Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 28. nóvember 2012 Miðvikudagur
Framlög til Sinfó hækkað
n Fá mest af helstu listfélögum á framfæri ríkisins
F
ramlög íslenska ríkisins til
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
hafa hækkað um 84,7 milljónir
króna vegna hækkunar á leigu-
greiðslum við flutning hljómsveitar-
innar í Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin
fær árlega tugi milljóna króna úr
ríkis sjóði til að standa undir rekstri
sínum. Íslenska ríkið á sjálft fimmtíu
prósenta hlut í Hörpu á móti Reykja-
víkurborg og endar því leigupen-
ingurinn í vissum skilningi aftur hjá
ríkinu.
Þetta kemur fram í svari Katrín-
ar Jakobsdóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, við fyrirspurn
þingmannsins Sigmundar Ernis
Rúnarssonar á Alþingi. Þar kemur
einnig fram að til standi að hækka
framlög til hljómsveitarinnar enn
meira á næsta ári. Í fjárlögum árið
2013 er gert ráð fyrir að framlög ríkis-
ins vegna leigugreiðslna hljómsveit-
arinnar á næsta ári hækki um 4,7
milljónir króna.
Spurning Sigmundar Ernis snérist
að hinum ýmsu listfélögum en voru
Listasafn Íslands, Íslenski dansflokk-
urinn, Þjóðleikhúsið og Íslenska
óperan nefnd sérstaklega auk Sin-
fóníuhljómsveitarinnar. Í saman-
burðartöflu sem sett er fram í svari
Katrínar sést að hljómsveitin fær
mest af peningum ríkisins af þess-
um listfélögum í ár og á næsta ári.
Til að mynda er gert ráð fyrir að
hljómsveitin fái tæpum 33 milljón-
um meira en Þjóðleikhúsið úr ríkis-
sjóði í ár.
Helstu skýringar á hækkun fram-
laga ríkisins til Sinfóníuhljómsveit-
arinnar eru leigukostnaður og launa-
og verðlagsbreytingar. Á milli fjárlaga
2011 og 2012 hækkaði framlagið um
101,9 milljónir vegna launa- og verð-
lagsbreytinga. n
adalsteinn@dv.is
Kostar sitt Sinfóníuhljómsveitin borgar tals-
vert meira í leigu eftir að hafa flutt sig í Hörpu.
Réðst á ungan
mann með
dúkahníf
Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir
meiriháttar, og sérstaklega hættu-
lega líkamsárás í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Tveir mannanna,
átján og tuttugu ára, eru ákærð-
ir fyrir að hafa gengið í skrokk á
þeim þriðja, sem er átján ára, fyrir
utan Kolaportið í mars síðast-
liðnum.
Sá þriðji, eða fórnarlambið úr
fyrra málinu, er síðan ákærður
fyrir að ráðast á jafnaldra sinn
sem hefur verið ákærður fyrir að
ganga í skrokk á honum sjálfum
ásamt tvítugum félaga sínum, eins
og fyrr segir. Sá á, sama kvöld, að
hafa veist að jafnaldra sínum á
sama stað með því að skalla hann
í höfuð, slá hann ítrekað í líkama
og höfuð og hafa með blaði úr
dúkahníf veitt honum rúmlega 40
sentímetra skurðarsár á kvið sem
náði frá vinstri rifjaboga lóðrétt
niður að vinstri mjaðmarspaða
og þaðan aftur á við. Málið hefur
verið þingfest.
Elvu Brár
enn saknað
Enn hefur ekkert spurst til Elvu
Brár Þorsteinsdóttur, 22 ára.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu sendi frá sér tilkynningu
þann 23. nóvember þar sem
hún óskaði eftir því að þeir,
sem hafi vitneskju um hvar
Elva er niðurkomin, hafi sam-
band.
Elva er 165 sentímetrar á
hæð, grannvaxin og dökkhærð.
Síðast þegar vitað var um hana
var hún klædd í svarta kulda-
úlpu með hettu en hettan er úr
skinni. Almenningur er beðinn
um að hafa samband í síma
444 1000.
Bíður ákvörðunar um
ákæru hjá lögreglu
M
ál Jóns Snorra Snorra-
sonar, lektors í viðskipta-
fræði við Háskóla Ís-
lands og fyrrverandi
stjórnarformanns iðn-
fyrirtækisins Sigurplasts, er kom-
ið til lögfræðisviðs lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan
íhugar nú hvort gefa eigi út ákæru
í því. Arion banki kærði Jón Snorra
fyrir veðsvik fyrr á árinu og greindi
DV frá því í júní síðastliðinn að
rannsókn málsins væri lokið. Þá
hafði lögreglan tekið skýrslu af
nokkrum aðilum vegna málsins,
meðal annars starfsmönnum Arion
banka.
Kári Ólafsson, saksóknarfull-
trúi hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, sem annast hafði
rannsókn málsins, sagði í júní
að rannsókn málsins væri lokið.
