Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Page 14
Sandkorn
Í
Bandaríkjunum er til stjórnmála
hreyfing sem afneitar sannreyndum
vísindakenningum og neitar að trúa
á þróunarkenninguna. Á Íslandi er
hópur sem trúir ekki á efnahags
hrunið og kallar það „svokallað hrun“.
Kjarninn í stefnu beggja hópa er að
koma í veg fyrir skattlagningu og út
gjöld ríkisins, en ofurskuldir beggja
ríkja eru afleiðingarnar af stefnu flokks
þeirra. Bandaríska teboðið er öfgaarm
ur í flokki Mitts Romney, sem er hluti af
hópi þeirra sem telja 1 prósent ríkustu
einstaklinga í landinu. Íslenska teboðið
er hægrisinnaður hópur, mestmegnis
í flokki Bjarna Benediktssonar, sem
er í hópi 1 prósents ríkustu Íslending
anna. Flokkur Mitts Romney stjórn
aði Bandaríkjunum í átta ár samfleytt,
lækkaði skatta á þá ríku og safnaði kæf
andi skuldum í sameiginlegum sjóð
um almennings. Flokkur Bjarna Bene
diktssonar stjórnaði Íslandi í sautján ár
samfleytt, allt þar til ríkasta 1 prósentið
orsakaði efnahagshrun landsins og
skildi reikninginn eftir hjá almenningi.
Teboðshreyfingarnar beggja megin
Atlantshafsins gera sérstaklega út á trú
girni fólks í mörgum skilningi. Ungliðar
í flokki Bjarna Benediktssonar sendu til
dæmis frá sér tilkynningu á dögunum
um að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur, sem tók við eftir efnahagshrunið
sem varð eftir 17 ára valdatíð Sjálfstæð
isflokks, væri versta ríkisstjórn í sögu Ís
lands. Í Bandaríkjunum segja þeir aftur
og aftur að Barack Obama sé múslimi
og að bandarískur ríkisborgararéttur
hans sé falsaður.
Þeir vilja fá fólk til að trúa ótrúleg
ustu hlutum með því að endurtaka þá
sem oftast. Hér segja þau að þjóðar
atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá, sem
var mótuð af almenningi með þjóð
fundi og stjórnlagaþingi, sé ekki lýð
ræðisleg. Þeir vilja að stjórnarskráin
sé skrifuð í höfuðstöðvum flokks síns.
Báðir hóparnir gera út á frelsi einstak
lingsins, en vilja ekki alltaf að fólkið fái
að velja sjálft. Bandaríska teboðshreyf
ingin vill banna konum að fara í fóstur
eyðingar. Íslenska teboðið vill senda
þjóðina í fóstureyðingu til að kæfa
stjórnarskrá fólksins í fæðingu.
Báðar hreyfingarnar gera út á þjóð
erniskennd og trúarbrögð. Bjarni Bene
diktsson hneykslaðist nýlega á þeirri
hugmynd að þingmenn gætu sleppt því
að hlýða á prest predika í messu fyrir
setningu Alþingis, en leiðtogar banda
ríska teboðsins ganga svo langt að láta
Guð stýra stjórnmálaákvörðunum sín
um.
Það er engin tilviljun að Bjarni
Benediktsson og þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins sátu landsþing
Repúblikanaflokksins fyrir nokkrum
vikum. Þetta eru hliðstæður.
Aðeins 2 prósent Íslendinga styðja
Mitt Romney sem forseta Bandaríkj
anna. En þrátt fyrir ástandið eftir valda
tíð Sjálfstæðisflokksins og allt það sem
komið hefur á daginn styðja nú 37%
flokkinn.
Þótt Íslendingar tortryggi banda
rísku Teboðshreyfinguna skiptir hún
miklu minna máli en sú íslenska.
Kannski vegna þess að Bandaríkja
menn létu þau ekki komast svona
langt.
