Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 39
sem ég reyndi að grafa þetta eins
langt niður og ég gat. Ég reyndi að
vera bæði gella og prinsessa. Það
var eins og ég þurfti ávallt að sann-
færa mig um að ég væri kona og gerði
ýmis legt til að draga upp kvenleik-
ann. Ég var í alveg gífurlegri afneitun
á brúðkaupsdaginn,“ segir hann og
bætir við að það sé ekkert létt verk að
skoða myndir frá þessum tíma. „Því
fylgja blendnar tilfinningar.
Ég er búinn að loka gömlu fésbók-
inni minni en þurfti að fara þangað
inn til að sækja myndir um daginn
og fannst það mjög erfitt. Ég get ekki
alveg útskýrt af hverju. Alla jafnan
finnst mér ekki erfitt að sjá myndir
af mér í kvenmannshlutverki enda
er það svo rosalega stór partur af því
hver ég er. En stundum kemur yfir
mig reiði.
Ég get orðið alveg ofboðslega
reiður. Þetta er ekkert auðvelt ferli og
stundum verð ég reiður út í lífið og
tilveruna. Af hverju fæddist ég ekki
bara sem karlmaður? Eða réttara sagt
í karlmannslíkama með rétt kynfæri.
Á þeim stundum finnst mér erfitt að
horfa á þessar myndir. Þetta er ekki
öfundsverð staða og mér finnst að
fólk mætti bara vera þakklátt fyrir
að fá að lifa í þeim líkama sem það
finnst það tilheyra og þurfa ekki að
standa í þessu.“
Saknar sundsins
Þrátt fyrir allt segist Örn ekki sjá eft-
ir að hafa ekki byrjað á kynleið-
réttingarferlinu fyrr. „Auðvitað, ef
ég hefði farið af stað fyrr, hefði ég
kannski ekki þurft að gangast und-
ir þessa aðgerð sem ég fer í í næstu
viku. Þá hefði ég getað fengið lyf til að
stoppa kynþroskann. Að því leytinu
hefði verið heppilegra að byrja fyrr á
ferlinu. En á hinn bóginn þá ætti ég
líklega ekki þessi börn í dag.“
Hann segist ekki hafa ákveðið
hvað hann ætli að gera varðandi þá
aðgerð sem snýr að kynfærunum.
„Mér finnst líklegt að ég fari í hana.
Mig langar það. En þetta er svo ófull-
komið. Það er svo margt sem vantar
upp á svo þetta er erfið ákvörðun.“
Í gegnum ferlið segist hann hafa
komist að því hverjir eru raunverulegu
vinir sínir og hverjir ekki. „Alveg hik-
laust. Ein vinkona mín höndlaði þetta
ekki. Ég hef ekki heyrt í henni í marga
mánuði. Svo hafa aðrir reynst mér vel
og komið mér á óvart,“ segir hann og
bætir við að líkt og margt annað trans-
fólk geti hann ekki hugsað sér að fara
í sund. „Ég sakna sundferðanna. Ég og
krakkarnir fórum í sund alla vega einu
sinni, tvisvar í viku. Auðvitað gæti ég
farið í sund en ég get ekki hugsað mér
það eins og ég lít út í dag.
Fyrir nokkrum mánuðum fór ég í
kvennaklefann í líkamsræktarstöð og
þegar ég steig inn sá ég hvað konun-
um varð brugðið. Þær sveipuðu um sig
handklæðinu líkt og ef unglingsstrák-
ur hefði gengið inn í klefann. Vissulega
var það góð viðurkenning en það er
samt strembið að vera í þessu millibils-
ástandi. Sumir horfa á þig sem konu,
aðrir sem karlmann. Svo eru það enn
aðrir sem vita ekki hvað þú ert.
Mér hefur verið vísað úr sjoppu
fyrir að nota kortið mitt. Það var
frekar niðurlægjandi. Þótt það sé
ákveðin viðurkenning að þeir vilji
ekki taka við kvenmannskorti þá eru
þetta ekkert skemmtilegar aðstæður.
Maður veit ekki alveg hvort maður á
að hlæja eða gráta.“
Karlmaður sem heklar
Örn segist búast við að að kynleið-
réttingarferlið muni taka alla ævina.
„Brjóstanámið er í næstu viku og svo
tek ég ákvörðun um hina aðgerðina.
Það er samt engin pressa. Ég verð svo
á hormónum alla ævi þannig að ég
hugsa að þessu ferli ljúki aldrei. Sjálf-
ur lít ég svo á að ég hafi náð ákveðn-
um markmiðum þegar ég verð kom-
inn með nafn- og kynbreytingu í
þjóðskrá. Það verður kannski í vor
og ég ætla að halda upp á það með
pompi og prakt. Sérstaklega þar sem
ég verð þrítugur á sama tíma.“
Hann segir að sér þyki mikilvægt
að koma fram og segja sína sögu.
„Ég er svo þakkátur því fólki sem er
búið að berjast á undan. Ég ber mikla
virðingu fyrir því fólki. Nú tek ég þátt
og held áfram með baráttuna. Það er
svo mikilvægt að transmenn jafnt og
transkonur séu sýnileg í þjóðfélaginu.“
Örn segist vera sami einstak-
lingurinn og hann hafi verið áður en
hann hóf ferlið. Það séu bara umbúð-
irnar sem séu breyttar. „Ég á sömu
áhugamálin og held að ég sé enn-
þá jafn móðurleg mamma. Ég hekla
teppi og er nýbúin að prjóna vetrar-
vettlinga. Svo hef ég gaman af veiði,
útivist, tónlist, tölvum og bíómynd-
um,“ segir Örn sem er á lausu og ótt-
ast ekki að ganga ekki út. „Ég er ekk-
ert að hugsa um þau mál núna. En ég
viðurkenni að ég er óöruggur þegar
ég reyni að nálgast konur. Ég bíð bara
eftir að rétta konan komi til mín.“ n
Viðtal 39Helgarblað 21.–23. september 2012
„Feðgasamband
okkar er nánara en
feðginasambandið var
Brosi framan í heiminn
„Ég vissi að svona væri til en samt skildi
ég þetta ekki alveg,“ segir Kristján 13 ára
sonur Arnar.
Kristján segir að þótt honum
hafi brugðið í fyrstu hafi hann tekið
fréttunum vel. „Ég varð aldrei reiður.
Það var aldrei nein ástæða til þess. Vinir
mínir stríddu mér samt fyrst en eru í dag
farnir að styðja mig í þessu. Þetta varð
auðveldara eftir að hún kom í skólann
og talaði við krakkana,“ segir hann og
viðurkennir að það hafi verið erfitt að
vera strítt út af einhverju svona. „Ég
varð reiður út af því og leið illa. Þetta er
eitthvað sem maður er viðkvæmur fyrir.“
Kristján segist kalla Örn mömmu
sína í dag. „Ég veit ekki hvað ég mun
kalla hana í framtíðinni. Ég sé bara til,“
segir hann og bætir aðspurður við að
honum líði ekki eins og hann sé að missa
mömmu sína. „Nei, það er frekar eins
og að mamma sé að breytast í pabba.
Ég vil bara gera sem mest gott úr þessu
og brosi bara framan í heiminn. Þannig
gengur þetta allt vel.“
Falleg brúður Sem Helga reyndi Örn að
sannfæra sjálfan sig um að hann væri kona
og draga fram kvenleika.
Líður loksins vel Örn, sem
hét áður Helga, er nú hættur á
kvíða- og þunglyndislyfjum.