Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 18
7 ráð til langlífis 18 Lífsstíll 31. október 2012 Miðvikudagur Helsta ástæða ertingar á augnlokum n Ástæðan er ekki augnfarðinn F jölmargar konur hafa ein­ hvern tímann fundið fyrir kláða á augnlokum, sviða eða jafnvel bólgu. Þá er skuldinni að jafnaði skellt á augnfarða, svo sem maskara og augnskugga. Áður en konur henda alfarið þessum snyrtivörum í ruslið þá er vert að hafa í huga að ein algeng­ asta orsökin fyrir þessum útbrotum og kláða er exem eða ofnæmisvið­ brögð. Á wholeliving.com segir að það sé þó ekki augnfarðinn sem sé aðal­ sökudólgurinn heldur neglurn­ ar. Þar er haft eftir Ahmet Altiner, lækni við Weill Cornell Medical College í New York, að naglalakk innihaldi efni sem erta húðina og sér í lagi viðkvæma húð eins og er á augnlokunum. „Þegar þú snertir augun geta þessi einkenni því komið fram. Það er formaldehýð í naglalakkinu sem á sökina á þessu og því er ráð að prófa að vera án naglalakks í nokkra daga og athuga hvort einkennin hverfi.“ Það sakar ekki að prófa þetta áður en mask­ aranum og öðrum augnfarða er hent í ruslið. n Reyklausar lifa 10 árum lengur Konur sem reykja meira og minna allt sitt líf deyja að meðaltali um 10 árum fyrr en konur sem aldrei hafa reykt. Þetta er niður­ staða rannsóknar í Bretlandi sem náði til rúmlega einnar millj­ ónar kvenna. Sagt er frá rann­ sókninni á BBC, en niðurstöð­ ur rannsóknanna voru kynntar í læknatímaritinu Lancet. Vitað var að ótímabær dauðdagi var líklegri hjá konum sem reyktu en þeim sem ekki höfðu reykt. „Að hætta að reykja hefur ótrúlega góð áhrif á heilsu kvenna. Reykingar drepa, að hætta skiptir miklu máli og því fyrr sem þú hættir, því betra,“ segir Richard Peto, prófessor við Oxford­háskóla. Kryddaður matur gegn kvefpestum Kryddaður matur, sérstaklega kryddaður með hvítlauk og chili­ pipar, losar um stíflur. Radísur eru einnig taldar góðar. Indverskir réttir og mexíkóskir eru oft upp­ fullir af sterku kryddi sem talið er gott. Má nefna cayennepipar og engifer ásamt framantöldu. Giftir stunda meira kynlíf Stundum er því haldið fram að hjónaband sé ávísun á kynlífs­ þurrð. Rannsóknir í gegnum árin hafa hins vegar sýnt fram á að sá sem er í hjónabandi stundar alla jafna miklu meira kynlíf en sá sem er ekki giftur, jafnvel þó hann eigi kærasta eða kærustu. Frá þessu er greint á lífsstílsvefnum nakedhealth.avvo.com. Þar segir að 40 prósent kvæntra karlmanna stundi kynlíf tvisvar í viku en að­ eins 20 til 25 prósent einhleypra og þeirra sem eiga kærustur státi af þeirri tölfræði. Naglalakk Getur ert augu og augnlok. G rískur karlmaður, Stamatis Moraitis, búsettur í Banda­ ríkjunum ákvað að snúa aftur til eyjunnar sinnar, Ikaríu. Hann var fárveikur af lungnakrabbameini og átti 9 mánuði ólifaða. Á eyjunni læknað­ ist hann af krabbameininu. Saga þessa gríska manns sem sneri aftur í von um bata er goð­ sögn á þessari grísku eyju, þar sem sögur af heilsuhreysti hafa verið sagðar í margar aldir. Rannsóknir gefa goðsögnunum byr undir báða vængi. Íkaríubúar lifa lengur, halda heilsunni lengur – bæði andlegri og líkamlegri. Eyjan gríska er í Norður­Eyjahafi og þar verður þriðji hver eyjaskeggi eldri en 90 ára. Blaðamaður New York Times Magazine, Dan Buettner, heim­ sótti eyjuna fyrir nokkrum árum og skrifaði um heimsókn sína. Í umfjölluninni rýndi hann í lífsstíl eyjaskeggja og spurði sérfræðinga á sviði heilsu hvað aðrir jarðarbú­ ar gætu lært af þeim. Dr. Ioanna Chinou, sérfræðingur í virkum efnum í jurtum til lækninga, og dr. Christina Chrysohoou, sérfræðing­ ur í hjartasjúkdómum, voru Dan til halds og trausts. Dan heimsótti einnig Stamatis sem var við góða heilsu. 1 Drekktu geitamjólk Eyja­skeggjar drekka mikið af geitamjólk en kostir hennar eru vel þekktir. Það er til að mynda þrefalt meira af bakteríuhemj­ andi efni (laktóferini) í geitamjólk en kúamjólk. Það stöðvar jafnvel vöxt á þeim bakteríum sem valda magasári sem enn og aftur gerir það að verkum að það er ekki þörf á að gerilsneyða hana. Einnig lítur út fyrir að geitamjólkin hafi góð áhrif gegn of háum blóðþrýstingi. 2 Búðu hátt til fjalla Að búa í fjalllendi leiðir sjálfkrafa til meiri hreyfingar og útivistar – og hreinna lofts. Eyjaskeggjar eru í mjög góðu formi fram eftir aldri. 3 Borðaðu eins og eyja-skeggi Mikið af baunum, grænmeti, ólífuolíu, heimaræktuðu grænmeti, kaffi, hófleg víndrykkja, lítið af kjöti og mjólkurvörum (nema geitamjólk). Hveiti og brauðmeti og sykur fyrirfinnst ekki á Íkaríu. 4 Drekktu jurtate Íkaríubúar drekka mikið af tei með mintu og sjóða fíflablöð og drekka með sítrónu. Þá drekka þeir te bruggað úr ýmsum fjallagróðri, svo sem rósmar­ ín, marjoram og salvíu, sem lækkar blóðþrýsting. 5 Blundur og kynlíf Íkaríubúar blunda reglulega yfir daginn. Þeir leggja einnig töluverða áherslu á að stunda innilegt kynlíf, sem oft­ ast! 6 Hentu klukkunum Margir Íkaríubúar nota ekki arm­ bandsúr og eru ekki með klukkur á heimili sínu. „Okkur stendur á sama hvað tímanum líður,“ sagði einn Íkaríubúa. 7 Eigðu náin samskipti Íkaríubúar elska að safnast saman og ræða málin yfir tesopa. Þeir eru félagslyndir og halda há­ tíðir sínar saman. Einstæðingum er hjálpað að vera í samneyti við aðra. kristjana@dv.is n Á grísku eyjunni Íkaríu lifa eyjaskeggjar vel og lengi Langlífir Íkaríubúar Á eyjunni Íkaríu nær þriðji hver eyjaskeggi 90 ára aldri. MyNd daN BuettNer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.