Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Page 6
„Útbrunnin eftir aðeins ár í starfi“ 6 Fréttir 31. október 2012 Miðvikudagur Þ etta er eiginlega ógeð. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því öðruvísi. Það er krónískt undirmannað. Oftast var maður að vinna vinnu þriggja á einum degi. Maður var með skurðstofu, deild og með vakt. Þetta eru stöður sem þrír einstaklingar ættu eiginlega að manna en það var eiginlega alltaf þannig að einn var með allavega tvennt ef ekki þrennt af þessu í einu,“ segir læknir sem vill ekki koma fram undir nafni en starf­ aði sem unglæknir á Landspítalanum þar til fyrir um rúmu ári. Þegar hún hafði starfað í um ár á skurðdeild spítalans hafði hún fengið nóg og ákvað að flytja til útlanda. Hún segir vinnuaðstæður hafa verið óásættan­ legar, alltof mikið álag og of undir­ mannað. Mikið hefur verið rætt um fækkun lækna hérlendis en margir virðast sækja út þar sem um minna álag er að ræða og hærri laun. „Ég var eiginlega útbrunnin eftir aðeins ár í starfi. Ég var nýútskrifaður lækn­ ir og allt spennandi og svona, svo var maður bara búinn að fá ógeð,“ segir hún og kennir þar miklu álagi um. Ástandið bitnar á sjúklingum „Þetta var þannig að það fór öll orkan í vinnuna og fjölskyldan sat á hakan­ um. Þegar maður kom heim þá lagð­ ist maður bara niður og eyddi öllum helgum í að hlaða batteríin. Þetta var ekkert líf.“ Hún ákvað því að drífa sig út í sérnám. „Ég hafði ekki einu sinni valið mér neina sérgrein, ég bara ákvað að fara.“ Hún segir ástandið ekki síst bitna á sjúkl ingum sem koma á spítalann. „Þetta ástand er ekki gott fyrir neinn sem er að leggj­ ast inn á þennan spítala. Þetta bitnar á sjúklingunum. Það er ekki hægt að segja annað.“ Læknum hefur fækkað „Þó að við höfum ekki nákvæmar töl­ ur um það hversu margir hafa flutt til útlanda þá er okkar tilfinning sú að það sé klárt mál að læknum hefur verið að fækka,“ segir Þorbjörn Jóns­ son formaður Læknafélags Íslands. Margir íslenskir læknar hafa farið að vinna erlendis eftir hrun þar sem oft er um mun hærri laun að ræða, sveigjanlegri vinnutíma og minna álag. Mikið hefur verið rætt um auk­ ið álag í heilbrigðiskerfinu þar sem stöðugt sé skorið niður. Þorbjörn segir þá telja að síðan 2009 hafi ver­ ið um 10 prósenta fækkun í lækna­ stéttinni á Íslandi. Fækkað um 10 prósent „Það er alveg sama hvort maður lítur á fjölda stöðugilda sem eru áætluð út frá greiddum launum, út frá félags­ gjöldunum eða hreinlega hversu margir höfðu atkvæðisrétt um síð­ asta kjarasamning sem við gerðum í fyrra. Það voru klárlega færri sem höfðu atkvæðisrétt en áður. Þannig að við teljum að fækkunin hafi verið um 10 prósent. Það er þessi tala sem við höfum miðað við og ég held hún sé svona nokkuð nærri lagi,“ segir hann. Samkvæmt þeim skráningum sem Læknafélagið hefur haldið utan um og sýnir hversu margir lækn­ ar hafa farið utan og hversu margir komið heim á móti þá eru það rúm­ lega 200 læknar sem hafa farið utan og um 70 sem hafa komið til landsins frá því maí 2009 til ágúst 2012. Þor­ björn tekur þó fram að tölurnar séu ekki alveg örugg heimild. Hærri laun og betri vinnutími Þorbjörn segir að það séu ýmsar ástæður fyrir því að læknar fari út að vinna. Aðallega séu það þó hærri laun og þægilegri vinnutími sem og vinnuaðstæður sem heilli. Þó séu líka læknar sem fari út í sérnám líkt og læknirinn sem sagði sögu sína hér að ofan. „Það er margt sem spilar inn í. Það er líka bara tilkomin almenn óánægja hjá læknum. Það er búið að þrengja að starfskjörum, menn þurfa að vinna hraðar og launakjörin hafa auðvitað versnað eins og hjá svo mörgum öðrum. Svo vitum við þetta eins og búið er að skrifa um, við erum að dragast aftur úr til dæmis hvað varðar tækjabúnað og annað. Það eru margar orsakir, ég held það sé alveg óhætt að fullyrða það,“ segir hann og segir íslenska lækna og heilbrigðis­ starfsfólk almennt vera undir miklu álagi. „Það er mikið álag. Það er alveg óhætt að segja það.“ Ekki hægt að líkja saman Þorbjörn segir það líka þekkt að lækn­ ar hafi minnkað við sig starfshlutfall og fari út að vinna til að drýgja tekjurnar. „Þeir kannski búa hérna og vinna er­ lendis. Fljúga bara á milli,“ segir hann. Launin úti séu mun hærri en hér heima. „Maður heyrir misvísandi tölur um þetta en það munar töluvert miklu. Ég myndi halda að það gæti verið alla­ vega tvöfalt,“ segir Þorbjörn. Áðurnefndur læknir tekur undir orð Þorbjarnar. „Ég er með tvöfalt hærri laun hér og mikið þægilegra vinnuálag. Það er eiginlega ekki hægt að líkja þessu saman. Það er allt full­ mannað hérna. Maður tekur alltaf hádegismat og tvo kaffitíma. Heima var maður heppin að geta komist á klósettið meðan á vaktinni stóð. Núna vinn ég 24 tíma vaktir sem hljómar mjög illa en miðað við álagið sem er þá er það allt öðruvísi. Ég vann 16 tíma vaktir heima en það var allt öðruvísi því þá varstu undir stöðugu álagi allan tímann. Hérna vinnur maður bara ró­ legan vinnudag, er svo á kvöldvakt en sefur yfirleitt á nóttunni. Heima voru það yfirleitt 16 tímar í algjörri geð­ veiki.