Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 21.–23. september 2012 Helgarblað
þrjátíu ár. „Við giftum okkur ekki strax.
Strákarnir voru orðnir þriggja og fimm
ára gamlir þegar við giftum okkur og
það var bara til þess að gera það. Við
héldum ekkert stórbrúðkaup heldur
fórum í litla kirkju með nokkra af okk-
ar nánasta fólki.
Nema hvað við gleymdum að bóka
kirkjuna og ég gleymi því aldrei þegar
allir sátu úti á plani í fýlu. Þetta var
ömurlegasti brúðkaupsdagur sem
nokkur hefur upplifað. Organistinn
beið gnístandi tönnum og presturinn
var kominn úr jafnvægi,“ segir hún og
dæsir. „En ókei. Á endanum vorum
við gefin saman og héldum smá veislu
heima. Síðan fórum við með strákana
í sólarlandaferð, það var okkar gleði,“
segir Elín sem veit fátt skemmtilegra
en að vera með strákunum sínum. „Ég
einsetti mér að börnin væru vinir mín-
ir og vildu vera með mér. Að ég væri
ekki mamma sem kæmi eins og úr
öðrum heimi heldur tæki þátt í þeirra
veröld. Þannig að ég var farin að safna
dótakörlum eins og þeir og var mjög
spennt yfir því. Ég er svolítið klikkuð,“
viðurkennir hún hlæjandi og bætir því
svo við að hún sakni þeirra rosalega.
Hundur í stað barna
Þeir eru núna 25 og 27 ára gamlir og
farnir að heiman. „Núna verð ég að
passa mig, því mamma er ekki aðalat-
riðið í þeirra lífi, enda væri það fárán-
legt. En stundum verð ég að tala við
sjálfa mig og minna mig á að nú þegar
tengdadæturnar eru komnar í spilið
verði ég að draga mig í hlé.
Það getur verið erfitt að sleppa tök-
unum en lífið er svo skrýtið að það
venst allt. Þeir eignast nýja fjölskyldu
og þá er hún aðal og foreldrarnir koma
þar á eftir, þannig á það líka að vera.
En núna er ég komin með barnabarn
og þá fer ég í sömu stellingarnar aftur,“
segir hún og glottir.
Hundurinn hefur líka komið svo-
lítið í þeirra stað. Hann heitir Erró,
líkt og listmálarinn en ekki í höfuðið
á honum. „Þetta er allt of virðulegur
listamaður til að það sé hægt að skýra
hund eftir honum,“ útskýrir Elín, „en
hann heitir samt sama nafni.
Það er svolítið fyndið, ég lét barna-
uppeldið taka mjög mikinn tíma og
núna læt ég hundinn taka mjög mik-
inn tíma. Hann þarf náttúrulega að
fara út á hverjum degi og það hent-
ar mér vel því þá hreyfi ég mig mik-
ið,“ segir Elín sem gengur á Úlfarsfellið
einu sinni til tvisvar í viku, fer upp á
Esjuna með Erró og hringinn í kring-
um Rauðavatnið reglulega. „Það er fínt
því þegar maður eldist hægist á lík-
amsstarfseminni og það verður auð-
veldara að fitna þannig að ég þarf á
hreyfingunni að halda.“
Á fáa vini
Annars á hún ekki mörg áhugamál og
sækir ekki mikið í annað fólk. „Ég á fáa
vini. Ég veit ekki hvort það er starfsins
vegna eða af því að ég er eins og ég er.
Ég er sjálfri mér næg og sækist ekki eft-
ir félagsskap annarra. Ég á ekki marga
vini og mér finnst ég ekki hafa tíma í
svona létt hjal og kannski er það ekki
bara það, ég myndi sækja meira í það
ef það gæfi mér eitthvað. Ég fæ bara
ekkert út úr því að sitja og tala um bara
eitthvað.
Mér finnst ég heppin að því leyti því
ef ég hefði verið í krefjandi starfi auk
þess að sinna öðrum hugðarefnum
þá hefði það bitnað á fjölskyldunni. Þá
hefði ég ekki haft tíma fyrir strákana.
Það var líka ágætt þegar ég missti
vinnuna af því að þá missti ég ekki vini
mína um leið. Það var ekkert að missa.
