Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Side 2
2 Fréttir 28. nóvember 2012 Miðvikudagur
B
orghildur Guðmundsdótt-
ir þurfti að berjast fyrir for-
ræðinu yfir börnum sínum
þegar bandarískur barns-
faðir hennar krafðist þess
að fá börnin aftur út. Borghildur lýsir
reynslu sinni í bókinni Ég gefst aldrei
upp. Lögmaður hennar hér á Íslandi,
Sveinn Andri Sveinsson, kemur þar við
sögu en Borghildur sakar hann um að
sofna á fundi með sér, mæta illa undir-
búinn í dómsal og senda sér smáskila-
boð með niðurstöðu Hæstaréttar; að
henni væri gert að snúa til Bandaríkj-
anna með syni sína, níu og fjögurra
ára.
Kemur enn á óvart
„Sms-ið kemur mér enn á óvart,“ segir
Borghildur. „Ég held að það sé það
allra ópersónulegasta sem nokkur
maður hefur nokkurn tímann gert mér
og langt í frá að vera í lagi. Að lögmað-
urinn sem átti að verja mig og börnin
mín hafi ekki haft það í sér að hringja
eitt símtal og segja: „Því miður Bogga
mín, því miður staðfesti Hæstiréttur
héraðsdóm.“ Það hefði ekki tekið hann
lengri tíma en að senda skilaboðin.“
Borghildur telur að Sveinn Andri
hafi brugðist henni með margvíslegum
hætti. Hún segir að hann hafi til dæmis
ekki sótt um gjafsókn líkt og hún
óskaði eftir, fengið málinu vísað frá
eins og hún telur að hefði átt að vera
hægt að gera eða lagt sönnunargögn
fyrir dóminn sem hún lét hann fá, eins
og upptökur af samtölum hennar við
barnsföður sinn. „Samkvæmt Haag-
samningnum hefði málið þurft að vera
komið inn á borð héraðsdóms innan
tólf mánaða frá komu drengjanna til
Íslands. Þess vegna hefði hann getað
farið fram á frávísun, því börnin væru
þegar búin að aðlagast nýju umhverfi.
En hann gerði það ekki.“
Blóraböggull
Sveinn Andri var staddur erlendis
þegar blaðamaður náði tali af
honum og hafði ekki séð bók Borg-
hildar eða þær ásakanir sem í henni
koma fram. „Ég hef ekkert um það að
segja,“ sagði Sveinn Andri og sagð-
ist engan áhuga hafa á því að svara
þessu. „Hún verður bara að eiga
þetta við sjálfa sig.“ Aðspurður hvort
það væri rétt að hann hefði sofnað á
fundi sagði hann að það væri fráleitt:
„Það er bara lygi,“ og kvaddi.
Hann svaraði hins vegar fyrir
sig árið 2009 þegar Borghildur var í
viðtali við Morgunblaðið. Þar sagði
hann að þegar mál færu illa þyrftu
málsaðilar oft blóraböggul og í þessu
tilfelli væri það hann. Spurður um
sms-sendinguna sagðist hann hafa
verið í fríi og ekki í aðstöðu til að
ræða við hana en viljað koma skila-
boðunum sem allra fyrst til Borghild-
ar. „Sannleikurinn er að ég reifaði öll
þessi mál fyrir héraðsdómi,“ sagði
hann. En þegar of langur tími liði
frá málflutningi og fram að úrskurði
væri gjarna eingöngu stuðst við skrif-
leg gögn. „Það er ekki orð af því sem
kom fram í hálfsdagsflutningi, sem
fer inn í sjálfan úrskurðinn.“
Sveinn Andri sagði það rétt hjá
Borghildi að símtölin við föðurinn
hefðu ekki verið lögð fram við flutn-
ing málsins í héraðsdómi. Hins vegar
hafi þau verið lögð fram með kærunni
til Hæstaréttar. „Það kom í sjálfu sér
ekki mikið fram í þessum símtölum
en Borghildur vildi að þau færu með.
Í greinargerð minni til Hæstaréttar
lagði ég áherslu á þau og annað sem
stutt gæti málið. Það sem greinilega vó
þyngst var að Borghildur fór frá Banda-
ríkjunum án samþykkis föðurins.“
Þess ber að geta að Borghildur hélt
baráttu sinni fyrir börnunum áfram
úti í Bandaríkjunum þar sem hún
vann málið.
Treysti honum fullkomlega
Þrátt fyrir að Borghildur greini ítarlega
frá samskiptum sínum við lögmann-
inn í bókinni kallar hún hann ekki sínu
rétta nafni heldur notar hún dulnefnið
Önundur. Aðspurð um ástæður segir
hún: „Maður dansar á tánum í kring-
um svona.“ Hún bætir því við að þetta
sé viðkvæmt.
