Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 21.–23. september 2012 Harður húsbóndi Það sem hún þarf hins vegar að passa núna er að taka sér ekki of mikið fyr- ir hendur. „Ég fer alltaf í það far, ég á erfitt með að segja nei og kúpla mig út, því ég er alltaf að. Ég er harður hús- bóndi og hef sjaldan eða aldrei haft eins mikið að gera og eftir að ég fór að vinna fyrir sjálfa mig. Ég er ekki ánægð með mig ef ég er ekki að gera eitthvað uppbyggilegt. Kannski er það af því að mér finnst ég bera svo mikla ábyrgð, ég verði að vinna fyrir mér og varast að sólunda tímanum. Þannig að allt annað situr á hakanum,“ segir Elín sem er á tveim- ur árum búin að skrifa tvær bækur og gera tvær heimildarmyndir, um Vest- ur-Íslendinga og stofnfrumur. Um síðustu helgi lauk söfnunar- átaki fyrir stuðningsmiðstöð fyr- ir langveik börn sem Elín hefur ver- ið að undirbúa síðasta árið án þess að þiggja laun fyrir. Hún er stjórnar- formaður í stuðningsmiðstöðinni og það er einnig sjálfboðavinna. Það á líka við um störf hennar fyrir Mæðra- styrksnefnd þar sem hún situr í stjórn menntunarsjóðs. Upplifði allan tilfinningaskalann Hún var reyndar enn á uppsagnar- fresti þegar hún var komin af stað og farin að mæta vikulega í matarút- hlutun hjá Mæðrastyrksnefnd. „Ég mátti ekki vinna neins staðar á meðan ég fékk enn laun en mig langaði til að gera eitthvað. Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ef ég fann fyrir sjálfsvorkunn hvarf það eins og dögg fyrir sólu þegar ég sá að mín- ar aðstæður voru hjóm eitt miðað við það sem margir þurfa að ganga í gegn- um. Ég upplifði auðvitað einmanaleika og fór í gegnum allan tilfinningaskal- ann á þessum tíma. Það var mjög erfitt að hætta á RÚV, þetta var svo stór hluti af lífi mínu. Strákarnir muna ekki eftir mér öðruvísi en í sjónvarpinu, það var bara lífið sem við lifðum.“ Hún vill helst ekki ræða þetta nán- ar, er orðin sátt og vill horfa til fram- tíðar. En þar sem hún er oft og iðu- lega spurð af hverju henni var sagt upp vill hún skýra frá sinni hlið mála í eitt skipti fyrir öll. „Ég var náttúrulega fyrrverandi fréttastjóri sem var kom- inn aftur á gólfið og það getur vel verið að fólki hafi fundist það truflandi. Það hafi valdið óróleika og skapað valdaó- jafnvægi, ég veit það ekki. En ég reyndi að standa mig og mér fannst ekki erfitt að fara til baka.“ Sorgleg æskudýrkun Það er líka annað og meira, fáar kon- ur eru í fjölmiðlum eftir miðjan ald- ur. Elín segir það mikið áhyggjuefni. „Þetta er svo mikil vitleysa. Konur eru helmingur þjóðarinnar og það þarf enginn að segja mér að fjölmiðlakon- ur sem eru komnar yfir fimmtugt séu búnar að vera. Ef það er raunin þarf að berjast gegn því, karlar og konur þurfa að taka höndum saman í þeirri baráttu líkt og ég myndi berjast hatrammlega fyrir rétti drengja minna ef það væri brot- ið á þeim, ef þeir þyrftu til dæmis alltaf að vinna fimm tímum lengur en kon- ur til að fá sömu laun og þær, eins og þær þurfa að gera í dag. En þessi bar- átta má ekki snúast um það að konur séu merkilegri eða æðri en karlar, það á bara að ríkja jafnrétti hérna.“ Hún segir að þessi æskudýrkun sé sorgleg. „Jóhanna Sigurðardóttir er til dæmis gagnrýnd fyrir að vera of göm- ul. Það á ekki að gagnrýna hana fyrir það,“ segir hún og bætir því svo hlæj- andi við að það sé „… hægt að gagn- rýna hana fyrir allt annað.“ Síðan bendir hún á að víða um heim sé menningin þannig að því eldri sem þú ert því virtari og mikil- vægari sértu fyrir samfélagið. „Hér er þessi æskudýrkun og það er spurn- ing hvort gamalmenni megi fá sér vín á elliheimilum. Hvers konar rugl er þetta?“ spyr hún hneyksluð og segir að fólk eigi að fá að ráða því sjálft. „Það þarf ekki að hafa vit fyrir fólki sem er komið yfir sjötugt. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Vill vera falleg og góð Hún er ekki hrædd við að eldast. „Mér finnst aldur fallegur,“ segir hún bros- andi. Eftir öll þessi ár í sjónvarpi er hún samt meðvituð um útlitið og fer helst ekki út án þess að hafa sig til. „Ég er þakklát fyrir allt sem mér var gefið og þar á meðal farartæki sem ég get al- veg verið stolt af. Ég stefni að því að vera góð og fal- leg manneskja, það hefur tekið mig langan tíma og ég er alltaf að læra eitt- hvað nýtt. Fegurð er svo afstæð og hún er ekki í andliti fólgin.