Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 19
Finna að fólki er ekki sama
Þórunn segist hafa heyrt af þeirri
gagnrýni að með þessari baráttu í
nafni Lofts sé verið sé að hetjugera
menn götunnar. Þórunn segir það
af og frá. Hins vegar sé það svo að
útigangsfólk sé fólk eins og við hin
og eigi sama rétt á mannréttind-
um. „Þetta er ekkert hetjutengt. Ég
lít á þetta þannig að ef við getum
gert eitthvað til að hjálpa þá er það
frábært. Að þeim líði betur. Ég held
að það sé alveg frumskilyrði að þeir
fái nýtt húsnæði, sængur, kodda og
ný rúm. Það að við séum að standa
í þessu þýðir að þá finna þeir að
fólki er ekki sama. Þá held ég að
það komi kannski upp sú hugsun að
það sé ekki öllum sama um þá og þá
kannski kemur einhver sjálfsvirðing.
Það gæti verið byrjun á einhverju. Ef-
laust virkar þetta ekki á alla, en það
er sama, það virkar kannski á ein-
hverja. Það urðu fjórir útigangsmenn
úti í fyrra, það á náttúrulega ekki að
gerast.“
Hún segir það vissulega hjálpa
sér í sorginni að standa í þessari
baráttu. „Það hjálpar mér mikið
en það er líka erfitt því við syrgjum
hann öll mjög mikið. Við vorum svo
náin og ég missti aldrei samband
við hann.“
Enginn velur sér þetta líf
Helgina áður en Loftur dó var hann
á heimili móður sinnar. Hún segir
að síðasta árið hafi drykkjumynstur
hans breytt. Hann hafi drukkið meira
af sterku víni. Meðal annars landa og
hún segist halda að hann hafi veikst
af landanum. „Hann var alltaf með
þennan landa, ég sá hann stundum
hjá honum og stundum var hann glær
en líka stundum gruggugur. Það veit
enginn hvað er í þessu en hann var
orðinn eitthvað veikur undir endann.“
Loftur lést svo þann 20. janú-
ar síðastliðinn og Þórunn segir að
þrátt fyrir lífshætti Lofts hafi það ver-
ið mikið reiðarslag. Innst inni hafi
fjölskyldan auðvitað vonað að hann
myndi hætta að drekka. „Hann fór
nokkrum sinnum í meðferð, alla-
vega einu sinni í heila meðferð.
Hann þoldi ekki þetta trúarlega dót
og sagði eftir síðustu meðferðina að
hann vildi ekki fara aftur og ég er
viss um að það hefði gagnast honum
að fara í meðferð þar sem er ekkert
svona trúardæmi. Það vantar með-
ferðarúrræði þar sem er ekkert svona
trúarlegt. Ég er ofboðslega þakklát
fyrir það að hafa getað kvatt hann.
Þetta var ekki gott líf sem hann lifði
á götunni. Það velur sér enginn þetta
líf, ekki nokkur maður.“ n
„Það velur sér
Standa
í baráttu
Um 180 manns teljast til útigangsfólks
í Reykjavík. Ýmis úrræði eru í boði fyrir
þennan hóp. Gistiskýlið, Konukot, smá-
hýsi og nokkur önnur búsetuúrræði. Þór-
unn hefur ásamt þeim Ölmu Rut, Tinnu
og Hrafnhildi unnið að því að stofna
styrktarsjóð í minningu Lofts. Tilgangur
sjóðsins er að bæta aðstæður úti-
gangsmanna. Nú þegar hafa þær haldið
ljóðasamkeppni meðal útigangsmanna,
gefið út ljóðabók, haldið minningartón-
leika í samstarfi við vini Lofts og farið
víða til þess að tala máli þessa hóps.
Þær vilja að Gistiskýlið fái nýtt húsnæði
og að rúm og annar grunnbúnaður
verði endurnýjaður. Þær stöllur segjast
rétt vera að byrja baráttuna og vonast
til þess að geta hjálpað einhverjum
útigangsmönnum til þess að geta lifað
mannsæmandi lífi og vonandi verði það
til þess að hjálpa einhverjum að snúa til
betra lífs. „Vonandi getur maður bjargað
lífi einhverra,“ segir Þórunn, móðir Lofts.
Viðtal 19Helgarblað 21.–23. september 2012
enginn Þetta líf“
Voru í sambúð Loftur og Tinna voru í
sambúð um tíma. Móðir hans segir hann
alltaf hafa verið hrifinn af Tinnu og er viss
um að innst inni hafi hann viljað venjulegt
fjölskyldulíf.
Rosalega ljúfur Móðir Lofts lýsir honum sem rosalega ljúfum
strák. Hér er hann með Oliver, æskuvini sínum.
Æskuvinirnir Loftur með Frosta, æskuvini sínum. Þegar
myndin er tekin voru þeir að vinna saman í Kárahnjúkavirkjun.
„Í okkar huga
var hann aldrei
útigangsmaður, hann
var svona bóhem