Bókina skrifaði hún hins vegar til
þess að benda á atriði eins og þessi,
það sem betur mætti fara fyrir hjá
fólki sem stendur í þessari baráttu.
„Mig langaði til dæmis að beina því
til fólks sem telur sig í öruggum hönd-
um að það er ekki alltaf allt sem sýnist.
Ef ég vissi það sem ég veit í dag hefði
ég til dæmis aldrei ráðið þennan lög-
fræðing, ég hefði aldrei treyst honum
fyrir mér og börnunum mínum.
Ég hafði ekki hugmynd um það
hver þessi maður var, ég hafði bara
heyrt að hann væri algjör nagli og
taldi mig svo heppna því hann ætlaði
að verja mig. Hann sem væri vanur
að verja allt og alla og gæti meira að
segja varið menn sem varla væri hægt
að verja. Þannig að ég treysti honum
fullkomlega, jafnvel þegar hjarta mitt
sagði mér að gera það ekki. Enda átti
ég að geta treyst honum fyrir lífi mínu
og barnanna, við áttum það skilið að
hann tæki okkur alvarlega.“
Kærður til siðanefndar
Hún segist fyrst hafa áttað sig á áhuga-
leysi hans þegar hann sofnaði á fundi
með henni. „Ég þekkti ekki lögin
þannig að ég treysti dómgreind hans.
En ég þarf ekki að vera mjög gáfuð til
þess að átta mig á því að það er eitt-
hvað að þegar lögmaðurinn dottar á
fundi,“ segir Borghildur sem bætir því
við að þegar málinu var lokið hefði
hún tjáð honum reiði sína og sagt að
hann hefði átt að gera betur. „Hann
svaraði því til að eflaust væri alltaf
hægt að gera betur. Lögfræðingur sem
tekur svona mál að sér á aldrei að gera
minna en hann getur. Ég hélt að hann
væri einn harðasti lögmaður landsins
en hann var það ekki. Hann hafði það
orð á sér en stóð ekki undir því.“
Að endingu kærði hún framgöngu
Sveins Andra til úrskurðarnefndar
Lögmannafélags Íslands. „Ég þurfti að
ýta á eftir því að málið yrði tekið þar
fyrir, það gerðist ekkert fyrr en ég hót-
aði fjölmiðlaumfjöllun um málið. Þá
hafði hann sjálfur samband við mig
og bauðst til þess að fella niður allan
málskostnað ef ég félli frá kærunni.
Þannig að ég vildi afsökunarbeiðni
og hreinan skjöld. Þessar samninga-
viðræður fóru fram í gegnum lög-
mannafélag Íslands og að lokum felldi
hann niður reikninginn og dró fjár-
námskröfuna til baka. Þar með var
málinu lokið.“
Óvænt aðstoð
Hér á eftir birtum við brot úr bókinni.
Þar segir Borghildur meðal annars frá
því að hver lögmaðurinn á fætur öðr-
um hafi neitað að taka málið að sér og
hún hafi verið við það að fyllast von-
leysi þegar Sveinn Andri Sveinsson
svaraði skilaboðum frá henni og hr-
ingdi. Hún lýsir þessu svona, en eins
og fyrr segir gaf hún lögmanninum
dulnefnið Önundur: „„ Borghildur.
Hver er kennitalan þín?“ spurði
hann. Mér brá við þessa spurningu.
„Af hverju viltu kennitöluna mína?“
spurði ég strax. „Ég tek alltaf niður
kennitöluna hjá nýjum skjólstæðing-
um.“ Ég brast í grát. Hann ætlaði að
hjálpa okkur. Einn þekktasti, harðasti
lögfræðingur þjóðarinnar ætlaði að
hjálpa okkur. Ég útskýrði málin fyrir
honum og hann bað mig um að mæta
á fund til sín strax daginn eftir.“
Hún segist hafa verið fullviss um að
hjá honum væri hún í öruggum hönd-
um. Hins vegar hafi annað komið á
daginn: „Mér fannst óþægilegt hvað
hann hljómaði alltaf upptekinn í sím-
anum, svona eins og hann þyrfti að
troða mér inn í sitt annasama líf. Mér
fannst ég alltaf vera að trufla hann
þegar ég loks náði tali af honum, hvort
sem það var í síma eða á fundi á lög-
fræðiskrifstofunni hans. Þessir fundir,
allir nema einn, voru styttri en þrjátíu
mínútur. Þá stóð Önundur alltaf upp
og gerði sig kláran í að ljúka fundinum
og undantekningarlaust fór ég heim,
eitt stórt spurningarmerki.“
„Ertu að sofna?“
„Einn fundur okkar Önundar sneri
öllu á hvolf fyrir mér gagnvart honum.