“ Auðvitað hafði það áhrif að vera stöðugt til umræðu. „Ég held að allt þetta sjónvarpsfólk og frægðarfólk sé upptekið af því hvernig talað er um það eða hvað birtist í blöðunum. Það venst aldrei. Með tímanum lærði ég samt hvern- ig ég átti að standa, hvernig ég átti að brosa og hverju ég ætti að klæðast til að það kæmi vel út. Ég veit að ef ég er illa til höfð þegar ég fer að heiman og lendi í einhverju ljósmyndasessjoni þá kemur það illa út. Enda hef ég oft fengið aðstoð stílista og annarra sem hjálpa mér að líta vel út. Sjónvarps- fólk er ofalið hvað þetta varðar, það er alltaf með fólk í kringum sig sem sér um þetta.“ Hún segir að þetta sé ekki sprottið af hégóma. „En með tímanum þró- ast þetta út í það. Það er bara ætlast til þess að þú sért fín og flott þegar þú mætir á skjánum inn í stofu til fólks. Þegar það mætir þér síðan á förnum vegi vill það sjá þig eins og þú ert á skjánum. Auðvitað getur það verið mjög íþyngjandi og hefur meðal annars komið fram í því að ég mæti ekki á opinbera staði af því að ég veit að þá myndi ég verða til umræðu vegna út- litsins og vil það ekki.“ Ávísun á leiðindi Það er til dæmis langt síðan hún átt- aði sig á því að það þýðir ekkert fyr- ir hana að fara út að skemmta sér á skemmtistöðunum. „Það er ávís- un á leiðindi. Þegar fólk hefur fengið sér í glas byrja alltaf einhverjar um- ræður um fréttirnar, vinnuna mína og það hvernig ég er, hvernig ég lít út eða hvort ég hafi einhvern tímann gert eitthvað sem einhverjum mislíkaði. Stundum fæ ég aðfinnslur sem ég veit að ég hefði aldrei fengið hefði viðkomandi verið allsgáður, ég fæ að heyra að hárið á mér sé ljótt á litinn, ég eigi ekki að klæðast fötunum sem ég er í og svo framvegis. Þetta er yfir- leitt útlitstengt.“ Hún fær sér bita af brauðinu og viðurkennir að þetta sé auðvitað mjög óþægilegt. „Til að takast á við þetta segi ég alltaf við sjálfa mig að þetta fylgi því að vera í sjónvarpi. Ég vissi það þegar ég byrjaði í sjónvarpi að fólk myndi hafa skoðanir á mér og jafnvel láta þær í ljós. Ég verð að gefa eftir ein- hvern hluta af mínu prívatsvæði og verð bara að taka því sem manneskja, það er ekki bæði haldið og sleppt. Ég verð bara að haga mínu lífi út frá þessu.“ Í banni á vellinum Hún gerði sonum sínum líka grein fyr- ir því að það væri fylgst með þeim. „Ég sagði þeim að þeir væru með extra far- angur sem fylgdi mínu starfi og að þeir mættu alveg búast við því að það væri gert meira úr mistökum þeirra af því að ég væri þekkt. Kannski var það ekki raunin en ég upplifði það þannig.“ Verst var samt að fá aldrei að fara á fótboltaleiki. Annar sonur hennar var í boltanum og honum þótti óþægi- legt að mamma hans, sem vann í sjón- varpinu, kæmi á leiki. Svo hún var alla tíð í banni. „Mér fannst það alltaf mjög leiðinlegt því það skemmtileg- asta sem ég gerði var að horfa á hann spila. En ég veit ekki hvað hann var orðinn gamall þegar ég hékk enn úti á bílastæði að fylgjast með úr fjarlægð,“ segir hún og hlær. „Það hafa örugg- lega margir haldið að ég væri of mikil framakona til að sinna þessu því ég var aldrei á staðnum.“ Það er fjarri sanni, í hennar huga er fjölskyldan ekki bara númer eitt, heldur líka tvö og þrjú. „Ég gleymi því aldrei þegar ég var á ráðningarstofu fyrir fréttastjórastarfið á RÚV, sat fyr- ir utan skrifstofuna og var á leið inn í viðtalið þegar sonur minn hringdi. Hann var að fara að taka bílpróf en hann hafði gleymt gögnunum heima. Ég stóð frammi fyrir stærsta stökki fer- ilsins en fór strax og sótti þetta fyr- ir hann. Mér var alveg sama um hitt, metnaðurinn er ekki það rosalega mikill. Fjölskyldan skiptir mig miklu meira máli. Í annan stað var klukkan að verða hálfsjö og ég sat í stólnum í sminki. Þá hringdi annar sonur minn og það var bersýnilega eitthvað mikið að, hann hafði slasast í fótbolta og það var sjúkrabíll á leiðinni. Sem betur fer var annar fréttaþulur í húsinu sem gat leyst mig af en ef ég hefði ekki verið svo heppin hefði bara þurft að koma afsakið hlé. Það hefðu engin bönd haldið mér á svona stundu.“ Ömurlegt brúðkaup Eiginmaður Elínar er Friðrik Friðriks- son en þau hafa verið í sambúð í „Þetta var svo mikið bull. Ég var að kaupa þetta og hitt sem ég hafði engin not fyrir. Smám saman óx upphæðin sem fór í svona vitleysu og ég gerði mér enga grein fyrir því. „ Ég var ennþá bara ég og ég, við tvær saman, ég með sjálfri mér t Mynd Eyþór ÁrnaSon FÖrðUn GUðrún V. þórarinSdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.