George Bush var ekki gerður
seðlabankastjóri. Vinur hans stund
aði ekki innherjaviðskipti í ráðu
neyti fjármála ríkisins. Sonur hans
var ekki gerður dómari á kostnað
hæfari umsækjenda. Vinur hans og
frændi voru ekki skipaðir í Hæsta
rétt. Mitt Romney tók ekki þátt í við
skiptafléttum sem áttu hlutdeild í
að fella bandaríska efnahagslífið.
Eigin maður Söru Palin fékk ekki
1900 milljóna króna kúlulán í stærsta
banka landsins.
George W. Bush er ekki ritstjóri
Washington Post.
Hann stýrir ekki einum helsta fjöl
miðli landsins, eins og faðir íslensku
Teboðshreyfingarinnar, launaður af
sterkasta hagsmunahópi landsins, og
berst gegn öllum tilraunum almenn
ings til að hafa áhrif á samfélagið og
veita 1 prósenti hinna ríkustu mót
vægi, kallandi fólk „múg“ og „skríl“
fyrir það eitt að hafa mótmælt því að
borga fyrir elítuna en ráða sama sem
engu.
Þrýst á Jóhann
n Jóhann Hauksson, upplýs
ingafulltrúi ríkisstjórnarinn
ar, þykir hafa staðið sig vel í
erfiðu starfi. Jóhann er ætt
aður af Austurlandi þar sem
rætur hans liggja. Nú heyrist
að menn eystra vilji fá hann í
framboð fyrir Samfylkinguna.
Mun þrýstingur vera nokk
ur. Leiðin að þingsætinu er
þó vörðuð stórgrýti því fyrir
á fleti er fjölmiðlamaðurinn
Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þá
hefur fjölmiðlakonan Erna
Indriðadóttir lýst yfir framboði
sínu. Það þykir líklegra en
ekki að Jóhann taki slaginn.
Hælbítar Jóns
n Viðtal Pressunnar við Jón
Steinar Gunnlaugsson, fyrrver
andi hæstaréttardómara, er
um margt athyglisvert. Í við
talinu rekur Björn Ingi Hrafns-
son ritstjóri garnirnar úr Jóni
Steinari sem lætur í ljósi hve
erfitt hann átti uppdráttar í
Hæstarétti. Þá kallar Jón Stein
ar þá hælbíta sem gagnrýnt
hafa skipan Ólafs Barkar Þor-
valdssonar sem dómara. Telur
hann Ólaf vera strangheiðar
legan. Jón Steinar og Ólafur
eiga sameiginlegt að hafa ver
ið lágt metnir en skipaðir af
pólitískum samherjum.
Ásælast rokkrútuna
n Kvikmyndagerðarmennirn
ir Herbert Sveinbjörnsson og
Gunnar Sigurðsson eru æv
areiðir vegna þess að Borgara
hreyfingin hefur hlunnfarið
þá um laun upp á 1,4 millj
ónir. Smugan segir frá því að
ágreiningur sé um þetta þar
sem hreyfingin telji sig hafa
greitt allt „fyrir ekkert“. En
nú er málið komið á það stig
að tvímenningarnir hyggjast
láta gera fjárnám hjá stjórn
málahreyfingunni Dögun sem
Borgarahreyfingin er nú hluti
af. Og þeir upplýsa að fjár
náminu verði beint að frægri
rokkrútu sem geysist um
landið við atkvæðaveiðar.
Harkan eykst
n Harkan í slag þeirra sem
vilja efstu sætin hjá Sjálfstæð
isflokknum í Reykjavík eykst
með hverj
um deginum.
Í herbúð
um turnanna
Hönnu Birnu
Kristjáns-
dóttur og Ill-
uga Gunnars-
sonar ríkir mikil spenna þar
sem ósigur hvors þeirra
um sig gæti markað enda
lok á pólitískum ferli. Mik
ill vilji er meðal stuðnings
mannanna til að fá þau til að
mynda bandalag um fyrsta
og annað sætið og samein
ast þá um að hreinsa listann
af styrkjakónginum Guðlaugi
Þór Þórðarsyni. Þannig yrðu
þau leiðtogar í báðum kjör
dæmunum. Vandinn er sá að
hvorugt vill sætta sig við ann
að sætið og síðra kjördæmið.