“ Margt þarf að breytast Þorbjörn segir að þrátt fyrir fækkun­ ina sé ekki mikið auglýst eftir lækn­ um hérlendis. „Þó hefur verið mikið auglýst eftir heimilislæknum og það hefur nú verið umfjöllun um það í blöðunum. Það sækir bara enginn um. Þá hafa menn brugðið á það ráð að ef ekki tekst að ráða sérfræði­ menntaða lækna þá hefur stöðunum verið breytt í námsstöður. Þá er ekki verið að tala um sams konar stöður, jafnvel þótt þú ráðir inn lækni.“ Hann segir margt þurfa að breyt­ ast til þess að ekki fækki enn frekar í stéttinni og fleiri læknar velji sér að starfa hérlendis. „Mér finnst eigin­ lega ekki vera að rofa til. Ég held það sé ekki mikil breyting þar á. Ég held að það sé óhætt að fullyrða það,“ seg­ ir hann og telur að aðstæður þurfi að breytast mikið, sérstaklega með til­ liti til vinnuálags. „Ég held að það sé ekki síst það. Við gerum okkur grein fyrir því að launakjörin verða ekki sambærileg launum í Skandinavíu á einni nóttu. Þannig að það þyrfti að bæta starfsumhverfið þannig að vinnan væri hóflegri og jafnari,“ segir Þorbjörn. „Eins og mér líður núna þá hef ég engan áhuga á að fara heim. Ég er enn að jafna mig eftir þetta ár á spítalanum og langar ekki að vinna á spítölunum heima í bráð,“ segir læknirinn sem vitnað er í hér að framan. n n Læknir segir vinnuaðstæður hérlendis „ógeð“ n 10% fækkun á Íslandi Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Margir farnir Þorbjörn formaður Lækna- félagsins segir að um 10 prósent fækkun sé í læknastéttinni á Íslandi. Mynd LæknabLaðið „Það sækir bara enginn um Mikið álag Læknir sem fluttur er úr landi segist hafa brunnið út eftir eitt ár í starfi hér á landi, álagið sé það mikið. Breytti lyfseðli Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd að apóteki í umdæminu, þar sem viðskiptavinur hafði reynt að fá afgreitt lyf út á lyfseðil sem búið var að breyta. Starfsmanni apóteksins fannst seðillinn grunsamlegur og hafði því samband við lækninn sem gaf hann út. Læknirinn kvaðst hafa skrifað upp á parkódín fyrir þenn­ an tiltekna viðskiptavin. Búið var að bæta „forte“ aftan við parkódín þegar hinn árvökuli starfsmaður fékk lyfseðilinn í, þannig að sá sem framvísaði seðlinum hefði fengið mun sterkara lyf afgreitt en ella. Viðskiptavinurinn harðneitaði að hafa breytt seðlinum, en kvaðst hafa lagt hann frá sér og einhver óviðkomandi líklega notað tæki­ færið og breytt honum. Auður Lax- ness látin Auður Sveinsdóttir Laxness lést þann 29. október síðastliðinn, 95 ára að aldri. Auður fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918 en ólst upp á Bárugötu í vesturbæ Reykja­ víkur. Hún giftist Halldóri Laxness rithöfundi í desember 1945 og byggðu þau heimili sitt að Gljúfra­ steini í Mosfellsdal þar sem þau bjuggu ásamt dætrum sínum, Sig­ ríði og Guðnýju. Auður var handa­ vinnukennari að mennt. Hún fékk snemma áhuga á félagsmálum og kvenréttindabaráttu og var meðal stofnenda kvennablaðsins Mel­ korku árið 1944, sat lengi í ritnefnd tímaritsins Hugur og hönd og skrifaði greinar um vefnað, prjón og fornar íslenskar listir í þessi rit. Auk þess vann hún að hannyrðum og hönnun, meðal annars á flík­ um úr íslenskri ull. Auður var ekki einungis húsfreyja á Gljúfrasteini, eiginkona, móðir og amma held­ ur var hún um langt árabil ritari og nánasti samverkamaður Hall­ dórs. Óhætt er að segja að Auður hafi verið Halldóri einstök stoð og stytta fram til hinstu stundar hans. Auður dvaldi síðustu ár á dvalarheimilinu Grund í Reykja­ vík þar sem hún lést 29. október síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar. „Það elskast allir á salsaballi NFFG“ „Í stuttu málið var það svoleiðis að nemendur létu gera auglýs­ ingar og settu upp og þeir voru látnir taka þær niður,“ segir El­ ísabet Siemsen, aðstoðarskóla­ meistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, um auglýsingar sem gerðar voru fyrir salsaball skól­ ans. Auglýsingarnar hafa þótt mjög umdeildar en á annarri þeirra stendur: „Það elskast all­ ir á salsaballi NFFG“ og á hinni stendur: „Það fara allir sáttir heim af salsaballi NFFG.“ El­ ísabet segir málið mjög leiðin­ legt, sérstaklega í ljósi þess að nemendur höfðu lagt mik­ ið upp úr því að skreyta skól­ ann að öðru leyti og það hafði heppnast mjög vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.