Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 5. nóvember 2012 Mánudagur Kirkjan brást börnunum n Þöggun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi E igum við ekki bara að biðja fyrir honum, sagði nunna við eitt af fórnarlömbum séra George þegar hún treysti henni fyrir því að hann hefði misnotað sig kynferðis- lega þegar hún var barn og var nem- andi við Landakotsskóla þar sem hann var skólastjóri. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi en skýrslan var gerð opinber á föstudaginn. Í henni má sjá að viðbrögð nunnunnar eru dæmigerð fyrir það hvernig fólk innan kirkjunnar brást við þegar kvartað var undan séra George og Margréti Müller sem kenndu við skólann í hátt í hálfa öld; George var skólastjóri en Margrét var kennari. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að þöggun hafi átt sér stað innan kirkjunnar varðandi þessi mál og þrátt fyrir að vitað sér til þess að kirkjunni hafi verið sagt frá háttsemi þeirra þá eru ekki til nein gögn um það. Af þeim þrjátíu fyrrverandi nem- endum Landakotsskóla sem rann- sóknarnefndin ræddi við sögðu átta að þau hefðu orðið fyrir kynferðislegu of- beldi en fleiri lýstu líkamlegu og and- legu ofbeldi. Í flestum tilvikunum voru séra George og Margrét gerendurnir en þó er sagt frá tveimur öðrum prest- um og einum kennara sem eru sakaðir um kynferðislegt ofbeldi. Í skýrslunni má lesa hryllilegar frásagnir fyrrverandi nemenda sem lýsa því hvernig þeim var misþyrmt og þau niðurlægð af kennurum sín- um. Í flestum tilvikum voru það séra George og Margrét Müller sem brutu gegn börnunum en einnig er sagt frá einum kennara, sem nokkrar stelp- ur kærðu árið 1994 en kæran var látin niður falla, og tveimur prestum sem eru sakaðir um kynferðisbrot, þessir þrír einstaklingar eru ekki nafngreind- ir líkt og George og Margrét. Fyrsta brotið sem sagt er frá í skýr- slunni er frá árinu 1954 sem er sama ár og George kom til landsins og yngsta dæmið um kynferðisbrot er frá 1988. Í skýrslunni er Margréti meðal annars lýst af fyrrverandi nemendum sínum sem: „illmenni,“ „bölvaðri skepnu“, „geðveikri“, „morðingja“ og „hrein- ræktuðum sadista.“ n Vinnueftirlitið skoðaði legudeild landspítala n „Það barst ósk um að við skoðuðum þessar aðstæður“ V innueftirlitið fór í vettvangs- ferð á legudeild á Landspít- alanum í síðastliðinni viku. Ekki er enn komið í ljóst hvort eftirlitið muni senda frá sér einhver tilmæli til spítal- ans vegna aðstæðna á deildinni en eftirlitinu barst ábendingum um mikið álag og slæma stöðu á göng- um deildarinnar. Steinar Harðar- son, svæðisstjóri Vinnueftirlitsins, segir að árlega fari eftirlitið í fjölda slíkra vettvangsathugana og að enn sé óvíst hvort og þá hvernig verði brugðist við heimsókninni á Landspítalann. Hann staðfest- ir að ábending hafi borist um að margt fólk þyrfti að dvelja á gangi deildarinnar en slíkt getur skapað hættu, meðal annars ef upp kemur eldur á deildinni. Fara í margar vettvangsferðir „Þetta var nú bara ósköp venjuleg heimsókn til að kanna aðstæður á vinnustað, sem við förum oft í. Á grundvelli þessarar heimsóknar voru ekki lagðar fram neinar kröf- ur að sinni,“ segir Steinar og bætir við að það sé mögulegt að eftirlitið muni leggja fram ábendingar eða óska eftir frekari upplýsingum frá spítalanum. „Það barst ósk um að við skoðuðum þessar aðstæður.“ Steinar segir að yfirleitt þegar kvartanir berist vegna of margra sjúkrarúma á göngum spítalanna sé helst litið til þess hvort sjúkrarúmin loki eða hefti aðgengi einstaklinga ef rýma þarf húsnæðið. Hann segir að oft taki eldvarnareftirlitið þátt í að- gerðum sem þessum en hann segist ekki hafa upplýsingar um hvort svo hafi verið í þessu tilfelli. „Þetta eru viðvarandi eða tímabundin vanda- mál sem koma upp reglulega en það liggur ekki fyrir niðurstaða úr þessari heimsókn og við vitum ekki á þessu stigi hvort eða hvaða fyrirmæli eða ábendingar við gefum,“ segir hann. Sjúkrarúmum fækkar Í lok október greindi Ríkisútvarpið frá því að allt að tólf manns þyrftu að liggja í rúmum á göngum Landspít- alans um helgar þar sem ekki væru laus rúm á deildum. Þar kom fram að sjúkrarúmum