Við vorum að ræða næstu skref máls-
ins og stuttu eftir að ég fékk kaffibolla í
hendurnar kom hann inn í fundarher-
bergið. Hann heilsaði, brosti og fékk
sér sæti. Hann spurði mig hvað væri
nýtt í málinu. Ég þuldi upp þó nokkra
hluti, talaði um hvað ég væri hrædd
við og annað. Í miðjum klíðum leit
ég á Önund og snarþagnaði. Hann
sat þarna og, að mér sýndist, dottaði.
Munnurinn á honum opnaðist aðeins,
eins og hann væri í algjörri slökun og
augun voru lokuð.
„Ertu að sofna?“ spurði ég hátt.
Önundi brá greinilega. Hann stóð
upp og gekk fram og til baka inni í
fundarherberginu eins og hann væri
að reyna að vakna og svarið hans var
„nei nei“. Ég varð gjörsamlega kjaft-
stopp,“ segir í bókinni: „Ég var miður
mín. Lögfræðingurinn minn sofnaði
á fundinum eins og ég hefði verið að
ræða um tyggjópakka við hann en
ekki börnin mín – líf mitt.“
Byrjaði illa
Forræðismálið var tekið fyrir í
héraðs dómi þann 18. júní. Þetta var
Sakar Svein andra um
að hafa Sofnað Á fundi
n Hann segir það vera lygi n Barðist um forræðið við bandarískan barnsföður n Kærði lögmanninn til siðanefndar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Hún verður
bara að eiga
þetta við sjálfa sig
Blóraböggull Sveinn Andri Sveinsson segir það lygi að hann hafi sofnað á fundi með
skjólstæðingi sínum en vildi ekki tjá sig frekar um þessar ásakanir. Áður hefur hann sagt að
hann hafi verið gerður að blóraböggli í þessu máli.
Hrina óhappa
í hálkunni
Mörg umferðaróhöpp hafa átt sér
stað á Suðurnesjum undanfarna
daga, sem flest má rekja til hálku.
Ökumaður missti stjórn á bifreið
sinni á Grindavíkurvegi með þeim
afleiðingum að hún hafnaði á
skilti utan vegar. Önnur bifreið
hafnaði á kantsteini af sömu sök-
um og urðu skemmdir á hjóla-
búnaði hennar. Á Reykjanesbraut
missti ökumaður stjórn á bifreið
sinni vegna hálku og hafnaði bif-
reiðin utan vegar eftir að hafa
rekist utan í aðra bifreið. Fjórðu
bifreiðinni var ekið á ljósastaur
á Grænásvegi. Auk þessa varð
minniháttar árekstur í Njarðvík á
mánudag og tilkynnt var til lög-
reglu um skemmdir á bifreið eftir
að ekið hafði verið utan í hana. Sá
sem hlut átti að máli lét sig hverfa
af vettvangi.
Fíkniefnasali
handtekinn
Lögreglan á Suðurnesjum hand-
tók um helgina fíkniefnasala og
haldlagði kannabisefni í sölu-
einingum sem fundust við húsleit
á heimili félaga hans. Í gasgrilli
bak við húsið fundust kannabis-
efni og við frekari leit fannst á
annan tug poka með kannabis-
efnum í garði hússins, tilbúnir til
sölu. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá lögreglunni á Suðurnesj-
um. Maðurinn, sem er innan við
tvítugt, játaði að eiga efnin og
einnig sölu fíkniefna, eftir að hann
hafði verið handtekinn og færður
til skýrslutöku á lögreglustöð.
Þá haldlagði lögreglan tals-
vert magn af sveppum sem fannst
við húsleit hjá öðrum karlmanni í
umdæminu. Sá síðarnefndi, sem
er á þrítugsaldri, var einnig með
sýnapoka og vog í fórum sínum.
Stal úlpu og
veiðivörum
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt fertuga konu í tveggja
mánaða fangelsi fyrir þjófnaða-
brot. Konan stal sér vetrarúlpu
í verslun í miðborginni í byrjun
desember 2010 og úr sameigin-
legu þvottahúsi fjölbýlishúss stal
hún veiðivörum, leikjatölvu og
nokkrum tölvuleikjum í febrúar
2011.
Konan játaði sök og hlaut hún
tveggja mánaða fangelsi sem fyrr
segir.