„Ég get staðfest það að mál tengt
honum [Jóni Snorra Snorrasyni,
innsk. blm.] hefur verið til rann-
sóknar hér. Rannsókn er lokið og
það tengist því félagi sem þú nefn-
ir [Sigurplasti, innsk. blm.]. En sú
ákvörðun ætti að liggja fyrir á allra
næstu dögum, í síðasta lagi eftir
viku,“ sagði Kári.
Ákvörðun um hvort ákæra verði
gefin út í málinu liggur hins vegar
ekki enn fyrir. DV hafði samband
við Kára Ólafsson til að spyrja hann
út í málið en Kári benti á yfirmann
sinn, Jón H. B. Snorrason. Hann
vildi hins vegar heldur ekkert tjá sig
um málið.
Átta stefnur
Líkt og komið hefur fram í DV leikur
grunur á að lögbrot; skattalagabrot,
skilasvik, veðsvik, umboðssvik og
fjárdráttur hafi átt sér stað í rekstri
Sigurplasts áður en fyrirtækið var
tekið til gjaldþrotaskipta haustið
2010. DV hefur fjallað ítarlega um
starfsemi Sigurplasts síðastliðin
tvö ár, meðal annars skýrslu endur-
skoðendafyrirtækisins Ernst &
Young sem skiptastjóri Sigurplasts
lét vinna um starfsemi félagsins. Sú
skýrsla varð meðal annars til þess
að skiptastjórinn hefur gefið út átta
stefnur gegn fyrrverandi stjórnend-
um félagsins sem miða að því ná til
baka fjármunum sem talið er að þeir
hafi hlunnfarið bú Sigurplasts um
áður en það fór í þrot.
Í skýrslunni er rakið hvernig
eignir og fjármunir Sigurplasts voru
færðir yfir í nýtt félag, Viðarsúlu ehf.,
árið 2009 á kostnað kröfuhafa félags-
ins, Arion banka. Viðarsúla sérhæfir
sig í framleiðslu á alls kyns umbúð-
um úr plasti líkt og Sigurplast og er
stýrt af sömu aðilum og stýrðu Sigur-
plasti. Viðarsúla er í rekstri í dag sem
og Sigurplast, eða nýtt fyrirtæki sem
stofnað var með sama nafni, og er í
eigu Arion banka.
Haustið 2010 gáfu eigendur
Sigur plasts, Sigurður L. Sævarsson
og Jón Snorri Snorrason, fyrirtæk-
ið svo upp til gjaldþrotaskipta. Litlar
eignir voru þá í búinu en skuldir fé-
lagsins við Arion banka námu um
1.100 milljónum króna.
Saksóknari rannsakar líka
Skiptastjóri Sigurplasts, Grímur
Sigurðsson, sendi kæru til efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra árið 2011 þar sem hann
kærði stjórnendur félagsins vegna
gruns um margs konar lögbrot.
Um þetta sagði í skýrslu Ernst &
Young, þar sem vísað var til þess
að endurskoðendafyrirtækið ætti
að hafa til hliðsjónar: „… kæru sem
send hefur verið ríkislögreglu-
stjóra vegna meints fjárdráttar og
annarra brota í rekstri Sigurplasts
ehf.“
Rannsóknin á Sigurplastsmál-
inu lenti inni á borði sérstaks sak-
sóknara eftir að efnahagsbrota-
deildin sameinaðist embættinu
í fyrra. Ekkert hefur spurst um
niðurstöðuna úr rannsókn sérstaks
saksóknara í Sigurplastsmálinu.
Því liggur fyrir að Sigurplastsmálið
hefur verið til rannsóknar hjá að
minnsta kosti tveimur stofnun-
um sem fara með ákæruvald, lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
og embætti sérstaks saksóknara.
Þá var kæra skiptastjórans einnig
send til skattrannsóknarstjóra. n
n Sigurplastsmálið hjá sérstökum saksóknara og lögreglunni
Veðsvik og átta stefnur Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu á eftir að ákveða hvort Jón
Snorri Snorrason verður ákærður fyrir veðsvik.
Skiptastjóri Sigurplasts hefur höfðað átta mál
út af málefnum Sigurplasts þar sem fyrir liggur
að fjármunir hafi verið teknir út úr búinu með
óeðlilegum hætti fyrir þrotið.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Lögreglan íhugar
nú hvort gefa eigi
út í ákæru í því.
Enginn dómur
Í frétt DV um Sverri Þór Gunnars-
son, Svedda tönn eins og hann er
kallaður, kemur fram að hann hafi
flúið frá Spáni eftir að hann hlaut
þar níu ára fangelsisdóm. Guð-
mundur St. Ragnarsson, lögmað-
ur Sverris á Íslandi, segir Sverri
engan dóm hafa fengið á Spáni.
Aftur á móti vilji lögreglan á Spáni
ná tali af Sverri í tengslum við
fíkniefnamál þar í landi.