Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 52
sjálfstætt ysland
52 Fólk 21.–23. september 2012 Helgarblað
Hvað er að
gerast?
21.–23. september
Föstudagur21
sep
Laugardagur22
sep
Sunnudagur23
sep
Alvöru menn í Austurbæ
Leikritið Alvöru menn snýr nú aftur á svið
en verkið fékk frábærar viðtökur á síð-
asta leikári. Hér er á ferðinni gamanleikur
af bestu gerð með blöndu af uppistandi,
söng og líkamlegum áhættuleik. Alvöru
menn eftir Glynn Nicholas og Scott
Rankin hefur farið sigurför um heiminn
frá því það var frumsýnt í Ástralíu árið
1999. Miðaverð er 3.500 krónur.
Austurbær 20:00
Söngkonur
stríðsáranna
Á tónleikunum syngur
Kristjana Skúladóttir
dægurlög sem voru
vinsæl í síðari heims-
styrjöldinni og segir frá
afrekum nokkurra helstu söngkvenna
þess tíma, svo sem Marlene Dietrich, Ed-
ith Piaf, Hallgerðar Bjarnadóttur og fleiri.
Hér er á ferðinni meira en hefðbundnir
tónleikar því Kristjana segir frá og syngur
af mikilli innlifun og tekst að skapa
skemmtilega umgjörð um lögin.
Með í för er tríó, skipað Vigni Þór Stef-
ánssyni píanóleikara, Gunnari Hrafnssyni
bassaleikara og Matthíasi Hemstock
trommuleikara.
Miðaverð er 2.700 krónur.
Iðnó 20:00
Töfratónar í Salnum
Á opnunartónleikum
Tíbrár leika bresku
píanóleikararnir
Allan Schiller og
John Humphreys
fjölbreytta og
glæsilega efnisskrá
fjórhent á flygil. Nú gefst
tónlistarunnendum einstakt tækifæri
til að njóta tónleika með píanóleik fyrir
fjórar hendur í flutningi bestu píanó-
leikara Bretlands. Samstarf þeirra
Allans og Johns hefur staðið um árabil
og viðfangsefnin verið margvísleg. Á
efnisskránni eru meðal annars Fantasía
fyrir píanó í f moll eftir Mozart og Svíta
úr Mother Goose eftir Ravel. Miðaverð er
3.300 krónur.
Salurinn 16:00
Afmælistónleikar
Nýdönsk heldur upp á
25 ára afmælið sitt
í ár og af því tilefni
blæs hljómsveitin til
stórtónleika í Hörpu
á laugardaginn. Ein-
valalið tónlistarfólks mun
samfagna piltunum og koma fram þetta
kvöld, meðal annars þau Högni Egilsson
og Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín, KK,
Bryndís Halla Gylfadóttir, Urður Hákonar-
dóttir úr Gus Gus auk hinnar einstöku
Svanhildar Jakobsdóttur. Nýdönsk mun
halda aðra tónleika viku seinna í menn-
ingarhúsinu Hofi á Akureyri.
Eldborg í Hörpu 20:00
Dúnn í Tjarnarbíói
Dúnn er dansverk, gjörningur, tónverk,
ljósverk og leikrit sem er sýnt
í Tjarnarbíói. Hér er um
að ræða sjónarspil þar
sem umfjöllunarefnið
er tilvist mannsins og
sólarinnar.
Höfundar og flytjendur eru
Ásrún Magnúsdóttir og Berg-
lind Pétursdóttir.
Miðaverð 2.500 krónur.
Tjarnarbíó 21:00
N
ýlega stofnaði Jón Gunnar
Geirdal markaðskynningar-
fyrirtækið Ysland.
Ysland er markaðssetn-
ingarfyrirtæki sem sérhæf-
ir sig í kynningum, viðburðahaldi og
samskiptum við fjölmiðla fyrir ýmis
fyrirtæki og stofnanir. Jón Gunn-
ar blés til fagnaðar á fimmtudaginn
og lýsti yfir sjálfstæði Yslands í Sjó-
minjasafninu úti á Granda. „Ég kynni
þjóðfána minn, ég er loksins eigin
herra í mínu eigin ríki. Nú er það
bara ég og tölvan og verkefnin.“
Jón Gunnar hefur næg verkefni,
hann sér um öll markaðsmál sem
tengjast verkefnum Baltasars Kor-
máks og þá hefur Borgarleikhúsið
efnt til samstarfs við hann.
Það er mikið af skemmtileg-
um verkefnum í gangi sem ég
er þakklátur fyrir. Ég mun sjá
um kynningu á verkinu Á sama
tíma að ári hjá Borgarleikhús-
inu, kynna sex bækur fyrir Bjart,
útgáfufélag, og þá verður nóg að
gera við að fylgja eftir verkefn-
um Baltasars Kormáks en vel-
gengni hans er mikil og verkefn-
in mörg.“
n Jón Gunnar Geirdal er eigin herra í eigin ríki
Sjómaður
og leikari
n Þröstur Leó kenndi félögum
sínum í Djúpinu réttu handtökin
L
eikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er
reyndur sjómaður og því var hann
réttur maður á réttum stað við tökur
á Djúpinu. Hann þurfti að kenna fé-
lögum sínum réttu handtökin þegar
gera þurfti að aflanum um borð. „Ég er í
litlu hlutverki í myndinni en í raun er ég í
fleiri atriðum og þá er ég dulbúinn. Ég var
sá eini sem hafði eitthvað verið á sjó og það
kom sér vel. Það voru keypt nokkur hund-
ruð kíló af alls kyns fiski í Vestmannaeyjum
til að nota við tökurnar. En það var ekkert
búið að fara í það með leikurum hvernig
átti að gera að aflanum. Ég nýttist ágætlega
í það,“ segir hann og hlær. „Ég var svona að
laumast þarna og hvísla að þeim: Nei, látið
karfann vera, og svona, það er nefnilega
ekkert gert að honum!“
Drekkur ekki vatn og þolir ekki vatn
Þótt hann hafi migið í saltan sjó segist hann
ekki þola vatn og tökurnar hafa reynt á.
„Ég drekk ekki vatn og þoli ekki
vatn,“ segir hann og meinar það.
„Það voru tekin upp atriði í sund-
lauginni á Keflavíkurflugvelli. Þá
vorum við að síga niður í vatninu.
Vatnið í lauginni var ískalt og þetta
tók sinn tíma. Á þessum tíma var
ég líka að leika í Gauragangi og fór
eftir tökur beint upp í Borgarleik-
hús. Þá var ég spurður hvers vegna í
ósköpunum ég væri svona blár,“ seg-
ir hann og skellir upp úr.
„Ég var ekkert sérlega hress þegar
ég þurfti svo að fara aftur í þessar tökur,
en þá hafði einhver hugsað fyrir því að
hafa vatnið aðeins heitara.“
Reyndi þetta þá á karlmennskuna?
„Það fór nú lítið fyrir henni, ég held við höf-
um allir verið ansi litlir í lauginni,“ segir
hann og hlær.
„Ég drekk ekki vatn
og þoli ekki vatn
Hefur migið í saltan sjó Þröstur Leó er
reyndur sjómaður og það kom sér vel að hafa
hann nærri á tökustað. mynD stefán karlsson
Við skjaldarmerkið Jón Gunnar Geirdal
við skjaldarmerki Yslands.mynDir eyþór árnason