Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 53
Fólk 53Helgarblað 21.–23. september 2012 B ára Hlín Vignisdóttir fagnar þrítugsafmæli sínu á sunnu- daginn. Bára Hlín heldur úti vefsíðunni barahlin.tumblr. com þar sem hún leitast við að stilla fram fegurð hversdagsins. Hún setur inn myndir úr eigin lífi með fjölskyldunni, tónlist sem hre- yfir við henni og myndir sem veita henni innblástur, bæði af tísku og ýmiss konar hönnun. „Ég var með blogg en var orðin þreytt á því, ég vil láta myndirnar tala sínu máli og finnst Tumblr-síðurnar skemmti- legar að því leyti.“ Bára Hlín ætlar að fagna með vinum og fjölskyldu á laugardags- kvöldið. Á afmælisdaginn sjálfan ætlar hún að slaka á með börnum og manni, fá sér göngutúr og kaffi í bænum. „Ég ætla að halda veislu á laugardaginn en á sjálfum afmæl- isdeginum ætla ég að slaka á. Fara í göngutúr og fá mér kaffi niðri í bæ. Mér finnst það bara yndisleg hug- mynd,“ segir Bára Hlín. Á gúst Ævar Gunnarsson, grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu og fyrrverandi trommari í Sigur Rós, fagnar 36 ára afmæli sínu á sunnudaginn. Ágúst er sonur hins víðkunna ljós- myndara Gunnars Andréssonar. Ágúst ræktar hamingjuna í aust- urborginni með eiginkonu sinni Ilmi Dögg Gísladóttur, verkefnastýru í Norræna húsinu, og eiga þau þrjú börn. Ágúst ætlar að hafa það náðugt á afmælisdaginn. „Ég veit ekki hvað ég ætla að gera, en ætla örugglega að fá fjölskylduna í heimsókn.“ Göngutúr með fjölskyldunni Fær fjölskylduna í heimsókn Bára Hlín verður þrítug á sunnudaginn Ágúst Ævar verður 36 ára á sunnudaginn Stórafmæli Bára Hlín fagnar á laugardagskvöldinu en á sjálfan afmælisdaginn ætlar hún í göngutúr. Þ etta verður svona týpískt Vestmannaeyjapartí og svaka partí,“ segir Hjördís Jóhann- esdóttir viðskiptafræðingur, sem varð þrítug á fimmtudaginn og heldur af því tilefni afmælis- veislu um helgina í Eyjum. Hjördís býst við mikilli gleði enda hefur hún fengið trúbador til að koma í veisluna og halda uppi stemn- ingunni. Aðspurð hvort þetta verði stór veisla segist hún búast við 40 manns en það fari þó eftir því hvort Herjólfur komist yfir. „Það er alltaf hætta á því að hann komist ekki, það er eitthvað sem Vestmanna- eyingar búa við,“ segir hún. Maki Hjördísar er Gestur Her- mannsson sálfræðinemi og stjúp- dóttir hennar er Klara Rut, 12 ára. Foreldrar Hjördísar eru Svanhildur Guðlaugsdóttir sem rekur matsölu- staðinn Skýlið í Eyjum og Jóhann- es Ólafsson lögreglustjóri. Hjördís á auk þess bróður, Ólaf Björgvin. Hjördís er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og bjó þar þar til hún fór í háskólann. Þar lærði hún viðskiptafræði og starfar nú sem bankastarfsmaður hjá Arion banka. Stórveisla í Eyjum Hjördís Jóhannesdóttir, þrítug 20. september The Charlies „taka á því“ O ne big room full of bad bitches,“ eða herbergi fullt af brjáluðum tíkum,“ segja þær stöllur í Charlies við kynningarmynd af sér vegna myndbands sem fer í loftið á sunnudaginn. Aðdáendur The Charlies fá þá að líta myndband við lagið Hello Luv sem þær framleiddu í Los Angel- es. Þær Alma Goodman, Klara Elias og Camilla Stones hafa tekið tölu- verðum breytingum í Los Angeles og klæðast djörfum fatnaði og stíll þeirra þykir á jaðrinum. Þar er daðr- að við goth-strauma og skólastelpu- fíling í bland. Stelpurnar fengu í lið með sér dansara sem sýna listir sínar í mynd- bandinu og sjálfar eru þær í fanta- formi. Þær hafa verið duglegar að rækta líkamann með að- stoð einka- þjálf- ara sem hlífir þeim í engu. n Í fantaformi fyrir nýtt myndband n Djarfar í goth-stíl Kynningarmynd „Herbergi fullt af brjáluðum tíkum,“ segja þær í The Charlies. Myndband Hello Luv, er nýtt lag The Charlies og fer í loftið á sunnu- dag. Breytt útlit Þær eru breyttar í stíl og framkomu, stöllurnar í The Charlies. Daðrað við goth-tísku og skólastelpufílingur í bland. Tekið á því í Los Angeles Þær eru í fantaform i og einkaþjálfarinn hlífir þeim stöllum í engu .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.