullt af brjáluðum tíkum,“ segja þær stöllur í Charlies við kynningarmynd af sér vegna myndbands sem fer í loftið á sunnudaginn. Aðdáendur The Charlies fá þá að líta myndband við lagið Hello Luv sem þær framleiddu í Los Angel- es. Þær Alma Goodman, Klara Elias og Camilla Stones hafa tekið tölu- verðum breytingum í Los Angeles og klæðast djörfum fatnaði og stíll þeirra þykir á jaðrinum. Þar er daðr- að við goth-strauma og skólastelpu- fíling í bland. Stelpurnar fengu í lið með sér dansara sem sýna listir sínar í mynd- bandinu og sjálfar eru þær í fanta- formi. Þær hafa verið duglegar að rækta líkamann með að- stoð einka- þjálf- ara sem hlífir þeim í engu. n Í fantaformi fyrir nýtt myndband n Djarfar í goth-stíl Kynningarmynd „Herbergi fullt af brjáluðum tíkum,“ segja þær í The Charlies. Myndband Hello Luv, er nýtt lag The Charlies og fer í loftið á sunnu- dag. Breytt útlit Þær eru breyttar í stíl og framkomu, stöllurnar í The Charlies. Daðrað við goth-tísku og skólastelpufílingur í bland. Tekið á því í Los Angeles Þær eru í fantaform i og einkaþjálfarinn hlífir þeim stöllum í engu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.