Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 31
„Ég var svarti sauðurinn“ Viðtal 31Helgarblað 21.–23. september 2012 verðlaunum edrúmennskunnar. Ég verð ósjálfrátt glaður þegar ég hugsa um þá staðreynd að börnin mín hafa aldrei séð mig fullan eða timbraðan.“ Teitur skráði sig í guðfræði í Há- skóla Íslands. Hann var kominn á beinu brautina eftir að hafa þrætt krókaleiðirnar og sneri hressilega við blaðinu. Hann kláraði þriggja ára nám á aðeins tveimur árum. „Það hefur alltaf loðað við deildina að fólk sé lengi að klára,“ segir Teitur og hlær. „En þetta var gott nám og ég kynntist ágæt- um kennurum sem gáfu mér gott veganesti. Námið hefur nýst mér þannig að mér finnst ég búa yfir betri aga í hugsun og framsetningu máls míns. Ég er ekki trúaður, ég fór í námið vegna áhuga míns á félags- fræði og því hvernig stjórnmál og trú fléttast saman. Ritgerðin mín fjall- aði til dæmis um áhrif kristinna trú- arhópa á stefnu tveggja forseta. Ron- alds Reagan og George W. Bush.“ Kúltúrsjokk í Svíþjóð Teitur og kona hans fluttust til Sví- þjóðar og hófu nýtt líf, þar segist hann hafa fengið kúltúrsjokk. „Eftir að ég kom hingað út þá hefur orðið aukaviðsnúningur í mér. Einhver hreinsun eða þvottur. Ég sá eðlilega þjóðfélagsumræðu, sem var ekki lituð af hagsmunum og fór fram á mannamáli. Ekki með persónuleg- um tilvísunum. Í Svíþjóð einkennist umræðan fremur af hörðum upp- talningum á staðreyndum. En ég kynnist líka öðrum menningarheimum. Ég kynnist fólki sem kemur hingað frá Íran og sé hvernig það dafnar og hvernig það fær tækifæri. Það fær frið til að koma sér fyrir og stofna fyrirtæki og lifa óttalausu lífi. Þetta finnst mér svo fallegt, því er ekki haldið fyrir utan samfélagið eins og heima á Íslandi. Það er nóg pláss í Svíþjóð og það er nóg pláss á Íslandi ef út í það er farið. Í Svíþjóð sé ég líka land sem er vel stjórnað og þar sem línur eru skýrar. Stjórnvöldum í Svíþjóð dytti aldrei í hug að aðstoða stórfyrirtæki. Það er í raun miklu hægrisinnaðra en Ísland. Saab var til dæmis að fara á hausinn og það kom aldrei til greina að bjarga því fyrirtæki. Þeir verða bara að bjarga sér, þetta er bara fyrirtæki eins og hvert annað. Það er gaman að fá kúltúrsjokk og það er frábært að fá það hjá frænd- um okkar Svíum. Þeir hafa reynst mér vel. Ég fann það líka sterkt hversu Ís- land hefur alltaf skort alþýðuhetj- ur, þær eru víða í sögu Norðurlanda. Hjalmar Branting, Olaf Palme, Tage Erlandier og þessir stóru kratahöfð- ingjar sem þjóðin er enn að vitna í. Íslenska vinstrimenn vantar þess- ar flekklausu fyrirmyndir. Einhvern grunn sem er hægt að sækja í.“ Stutt í grátinn Þegar hrunið varð á Íslandi var lítið um vinnu í Svíþjóð fyrir Teit. Hann vann við að flaka fisk og fylgdist vel með atburðum heima á Íslandi og langaði heim. Hann upplifði oft að vera næstum því farinn að skæla eftir erfiðan dag. „Ég upplifði hrunið svolítið sér- stakt. Á þessum tíma fékk ég enga vinnu. En fékk tímabundna vinnu í gegnum atvinnumiðlun við að hand- flaka fisk niðri á höfn. Ég var með internetið í símanum og á milli þess sem ég var að flaka lax og þorsk fylgd- ist ég vel með þjóðmálunum. Ég fann það rosalega sterkt að ég hafði verið gabbaður, rændur og svívirtur. Ég var reiður og sár og eftir erfiðan dag fannst mér ég uppgefinn andlega og það var stutt í grátinn. Ég upplifði ofsalega sterka ættjarðarást og mikla heimþrá. Ljóð Snorra Hjartarsonar Land, þjóð og tunga kom upp í hug- ann þar sem Ísland horfði á mig og spurði hvasst: Hver er efnd þín gagn- vart mér? Ég upplifði að hafa van- rækt skyldu mína sem Íslendingur og látið það óátalið að gráðugt og spillt fólk réði lögum og lofum á landinu mínu.“ Hollt að rifja upp Kögunarmálið Teitur gat ekki snúið heim þar sem aðstæður fjölskyldunnar í Svíþjóð buðu ekki upp á það. En hann ákvað að skrifa um hrunið. „Ég var byrjaður að blogga og vildi tjá mig um atburðarásina. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins var orðinn siðferðilega gjaldþrota. Afhjúpunin sem hrunið leiddi í ljós sýndi ljóta mynd. Hluti af þessu hörmungarástandi sem varð á Ís- landi var einhvers konar sjálfsrit- skoðun þegnanna. Fólk vissi alveg hvað var að gerast þegar flokk- arnir voru að sölsa undir sig eigur ríkisins. Það var einhvern veginn afgreitt eins og fólk afgreiðir kjafta- sögur. Með þeirri hugsun að þess- ir karlar hefðu þurft sitt. Í stað þess að berja í borðið þá sneri fólk sér í hina áttina. Því miður eru mörg fleiri mál en Kögunarmálið þar sem þessu var svo háttað. Dæmi um þetta er sala ríkisins á SR-mjöli til útvaldra í Sjálfstæðisflokknum. Kögunarmál- ið er ágætis dæmi um stjórnsýsluna sem var ástunduð. Hvernig sjálf- tökumórallinn var. Það er hollt að rifja upp þetta mál.“ Fann lögfræðinginn á Facebook Þegar ljóst var að stefndi í málaferli vegna ummæla Teits hafði hann samband við vin sinn á Facebook. „Á fyrstu metrunum hafði ég samband við konu sem var vinur minn á Facebook. Það var Sigríður Rut Júlíusdóttir, sem reyndist vera einn flinkasti lögfræðingur landsins og sérfræðingur í meiðyrðamálum. Hún hefur ráðlagt mér frá upphafi og þangað til núna þegar hún flutti málið. Hún sagði við mig að ég gæti hringt í sig hvenær sem er. Ég hef bara notað það,“ segir Teitur. „Við höfum sent á milli okkar hundruð tölvupósta og átt ótal símtöl. Okkar samstarf hefur verið eins og í sögu. Sigríður Rut er eldklár og hefur ein- hvern fínasta málskilning sem ég hef orðið vitni að. Nokkuð sem hlýtur að vera kostur fyrir lögfræðing.“ Snýst um málfrelsi Það getur verið að það verði gerð heimildarmynd um Kögunarmál- ið og málaferlin. Teitur segir frá því að vissar hugmyndir séu uppi um að slík vinna fari af stað. „Það getur meira en vel verið, mitt mál snýst mikið um málfrelsi. Það snýr að blaðamönnum og þeim sem setja fram athugasemdir á netinu. Í dag hafa opnast nýjar gáttir fyrir um- fjöllun sem áður komst aldrei að. Það eru mikil viðbrigði fyrir valdastétt- irnar sem berjast gegn þessu af van- mætti. Fyrir ekkert svo mörgum árum var þjóðfélagsumræðan eign ákveðinn- ar kreðsu. Þú gast ekkert sagt. Ef þú hafðir eitthvað að segja þá þurft- ir þú að fylgja ákveðnum boðleið- um. Það þurfti að þekkja rétta fólkið, hafa rétta bakgrunninn og fara réttu leiðirnar. Fólk þurfti að fara í gegn- um nokkrar síur til þess að fá birta grein í blaði. Ef það hafðist svo þá gat það haft dýrkeyptar afleiðingar. Fyrir hrun kom í ljós að fólki var hótað og atvinnuöryggi þess var sett í uppnám vildi það hreyfa einhverjum mótbár- um.“ Reiðir sjálfstæðismenn Hann segir marga sjálfstæðismenn vera reiða út í sig. Tryggvi Þór Her- bertsson alþingismaður kallaði Teit brunnmíg. Teitur segir það skrýt- ið að upplifa þessa andúð því hún snýr aðallega að tvennu. Að hann sé námsmaður og atvinnuleysingi. „Hvorutveggja rangt, en sýnir vel af- stöðuna til þessara tveggja hópa,“ segir Teitur og heldur áfram: „Mér var sagt frá því að þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, læt það vera hver hann er, hafi steytt hnefa í blað þar sem var mynd af mér og sagt: „Þessi skal aldrei fá vinnu.“ Annar, sveitarstjórnarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagðist ekki vilja vera nokkru sinni undir sama þaki og ég. Slíkan viðbjóð vakti ég með hon- um. En mér er alveg sama. Þetta er kannski dæmi um það að skrif mín hafi eitthvert vægi. Mér finnst frá- bært að ég fæ fréttir af svona hörðum viðbrögðum. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt. Ég á ekki neitt, ég á ekkert undir neinum og þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.“ Teitur er að íhuga framboð og fjölskyldan í Svíþjóð hugsar sér til hreyfings. Heimþráin skilar honum heim og hann vill verða þjóð sinni að gagni. Hann er að hugsa um að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Sam- fylkinguna. „Ef ég geri það þá fer ég þangað inn sem klíkulaus mað- ur. Einu klíkurnar sem ég er í eru Djöflaklíkan og fjölskyldan mín. Þar er mitt bakland.“ n „Ég varð vinalaus og var ofboðs- lega einmana Fann lögfræðinginn á Facebook „Á fyrstu metrunum hafði ég samband við konu sem var vinur minn á Face- book, það var Sigríður Rut Júlíusdóttir, sem reyndist vera einn reyndasti lögfræðingur landsins og sérfræðingur í meiðyrðamálum.“ myndÓlaFuR nielSen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.