Ég er búinn
að sjá ljósið
Við höfum
átt samstarf
Gísli Sigurðsson Gröndal hefur staðið andspænis dauðanum. – DV Teitur Björn Einarsson um kosningastýruna og fyrrverandi kærustu, Hildi Sverrisdóttur.– DV
Íslenska teboðið
S
kyldi vera hættulegt að opna
glugga á reykfylltum bakher
bergjum? Skyldi vera varasamt að
hljóðrita það sem ráðherrar segja í
vinnu sinni á ríkisstjórnarfundum?
Væri ekki öruggara að hætta hljóð
upptökum og beinum sjónvarps
útsendingum frá fundum Alþingis og
leyfa þinginu að starfa í kyrrþey – og
upplýsa þjóðina um störf sín gegnum
blaðafulltrúa og með fréttatilkynning
um?
Á almenningur einhvern rétt á því
að hafa eftirlit með ráðherrum og ríkis
stjórnum?
Hvernig á þjóð að geta lært af sögu
sinni ef stjórnvöld telja það vera starfi
sínu beinlínis skaðlegt að varðveita upp
lýsingar um fasta liði eins og ríkisstjórn
arfundi?
Er ekki kappnóg fyrir sagnfræðinga
og einhverja nörda á næstu öld að fræð
ast um stjórnarhætti í byrjun 21tu ald
ar án þess að til séu sérstakar heimildir
um prívat spjall ráðherra á ríkisstjórnar
fundum.
Það vöknuðu ýmsar spurningar um
átök milli leyndarhyggju og opins lýð
ræðis við lestur greinar í Fréttablaðinu.
Í þessari grein eftir prófessor Róbert R.
Spanó kom fram að hún væri að hluta
til unnin upp úr álitsgerð „sem höfund
ur vann að beiðni forsætisráðherra“ um
tiltekna klausu í Stjórnarráðslögunum
(2011 nr. 115 23. september) sem hljóð
ar svo:
„Allir fundir ríkisstjórnarinnar skulu
hljóðritaðir og afrit geymt í vörslu Þjóð
skjalasafns. Hljóðritanir þessar skulu
gerðar opinberar að 30 árum liðnum frá
fundi.“
Orðin um álitsgerðina „sem höfund
ur vann að beiðni forsætisráðherra“
rifjuðu upp varnaðarorð míns gamla
kennara í óháðri blaðamennsku, Jónas
ar Kristjánssonar ritstjóra sem lesa má á
vefsetri hans, jonas.is:
„Aðvörunarbjöllur klingja í hvert
sinn, sem lögð er fram greinargerð í
máli. Fyrst spyrja menn: Er það lög
fræðistofa eða endurskoðun eða hag
fræðistofa, sem gefur álitið? Sé svo, væla
brunalúðrarnir. Ekki er nokkur minnsta
ástæða til að taka mark á neinu, sem
kemur frá slíkum stofnunum. Þær taka
ævinlega afstöðu með umbjóðanda sín
um...“ (19.05.2012)
Það fylgir sögunni að gildistöku
þessarar lagaklausu um að hljóðrita
ríkis stjórnarfundi var frestað þegar
Stjórnarráðslögin voru á síðasta ári og
fresturinn rennur út 1. nóv. nk.
Ég hef þrátt fyrir að vera tæknilega
séð í stjórnarandstöðu þegar ég kom á
þing stutt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur og varið hana vantrausti, jafnvel
þótt ég sjálfur hefði viljað sjá stjórnina
gera ýmislegt með öðrum hætti.
Þetta hef ég gert vegna þess að ég er
sannfærður um að félagshyggjustjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur hefur unnið gíf
urlegt afrek við að bjarga íslensku þjóð
félagi úr þeim rústum sem frjálshyggj
an skildi eftir sig. Fyrir það afrek vil ég
gjarna styðja hana og hennar föruneyti
allt til enda kjörtímabils þótt ekki sé hún
óskeikul eins og stíf andstaða við þessa
litlu lagaklausu gefur til kynna. En þrátt
fyrir verndunarsjónarmið varðandi
stjórnarhætti hinna reykfylltu bakher
bergja og yfirvofandi vöggudauða lítillar
lagaklausu mun þjóðin varðveita minn
ingu Jóhönnu Sigurðardóttur löngu eftir
ég og aðrir minniháttarþátttakendur í
stjórnmálum erum öllum gleymdir.