hefur fækkað um- talsvert á síðustu þremur árum þar sem breyta hefur þurft legudeildum í dagdeildir. Sjúkrarúmum hefur fækkað um tuttugu prósent frá hruni, úr um það bil 840 rúmum í tæplega 660. Vilhelmína Haraldsdóttir, fram kvæmdastjóri lyflækninga á Landspítala, sagði í samtali við RÚV, að á bilinu tveir til þrír sjúk- lingar þyrftu að vera á göngum spít- alans á hverri deild þar sem hvað flestir sjúklingar væru. „Þetta er auðvitað ekki gott vegna þess að það er þröngt fyrir starfsfólk og sjúklinga og hreinlega bara er ekki fólki bjóð- andi,“ sagði hún. Einn stærsti vinnustaðurinn Vinnueftirlitið hefur það hlutverk að tryggja að öryggi starfsmanna sé gætt, viðeigandi vinnuaðstöðu þeirra og að ráðstafanir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir slys á vinnustað. Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður á landinu og fylgist eftirlitið með vinnuaðstæð- um fólks og er því ekki óalgengt að eftirlitið kanni aðstæður. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margar heimsóknir Vinnueftirlitið hefur farið á Landspítalann á undanförn- um mánuðum og árum en í árs- skýrslu eftirlitsins kemur fram að 3.987 fyrir tækjaheimsóknir hafi ver- ið farnar á árinu 2011. Samkvæmt sömu skýrslu sendi eftirlitið frá sér 7.918 fyrirmæli og ábendingar til fyrirtækja. n Á ganginum Vinnueftirlitið fór á Landspítalann eftir að þeim barst ábending um að mörg sjúkrarúm væru á gangi á einni af legudeild spítalans. Hætta getur skapast af slíku. Mynd ÁSgEir M. EinarSSon Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is rannsóknarnefndin Í skýrslunni kemur fram að starfsfólk innan kirkjunnar hafi verið látið vita af ofbeldi í einhverjum tilvikum en þrátt fyrir það hafi ekkert verið gert. Myndin er tekin á blaðamannafundi sem nefndin hélt á föstudag. Fengu tilmæli með sms Aðfaranótt laugardags var kallaður út liðsauki frá björgunarsveitum á Suðurnesjum og úr Árnessýslu til aðstoðar á höfuðborgarsvæðinu. Um tíu aðstoðarbeiðnir bárust vegna veðursins. Verkefnin voru af ýmsum toga, en björgunarsveitin fékk veður af hjólhýsum að splundr- ast, þakplötum sem voru að fjúka á bíla og frétti af brotnum gluggum. Einnig urðu slys á fólki sem hrein- lega tókst á loft í mestu hviðunum. Björgunarsveitir á landsbyggðinni fóru ekki varhluta af þessu veðri. Í Staðarsveit, Hvolsvelli, Þingvalla- sveit og Mýrdal tryggðu björgunar- sveitir þök á íbúðarhúsum og hlöð- um og á Kirkjubæjarklaustri var girðingin við gervigrasvöllinn að fjúka. Prufa var gerð á viðvörunarkerfi almannavarna og lögreglu á föstu- dagkvöld þegar plötur tóku að losna af þaki stórrar skemmu á Esjumel- um. Óttast var að mikið af þak- plötum myndi dreifast yfir Vestur- landsveginn og Leirvogstunguhverfi Mosfellsbæjar. Viðvörunarkerfið býður upp á að send séu hóp-sms á alla síma sem eru innan ákveðins svæðis. Íbúar í Leirvogstunguhverfi fengu því skila- boð um að forðast að vera á ferli og halda sig hlémegin í hverfinu. Tókst þessi tilraun ágætlega en halda þarf áfram að slípa kerfið til og sníða af vankanta að sögn Landsbjargar. Sex fíkni- efnamál Erill var hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu aðfaranótt laugar- dags. Alls komu upp sex fíkni- efnamál en lögreglumenn frá fíkniefnadeild voru á ferðinni í miðbænum. Fimm mál voru af- greidd á vettvangi en einn aðili vistaður í fangageymslu þar sem ekki var unnt að ræða við hann sökum ástands. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur en hann var látinn laus að lokinni blóð og skýrslutöku. Nokkur minni háttar líkamsárásarmál komu upp en í einu þeirra voru tveir karl- menn vistaðir í fangageymslu þar sem þeir voru ekki með skilríki og gátu ekki gert grein fyrir sér. Enginn ökumaður Umferðaróhapp varð á Kalkofnsvegi gegnt Hörpu klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Þar skemmdist ein bifreið mikið. Þrír voru í bifreiðinni en enginn vildi gangast við því að hafa ekið bíln- um. Þeir voru fluttir á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu. Draga þurfti bílinn af vettvangi. Málið er nú í rannsókn að sögn lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.