Ég hef alltaf átt góð samskipti við mitt
samstarfsfólk en þau ná ekki inn á
persónulega stigið. Ég var ennþá bara
ég og ég, við tvær saman, ég með sjálfri
mér. Ég held að það hafi hjálpað mér.“
Upplifði frelsi
Ferillinn hefur ekki verið áfallalaus,
hann hefur verið ein rússíbanareið,
hoppukastali eins og Elín orðar það
sjálf. „Ætli það hafi ekki verið þegar ég
missti fréttastjóratitilinn í fyrsta sinn
sem ég fattaði að það var allt í lagi, það
skipti engu máli. Ég var enn ég og ég
gat gert allt sem ég hafði gert áður og
jafnvel betur en þá, þegar ég var ekki
lengur króuð af inni í þessum turni. Ég
upplifði frelsi.
Síðan hefur þetta ekki skipt mig
neinu máli. Ég hef auðvitað metnað en
mér finnst aldrei vont að fara til baka.
Ég segi það frá hjartanu, ég er ekki að
þykjast,“ segir hún og leggur áherslu á
orð sín.
„Ég er ánægð með það í fari mínu.
Árið 1996 var mér sagt upp sem
fréttastjóri hjá Stöð 2. Þá fór ég aft-
ur á DV og þaðan inn á fréttastofu
sjónvarps árið 1998. Ég kom inn sem
óbreyttur starfsmaður og þrátt fyrir að
ég væri að koma úr æðstu stöðu inn-
an fréttaheimsins fannst mér ég þurfa
að sanna mig. Ég sem hafði verið með
risastóra skrifstofu, flott fundarher-
bergi og aðstoðarmann var allt í einu
komin í það að þurfa að snapa mér
skrifborð þar sem það var laust hverju
sinni. En ég átti ekki erfitt með það,
mér fannst skemmtilegt að vinna verk-
in á gólfinu.
Það er gott að finna að það er engin
ein braut í lífinu. Það eru alls kyns leið-
ir og afleggjarar í boði og stundum hef
ég verið á einni braut en dottið niður
á einhvern afleggjara og þar opnast ný
tækifæri fyrir mér.“
Stefnir á framboð
Eftir að hafa verið í hálfgerðum
hreinsunarfasa síðustu tvö ár þar sem
hún fór í gegnum gamalt og henti því
út til að skapa rými fyrir nýtt er hún
loks að átta sig á því hvaða stefnu hún
vill taka. „Fjölmiðlaþátttöku minni er
lokið. Þetta er orðið fínt, ég á þrjátíu
ára feril að baki og nú er kominn tími
til að halda á nýjar slóðir.“
Elín velti því lengi fyrir sér að fara í
forsetaframboð en sá fljótlega að það
var ekki rétti vettvangurinn fyrir hana.
„Það er mun formlegra starf en ég hef
áhuga á auk þess sem forsetinn hefur
takmörkuð völd, þótt það megi auðvit-
að segja að núverandi forseti hafi auk-
ið völd sín með túlkun sinni á stjórn-
arskránni.“
Eftir sextán ára valdasetu hans
fannst henni komið nóg. „En ég vissi
líka að ef ég myndi stíga þetta skref
þá væru önnur verkefni sem ég var að
sinna í uppnámi.
Eftir töluverðar vangaveltur komst
ég að þeirri niðurstöðu að stjórnmál
eru rétti vettvangurinn fyrir mig, þar
get ég haft áhrif, stuðlað að jákvæð-
um breytingum og fylgt málum eft-
ir. Þannig að ef það verður prófkjör í
Suðvesturkjördæmi þá fer ég fram fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.“
Hefur áhyggjur af þinginu
Á sínum ungdómsárum var hún í
Vöku og í stjórn Heimdallar. Hún sagði
sig svo úr flokknum þegar hún byrjaði
í fjölmiðlum, „… því þar verður maður
að vera allra flokka,“ útskýrir hún.
Í sumar skráði hún sig aftur í flokk-
inn og nú iðar hún í skinninu þegar
hún segir frá þessu og er augljóslega
spennt fyrir þessari ákvörðun. „Ég geri
þetta ekki með hangandi hendi, ég er
ekki að leita mér að þægilegri inni-
vinnu ef einhver heldur það. Ég mun
sækjast eftir þriðja sæti á lista.“
Þar með gerir hún ráð fyrir að kom-
ast á þing. „Ég hef áhyggjur af því hvað
Alþingi nýtur lítillar virðingar á meðal
þjóðarinnar og held að það sé hægt að
breyta mjög miklu þar.
Stundum fæ ég að heyra að ég sé
enn einn fréttaþulurinn sem vill á
þing. Þá bendi ég fólki á að minnsti
hluti starfsins felst í því að lesa frétt-
ir. Auðvitað eru til þulir sem lesa bara
en flestir eru á ellefu stunda vökt-
um sem þeir ljúka með fréttalestri.