Ég sé engan tilgang í því andmæla
soldið borginmannlegum fullyrðingum
og skoðunum prófessors Róberts R.
Spanó í þessum skrifum og allra síst
hinni varfærnislega orðuðu niðurstöðu
að það „virðist þó mega draga í efa“ [sic]
„að nægileg rök“ hafi verið sett fram
fyrir þessu fyrirkomulagi (að varðveita
óbrenglaðar heimildir frá ríkisstjórnar
fundum með hljóðritun). Þetta er hans
álit og breytir ekki því að ekkert í lögum
eða stjórnarskrá bannar Alþingi að setja
lög um skyldu framkvæmdavaldsins til
varðveislu heimilda.
Við lesturinn hringdu í mínum huga
þær aðvörunarbjöllur sem Jónas Krist
jánsson talar um í sambandi við aðkeypt
álit fræðimanna. Sá klukknahljómur
ómar nú í eyrum mér sem líkhringing
við fyrirhugaða útför þessarar litlu laga
greinar. Ég heyri holan hljóm þegar ég
les það álit Róberts Spanó að „nægileg
rök“ hafi ekki komið fram við lagasetn
inguna. Hugtakið „nægileg rök“ þekki ég
ekki sem viðtekna mælieiningu. Sam
kvæmt mínum málskilningi hefur orða
lagið „nægileg rök“ huglæga merkingu
handan allrar rökfræði og svoleiðis rök
fræði hafa gamansamir menn stundum
kallað hundalógík.
Þessi grein segir mér ekkert nýtt sem
ekki kom fram í umræðu um Stjórnar
ráðslögin á sínum tíma. Það eina sem
hún segir mér er að láta mér ekki bregða
þótt vöggudauði hrifsi burt litla laga
grein sem taka átti gildi 1. nóvember
næstkomandi. Og það kæmi mér ekki
á óvart þótt á legsteininn verði klöppuð
sú kauðska málamiðlun sem prófessor
Róbert leggur til. Sem sé að í stað hljóð
ritunar komi loðin fyrirmæli um að pára
niður einhverjar heimildir um ríkis
stjórnarfundi í formi fundargerða eins
og alsiða var í félagsstarfi allt fram á
nítjándu öld. Sem var auðvitað löngu
áður en nokkurn mann óraði fyrir því að
árið 2012 myndu svo gott sem allir Ís
lendingar ganga með prýðilegan búnað
til hljóðritunar og kvikmyndatöku (auk
margvíslegra fjarskipta) í vasa sínum.
Að lokum er þó rétt að benda á að
allir sem telja „nægileg rök“ fyrir því að
varasamt sé og ótímabært að draga úr
leyndarhyggjunni ættu þá samkvæmt
því að benda á besta ráðið til að forðast
þær hættur sem fylgja opinni stjórn
sýslu er augljóslega að auka frekar við
leyndarhyggjuna og hverfa jafnvel aftur
til fortíðar þegar menntuð og umhyggju
söm yfirstétt forðaðist að trufla almúg
ann með upplýsingaflóði.
Þey, þey og ró
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 8. október 2012 Mánudagur
Kjallari
Þráinn Bertelsson
„Ég heyri holan hljóm
þegar ég les það álit
Róberts Spanó að „nægi-
leg rök“ hafi ekki komið
fram við lagasetninguna.
Davíð Þorláksson, formaður
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna Hann og félagar hans sendu frá
sér yfirlýsingu um að núverandi ríkisstjórn
væri sú versta í sögunni, og að hún hefði
gert lífskjör á Íslandi verri, ásamt því að
hrekja Íslendinga út í landflótta.