Ég er líka á því að að mörgu leyti séu
fréttamenn ágætlega til þess fallnir að
starfa í stjórnmálum því þeir hafa víð-
tæka þekkingu og hafa kynnst innvið-
um samfélagsins og vita hvernig það
virkar.
Ég var yfirstjórnandi á tveimur
stærstu fréttastofum landsins um
árabil, þannig að ég bý yfir mikilli
reynslu sem stjórnandi og tel mig hafa
þá þekkingu sem til þarf.“
Rangar áherslur
Hún hrífst af því stefi sem kemur fram
í frumstefnu flokksins, „… stétt með
stétt. Með því að gefa einstaklingn-
um tækifæri og hvetja hann til dáða á
hans forsendum í stað þess að setja á
hann hömlur fær hann frelsi til þess
að blómstra, í hvaða stétt sem hann
er. Það er svo fallegt við Ísland að hér
getur faðir verið í einni stétt og sonur í
annarri, það er enginn stéttfastur.“
Uppáhaldssetningin hennar er
þessi: Ríkið er til fyrir einstaklingana
en einstaklingurinn er ekki til fyrir rík-
ið. „Mér finnst það hafa snúist harka-
lega við á undanförnum árum. Ríkið á
að þjóna einstaklingunum sem borga
fyrir hlut í ríkinu. Ég velti því fyrir mér
hversu mikið er rétt að einstaklingur-
inn vinni til að halda ríkinu gangandi,
hvernig farið er með fólkið og hvaða
virðing er borin fyrir fjármunum þess.
Hver maður þarf að vinna fram í júlí til
þess að geta staðið skil við ríkið og svo
getur hann farið að vinna fyrir pening-
um sem hann ráðstaðar sjálfur. Það er
rangt.
Manngæskan getur aldrei verið rík-
isvædd en ég er hrifin af því að Sjálf-
stæðisflokkurinn vill hjálpa þeim sem
þurfa á aðstoð að halda. Ég skil ekki af
hverju það vantar lífsnauðsynleg tæki
á Landspítalanum eða af hverju það er
ekki til stuðningsmiðstöð fyrir veiku-
stu börnin í landinu og spyr hvort sitj-
andi ríkisstjórn sé að forgangsraða rétt.
Ég myndi segja nei,“ segir hún ákveðin.
„Ég vil fara í gegnum þetta allt. Að
sumu leyti er ríkið illa rekið og ég er
sannfærð um að ef færir stjórnendur
taki við þá sé hægt að snúa rekstrin-
um við. Það er ekki hægt að fara alltaf
út og sækja meiri peninga, skattleggja
einstaklingana í stað þess að taka til í
eigin ranni.“
Meirihlutinn ræður
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
gagnrýndur fyrir að hreinsa ekki al-
mennilega út eftir hrun. Þess vegna
vonar Elín að það verði alls stað-
ar prófkjör. „Þá fær fólk tækifæri til
að vega þetta og meta. Þannig kemur
þetta úr jarðveginum en ekki sem til-
skipun að ofan. Ef fólk kýs áfram menn
sem tengdust hruninu með einum eða
öðrum hætti þá er það vilji fólksins og
við verðum að taka því.“
Hún hefur engar áhyggjur af því og
segir að lokum að fólk þurfi að átta sig
á því að við búum í lýðræðisríki þar
sem meirihlutinn ræður. „Það þýðir
ekki að vera alltaf að argast yfir því þótt
maður sé ósammála meirihlutanum
og láta öllum illum látum.
Maður verður bara að taka því með
reisn en það krefst ákveðins þroska,
sem kemur meðal annars með aldri og
reynslu. Ég veit að það er eitthvað sem
ég get gert.“ n
„Ég veit ekki hvað
hann var orðinn
gamall þegar ég hékk
enn úti á bílastæði að
fylgjast með úr fjar-
lægð.
„Þetta var ömur-
legasti brúðkaups-
dagur sem nokkur hefur
upplifað. Organistinn
beið gnístandi tönnum og
presturinn var kominn úr
jafnvægi.
Óvægin gagnrýni Elín hefur í gegnum tíðina fengið að heyra að
hárið á henni sé ljótt á litinn, hún eigi ekki að klæðast fötunum sem hún
er í og svo framvegis. Hún segir að þetta fylgi því bara að vera opinber
persóna og þótt það sé óþægilegt reyni hún að láta það ekki á sig fá.
Og nú ætlar hún á þing. Mynd: EyþÓR ÁRnaSon. FöRðUn: GUðRún V. þÓRaRinSdÓttiR